Vikublaðið


Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 9. DESEMBER 1994 að er dasað þinglið sem nú situr að störfum við Austurvöll. Það er hálfgert gervilöggjafarþing í gangi, stutt þinghald á kosninga- vetri. Menn eru með hugann við undirbúning kosningabaráttunnar, það eru og hafa verið prófkjör í gangi. Ekki síst eru menn hálf lam- aðir vegna þeirrar ógnunar sem stafar af Þjóðvaka, hinnar nýju hreyf- ingar sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur smíðað í kringum sig. Jólahlé þingsins nálgast en stjórn- arflokkamir eru með allt niðmm sig sem lítur að fjárlögum næsta árs. Samt er það svo að það er eins og enginn nenni að pæla í þessu fjár- lagafrumvarpi og bandormi þess. Menn líta á þetta sem fyrirfram dauðadæmd plögg, sem lítt verður að marka. Komandi fjárlög verða marklaus á kosningaári og fær ekki á sig mynd fyrr en fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar hefur lagt ffarn fjáraukalagaffumvarp. Friðrik Soph- usson veit ekkert hvaða forsendur hann hefur til að miða við. Það em nefnilega ekld bara kosningar ffamundan, heldur einnig yfirgrips- miklar samningalotur við launafólk. Inni í Stjómarráðinu er eins og ráðamenn heyri og skynji ekld neyð- arkall alþýðunnar. Það er ekki bara að þeir hafi tekið saman við atvinnu- rekendur um að halda niðri og lækka kaupmátt launa og velta þyngstu skattabyrðunum af fyrirtækjunum yfir á fólkið, heldur hafa ráðamenn- imir lagt blessun sína ítrekað á okur- vaxtastefnu fésýslubatteríisins. Þetta batterí fékk frelsið mikla um miðjan síðasta áramg og notaði það til að skófla út vafasömum lánum án þess að gæta að tryggingum. Þetta batterí er síðan búið að afskrifa töp upp á 45 milljarða króna. Ríkisstjórnin er búin að laga stöðu batterísins með nokkmm milljörðum og restina borgar alþýðan og smáfyrirtækin með himinhrópandi vöxtum og ört vaxandi þjónusmgjöldum. En fjármálaráðherra vill ekki skattleggja hina efnameiri sérstak- lega. Vilí ekki vera vondur við vini sína og kunningja. Það kemur ekki til greina að leggja áffam sérstakan skatt á þá sem em svo óheppnir að hafa meira en margur í laun. Hvað þá að fara að leggja skatt á verð- bréfagróðann. Gjalþrot og nauðungamppboð hrannast upp hjá alþýðunni. Hún ræður ekki við okurvextina og hörðu lögffæðiinnheimmna (þetta er gósentíð lögffæðinganna). Skuldir heimilanna em 270 milljarðar króna. Það er nálægt fjórum milljónum á vísitölufjölskylduna. Fólk hefur margt hvert neyðst til að fara til bankastjóranna til að slá lán til að borga lögffæðingunum og kaupa mat ofan í fjölskylduna fyrir afgang- inn. Bankastjóramir, með öll útlána- töpin á bakinu, krefja alþýðuna um tryggingar, góð veð eða pottþétta á- byrgðarmenn. Bankastjórarnir með 700 þúsund til milljón á mánuði. Með fínu mubblumar og málverkin í kringum sig. Bankastjórarnir á jeppadrossíunum. Með laxveiðidell- una sem em með hugann við næsm utanlandsferð. Bankastjóramir sem sitja í nokkram stjómum og ráðum og fá hálf mánaðarlaun bankagjald- kera fyrir hverja þeirra - fyrir að sitja fund kannski einu sinni í mánuði. í dagsins önn TOveraja og ég s Eg skipti um vinnu núna í nóvem- ber. Ekki þó af því að