Vikublaðið


Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 9. DESEMBER 1994 7 Örnólfur og Nóri rölta um í lífsnautnamusterunum: Bankastjópunum gefið á baukinn Örnólfur Árnason höfundur Bankabókarinnar með Gabbró-höll Jóhannesar Nordal í baksýn. Félagsfræðingurinn Jóhannes ritar nú sögu þessa afkvæmis síns og ætlar á ævikvöldi sínu að leggja dýrasta kapal íslandssögunnar. Mynd: ÓI.Þ. að er nokkuð síðan það fór að kvisast út að Ömólfur Arna- son væri að skrifa bók um ís- lenska bankaheiminn ásamt meðhöf- undi sínum Nóra. Þeir félagamir vöktu mikla athygli og umtal þegar þeir sendu ffá sér bókina „A slóð Kolkrabbans“ fyrir þremur ámm, þar sem valda- og ættartengsl í vold- ugustu fyrirtækjum landsins vora raldn. Nýja bókin, „Bankabókin“, snertir ekki síður viðkvæma strengi og ekki að efa að kvíða hafi gætt meðal stjórnenda helstu bankastofii- ana landsins þegar fféttist af bók Omólfs. Til þess er líka ærin ástæða, því synd væri að segja að Ömólfur, Nóri og ýmsir samferðarmenn þeirra fari mildum orðum um banka- stjóra landsins. Sú írnynd sem lesandinn situr uppi með er að þarna séu á ferðinni breyskir lífsnautnaseggir, sem láta duttlunga ráða ákvörðunum sínum á milli þess sem þeir næla sér í sporsl- ur, utanlandsferðir, laxveiðiferðir og fi'na jeppa. Þetta era mennirnir sem hafa allt að einni milljón króna í laun á mánuði. Þetta em mennimir sem stýra bankakerfi þar sem útlán upp á 45 milljarða hafa tapast á síðustu þremur ámm — það gera 1.250 milljónir á mánuði. - I nýju bókinni beldur hinn dular- fulli Nóri áfram að lýsa þjóðfélagssýn sinni. Hvað vinnst með því að hafafrá- sögnina blöndu af skáldsöguformi og staðreyndaupptalningu? „Þetta er sérstætt form, það er rétt. Eg hef ekki neina fyrirmynd að þessu formi. Eg æda ekki að halda því ffam að ég hafi fundið það upp, en ef ég hef séð það áður þá man ég ekki hvar. Það sem vinnst er að starf- ið verður miklu skemmtilegra og líf- rænna. Ég er ekki að þylja upp úr sjálfum mér einhvern siðferðilegan reiðilestur. Ég yrði fljótt leiður á sjálfum mér og þá væntanlega les- andinn líka ef þetta væri svona ein- hliða. Enda veit ég ekki á hvaða stalli ég ætti að vera að tala því að mér dettur ekki í hug að stilla sjálfum mér upp þannig að ég geti sagt um alla hluti hvað er rétt og rangt. Maður verður að fá sem flesta vinkla á svona fyrirbæri og það fæst ekki með því að þylja allt upp úr eigin koki.“ Áhugamaður um lúxuslíf er vel settur sem bankastjóri - Það erþá ekkert vafamál að það eru raunverulegar raddir ogpersónur á bak viðfólkið í bókinni, ekki síst Nóra? „Þær em margar raddirnar sem ég reyni að veita inn í þessa bók. Það em gífurlega margir sem hafa rætt við mig og segja ýmist ffá eigin reynslu eða Jdví sem aðrir hafa upp- lýst þá urn. í öllum tilvikum þar sem ég hef sögur eftir öðram em þær eff- ir öðram en ekki upp úr mér, þó ein- hverjar persónur fái dulargervi. Það er svo með bankana að fólk þorir ekki alltaf að segja hlutina undir eig- in nafhi, það á svo mikið undir bönk- unum, hefur svo mikilla hagsmtma að gæta. Það em atriði í bókinni þess eðlis að ef þeir kæmu ffam t.d. í yfir- heyrslum hjá lögreglunni fæm menn í tugthúsið. Sama fólk gæti orðið fyr- ir miklu tjóni ef upp kæmist að akkúrat þetta fólk hefði sagt mér þessar sögur. Það verður því að hafa gát á hlutunum í frásögninni." - Þið Nóri farið ekki beint mildum höndum um bankastjóra viðskiptabank- anna og Seðlabankans. Hefiir þú orðið var við einhver viðbrögð frá þeim, við samningu bókarinnar eða efiir að hún u kom út? „Nei, ég hef ekkert heyrt í banka- stjómnum og á ekki von á því að þeir fari að senda mér konfektkassa.