Frjáls þjóð - 08.04.1961, Blaðsíða 2
Sérfræðingur í leiklistar-
málefnum var á mikilli reisv
um Hinn siðmenntaða hein.
Margt merkilegt og ómerk,
legt bar fyrir augu hans sv>
sem að líkum lætur, en hva
sem hann kom var þó eit
sameiginlegt: alls staðar va
verið að leika Ionesco. (Upp.
úr leikskrá Þjóðleikh.)
Samkvæmt þessu v-erðu
ekki hjá því konrizt að telj.
Island til Hins siðmenntað
heims: á þessu skeri norðu.
undir Heimskautsbaug er sur.
sé verið að sýna hvorki meir.
né minna en þrjú leikrit ef
ir Ionesco um þessar mundii
Nashyrninganu í Þjóðleikhú:
inu og einþáttungan.
Kennslnstundin og Stólarnir
Iðnó.
Eugéne Ionesco er í hóp
þeirra byltingarmanna í leik
ritagerð er kritikkin hefu
skírt einu nafni Avant-Gardc
Siðastliðinn vetur kynntus
Reykvíkingar öðrum slíkum
Samuel Beckett (Beðið eftfe
Godot í Iðnó). Það er ekk
lítið undir því ,komið, þega
verið er að kynna byltinga,
höfunda nútímans, að góðu
skilningur þeirra aðilja sei.
að kynningunni standa sé fy.
ir hendi. Sýningarnar á „Bei
ið eftir Godot“ voru listræn.
viðburður hér í fásinnini
svipað held ég megi segja un.
Nasliymingana, enda ekkert
til sparað að sú sýning mætti
sem glæsilegust verða, m. a.
sóttur frægur leiktjaldamálari
alla leið suður til Englands,
hinn mesti töframaður i sinni
grein.
Áður en ég ræði frekar um
sýninguna sjálfa ætla ég að
fara örfáum orðum um Iones-
co sem leikritahöfund, en
sleppa öllu persónulegu
syndarekistri, svo sem hvenær
hann kvæntist og þess háttar.
Það hefur verið margtugg-
ið í blöðunum að Ionesco sé
umdeildur höfundur, það er
líka deginum ljósara að svo
hljóti að vera: fljótt á litið
líkjast leikrit hans engu nema
draumarugli, ýmsir sjá þau
aldrei í öðru Ijósi — ef Ijós
skyldi kalla, það eru þeir sem
skilja að maðurinn er gjörður
af holdi og blóði en ekki af
rafeindum ... Aðrir þykjast
sjá í þeim Sannleikann bak
við hin hversdagslegu sann-
indi, skynja í þeim ný-
Lárus Pálsson og Baldvin Halldórsson í hlutverkum sinum.
á fjölskrúðugan og ofi snilld-
arlegan hátt, heildarstíllinn
er oítast samslunginn úr
mörgum stílbrigðum, sem
spanna frá óþvegnu götumáli
til hástemmds skáldavaðals.
Hið hversdagslega orðtak er
þó undirstöðustíll flestra leik-
ritanna. Eitt er enn ótahð sem
einkennir mjög meðferð Ion-
esco á málinu, en það er ryth-
minn: það er næstum þvi
hægt að hlústa á leikrit hans
eins og tónlist eða öllu heldur
góðan djass ...
I Nashyrningnum eru þessi
listrænu vinnubrögð ekki eins
áberandi og i fyrri leikritum
hans, þó mun ýmsum þykja
undarleg fúka upphefjast í 1.
þætti þegar Jón er að brýna
fyrir Berenger hvemig hann
eigi að breyta í náinni framtíð
meðan rökfræðingurinn er að
að sanna það gömlum herra
að Sökrates hafi verið köttur!
