Vikublaðið


Vikublaðið - 18.08.1995, Side 11

Vikublaðið - 18.08.1995, Side 11
VIKUBLAÐIÐ 18. ÁGÚST 1995 11 - * * * r * * t* « # * # * *•'» r * * jt s Úmræðan Innviðir flokksins okkar Margrét Frímannsdóttir alþingismaður skrifar Við náðum varla ásættanlegum ár- angri í síðustu kosningum og ég tel að slökútkoma okkar stafi m.a. af því að okkur tókst ekki að vera trúverðug. Grundvallaratriðin í stefnu okkar eru góð, boðskapurinn góður og fólkið gott, en eitthvað vantar. Tökum jaín- réttismálin sem dæmi. Þar erum við öll sammála um grundvallaratriðin og Alþýðubandalagið hefur verið í farar- broddi í tillöguflutningi og komið mörgum góðum málum fram á Al- þingi. Við erum ólöt við að benda á ó- réttlæti á þessu sviði. En þegar kemur að ffamkvæmdinni innan eigin flokks eða annarsstaðar þar sem við ráðum ferðinni sjálf þá er pottur brotinn. Á meðan svo er verður málflutningur okkar ekki trúverðugur. Lok á suðupottinn Alþýðubandalagið er flokkur fólks, sem hefur sömu lífsskoðun og vill vinna saman að settu marki. Flokkur kjara- og réttindabaráttu, jafiiréttis kynjanna, þjóðfrelsis og umhverfis- mála. Við erum öll sammála um grundvallaratriðin í stefnu flokksins, en greinir oft á um útfærsluna og um afstöðu til einstakra mála. Þegar það gerist er brýnt að ræða mál af hrein- skilni og reyna að komast að sameig- inlegri niðurstöðu. Félögin og stofii- anir flokksins, eins og miðstjóm, em vettvangur fyrir slík skoðanaskipti sem leiða eiga til þess að við finnum sameiginlega afstöðu sem byggir á sameiginlegum grunni. Þegar sam- eiginlegri afstöðu er náð eiga forystu- menn flokksins og fulltrúar hans, þingflokkurinn þar á meðal, að fylgja niðurstöðunum eftir. Hvert skref sem stigið er þarf að hafa tilvísun í sameiginlega stefnu flokksfélaganna. Nú ákveða jafhvel einstakir þing- menn stefinu flokksins í stórum mál- um og málaflokkum án þess að um- ræða hafi farið ffam. Ef mál em snú- in og ágreiningur um þau er oft frek- ar gripið til þess ráðs að setja lokið á suðupottinn og vona að ekki sjóði upp úr, en að reyna að finna sameig- inlega stefnu með opinni umræðu innan flokksins. Eg er ósátt við þessi virmubrögð og tel vænlegra til árang- urs að ræða mál af hreinskilni og reyna að finna sameiginlega niður- stöðu. Alþýðubandalagið hefur því miður þróast frá því að vera breið pólitísk hreyfing með sterkar rætur í þjóðlíf- inu til þess að vera flokkur sem stýrt er af famennum hópi án miltils sam- ráðs við flokksfólk. Innra starf Al- þýðuandalagsins hefúr verið að leys- ast upp í kjördæmis- og sveitarstjóm- arvinnu með lítil tengsl við starf þingflokks og málflutning hans. Sameiginlegir fundir í helstu stofii- unum flokksins, svo sem miðstjóm em eklti nógu vel sóttir og þeir em á- hrifalitlir og flokksfélagar hafa misst áhuga á því sem þar fer ffarn. Ahrif flokskfélaga og flokksstofnana em orðin sáralítil á þá stefiiu sem reltin er af forystumönnum flokksins og þing- flokki. Sveitarstjómarmenn Alþýðu- bandalagsins hafá h'tinn stuðning af flokknum og h'tið samráð sín á milli. Innviðir flokksins og ásýnd Ef við ætlum að ná árangri verðum við að beina augum að okkur sjálfúm, flokknum, innviðum hans og ásýnd. Það verður að virkja flokksfélagana, fela þeim ábyrgð og völd. Það nenna fáir að taka þátt í flokksstarfi