Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 9. DESEMBER 1994
9
Brunaútsala ráðherra
á eignum þjóðarinnar
Steingrímur J. Sigfusson réð-
ist harkalega að einkavæð-
ingarafrekum ríkisstjómar-
innar þegar íimmvarpið um við-
bótarsöluna á hlutabréfum ríkis-
ins í Lyfjaverslun Islands var til
umræðu á Alþingi í vikunni.
Steingrímur fjallaði um skýrslu
Ríkisendurskoðunar á einkavæð-
ingaraðgerðum stjómarinnar og
sagði ótvírætt að stjómin hefði
stundað útsölu á eignum þjóðar-
innar án sýnilegs annars tilgangs
en að koma ríkiseignum út hvað
sem það kostar. „Aðalatriðið er
ekki að selja ríkiseignir á hæsta
verði, henni er alveg sama hvem-
ig hún kemur fýrirtækjunum út,
bara að það geti kallast einkavæð-
ing. Og þó að það kosti að þver-
brjóta þurfi allar skynsamar regl-
ur og vinnubrögð, eins og endur-
tekið hefúr átt sér stað, er það í
lagi því tilgangurinn helgar með-
alið,“ segir Steingrímur.
Steingrfmur benti einnig á að með
frumvarpinu um söluna á afgangin-
um af hlutabréfum ríkisins í Lyfja-
verslim Islands væri fjármálaráð-
herra að svíkja samkomulag það sem
stjómarflokkarnir náðu við Fram-
sóknarflokkinn um sölu á helming
bréfanna. En Steingrímur lagði fyrst
og fremst út ffá skýrslu Ríkisendur-
skoðunar og vandaði fjánnálaráð-
herra og ríkisstjórninni ekki kveðj-
umar. „Fjármálaráðherra er útsölu-
stjóri ríkisins,“ segir Steingrímur og
Steingrímur J. Sigfússon
bendir á þau kjamyrtu orð Ríkisend-
urskoðunar að nauðsynlegt sé að
stjómvöld setji sér skýr markmið
þegar sala ríkiseigna er annars vegar.
Menn spyrji sig til hvers eigi að selja.
Steingrímur benti á að íslensk end-
urtrygging hefði verið seld trygg-
ingafélögum þótt fyrir hafi legið að
best hefði verið að bíða með söluna -
það hefði þjónað hagsmunum ríkis-
ins best.
„Ríkisstjórnin ætlaði á fyrstu
tveimur ámm sínum að ná á milli
einum og einum og hálfum milljarði
í tekjur á ári við sölu ríkisfyrirtækja,
en er samtals kontin í um 800 millj-
ónir á miðju þessu ári.
Því hefur einna helst verið náð
með útsölu og nú á að leggja út í alls-
herjar bmnaútsölu á næstu mánuð-
um.“
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra leitaðist við að verja einkavæð-
inguna. Hann sagði meðal annars:
„Um heim allan hafa ríkisstjómir
reynt að gera það sem þær geta til að
koma á einkavæðingu og í raun er
það svo að á vegum stofhunar eins
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er sagt að
þær þjóðir sem em að reyna mest að
einkavæða em þær þjóðir þar sem að
lífskjörin hafa farið mest ffam.“
Ekki verður betur séð en að ráð-
herra staðfesti þama skipbrot einka-
væðingarinnar á íslandi, nema hann
vilji halda því fram að hér hafi lífs-
kjörin batnað.
Ungkratar styðja frumvarg
Alþýðubandalagsins um LÍN
Þingmenn Alþýðubandalags-
ins undir forystu Svavars
Gestssonar hafa ákveðið að
endurflytja frumvarp til laga um
Lánasjóð íslenskra námsmanna,
sem gerir ráð fyrir því að afhema
það bann við samtímagreiðslum
námslána sem núverandi ríkis-
stjóm innleiddi. Bannið þýðir að
námslán em ekki greidd mánaðar-
lega til námsmanna, heldur effir á
þegar þeir hafa staðfest ákveðna
námsframvindu. Svavar og félagar
vilja, eins og fulltrúar stúdenta,
taka upp fyrri vinnubrögð.
Ástæðuna fyrir flutningi ffunt-
varpsins má rekja til laga ríkisstjórn-
arinnar vorið 1992 og ákvörðunar þá
um haustið að afnema samtíma-
greiðslu Iána til handa námmönnum
og koma þannig aftan að þúsundum
námsmanna og fjölskyldum þeirra.
Ekki síst er talið að ákvæðið um bann
við samtímagreiðsluin lána stuðli að
Alþýðueining
Yfirlýsing starfshóps um vinstri
einingu, betri áherslur og jafnrétti
Aundanfömum dögum hafa
birst í fjölmiðlum yfirlýs-
ingra nokkurra nafhkunnra
alþýðubandalagsmanna um
breyttan starfsvettvang. Til er
nefhd sérstaklega sú hreyfing sem
gert hefur vart við sig í kringum
brotthlaup Jóhönnu Sigurðar-
dóttur úr Alþýðuflokknum.
Nokkrir félagar í Alþýðubanda-
laginu á Vestfjörðum hafa mynd-
að með sér hóp sem vimiur að
aukinni einingu innan flokksins,
Forval í
Norðurlandi
vestra
Akjördæmisráðsfundi Alþýðu-
bandalagsins í Norðurlands-
kjördæmi vestra, sem haldinn var
á Siglufirði á sunnudag, var sam-
þykkt tillaga Unnar Kristjáns-
dóttur um að efnt skyldi til for-
vals fyrir þingkosningarnar næsta
vor.
