Vikublaðið


Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 9. DESEMBER 1994 3 “i Flokksmönnum Alþýðubanda- lagsins Qölgar Tæplega fimmtíu nýir ein- staklingar voru teknir inn í Alþýðubandalagsfélag Kópavogs á þriðjudag og fyrir hálfum mánuði voru 67 nýir félag- ar skráðir í Alþýðubandalagsfélag Keflavíkur og Njarðvíkur. Önnur félög Alþýðubandalagsins liafa sömuleiðis verið að stækka síð- ustu vikur og mánuði. - Ástæðan íyrir því að flokksfólki fjölgar hjá okkar má rekja til þeirrar góðu stemningar sem skapaðist í kosningabaráttunni í vor. Það var endumýjun hjá okkur og margt yngra fólk kom til liðs við flokkinn. Það smitar síðan út ffá sér og skilar okkur fleiri félögum, segir Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi. Jóhann Geirdal bæjai'fulltrúi Al- þýðubandalagsins í nýja bæjarfélag- inu á Suðumesjum hefur svipaða sögu að segja. /Vþýðubandalagsfélag Keflavíkur og Njarðvíkur vann stór- sigur í sveitarstjómarkosningunum í vor og jók fylgi sitt um 140 prósent. - Það vom 67 nýir félagar teknir inn í Alþýðubandalagsfélag Kefla- víkur og Njarðvíkur á aðalfundi fé- lagsins fyrir hálfum mánuði. Það er samsvarandi fylgisaukningunni frá því í vor, segir Jóhann Geirdal. Onnur ástæða fyrir stækkun Al- þýðubandalagsins er að kosningar em í nánd og kosningabaráttan ffamundan er fólki hvatning til að láta skrá sig. - Fólk áttar sig á því að ef það vill hafa áhrif og taka fullan þátt í kosn- ingabaráttunni þarf það að láta skrá sig í flokksfélögin, segir Valþór. Tvö ný Alþýðubandalagsfélög í Reykjavík hafa samtals um 150 manns í félagaskrám. Framsýn telur um 100 félaga og Sósíalistafélagið um 50. Bæði þessi félög vom stofituð í sumar. Ríkisstjórnin verklaus og Qár- lög í lausu lofti Alger óvissa ríkir um af- greiðslu fjárlagafrumvarps ríkisstjómarinnar og fylgi- frumvarpa þess. Stjómarflokkam- ir hafa enn ekki útkljáð milli sín hvort fallið verði frá álagningu há- tekjuskatts, en einstakir þing- menn Alþýðuflokksins vilja sjá á- framhald á álagningu skattsins. Stjómarandstaðan gagnrýnir frammistöðu ríkisstjómarinnar harðlega og telur þinghaldið í upplausn. Á Alþingi í vikunni gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar vinnubrögðin á þinginu harðlega og þá ekki síst afgreiðslu fjárlagaffum- varpsins. Ekkert hefur bólað á fylgiffuinvörpum fjárlagafrumvarps- ins og lítið vitað hver þau verða, þótt stutt sé til jólahlés Alþingis. Onnur umræða um fjárlagafrumvarpið fer vart ffam fyrr en í næstu viku og verður ekki mikill tími fyrir efiia- hags- og viðskiptanefnd þingsins að fjalla um ffumvarpið, hvað þá leita umsagna um það og fylgifrumvörp- in. Ragnar Arnalds benti á þessa stöðu og Jón Kristjánsson tók undir. „Það gengur ekkert hjá þessari ríkis- stjóm. Hún er verklaus og keniur engu ffá sér,“ segir Jón. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra viðurkenndi í umræðunum að seinagangurinn hjá ríkisstjórninni væri of mikill. „Ég vil taka undir það að mér finnst ríkisstjórnin vera mjög sein á ferðinni með sín frumvörp. Ég vil segja það hér að það er gert ráð fyrir því að frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum koini fram síðar í þessari viku, þessi mál em til um- ræðu núna í þingflokkum stjórnar- flokkanna og verða væntanlega klámð á fundum á morgun (fimmtu- dag),“ sagði fjármálaráðherra. Fmm- varpið um ráðstafanir í ríkisfjármál- um (bandormurinn) hafði ekki verið lagt ffam þegar Vikublaðið fór í prentun í gær. Guðmundur Jaki styður sjúkraliðana! Viðbrögð við útspili Guðrúnar Helgadóttur Árni Þór Sigurðsson: Því meiri samstaða því betra / Ami Þór Sigurðsson borgarfulll- trúi Alþýðubandalagsins segir að þegar Guðrún Helgadóttir hafi kynnt hugmynd sína um að víkja sæti fyrir nýjum ffambjóðendum á lista flokksins hafi tilboðið ekki verið bundið við ákveðin nöfh. Kjörnefnd- in hafi fjallað um þennan möguleika en ekki sé tímabært að skýra frá þeirri umfjöllun. - Kjömefndin mun