ef ekki er á þá hlustað og ekkert mark tekið á skoðunum þeirra. Valddreifing og skipting ábyrgðar er nauðsynleg til að ná ffam meiri breidd og virkrú í flokknum. Stofhanir flokksins þurfa að fá skýrara hlutverk og forsvars- menn þeirra eiga að fylgja samþykkt- um þeirra effir. Flokkurinn á eklti að vera útibú ffá þingflokknum. Al- þýðubandalagið á að vera flokkur fólks sem er að vinna að sameiginlegu marki og hlutverk landsfundar og miðstjómar er að draga fram sameig- inlegar skoðanir þessa fólks, marka stefnu og gera tillögur um aðgerðir á grundvelli hemiar. Framkvæmda- stjóm, framkvæmdastjóri flokkisns og þingflokkur eiga að ffamkvæma þessa stefnu, hver á sínu sviði. Skapa þarf sameiginlegan vettvang fýrir sveitarstjómarmenn flokksins, marka stefhu í þessum miltilvæga málaflokki, styðja við sveitarstjómar- menn og auka áhrif þeirra á málflutn- ing þmgflokksúis. Og miðstjóm flokksins þarf að ræða sveitarstjóm- armál ekki síður en landsmál. Styrkur flokksins ætti að vera náin og hfandi tengsl við verkalýðshreyf- inguna, sveitarstjómir, æskulýðs- og íþróttafélög, félög sem gæta hags- muna sjúkra, áhugasamtök um um- hverfismál, jafhréttismál og þjóð- frelsi, mannréttindahreyfingar og fleiri, slík félagasamtök. Dugmikhr einstaklingar sem starfa fyrir þessi fé- lög og samtök ættu að gea sótt styrk til flokksins og öfugt. Þessi tengsl þarf að rækta í stað þess að láta þau trosna. Alþýðubandalagið þarf að hafa sterkar rætur í þjóðlífinu, en það gerist ekki ef starfsemi flokksins er einhæf og snýst að mestu leyti um þingflokkinn, formanninn og vara- formanninn. Vinnubrögð innan flokksins Vinnubrögð innan Alþýðubanda- lagsins þurfa að breytast. Kúnstin við góða stjóm fyrirtæltis felst eklti í því að stjómendur geri allt sjálfir. Hún felst í því að virkja alla starfsmenn fyrirtældsins og laða það besta ffarn í hverjum og eintun. Stjómendur sem eklti treysta sínum starfemönnum og reyna að vinna öll verk sjálfir ná tak- mörkuðum árangri. Á sama átt nær stjómmálaflokkur ekld árangri ef fá- menn sveit ætlar að að gera allt sjálf og treystir ekld stofriunum flokksins eða félagsmönnum. Formaður flokksins þarf ekki að vita allt og geta allt. Hann þarf að kunna að hlusta, hafe samráð og vita hvenær á að taka af skarið og veita forystu. Hann þarf frekar að kunna að spyrja réttra spuminga en að hafe svör við öllum spumingum. Hann á að Ieiða fólk til samstarfe og ábyrgrar ák\rarðanatöku. Bandalags- og sam- fylldngarhugsjónin, sem flokkurinn byggir á, krefet samvinnu. Félags- menn verða að hafa þá tilfinningu að flokkurinn sé vél sem starfer í þeirra þágu og sltilar árangri. Höfúndur er alþingismaður Sunnlendingar og Reyknesingar kætast á Laugarvatni Sökum þrengsla í þessu blaði verður ffásögn og myndir af fjörinu á Laugarvatni að bíða birtingar til næsta blaðs. Við birtum þó þessa mynd ffá hátíðinni af þeim Ólafi TTh. Ólafesyni og Sveini Sumarliðasyni sem þöndu nikkumar við mikinn fögnuð viðstaddra. Ami Bergmann sextugur (22. 8. 