En hér kem ég reyndar að
einni nýtizkulegustu og merk-
ustu uppfinningu Ionesco, tví-
víddartækninni, sem hann
beitir mjög, ekki hvað sizt i
texta. Samuel Beckett notar
þversögnina til að komast
sem næst kjarna málsins. Ág-
ústínus minnir á, jafnskjótt
og hann hefur bent á eina
staðreynd, að áhrif hennar
verða ekki sannleikanum sam-
kvæm nema hann minni þeg-
ar í stað á aðra sem takmarki
hana. Ionesco tviskiptir" um-
Þjóðleikliúsið:
Nashyrningarnir
Leikstjóri: Benedikt Árnason
stárlega — og oft ógnþrungna
— fegurð, heyra í þeim und-
arlega tónlist ... Ég fyrir
mitt leyti met hann umfram
flesta aðra leikritahöfunda,
þeirra sem nú eru við lýði, ef
ekki alla. Kemur þar margt
til: ég þekki engan leikrita-
höfund sem mér finnst nýta
möguleika leikhússins eins út
i æsar og Iohesco (Nashyrn-
ingarnir eru ef til vill ekki
bezta dæmið um það), beitir
hann í því skyni flestum
hugsanlegum tæknibrögðum,
gömlum og nýjum, og hleður
þau ferskri og stundum ó-
hugnanlegri orku (næstum
því kjarnorku!). Enda þótt
mikil stigandi sé i flestum
leikritum hans, er það þó hin
dynamiska þensla augnabliks-
ins sem gefur þeim mestan
sviðskraft. Málinu beitir hann
ræðuefninu: aðalumræðuefni
og aukaumræðuefni annarra
aðilja samhliða, og á yfirborð-
inu algeriega óskylt aðalum-
ræðuefninu; þetta þjónar
tvenns konar tilgangi: að
vekja undrun og hlátur ann-
ars vegar, hins vegar er auka-
umræðuefnið til að vikka eða
þrengja aðalumræðuefnið,
færa það nær kjarna hugsun-
arinnar, gefa því heimspeki-
lega þýðingu, eða þá hreint og
beint að draga dár af því; en
þar fyrir utan er þetta ein af
aðferðum Ionesco til að skapa
rythma.
Það er sagt að Nashyrning-
arnir séu ádeila á múghyggju,
en það segir ekki nærri nóg,
leikritið er ekki siður ádeila á
andvaraleysi og ábyrgðar-
leysi, sjálfsánægju og tillits-
leysi. Viðræður og einræður
Berengers i síðasta þætti er
mikið ákæruskjal á samtíð
okkar. Hið opinskáa og
„barnalega“ tal hans býr yfir
geigvænlegum sannleika ,
Lárus Pálsson fer með hlut
verk þessa veiklundaða en ó
afskræmda manns af mikilli
hófsemd og ekki minni skiln-
ingi. Það er ekki tilviljun að í
þetta hlutverk eru valdir
traustustu leikarar sem völ
er á, ekki vegna þess að hlut-
verkið sé sérstaklega vel til
þess fallið að „brillera" á þvi,
heldur vegna hins að hér ríð-
ur á miklu að það sé hvorki
of — eða van — leikið, heldur
rétt leikið. Berenger er hvorki
trúaður né hetja. Meira að
segja í lokasenunni stenzt
Lárus þá freistingu að gera
,,hetju“ úr Berenger, hins
vegar gerir hann úr honum
sannan mann ...
Mér fannst Kóbert Arn-
finnsson (og leikstjórinn)
færa Jón, vin Berengers, um
of í „karekatúr" í í. þætti,
gætti að minu viti nokkurs ó-
samræmis í samleik þeirra
Róberts og Lárusar af þeim
sökum, en frammistaða Ró-
berts i 2. þætti var með mikl-
um ágætum. Af öðrum leikur-
um vil ég sérstaklega minnast
á Harald Björnsson sem var
hreint og beint stórkostlegur
í litlu en vel skrifuðu hlut-
verki.
Uppfærslur Benedilcts Árna-
sonar, þær sem ég hef séð,
hafa yfirleitt einkennzt af
hreinleika, mér virðist hann
hafa mjög næmt auga fyi'ir
stíl. Ég fæ ekki betur séð en
hann hafi yfirleitt skilað
þessu erfiða viðfangsefni með
miklum sóma. Þýðing Ernu
Geirdal er kannski ekki nógu
fjölskrúðug í orðavali, en
hnyttin engu að síður og það
sem mest er um vert: ber vott
um tilfinningu fyrir stílbrögð-
um umrædds leikrits.
