Vikublaðið - 18.08.1995, Síða 9
VIKUBLAÐIÐ 18. ÁGÚST 1995
9
Umræðan____________
í tilefni „sameiningarumræðna“
Traust Alþýðubandalag er for-
senda jákvæðrar vinstri þróunar
Imyndum okkur eitt andartak að
við kæmum að Islandi nákvæmlega
eins og það er að öllu öðru leyti en
því að það væru ekki til neinir stjóm-
málaflokkar. Gefiim okkur samt að
við kæmumst að þeirri niðurstöðu að
það þyrfti stjómmálaflokka til þess að
breyta þeim veruleika sem við kom-
um að eða til þess að verja þann vem-
leika sem ekki má að okkar mati
verða fynr verulegum breytingum.
Við kæmumst með öðrum orðum að
því að það þarf pólitískt tæki en
flokkar era félagslegt andsvar í eðli
sínu þó stimir þeirra beini kröftum
sínum aðallega að því að verja ejnka-
hagsmuni. Flokkar era tæki til þess
að safiia liði um ákveðinn málstað,
kröfur, hugsjónir. Til hvers þarf
flokk á Islandi í dag?
Til hvers þarf stjórnmála-
flokk?
Að mínu mati þarf flokk til að berj-
ast gegn atvinnuleysi sem er alvarleg-
asta þjóðfélagsvandamálið á íslandi í
dag. Það þýðir: Flokk sem leitar allra
leiða til þess að vinna gegn atvinnu-
leysi og skapar um leið þeim atvinnu-
lausu eins góðar aðstæður og ffamast
er unnt meðan þeir bíða eftir því að fa
vinnu.
Það þarf í annan stað flokk til þess
að verja velferðarkerfið; sjúkrahúsin,
heilsugæsluna, félagslega þjónustu en
allt þetta á nú enn að skerða í þessari
ríkisstjóm Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins til viðbótar þeim
höggum sem velferðarkerfið varð
fyrir undir forystu Alþýðuflokksins í
síðusm ríkisstjóm.
Það þarf einnig greinilega flokk til
þess að verja menntakerfið - ekld síst
Lánasjóð íslenskra námsmanna, en
einnig skólastefnuna og ffelsi skól-
anna.
Það þarf að breyta húsnæðiskerf-
inu þannig að húsnæði verði viður-
kennd sjálfsögð og ódýr mannrétt-
indi. Og það þarf skattakerfi sem er
ekld þannig að jaðarskattamir verði
allt að 90%. Það þarf einnig að
minnka halla ríkissjóðs og það er að
lokum greinilegt að umgjörðin sjálf,
h'fríkið til sjós og lands, er í háska
statt. Því er umhverfis- og auðlinda-
stefiia undirstaða alls sem er.
Er þetta unnt? Já, það er unnt með
þeirri stefnu sem lýst hefur verið og
kölluð er róttæk jafnaðarstefha og til
dæmis er lýst í bók minni Sjónar-
rönd. Þar er sýnt ffam á að það er
unnt með hagvexti og tilfærslum í
senn að leysa þau vandamál sem vora
raldn í næstu málsgreinum hér á und-
an.
Þar er ábyrgðin Alþýðu-
bandalagsins
Það era reyndar allir sammála um
þáp vandamál sem hér hafa verið rak-
in, og þar með ætti að vera unnt að
safna saman kringum eina stjóm-
málahreyfingu þeim einstaklingum
sem vilja berjast fyrir þeim markmið-
um sem hér vora nefnd. Það vill hins
vegar þanrng til að allar þær forsend-
ur sem hér vora raktar eiga helst skjól
í Alþýðubandalaginu. Alþýðubanda-
lagið hefúr aldrei teldð þátt í atvinnu-
leyssisríkisstjómum; - þvert á móti
hefúr Alþýðubandalagið borið
ábyrgð á stjóm landsins þegar at-
vinna hefur verið mest og þegar lífs-
kjör hafa farið bamandi. Alþýðu-
bandalagið ber ffekar en aðrir flokkar
ábyrgð á velferðarkerfinu. Alþýðu-
bandalagið hefur ffemur en aðrir
flokkar beitt sér fyrir uppbyggingu
menntakerfisins og þar með Lána-
sjóði íslenskra námsmanna sem er
eitt merldlegasta jöfhunartæld h'fs-
Iqara sem stofiiað hefur verið til á Is-
landi. Alþýðubandalagið hefúr hka
sýnt ábyrgð við meðferð ríkisfjánnála
og hefur skilað afgangi á ríldssjóði
þrátt fyrir uppbyggingu velferðar-
kerfisins. Og Alþýðubandalagið
beitti sér fyrir því að umhverfisráðu-
neytið var stofnað.
