Vikublaðið


Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 9. DESEMBER 1994 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík 'Sími á ritstjórn: (9D-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Stóri skjálftinn skammt undan Það er átakanlegt að fylgjast með aðgerðaleysi ríkis- stjómarinnar í deilunni við sjúkraliða. A meðan vandinn verður æ dýpri á sjúkrastofnunum landsins lætur Friðrik Sophusson íjármálaráðherra eins og deilan komi sér ekki við og vísar á samninganefhd ríkisins. Samninganefhdin er ekki atvinnurekandi sjúkraliða og hún lýtur forræði fjármálaráðherra, en meðan engin skilaboð koma frá hon- um um hvernig leysa beri deiluna er ekki von til þess að neitt hniki. A meðan líða sjúklingar, aðstandendur þeirra og annað starfsfólk á sjúkrastofnunum. Abyrgðina ber fjármálaráðherra og ríkisstjórnin í heild. Friðriki er enda vorkunn, því hann veit sem er, að deil- an við sjúkraHða er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal á vinnumarkaðnum þegar kjarasamningar losna um áramót. Eftir tæpra fjögurra ára stjómarsetu Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks undir merkjum fjandsamlegrar ffjálshyggju er misgengið milli stefnu og aðgerða ríkis- stjómarinnar annarsvegar og hinsvegar ástandsins í lífs- kjömm almennings slíkur spennuvaldur að stóri skjálfhnn er skammt undan. Þessu ástandi ber ríkisstjómin fulla ábyrgð á. Hún hefur stjómað í þágu forréttindahópa en ekki almennings, hún hefur lokað eyrunum gagnvart neyðarópum atvinnuleysingjanna, hún hefur velt millj- arða álögum yfir á launafólk og neitað að horfast í augu við að fólk í tugþúsundatali hefur ekki lengur ráð á að ffamfleyta sér og sínum. Fjármálaráðherra hefur hinsveg- ar laumað kjarabótum til affnarkaðra hópa, því meiri kjarabótum sem hópamir em betur stæðir fyrir, en á sama tíma er yfirlýst launastefha sú að gera minna en ekkert til að rétta hlut almenns launafólks. Við spyrjum fjármálaráðherra í fullri alvöm hver sé upp- skrift ríkisstjómarinnar að því að láta 50 - 60 þúsvmd króna mánaðarlaun duga til ffamfærslu? Treystir fjár- málaráðherra sér virkilega til að verja launastefnu sem fel- ur í sér að tugþúsundum launþega er ætlað að lifa á þeim launum? Þau merki aukinnar samstöðu meðal láglaunahópa, þvert á markalínur milli launþegasamtakanna ASI og BSRB, eru fagnaðarefni. Yfirlýsing Dagsbrúnar um fullan stuðning við sjúkraliða og aðgerðir í þá veru ef nauðsyn krefur er staðfesting þess að hvort sem við ríkisstjómina eða Vinnuveitendasamband Islands er að etja þá er sami botninn undir þeim báðum. Það em sömu hagsmunimir sem stjóma ffamgöngu bæði atvinnurekendavaldsins og ríkisstjómar þess - hagsmunir fjármagnseigenda og há- tekjufólks. Starfsmannafélag ríkisstofnana og kennarar hafa mótað kröfugerð sína fyrir næstu kjarasamninga. Hún ber með sér að launafólk býr við djúpstæðan og flókinn vanda, ekki aðeins þann vanda sem stafar af lágum launum heldur líka ranglátu skattakerfi. Kosningamar í vor munu örugglega snúast um þessi mál; hvemig tryggja á hér góð lífskjör allra og byggja upp réttlátt skattakerfi. Alþýðubandalagið mætir kjósendum með ítarlega stefhu í því hvemig á að taka á vanda almennings til samræmis við þá staðreynd að Island er auðugt samfélag sem hefur alla möguleika til að búa hverjum þegn sínum góð lífskjör. Réttast væri að kjósa strax til að koma þessari ríkisstjóm frá áður en svo stór skjálfti brestur á að hann skilji bara auðnina eftir sig. Pólitízkan Hannes Hólm- steinn og Marx Eins og greint var frá á þessum stað fyrir nokkrum vikum hefur Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, helsti hugmyndafræðingur frjálshyggjunnar á síðasta áratug, skrifað bók þar sem hann hættir að fylgja hugsuði frjálshyggjunnar, John Gray, sem er orðinn samfé- lagssinni. Fyrir fáum árum mærði Hannes Gray í bak og fyrir enda lærlingur hans