“ - Ykkur Nóra verður tíðrœtt um munaðarlíf æðstti manna bankaheims- ins, laxveiðiferðir, utanlandferðir, jeppakaup ogfleira. Verða hinir breysku bankastjórar upp til hópa lífsnautna- seggir? „Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvort menn gerast banka- stjórar af því að þeir hafi svona mik- inn áhuga á t.d. laxveiði eða hvort þeir fá áhuga á laxveiði eftir að þeir em orðnir bankastjórár. Ég hef svo sem ekki komist að niðurstöðu, en það er greinilegt að það er gífurlegur áhugi fyrir laxveiði hjá bankastjóram þannig að ég man ekki að neinn þeirra hafi skorið sig úr hvað þetta varðar. Og þeir virðast margir kunna afar vel að meta lífsins gæði. Það er ómögulegt að neita því. Hvort lífs- nautnaþorstinn vex í bankanum eða hvort þeir sækja þangað af því að það er svo auðvelt að fá þorstanum svalað í bönkunum veit ég ekki. Það væri gaman að rannsaka þetta. Maður sem vill lifa miklu lúxuslífi og hafa mikið umleikis, ferðast og hafa það gott, er betur settur sem bankastjóri heldur en í flestum öðmm stöðum, jafnvel betur en sem ráðherra. Ráð- herrar em heldur ekki æviráðnir eins og bankastjórarnir virðast vera, auk þess sem betur er fylgst með ráð- hermm en bankastjómm. Ráðherrar geta ekki svalað lífsnautnum sínuin eins ffjálslega og bankastjórar. Þú sérð líka að það em ekki nema surnir ráðherrar sem fá að verða banka- stjórar, það era bara þeir sem hafa koinið ár sinni vemlega vel fyrir borð sem fá starfslokasamning af því tagi að verða bankastjórar.“ Hafa tapað sem svarar öllu Breiðholtinu á þremur árum - 1 Bankabókinni má meðal annars lesa um troðfidla ,frystikistu“ af skuld- um sljómmálaflokkanna í banka einum og „skúffima Höfðatún“ undir ýmis vafasöm útgjöld bankastjóranna. Myndu hausar jjúka í bunkum væru þessar hirslur opnaðar upp á gátt? „Ég á ekki gott með að svara svona spurningu. En svo mikið er víst að ekki allt sem gert er í bönkunum þol- ir dagsins ljós.“ - Þið Nóri segiðfiú fyrirgreiðslum til útvalinna aðila og síðan jrá því hvemig saumað er að t.d. finmi bama einstæðri móður sem gerðist ábyrgðarmaður á bréfi. Hvað býr hér að baki? „Ég get ekki ráðið í það. Tilfinn- ingin segir mér að bæði fólk og fyrir- tæki fái gífurlega misjafna með- höndlun í bönkunum. Það er ekki gott að segja hvort meiru ráði dutti- ungar eða einungis að sumir hafa betri sambönd en aðrir. Líkast til ræður sambland af hvom tveggja. Það er oft undir aðeins einum manni, bankastjóra, komið hver ör- lög fólks og fyrirtækja verða og það em gífurlega mikil völd. I bönkun- um á að fara frarn fagleg umfjöllun í svokölluðum hagdeildum. Það em margir sem fullyrða við mig að um- fjöllun þessara deilda ráði yfirleitt ekki úrslitum um afgreiðslu mála, heldur séu það oftast bankastjórarnir sem taka ákvarðanimar og þá kannski þannig að þær stangist á við álit deildanna. Sum mál ltunna að stranda í hagdeildunum og önnur þurfa kannski ekki einu sinni að fara þangað ef viðkomandi aðilar hafa réttu samböndin. Þá era allar dyr opnar.“ - Ogþú rekur árangurinn afþessum vinnubrögðum skilmerkilega í bókinni. ,Já, staðreyndirnar tala sínu máli. Islenskir bankastjórar em búnir að tapa 45 inilljörðum á síðustu þremur ámm. Þetta eru töpuð útlán sem ekki hafa reynst tryggð með góðum veð- um. Þessi upphæð jafngildir allri byggð í Breiðholti á aðeins þremur ámm. Það er með ólíkindum að menn fái að komast upp með slík mistök án þess að nokkur virðist í fullri alvöm bera brigður á hæfni þeirra til starfa. Ég er hræddur um að ef þeir væm skipstjórar, bygg- ingaverktakar eða annað slíkt þá væri búið að reka þá.