Með öðrum orðum; ég myndi, ef
ég kæmi að ónumdu landi, póhtískt
vilja stofha flokk sem líkastan Al-
þýðubandalaginu að málefhum og á-
herslum. Alþýðubandalaginu hefur
hka tekist undravel þrátt fyrir innri
og ytri erfiðleika og þrátt fyrir mistök
að halda vel á málum eins og dæmin
sanna. Niðurstaðan er því sú að ís-
lenskt samfélag þarf flokk að málefn-
um og áherslum sem er líkt Alþýðu-
bandalaginu. Það er því ekld tíma-
bært að leggja stefhu Alþýðubanda-
lagsins niður og þetta segi ég af gefnu
tilefni; mér finnst stundum svokölluð
sameiningarumræða aðallega beinast
gegn stefnu Alþýðubandalagsins.
Fortíðaruppgjör Alþýðu-
flokksins
En hér segja menn: Staldrið við því
þau stefnumið sem hér hafa verið
rakin era í raun stefhumál annarra
flokka líka. Það er rétt - í orði er það
svo. En á borði er máhð allt annað.
Alþýðuflokkurinn verður til dæmis
að gera upp fortíð sína áður en hann
verður trúverðugur jafhaðarmanna-
flokkur. Hann verður að gera grein
fyrir því af hverju hann hafði forystu
um árásir á velferðarkerfið. Hann
verður að svara því af hverju hann
beitti sér fyrir húsbréfakerfinu sem er
að gera aðra hverja fjölskyldu á Is-
landi að skuldaþrælum. Hann þarf að
svara því af hverju hann stóð að því
að taka upp skólagjöld, af hverju
hann beitti sér fyrir niðurskurði
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
þannig að eiginfjárstaða hans versn-
aði og hann þarf að gera grein fyrir
því af hverju hann var tregur til þess
að standa að samþykkt grunnskóla-
laga. Hann þarf hka að gera greúi fyr-
ir því af hverju hann tók hagvöxt
ffam yfir umhverfi þegar hann fékk
einhverju ráðið, samanber þegar Jón
Sigurðsson ráðherra Alþýðuflokksins
líkti álveri við blómaræktarstöð. Og
hvaða nauðsyn jafhaðarstefnunnar
ber til þess að íslenskri bændur og
starísmenn í úrvinnslu landbúnaðar-
afúrða verði atvinnulausir - hvaða
sáluhjálparatriði er það að það verði
upp á h'f og dauða að flytja inn land-
búnaðarafurðir þegar allar aðrar
þjóðir leggja ofurkapp á að verða
sjálfum sér nógar um matvæh? Og
svo framvegis. Alþýðuflokkurinn
verður að gera upp foröð sína.
Eini flokkurinn sem er til
vinstri
Það er ekld þessi ágreiningur, sem
er vandi vinstrimanna, heldur Evr-
ópumálin, segja sumir? Þetta er ekki
alveg nákvæmt. I fyrsta lagi er það
ljóst að aðeins Alþýðubandalagið vill
Svavar
Gestsson
alþingismaður
skrifar
kannast við vinstristefhu. Framsókn-
arflokkurinn hefur sldlgreint sig út af
vinstrivæng stjómmálanna. Það hef-
ur Alþýðuflokkurinn líka gert og
Kvennalistinn. Alþýðubandalagið er
eini flokkurinn sem kannast við að
vera vinstriflokkur. En vissulega er á-
greiningur um Evrópumálin. Hann
er hins vegar allt öðra vísi í íslenskum
stjómmálum í dag en hann var fyrir
nokkrum áratugum. Aður áttu Fram-
sóknarmenn og Alþýðubandalags-
menn samleið við útfærslu landhelg-
innar og oft í herstöðvamálinu. Nú
virðast miðjuflokkamir geta náð
saman að nokkra leyti í Evrópumál-
unum, en við og hluti af íhaldinu get-
um átt samleið.