95) ... lífhins andlega aðalsnianns er eilífleit... Rússi nokkur spyr kunrúngja sinn: „Hvort er betra að vera sköllótt- ur eða heirnskur?" „Það er betra að vera heimskur. Það er eklti eins áberandi." Það er sem sé vonlaust fyrir Ama Bergmann að láta h'tið á sér bera. Auk þess að vera vel sköllóttur er hann áberandi óvitlaus, enda hefúr hann látið óspart til sín taka í opin- berri umræðu síðustu áratuga. Ama er ekkert mannlegt óviðkomandi, hvort sem á dagskrá em stjómmál, bókmenntir, trúmál eða annað það sem heitast brennur á mannltind- inni. Og aðal hans sem rökræðu- manns er - eins og Sigurður A. Magnússon benti á fyrir 10 árum - að hann leitar að kjama málsins en ekki höggstað á mótherjanum. I skrifum Áma finnum við oftar spumingar en svör. Ekkert er hon- um fjarri og ekkert er honum ógeð- felldara en hraunfastar kreddur og rótgrónir fordómar. Hann beinir geiri sínum gegn tískubábiljum, samdaunskum geðlurðuhætti og þeirri letilegu fyrirlitningu á rök- réttri hugsun sem oftar en ekki ein- kennir opinbera umræðu. Þetta kemur oft við kaunin, enda er maðurinn ekki alls staðar vel séð- ur. Það sem kannski fer mest í taug- amar á óvildarmönnum Ama er hve erfitt er að fí móralskan og vit- rænan fengstað á honum. Þegar menn verða undir í heiðarlegri viðureign er svo hvíslandi rógur off þrautalendingin. Ami hefur því löngum verið á svörtum fista hjá aðskiljanlegum myrkraöflum. Þegar einn kirkjunn- ar maður lét í ljós þá skoðun að Ami Bergmann væri einn af fáum mönnum á Islandi sem unnt væri að ræða við um trúmál af sæmilegu viti, reis einn voldugasti fjölmiðill landsins upp krossbölvandi yfir slíkri ósvinnu. Sami fjölmiðill áleit í öðm samhengi að banna ætti Áma Bergmann að skrifa, a.m.k. um bókmenntir. Ami sótti háskólamenntun sína til Rússlands. Enginn núhfandi ís- lendingur býr yfir jafn umfengs- miltilli og traustri þekkingu á tungu, menningu, sögu og bók- menntum þessarar þjóðar og Ami, og engum er betur lagið en honum að miðla þessari þekltingu. Hann hefði því átt að vera sjálfkjörinn jril setu á eina festa kennarastóh Is- lands í téðum greinum. En myrkra- öflin létu ekki að sér hæða: Kalkúnsk heimska, emeygður tuddaskapur og valdmðsla í bland við roluskap og feglegt þekkmgar- leysi komu í veg fyrir það. Víðtæk og alhliða þekking Ama á sögu, stjómmálum, hugmynda- heimi, trúarbrögðum og menningu kemur glöggt ffam í skrifum hans um heimsmál, einkum varðandi Rússland og Sovétríkin sálugu. Sem fréttaskýrandi og fréttatúlk- andi er hann á heimsmælikvarða. Þetta uppgötvaði meira að segja bandarískur sendiherra, fyrmefiid- um myrkraöflum til ósegjanlegrar hrellingar. Einhverra hluta vegna lét sá maður af embætti fyrr en ætl- að var. Að endingu óska ég Áma og fjöl- skyldu hans góðs gengis og miltilla afireka. Eg bíð eins og fleiri með ó- þreyju og tilhlökkun efitir íslensku þýðingunni á Igorskviðu. Megi gagruýnin og fræðileg for- vitni hans verða mönnum vits- munalegur vökustaur hér eftir sem hingað til. „Don’t stop questioning“ - var kjörorð Alberts Einsteins. Ami Bergmann hættir ömgglega aldrei að spyrja. Helgi Haraldsson Oslóarháskóla PÓSTUR OG SlMI Umsýslusvið Laus er til umsóknar staða yfirmanns reiknistofu Pósts og síma á umsýslusviði. Leitað er að verkfræðingi/tæknifræðingi/ viðskiptafræðingi, með mikla þekkingu á vinnslu í . stórtölvusamskiptum. Umsækjendur þurfa að hafa góða samstarfshæfni og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar. Nánari upplýsingar um starfið veitir starfsmannadeild, sími 550 6470

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.