mér væri sagt upp eða mér leiddist á mínum gamla vinnustað eða fengi betur borgað annars staðar eða neitt slíkt. Satt best að segja held ég út í algera óvissu með þessari uppsögn. Nokk- urra mánaða verkeffii og síðan alger óvissa. Frá þeim sjónarhóli séð var þetta að sjálfsögðu tóm endaleysa. En til em þeir hlutir sem vega þyngra en atvinnuöryggi og trygg ffamfærsla fjölskyldunnar. Það vom útvarps- stöðvarnar sem hrökm mig til þess- ara örlagaríku ákvörðunar. Tvisvar hef ég gengið í gegnum þá eldraun að starfa í desember á vinnu- stað þar sem annað hvort Bylgjan eða Rás 2 vom sífellt í gangi. Eg treysti mér ekki í slíkt einu sinni enn. Allt ffekar en þau ósköp. Eg hef séð meiri bóga en ég er brotna undan því álagi að hlusta á þau jólalög, jólasög- ur, jólauppskriftir, jólabra'ndara og jólakynlíf sem tröllríður öllu á þess- um útvarpsstöðvum frá lokum nóv- ember. Það er ekkert spilað sem ekki hef- ur í sér þessa viðbjóðslegu bjöllu- hljóma sem eiga að tákna jól og snjó og jólahreindýr. Og allar þátta- stjórnendur umla í sífellu um jólin og gjafimar og matinn og guð. Það kostulegasta er þó þegar þetta lið ætlar að leggjast á djúpmið og fer að tala um mikilvægi þess að gleyma sér nú ekki í stressinu heldur eiga rólega stund með fjölskyldunni. Fjölskyld- an eigi að sameinast um að föndra einhverjar jólagjafir ffekar en kaupa allt dýmm dómum. Konan geti prjónað noklcur sokkapör og bömin fléttað nettar körfúr meðan húsfað- irinn les úr kristilegum hugvekjum og elsta barnið leikur undir á lútu. Eg er ekki einu sinni að búa þetta til. Það er í alvöra stungið upp á þessu og varla hefur síðasta orði hugvekjunnar verið sleppt þegar dembist yfir auglýsingaflóð og síðan kemur einhver bráðskemmtilegur leynigestur með nýjar bráðskemmti- legar kökuuppskriftir eða nýja að- ferð við að útbúa jólarjúpurnar svo þær verði nú ömgglega óætar. Og svo kemur sálfræðingurinn og býður upp á meðferð eftir sjoldcið sem það inniber að fá ekki það sem maður óskaði sér heldur of litla ullarsokka og tágakörfur sem ekki gera annað gagn en safna ryki þar til inaður get- ur laumast til að henda draslinu. Og loks kemur Jóna Ingibjörg og minn- ir menn á að nota smokkinn og í til- efni jólanna er nú hægt að fá slíka með greniilmi og steikarbragði. Lítil spiladós fylgir og leikur „White Christmas." Sápukúla springur! Síðustu sýningar Mikil aðsókn hefur verið að „Sápu“ Auðar Haralds sem fmmsýnd var á opnunarkvöldi Kaffileikhúss- ins þann 7. október s.l. Upphaflega var ráðgert að sýn- ingum lyki í nóvember en þar sem nær alltaf er húsfyllir verða tvær aukasýningar, í kvöld 9. desember og laugar- daginn 17. desember. Lítill aukaleikari sem mætt hefur á allar sýningar á Sápunni í maga móður sinnar vill fara að komast í heim- inn og treystir sér ekki lengur til að hanga kjurr. I stað hans og móður hans, Erlu Ruthar Harðardóttur, verður hann leystur af hólmi af stóram fiðurkodda á maga Eddu Björgvinsdóttur. Blessuð óléttan er nefnilega ómissandi þáttur í sýningunni. Það má geta þess að fyrir nákvæm- lega 17 ámm, þann 9. desember 1977, stóð Edda Björg- vinsdóttir á sviði Nemendaleikhússins ásamt ófæddum syni sínum. Gerði