Þrjár ástæður gegn
Evrópusambandi
Af hverju viljum við ekld að Island
gangi í Evrópusambandið, en fyrir
því hggja flokkssamþykktir í Alþýðu-
bandalaginu.
Það er í fyrsta lagi vegna þess að
það er erfiðara að ffamkvæma jafnað-
arstefnu tnnan Evrópusambandsins
en utan þess því utan þess höfum við
meira ffelsi. Þó við værum innan þess
væri unnt að taka hvaða ákvarðanir
sem er gegn okkar hagsmtmum í
efnahagsmálum án þess að við fengj-
um nokkra rönd við reist.
I öðra lagi værum við með aðild að
Evrópusambandinu að kasta ffá okk-
ur mikilvægasta þætti hagvaxtar og
góðra lífskjara á Islandi sem er sjálf-
stæðið. I sjálfstæði þjóðar er fólgin
uppspretta auðs - rétt eins og í sjálf-
stæði einstaklingsins. Og það er at-
hyglisvert að það skuli loksins nú vera
að renna upp fyrir flokld einkaffam-
taksins að sjálfstæði þjóðarinnar sé
einnig efhahagsleg auðsuppspretta.
I þriðja lagi höfúm við í Alþýðu-
bandalagi verið andvíg aðild að Evr-
ópusambandinu vegna þess að við
óttumst að Evrópusambandið standi
í vegi fyrir þeirri jákvæðu heimsþró-
un sem við viljum sjá að eigi sér stað.
Við óttumst að með Evrópusam-
bandinu verði heimurinn lokaður af í
hólfúm ríkra ríkja gegn öðram
heimshlutum.
Af þessum ástæðum höfum við
verið andvíg aðild að Evrópusam-
bandinu.
Stjórnarandstaða frá hægri
og vinstri
En er sameining þeirra flokka sem
nú era í stjómarandstöðu forsenda
fyrir árangri í stjómmálum? Að það
þurfi fyrst að leggja Alþýðubandalag-
ið niður? Það er ekki mín skoðun, en
það bendir reyndar margt til þess að
óljóst og ómarkvisst sameiningartal
stjómarandstöðuflokkanna sé vatn á
myllu stjómarflokkanna. Þess vegna
er líklegast að sú leið sem varð til
1978 sé affarasælust. Það er samstaða
uin innanlandsmálin, í velferðarmál-
um, kjaramálum, atvinnumálum og
menntamálum án þess að þessi sam-
staða fáist með formlegum viðræð-
um.
Stjómarandstæðingar koma bæði
ffá hægri og vinstri. Það er ekld lík-
legt að hægrisinnaðir stjómarand-
stæðingar eigi auðvelt með að halla
sér að Alþýðubandalaginu. Og það er
jafhvel enn ffáleitara að vinstrisinn-
aðir stjómarandstæðingar vilji halla
sér að Alþýðuflokknum. Þess vegna
er líklegast að árangur stjómarand-
stöðunnar verði öflugur ef flokkamir
ná vopnum sínum hvor á síhum for-
sendum enda langt á milli þeirra enn
eins og raldð hefur verið. Verkalýðs-
hreyfingin varð samnefnari stjómar-
andstöðunnar 1978 en margir era
vantrúaðir á að svo geti enn orðið. En
ég er ekld úrkula vonar um það. Á
það þarf að reyna.
Það sem sldptir máh nú fyrir ffam-
tíðarþróun vinstrihreyfingar á Islandi
og þar með fyrir lífskjör almennings í
þessu landi er að Alþýðubandalaginu
takist að koma sterkt til leiks á ný eft-
ir formannsslaginn. Eg hef oft heyrt
því haldið ffam að átök um prófkjör
eða formennsku séu jákvæð - hressi
flokkinn við og ég veit ekld hvað og
hvað. Eg er ósammála þessu. Skaðinn
birtist í sáram sem oft gróa seint og
stundum aldrei. Átökin hafa alltaf
skaðað Alþýðubandalagið, en von-
andi verður skaðinn sem minnstur.