skýra ff á starfi sínu á fundi kjördæmisráðs í næstu viku, segir Ámi Þór. Árni Þór segir að kjörnefnd muni leggja ffam tillögur sínar í næstu viku og ekki sé tímabært að hafa um það fleiri orð. - En ég tel að það sé því betra sem meiri samstaða næst um framboðs- mál, segir Árni Þór. Auður Sveinsdóttir: s Ymsir mögu- leikar Það liggur ekkert á og fólk ætti að tappa af gufunni áður en það fer í það að finna lausn á þessu máli, seg- ir Auður Sveinsdóttir varaþingmað- ur en hún hefur lýst yfir vilja sínum til að skipa annað sætið á ffamboðs- lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Utspil Guðrúnar Helgadóttur á þriðjudag kom Auði á óvart. - Það var ekkert sem lá á, segir hún, og býst við að á fundi kjördæm- isráðs í næstu viku muni koma í ljós hvort kjörnefnd hafi gengið of langt. Auður segir ýrnsa möguleika í stöðunni. Það sé hægt að handraða á listann en einnig sé hægt að efna til forvals. - Það er ekki spurning að það er hægt að ná sátt um framboðslista í Reylcjavík. Við verðum að standa lýðræðislega að þessu og lýðræðis- Iegri niðurstöðu hljóta allir að una, segir Auður. Guðrún Helgadóttir: Sýnist þetta skynsamleg leið s T?g vildi prófkjör en þegar ekki J—A'irtist áhugi á því lagði ég til að þau Bryndís Hlöðversdóttir og Ög- mundur Jónasson myndu skipa ann- að og þriðja sætið og ég það fjórða, segir Guðrún Helgadóttir þingmað- ur. Fari svo að efnt verði til prófkjörs, þrátt fyrir allt, þá horfir málið allt öðruvísi við Guðrúnu og hún myndi endurskoða afstöðu sína í því ljósi. Tilboðið um að hún færi sig neðar á lista sé þá ekki lengur í gildi. - Ég gerði þetta tilboð með tillid til þess að ekki voru horfur til þess að prófkjör yrði haldið og líka af hinu að mér líst ákaflega vel á þennan lista, segir Guðrún. Haukur Már Haraldss.: Sáttur við störf kjör- nefndar / Eg er sáttur við störf kjörnefhdar og tel að hún hafi unnið af ein- drægni. Henni var falið ákveðið verkefni af aðalfundi kjördæmisráðs sem var fólgið í því að búa til tillögu að prófkjörsreglum og það gerði hún. Tillögurnar verða lagðar fyrir fund kjördæmisráðs eftir viku. Það komu upp aðrir fletir í málinu og að sjálfsögðu skoðaði nefndin þá, segir Haukur Már Haraldsson formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík. - Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á það að niðurstaða náist sem allir sætti sig við þótt menn hafi í dag mismunandi skoðanir á hlutunum. Flokknum og málefhunum sem hann stendur fyrir er það nauðsyn- legt, segir Haukur Már. Bryndís Hlöðversdóttir: Líst vel á þessa uppstill- ingu Það liggur fyrir að kjördæmisráð verði kallað saman til að fjalla um ákvarðanir kjörnefhdar um fram- boðsmál Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Kjömefndin leitaði form- lega til mín í síðusm viku og ég var beðin að taka afstöðu til þessarar hugmyndar um skipan ffamboðslist- ans. Ég tók mér nokkra daga til að hugsa málið en sagði kjömefnd síðan að mér litist vel á þessa uppstillingu á fjórum efsm sætunum. Þama er ver- ið að endurnýja framboð Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík og mitt mat er að þetta sé sterkur listi. En ég tel ekki tfmabært að tjá mig meira um þessi mál fyrr en kjördæmisráð hefur komist að niðurstöðu, segir Bryndís Hlöðversdóttir lögfræðingur ASI. Ögmundur Jónasson: Ný vídd nauð- synleg Það er mjög mikilvægt að Alþýðu- bandalagið opni raðir sínar fyrir nýju fólki. Ég hef rætt við fjölmarga einstaklinga undanfarið og þau sam- töl ásamt viðræðum við kjörnefhd Alþýðubandalagsins hafa verið já- kvæð og ég er bjartsýnn á framhald- ið, segir Ogmundur Jónasson, for- maður BSRB. Ögmundur segir að af sinni hálfu muni það liggja fyrir unt áramót hvort hann inuni sækjast eftir sæti á lista Alþýðubandalagsins. - Ég vil skoða þetta áffam og mun leggja áherslur á að ffamboð Al- þýðubandalagsins verði ný vídd í stjórnmálunum, segir Ögmundur.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.