hann móður sinni kleift að ljúka ffum- sýningunni en í frammíkallinu var þolinmæði hans á þrotum og litlu munaði að hann dytti á sviðið og hneigði sig með móður sinni og bekkjarfélögum hennar. Miða- pantanir em í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum „Þá mun enginn skuggi vera til“ Ahrifamildll leikþáttur um sifja- spell og afleiðingar þess efirir Björgu Gísladóttur og Kolbrúnu Emu Pétursdóttir. Ekki við hæfi bama! Leikþátturinn „Og þá mun enginn skuggi vera til“ hefur verið sýndur víða um land síðustu vikurnar á vinnustöðum og hjá félagasamtök- um. Leikþátturinn er einleikur og fjall- ar um konu sem gerir upp fortíð sína við óvenjulegar aðstæður, rifjar upp atburði úr æsku og lýsir áhrifum þeirrar reynslu sem hún varð fyrir. Áhorfendum gefst tækifæri til að auka skilning sinn á þessu viðkvæma málefhi, en sifjaspell er eitt best varðveitta leyndarmál í samfélagi okkar og svartur blettur á siðmennt- uðu þjóðfélagi. Nauðsynlegt er að auka umræðuna um sifjaspell og af- leiðingar þess, því fræðsla og upplýst umræða er grundvöllur þess að forða megi bömum og unglingum frá lífs- reynslu sem getur valdið þeim óbæt- anlegu tjóni. Möguleiki er á umræð- um eftir sýningu. Rétt er að geta þess að sýningin er ekki við hæfi barna. Aukasýning á verkinu verður í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum fimmtudaginn 15. desember n.k. Sýningin hefst kl. 21:00 en húsið opnar kl. 19:00 og er boðið upp á kvöldverð fyrir og eftir sýningu. Það er annar höfundur verksins, Kolbrún Ema Pétursdóttir, sem fer með einleikshlutverkið, en leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. ERRÓ sýningin framlengd Þann 5. nóvember s.l. var opnuð að Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum ERROS undir yfirskriftinni GJOFIN. Vegna gífurlegrar að- sóknar verður sýningin framlengd til 16. desember n.k. Sýningin gefur óvenju fullkomna yfirsýn yfir listsköpun listamannsins, bæði hvað varðar sögulega þróun og listræn gæði. Alls hafa nú tuttugu þúsund manns séð sýninguna, þar af um fimmþúsund skólabarna, félaga, vinnuhópa og hópa eldri borgara sem hafa fengið safhaleiðsögn um sýninguna. Mikil sala hefur einnig verið á nýútgefinni bók um Erró, póstkortum og árituðum plakötum. Blúsbræðingur frá J.J. Soul Band Uit er komln geisladiskur og Eðvarð Lámsson, Vilhjálmur Guð- leikarinn Stefán S. Stefánsson og ví- snælda með hljómsveit- jónsson og Ari Einarsson, saxófón- brafónleikarinn Reynir Sigurðsson. inni J.J. Soul Band. Disk- urinn ber nafhið „Himgry For News“. Höfúndar laga og texta era Ingvi Þór Kormáksson og J.J. Soul, sem er söngvari hljómsveitarinnar og leikur einnig á ásláttarhljóðfæri. J. J. Soul er breskur að ætt og uppmna og starfaði f Bretlandi og víðar sem hljómlistarinaður. Hann hefúr verið búsettur * hér á landi um nokkurt skeið. Tónlistin á disknum er fjölbreytt en blúsinn er oftast nálægur. Auk fyrmefndra em í hljómsveitinni Stefán Ingólfsson bassaleikari og Trausti Ingólfsson trommuleikari. Aðrir hljóðfæraleikarar sem fram koma á geisladisk J.J. Soul Band em gítarleikararnir Þórður Arnason,

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.