Taldst okkur að lágmarka (afsakið
orðið!) skaðann er hins vegar líklegt
að Alþýðubandalagið geti beitt sér
fyrir víðtæku málefhalegu samstarfi
vinstrimanna á íslandi. Upp úr því
kann að koma bein samvinna og ég
vona að svo verði.
Gegn leiðinlegustu ríkis-
stjórn á íslandi
Það er nauðstnlegt að það gerist
sem allra fyrst að við finnum ráð til
þess að ffelsa þjóðina úr fjötrum leið-
inlegustu ríldsstjómar sem ríkt hefur
hér á landi. Þó að það sé í sjálfu sér
ekki póhtík hvort ríldsstjóm er leið-
inleg eða skemmtileg er betra fyrir
þjóðina, andlegt ástand hennar og
hagvöxtinn líka, að ríldsstjóm hennar
geisli ffá sér lífi ffemur en leiðinleg-
heitum. Þegar ríkisstjómin tók við
hvolfdist svartsýni yfir þúsundir
heimila. Atvinnuleysið heldur áffam.
Efnahagsbatinn gufaði upp. Land-
flótti er hafinn í stóram stíl. Niður-
skurður verður aukinn í velferðar-
kerfinu og byrjað á að loka meðferð-
arheimili fyrir unglinga í fíkniefha-
vanda.
Skref þarf að stíga fyrir
haustið 1997
Við athugim kemur sem sé í Ijós
eftir þetta landnám sem við hófum að
skoða í upphafi að við vildum eignast
flokk sem að stefhu og áherslum er
sem líkastur Alþýðubandalaginu. Það
er líka ljóst að það þarf að laða fleiri
saman og eigi að verða endurskipu-
lagning á stjómmálahreyfingu
vinstrimanna á íslandi þarf Alþýðu-
bandalagið að beita sér þar sem
flokkur og heild með myndugleika
og eigi breyting á skipulagssveit
vinstrimanna á Islandi að eiga sér
stað þarf að stíga skref í síðasta lagi
haustið 1997, áður en störf hefjast að
uppstillingu fyrir Reykjavíkurlistann
vorið 1998. Sem þarf að verða sigur-
listi. Það er samnefhari eitt. Sem
enginn vill veikja.
Það var 1916 að lagður var hug-
myndalegur grunnur að alþýðu-
hreyfingu þessa lands sem síðan hef-
ur breyst í áranna rás; breytingin eft-
ir 1930 hafði mikil áhrif. Við skulum
gera okkur grein fyrir því að starf al-
þýðuhreyfingarinnar hefur skilað
árangri fyrir einstaklingana og þjóð-
ina sem heild. Um það verður ekld
deilt. Það varð jákvætt fyrir þróun
jafnaðarstefhunnar í þessu landi að
vinstri armur hreyfingarinnar hefúr
alltaf verið sterkari en hægri armur-
inn í raun. Það þarf að tryggja að svo
verði áfiram - að róttæk vinstristefha
ráði úrslitum um umbúnað og inni-
hald í nýjum sáttmála jafhaðarstefn-
unnar á íslandi sem verður vonandi
skrifaður áður en 100 ára afmæli Al-
þýðusambandsins verður haldið há-
tíðlegt. I þeirri þróun skiptir traust
Alþýðubandalag vissulega máh.
Höfundur er alþingismaður.
Greinin er að nokkru leyti efitir
punktum úr ávarpi sem flutt var
á Laugarvatni sl. laugardags-
kvöld á samkomu Alþýðu-
bandalagsins í Reykjanesi og á
Suðurlandi.
Það sem skiptir máli núfyrir Jramtíðarþróun
vinstrihreyfingar á íslandi og þar með fyrir lífs-
Igör almennings í þessu landi er að Alþýðu-
bandalaginu takist að koma sterkt til leiks á ný
eftir formannsslaginn. Ég hef ojt heyrt því hald-
ið fram að átök um próflgör eða formennsku
séu jákvœð - hressi flokkinn við og ég veit ekki
hvað og hvað. Ég er ósammála þessu. Skaðinn
birtist í sárum sem oft gróa seint og stundum
aldreí Átökin hafa alltafskaðað Alþýðubanda-
lagið, en vonandi verður skaðinn sem minnstur.