Vikublaðið


Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 9. DESEMBER 1994 Þankar vegna bókar Leitaöu mín undir skósólunum Aþessum dögum er margt skrafað um bækur. Og ef til yill gleymist oftar en skyldi að minna á að þegar lesandi og bók finnast fara undarlegir neistar á milli þeirra, það er boðið til hugarævin- týra: hvemig skyldi lesturinn fara, hafna ég bókinni eða heimtar hún að tengjast við mig og tímann? ■ Mér kom þetta í hug um daginn þegar inn á borð barst ný þýðing á bálki bandaríska skáldsins „Söngur- inn um sjálfan mig“ sem fyrst sá dagsins Ijós 1855 og Sigurður A. Magnússon hefur nú þýtt af hind og ástríðu. (Bjartur gefúr út). Ég vegsama... Bálkurinn hefst á þeim frægu og að því er virðist ósvífnu orðum „Eg vegsama sjálfan mig“ - þau eru ít- rekuð með ýmsum hætti í því sem á eftir fer og lesandinn spyr sjálfan sig: er þetta sjálfumglaða amríska tröll, Walt Whitman, að fara með Árni Bergmann upphafið að sjálfsdýrkun nútímans, þar sem EG er EG en hinir mega svosem þakka fyrir að vera til? I 24ða kvæði segir „Eg trúi á holdið og fysnimar“ - rétt eins og menn gera nú, og sjálfshrifningin snýst um leið í skefjalausa manndýrkun: „Guðdómlegur er e'g innra se?nytra, °g ég helga allt sevi ég snerti eða snertir mig. llmurinn úr handarkrikanutn er yndislegri en allar bænir... “ Við segðum að Whitman væri sjóðvitlaus í sinni sjálfsdýrkun ef hún væri ekki um leið alheimsfögn- uður - hann sjálfur er svona merki- legur af því heimurinn er fagur og hann játast honum skilmálalaust, samsamast honum í fögnuði. Bæði kraftaverkum mannslíkamans, mannfólkinu í öllum þess undur- samlegu störfum, veislum og ástum og þá ekki síst náttúrunni í stærð og smæð: Eg trúi að grasstrd sé engu minna undur en stömuskari himins Og maur er sama undur, sömuleiðis sandkom og egg músarrindils. Ög trjáfroskurinn er makalaust meistaraverk.... Ogsmágervustu liðamót i hendinni gera vélum skómm til... Allt fær að vera með, enginn fyr- irlitur skjaldbökuna „af því hún er ekki eitthvað annað“ (13) og meira að segja „taðið og forin eru aðdáun- Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá ömefni. Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Vilmundur. A = Á = B = D = Ð = E = É = F = G = H = 1 = í = J = K = L = M = N = o = Ó = P = R = S = T = U = Ú = v= x = Y = Ý = Þ = Æ = Ö = 1 = 2 = 3 = 4 = 5 = 6 = 7 = 8 = 9 = 10 = 11 = 12 = 13 = 14 = 15 = 16 = 17 = 18 = 19 = 20 = 21 = 22 = 23 = 24 = 25 = 26 = 27 = 28 = 29 = 30 = 31 = 32 = arverðari en nokkum óraði fýrir“ (41). Whitman getur verið þreytandi í sinni mælsku, í þessum orðafossi sem hann steypir yfir okkur og heldur að úr verði galdur ef hann heldur nógu lengi áffam. En það er samt eitthvað mjög heillandi við karlinn. Líka vegna þess að við gæt- um ekki heyrt slika rödd eða skylda henni nú. Gætu menn t.d. lofað maur skoplítinn og grasstrá án þess að vita af áhyggju sinni af því að „undrið mesta“, maðurinn sjálfúr, stefnir öllu ríki lífsins í hættu með græðgi og heimsku? Getum við ját- ast heimi sem skilur alla eftir á hrak- hólum, ráðvillta og vanmáttuga? Hvort sem það er andspænis stór- glæpum í Bosníu og Ruanda eða smáglæpum spilltra bjúrokrata, spilltra tæknikrata, spilltra Evr- ókrata og markaðskrata sem ýta út úr samtíðinni með fláttskap og orðagjálfri öllum sem ekki kunna á hlutabréf og markaðsssveiflur. Og eru allir gerðir sekir sem ekki troða sér ffam og lenda ofan á manna- bingnum í kaldrifjaðri Nýrri veröld sem við tekur þegar hver hugsjón er dauð og hlægileg. Þverstæður, auðmýkt En þá má spyrja: var heimurinn nokkuð betri á öld Whitmans? Var ekki þrælahald enn við lýði í hans Amriku þegar Söngurinn um sjálfan mig var saminn? Að sjálfsögðu. Enda viðurkennir Whitman það. Hann veit af fólskunni: eitt kvæðið í bálknum segir ffá fjöldamorði á fjögur hundruð ungmennum. Hann veit að ekki er vanþörf á samúð: með svörtum strokuþræl sem skotið er skjóli yfir, með drukkinni hóru sem allir hlæja að, með kvöl fanga- klefans. „Hver sem gangi eitt fet án samúðar gangi til eigin greftrunar" segir hann. Og hann á sér í ríkum rnæli samúð með einmitt þeim sem fæstir vilja af vita nú á dögum - með þeim sem tapar: „Húrra fyrir þeim sem brugðust!11 segir hann, fyrir þeim sem töpuðu orustu og misstu skip sín í sjóinn. Hann staðhæfir heldur ekki í þessum fullyrðinga- sama ljóðabálki að heimur bamandi fari, hann er ekki haldinn bláeygri framfaratrú: „aldrei verður meiri fullkomnun en nú er. Né meira himnaríki og helvíti en nú er“. Allt er í okkur, allt er í okkar samtíð. En sá fær bágt fyrir sem reynir að koma hugmyndum þessa bálks í kerfi. Vitaskuld er hann fullur af þverstæðum eins og maðurinn sjálf- ur. Hvað þýðir til dæmis að skáldið segir: „Eg kanna margbreytileika hlut- anna, engir tveir eins og allir góðir“ (7)" Það er vitanlega ffábært að engir tveir hlutir eru eins, en það getur ekki verið rétt að allir séu gpðir. Það er lygi en samt ekki auglýsinga- skrum og nauðsynlegt að einhver skuli verða til að segja annað eins: þær stundir koma að það er næstum því satt! Við sjáum líka í öðru kvæði opinskáa þverstæðu (48) - þar segir „Ég fellst á veruleikann“ - en um leið er þessi „ég“ ekki sáttari við hann en svo, að hann er reiðubúinn að „berja bumdur uppreisnar og lifa meðal flóttamanna og þeirra sem brugga launráð og samsæri“. Já, það er miklu betra en ekki að vita af Walt Whitman og þakkarvert að færa hann nær okkur í þýðingum. Hann þekkti þverstæðurnar en lét þær ekki lama tungu sína, hann þekkti hrifninguna og stráði henni yfir öll mannabörn - og hvað sem öllum stóryrðum leið þekkti hann líka auðmýktina. Áður en lýkur bálkinum hefur hann ánafnað sjálfan sig aurnum „að ég megi vaxa úr grasinu sem ég ann: Efþií villtfmna mig aftur leitaðu mín þá undir skósólunum"...

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.