O. B.
I
r > ís siR .................................................: i,' ,5rr„ -t x ,■■ ■ »■&,. ■■■■ -."-i-. i
Undirskriftasöfnunin
Framh. af 1. síðu.
Þingeyjar-, Vestur-Skaftafells-,
Rangárvalla-, Árness-, Gull-
bringu-, Kjósar- og Dalasýslu
og unnið í samstarfi við heima-
m að undirbúningi söfnun-
a . Hafa margar þessara
R ' verið farnar í illri færð
og við erfið. skilyrði, en árang-
ur þó orðið ágætur.
Góðar undirtektir
í Dalasýslu.
Dalasýsla var eina sýslan,
þar sem fundahöld fórust fyrir
í fyrra og engar héraðsnéfndir
voru stofnaðar. Hefur nú að
verulegu leyti verið úr þessu
Ibætt, en þó ekki unnizt tími enn
'til að ná til líkt því allra, sem
jvitað er, að fúsir mundu til for-
ystu um hernámsandstöðu i
heimabyggð sinni. Hafa eftir-
taldir menn þegar tekið að sér
að veita málum samtakanna
forgöngu í Dölum:
í Miðdalahreppi:
Sr. Eggert ÓiafsSon, Kvenna-
brekku. Erlingur Guðmunds-
son, bóndi, Hörðubóli. Guðm.
Kristjánsson, bóndi, Hörðubóli.
Óskar Jóhannesson, bóndi, Svín-
hóli. Ragnheiður Guðmunds-
dóttir, húsfrcyja, Svínhóli.
Hjör.tur Einarskon, bóndi, Neðpi
Hundadal. ; ,
í Haukadalshreppi:
Kristmundur Jóhannesson,
kennari, Giljalandi. Jón Jóseps-
son, bóndi, Núpi. Gunnar A.
Aðalsteinsson, bóndi, Brautar-
holti.
í Laxárdalshreppi:
Einar Ólafsson, bóndi, Lamb-
eyrum. Sigríður Skúladóttir,
húsfreyja, Lambeyrum. Árni L.
Tómasson, skrifari, Búðardal.
Bjarni Finnbogason, ráðunaut-
ur, Búðardal. Sigurlaug Ind-
riðadóttir, húsfreyja, Búðardal.
Bogi Steingrímsson,. bifreiðar-
stjóri, Búðardal. Una Jóhanns-
dóttir, húsfreyja, Búðardal.
í Hvammshreppi:
Benedikt Gíslason, bóndi,
Garði. Geir Sigurðsson, oddviti.
Skerðingsstöðum. .
í Klofningshreppi:
Baldur Gestsson, oddviti,
Ormsstöðum. Kjartan Eggerts-
son, kennari, Fremmri-Langey.
í Skarðshreppi:
Ragnheiður Þorsteinsdóttir,
húsfreyja, Tindum. Kristján
B’arnason, bóndi, Tindum. Her-
borg Hje.’m húsfreyja, Hval-
gröfuir. C i 1 Brynjólfsson,
bónd- I : ,, • :;;röf um.
í Saurbæjarhreppi:
Séra Ingiberg J. Hannesson,
Hvoli. Kristinn Steingrímsson,
bóndi Tjaldanesi. Steingrímur
Samúelsson, bóndi, Tjaldanesi.
fl@riíáiíisas’HstíE§'in^a
á, Ak$ýeyrL: ’ :?í .* V, . .
.. yndirsln'ifíasöfnun ;er hafin
í flestum bæjum landsins, og
sums staðar lokið.
Samtökin gengust fyrir ágæt-
um fundi á Akureyri 28. marz
, og hafa þegar margir sjálfboða-
: liðar gefið sig þar fram.
I Undirskriftasöfnunin hér í
Reykjavík hefur gengið vel.
Hinn 7. maí næstk. verður
farin önnur Keflavíkurganga
til þess að herða á kröfunum
um brottför hersins. Þeir, sem
ætla scr að taka þátt í henni,
eru beðnir að hafa samband við
skrifstofuna, símar 2-36-47 og
2-47-01.
FRJÁLSRi m
2
Frjáls þjáð
!96f ihn's ,i
fHM ■
víl 1961
i-' i