Vikublaðið


Vikublaðið - 18.08.1995, Qupperneq 8

Vikublaðið - 18.08.1995, Qupperneq 8
T 8 Umraeðan VIKUBLAÐIÐ 18. AGUST 1995 Hér fer á eftir önnur greinin af þremur um málefni sem varða flölskylduna og stöðu henn- ar. f síðasta blaði birtist grein um launamál og kynbundið launamisrétti og í því næsta kemur svo grein um skattamál og stöðu barnafólks í því tilliti. sjs. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1. flokki 2. flokki 2. flokki 3. flokki 2. flokki 2. flokki 1989 1990 1990 1991 1992 1993 1994 Innlausnardagur 15. ágúst 1995. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 873.685 kr. 87.368 kr. 8.737 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 771.356 kr. 77.136 kr. 7.714 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.531.652 kr. 153.165 kr. 15.317 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.423.707 kr. 142.371 kr. 14.237 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.282.849 kr. 1.256.570 kr. 125.657 kr. 12.566 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.796.376 kr. 1.159.275 kr. 115.928 kr. 11.593 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.401.518 kr. 1.080.304 kr. 108.030 kr. 10.803 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Samræmdur réttur mæðra og feðra til fæðingarorlofs Önnur grein Umræða um stöðu fæðingarorlofs- mála er komin á dagskrá á nýjan leik og er það vel. Prófmál eru í gangi gagnvart rétti feðra tíl töku fæðingar- orlofs og hljóta þau ásamt öðru að knýja á um að breyting verði á því ó- fremdar ástandi sem í þessum efnum heftir ríkt. I Morgunblaðinu laugardaginn 29. júlí birtist ágæt yfirbtsgrein yfir stöðu fæðingarorlofsmálanna þar sem einnig var gerður nokkur saman- burður við fyrirkomulag á hinum Norðurlöndunum. Þessi samanburð- ur við hin Norðurlöndin sýndi með mjög skýrum hætti hversu aftarlega við Islendingar erum. Fæðingaror- lofsmálin er nauðsynlegt að taka tíl gagngerrar endurskoðunar og ber þar margt til. Verði það ekld gert er hætta á því að enn muni draga úr bameignum. Einkum og sér í lagi myndu konur sem hyggja á starfs- frama úti í atvinnulífinu veigra sér við að eiga böm. Hvað þarf að gera? Það sem mildlvægast er að gera að mínu mati er m.a. eftirfarandi: I fyrsta lagi. Nauðsynlegt er að samræma rétt mæðra og feðra til töku fæðingarorlofs og Iáta þann rétt taka til allra foreldra á vinnumarkaði og einnig heimavinnandi með til- teknum hætti. Það getur aldrei geng- ið til lengdar að grundvallarréttindi af þessu tagi séu jafn ólík og aðstaða manna jafh mismunandi og raun ber vitni. Reglur um fæðingarorlof þurfa að hafa í sér fólginn nægjanlegan sveigjanleika til þess að foreldrar sem það kjósa geti skipt því með ýmsum hætti á miHi sín og lengt tímabibð á móti hlutastarfi allt eftir því hvað best kemur út fyrfr hvem og einn. Velja þarf þá leið sem tryggir foreldrum og einkum mæðrunum mesta mögu- leika til að halda stöðu sinni á vinnu- markaðnum og gjalda ekki fyrir bameignir og töku fæðingarorlofs með skertum möguleikum í starfi. Steingrímur J. Sigfússon skrifar Athugandi er hvort ekki væri heppi- legra að tala um „foreldraorlof* sem víðara hugtak er tæld til heildarrétt- inda beggja foreldra. Sbkar breyting- ar mega þó ekld verða til þess að veikja stöðu móðurinnar á neinn hátt, hvort sem hún er í sambúð eða einhleyp, og tryggja þarf rétt hennar fyrst eftir fæðinguna með sérstökum hætti. í öðru lagi. Nauðsynlegt og óum- flýjanlegt er að greiðslur taki mið af tekjum þeirra sem starfáð hafa úti á vinnumarkaðnum innan einhverra marka. A.m.k. þannig að greitt sé visst hlutfall lairna eða fúb laun yfir hluta tímabilsins og síðan skért upp- hæð. Sé þetta ekki gert þá hlýtur það að verka letjandi fyrir foreldra og þá sérstaklega mæðumar sem hafa haft þokkalegar tekjur og verið úti á vinnumarkaði að eignast böm. Hætt- an er sú að konur sem væm að ná góðum árangri í sínu starfi og ættu möguleika á góðum starfsffama myndu ekld leggja út í bameignir. Ellegar þá að gjalda fyrir það á vinnu- markaði ef þær gerðu það. I þriðja og síðasta lagi þarf að festa í sessi sjálfstæðan rétt feðra til töku fæðingarorlofs, einhvers konar „feðraorlofs", og einnig rétt þeirra til að taka hluta af hinu almenna fæð- ingar- eða foreldraorlofi. Sjálfstæður réttur feðranna er nauðsynlegur til að undirstrika það að umönnun og upp- eldi bama er sameiginlegt verkefni. Það að feður eigi rétt á sjálfstæðu or- lofi, „feðraorlofi“, sem falli niður sé það ekld nýtt er nauðsynlegt til að undirstrika þessa staðreynd og mun væntanlega jafna eitthvað aðstöðu kynjanna á vinnumarkaði hvað bam- eignir og uppeldi snertir. Auðvitað þarf margt fleira að koma til til að bæta stöðu bamafólks og gera það að verkum að ungt fólk geti eignast böm án þess að það skapi þeim óviðráðanlega erfiðleika gagn- vart vinnu og efnahag. Næst á eftir fæðingarorlofinu sjálfú og stöðu foreldra gagnvart því má nefna mikilvæga þætti eins og leik- skóla- og grunnskólamál, húsnæðis- mál og aban almennan aðbúnað og aðstæður bamafjölskyldna. En upp- hafið sldptir miklu og ófúllnægjandi fæðingarorlofsréttur getur einn og sér orðið til þess að fæla fólk þannig ffá því að eignast böm á eðfilegum tíma í lífi sínu að aldrei reyni á aðra þætti. Höfúndur er alþingismaður BELTIN % 6 mIumferðai Wráð

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.