í Oxford. Okkur láðist hinsvegar að geta þess að Hannes virðist í bókinni vera að búa sig undir að taka Kari Marx upp á sína arma. Til skamms tíma var Marx óalandi og óferjandi í augum Hann- esar og hann fékk uppslátt í fjölmiðli fyrir fáum mánuðum þegar hann fór fram á það við skattayfirvöld að af- skrifa bækur eftir Marx sem Hannes á í bókasafni sínu. En nú bregður svo við að eitt og annað sem Marx skrifaði fær inni í stássstofu Hann- esar. í Morgunblaðinu á þriðjudag segir hann að eitthvað kann að hafa verið til í kenningum Marx um stétt- areðli ríkisins og að í sögulegri efn- ishyggju leynist nothæfar vinnutil- gátur. Jamm, Hayek er látinn og Friedmann orðinn aflóga í tvöföld- um skilningi. En hvers á Marx að gjalda? Guömundur Árni í stjórnarandstöbu Á sunnudag á Stöð 2 snupraði Guðmundur Ámi Stefánsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og þingmaður Alþýðuflokksins ríkis- stjórnina fyrir að vera ekki búna að semja við sjúkraliða. Þótt Guð- mundi séu mislagðar hendur í emb- ættisfærslu kann hann ýmislegt fyrir sér í popúlisma. Það er liður í próf- kjörsbaráttu Guðmundar Árna að mynda fjarlægð milli sín og ríkis- stjórnarinnar. En Guðmundur Árni er líka í andstöðu við ákveðna aðila í Alþýðuflokknum, sérstaklega Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra og Sighvat Björgvins- son heilbrigðisráðherra og fær sá síðarnefndi það óþvegið í nýrri bók fyrrverandi félagsmálaráðherra sem telur Sighvat bera töluverða ábyrgð á ógöngum sínum. Hvort segir Davíb satt heima eba í útlöndum? Carl Biidt fyrrverandi forsætisráð- herra Svía hefur í fjölmiðlum haft eft- ir Davíð Oddssyni að ísland muni sækja um aðild að ESB fyrr heldur en seinna. Hér heima segir Davíð að aðild komi ekki til greina. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1990 var það á allra vitorði að Davíð ætl- aði sér á þing en hann kvaðst stefna að því að gegna áfram starfi borgarstjóra, fengi hann umboð til þess sem hann og fékk. Stuttu seinna hætti borgarstjóri til að verða forsætisráðherra. Davíb bitlinga- stjóri Davíð Oddsson réð vinkonu sína og samstarfskonu, Þórhildi Lín- dal, í stöðu umboðsmanns barna. Þau tvö stóðu þannig að ráðning- unni að Þórhildur, sem starfar í for- sætisráðuneytinu, sá um að aug- lýsa stöðuna og tók á móti um- sóknum um starfið. Samkvæmt starfsvenju hefur hún einnig farið yfir umsóknirnar og metið hvaða um- sækjendur ætti að kalla til viðtals. Okkur var talið trú um að þessi vinnubrögð heyrðu sögunni til með nýjum stjórnsýslulögum en nú er það sjálft forsætisráðuneytið sem hefur forgöngu um að viðhalda bit- lingakerfinu. Spillingin er óskil- greind Forsætisráðuneytið þóttist ekki geta svarað fyrirspurn Kristínar Ást- geirsdóttur þingmanns um um- fang sérverkefna á vegum ráðu- neytisins. Því var borið við að hug- takið sérverkefni væri ekki nógu vel skilgreint í fyrirspurninni. En forsæt- isráðuneytið notar sjálft þetta hug- tak, sérverkefni, til að lýsa verkefn- um manna á borð við Þorvald Garðar Kristjánsson fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins. Ruglib meb Rýni hf. Ríkisendurskoðun gagnrýndi sjávar- útvegsráðuneytið fyrir að sólunda skattpeningum almennings i skoð- unarstofuna Rýni hf. sem ráðuneyt- ið stofnaði og seldi síðan með miklu tapi til Nýju skoðunarstöðvarinnar. Ráðuneytið reyndi á sínum tíma að koma í veg fyrir að upplýsingar um klúðrið yrðu opinberar. Arndís Steinþórsdóttir skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, sem ber verulega ábyrgð á afdrifum Rýnis hf., lét stimpla rekstraruppgjör fé- lagsins frá 30. nóvember 1993 sem trúnaðarmál. Þáu boð voru látin út ganga að fyrirspurnum um rekstrar- uppgjörið skyldi beint til Arndísar og hún gerði sitt ítrasta til að láta ekki ná í sig þegar fjölmiðlar leituðu eftir upplýsingum um Rýni hf.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.