Forvalið verður í tveim um-
ferðum, þann 14. og 17. desem-
ber, og niðurstöður þess verða
bindandi fyrir tvö efstu sætin á
framboðslista flokksins. Ragnar
Arnalds er þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í kjördæminu.
aukinni virkni almennra félags-
manna og betri tengslum við
sterkustu jafhréttisöflin innan
flokks sem utan og innan kjör-
dæmis sem utan þess.
Leiðin til árangurs í baráttunni
fyrir bættum kjörum alþýðu er
hvorki sú að þramma til liðs við
krataforingjann Jóhönnu Sigurðar-
dótmr né að rígbinda sig í viðjar
flokkslegrar einangrunar í hverju
kjördæmi fyrir sig. Hópurinn ætlar
sér ekki að láta það vanþakldáta verk-
efhi efrir þingmönnum og forystu
Alþýðubandalagsins að skera úr um
framtíð flokksins. Það er bjargföst
sannfæring okkar að forsendur sókn-
arfæra flokksins séu meðal annars að
finna í umróti stjórnmálanna á liðn-
uin mánuðum og^ í brim þeirra á
næstu misserum. I þann Ieiðangur
veljum við þá sem best er treystandi
til að skila sósíalismanum auknu fylgi
í komandi alþingiskosninguin.
F.ndurreisn flokksfélagsins í Vest-
ur-Barðastrandasýslu og sameining
félaga á Ströndum í eitt félag er
hvorttveggja teikn um afnám úreltra
landamæra. Rætt er uin sameiningu
flokksfélaga á nokkrum stöðum á
norðanverðum Vestfjörðum. Þessi
félagshyggja er vel að merkja með á-
herslumar á bætt floldksstarf í Ijósi
bjartsýni efrir ávinninga flokksins í
síðustu sveitarstjórnarkosningum. I
þessum félagsanda ber að stefna til
samstarfs við stjórnmálaöfl með aðr-
ar áherslur í sinni vinstri stefhu.
Hópurinn mun á næstu misserum
sýna fram á að sá uppreisnarbragur
sem á liði Jóhönnu Sigurðardóttur er
nærist aðeins, hvað Alþýðubandalag-
ið snertir, á takmarkaðri ánægju
nokkurra einstaklinga. Alþýðu-
bandalagið þekldr líf þessarar þjóðar
og það er vissa okkar að innan Al-
þýðubandalagsins sé réttasti og
hentugasti vettvangurinn til þess að
virkja uppreisnarþrótt þjóðarinnar
til baráttu gegn ríkisstjórn ójafnrétt-
is, óréttlætis og þröngra sérhags-
Nú stendur yfir forval Alþýðu-
bandalagsfólks á Vestfjörðum vegna
uppstillingar á væntanlegan ffam-
boðslista í næsm alþingiskosningum.
Alþýðueining hyggst standa fast að
baki þeim félögum sem þar túlka of-
angreind sjónarmið og skorar á
Vestfirðinga að leggja hlustir við, í
stað þess að kasta á dreif samtaka-
mættinum í flokksbrot úr ríkisstjórn-
arsamsteypu Davíðs Oddssonar. Slík
sprengjubrot mega ekki fá að grafa
um sig, grafa út frá sér og verða að
þrálátri meinsemd á vinstri kanti
stjórnmálabaráttunnar.
fækkun náinsmanna, svo sem dæmin
sanna. Námsmannahreyfingin hefur
barist fyrir því að taka upp fyrri regl-
ur og hefur haft sér til stuðnings sam-
þykkt Alþýðuflokksins 1992 í þá
veru. Tveir stjómarmenn í Sambandi
ungra jafnaðarmanna og urn leið full-
trúar í Stúdentaráði fyrir Röskvu og
Vöku, Magnús Á. Magnússon og
Baldur Stefánsson taka undir efni
frumvarps Alþýðubandalagsins.
„Við ungliðar fengum þetta sam-
þykkt sem stefnu Alþýðuflokksins en
málið var sett í nefhd, þar sem það
hefur verið svæft. Þingflokkur Al-
þýðuflokksins hefði hiklaust átt að
beita sér fyrir samþykkt flokksins í
þessu máli,“ segir Magnús. „Núver-
andi fyrirkomulag með efrirágreiðslu
lána þýðir að námsmenn verða að
taka sér bankalán til að biúa bilið og
síðan þurfa menn.að sýna árangur og
námsframvindu. Námsmenn eru
eina stéttin sein býr við slík kjör. Við
gemm sætt okkur við að fyrsta árs
nemar greiði efrirá, á meðan þeir
sanna sig í námi, en að öðru leytri
þýðir þetta að þegar námslánin koina
skerðast þau urn 10 til 12 prósent
vegna vaxtagreiðslna af bankalánum.
Þetta er óþolandi og um það eru
Röskva og Vaka fyllilega sammála,“
segir Baldur.
Hluthafar í Þinghóli hf.,
Kópavogi!
Samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins, sem haldinn var hinn 26.
apríl s.l. hafa verið gefin út jöfnunarhlutabréf til hluthafa í félaginu.
Jöfnunarhlutabréfin ásamt 10% arðgreiðslu fyrir árið 1993 verða afhent
á skrifstofu félagsins að Hamraborg 11, laugardaginn 10. desemberá
milli kl. 10 og 12 fyrir hádegi.
Hluthafar vinsamlegast lítið inn.
Stjórn Þinghóls hf.