“ Hækka í launum eftir því sem þeir tapa meiru - Samkvæmt bókinni er ekki einasta að þeirséu öruggir í sessi heldurfái þeir ríflega umbun fyrir frammistöðu sína? ,Já, það er eins og þetta séu helg- ir menn og að þeir hækki i launum eftir því sem þeir tapa meiri pening- um. Og eftir því sem þeir tapa meim á vitiausuin útiánum þeim mun meira fjölgar fyrirtækjunuin sem bankamir yfirtaka og þá skipa þeir sjálfa sig í stjórnarstöður í þessum fyrirtækjuin. Og taka svona 40 til 50 þúsund kall í stjómarlaun á mánuði, gjaman margir saman kollegarnir í hverri stjórn. Þarna fá þeir hálf mán- aðarlaun bankagjaldkera á mann í hverju fyrirtæki. Og þeir virðast geta bætt endalaust við sig af stjórnar- störfum. Þeir fá stjórnarsetuna sér- borgaða eins og þeir ynnu þetta utan síns fasta vinnutíma í bankanum. Það getur hver maður spáð í það hvort menn geta setið í stjórnum allt að tíu fyrirtækja og unnið það allt saman utan síns venjulega vinnutíma. Það virðist að minnsta kosti ekki bima á vinnunni í bankanum því ekki era þeir hýmdregnir þar.“ - Nórifer nokkuð hörðurn orðum um Jóhannes Nordal, sem alltaf varfastur í sessi þótt ýmsir áhrifamiklir ráðamenn hafi gagmýnt hann harðlega? „Nóri tekur alltaf frekar djúpt í ár- inni og er ekki beint varfærinn í orð- um. Það er rétt, hann hefur ýmislegt við störf Jóhannesar að athuga, ekki þó síst ýmsir frændur hans. Einn þeirra, fagmaður á sviði hagfræði, fer mjög háðulegum orðum um frammistöðu þeirra sem hafa haft mest áhrif á stjórn íslenslcra peninga- rnála undanfarna áratugi, þar sem Jó- hannes er fremstur í flokki sem einna voldugasti aðilinn. I bókinni er það er hins vegar stúlka sem er að læra viðskiptafræði en vinnur á bensín- stöð sem dæmir stefnuna harðast. Stundum er sagt: Bragð er að þá barnið finnur. Ungt fólk og böm em oft býsna skarpskyggn á ýmislegt og kemur oft að kjarna málsins. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um það.“ Vona að ég þurfi ekki á bankaláni að halda á næstunni — Við heyrum að Jóbannes Nordal sé að skrifa sögu Seðlabankans. Við höfum um leið heyrt efasemdaraddir um aðjó- hannessé rétti maðurinn til aðfjalla um sögu ajkvæmis síns. Hvaðfinnstþérper- sónulega? „Þetta er kannski svipað og þegar menn skrifa sjálfsævisögu sína, sá sem það gerir getur ekki skrifað mjög hlutlaust um málin, en hann þekkir best til sjálfs sín. Enginn mað- ur þekkir eins vel til Seðlabankans og Jóhannes Nordal, mér dettur ekki í hug að halda öðra ffam. En hann hefur ekki þessa ákveðnu fjarlægð sem oft þarf til að meta hlutina ffá ó- hlutdrægum punkti. Ég hef ekki séð rnenn í sjálfsævisögum gera mjög harðar árásir á sjálfa sig. Yfirleitt gleyma rnenn því sem hefur inistek- ist en halda á lofti því sem hefur vel tekist. Það er gjaman þegar menn skrifa um eitthvað sent er nálægt þeim, þá þakka þeir sér allt sem vel hefur verið gert en kenna öðmm um það sem úrskeiðis hefur farið.“ - Nú hljóta bankasljórar landsins að bölva þér hressilega, sótrauðir íframan. Verður ekki eifittfyrir þig aðfá banka- lán íframtíðinni? „Ég held að sé best að tala sem minnst uin það. Ég vona bara að ég þurfi sem minnst á þeim að halda á næstunni.“ Friðrik Þór Guðmundsson Frá og með 1. desember breytist sú simanumer: Nýtt faxnúmer: 588 6420 Nœstu tvo mánuði verður þó hægt að ná sambandi við okkur um gamla símanúmerið með sjálfvirkum símtalsflutningi. IÐN LÁNASJÓÐUR AFGREIÐSLUTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA FRÁ KL. 9.00 - 16.30

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.