Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.04.1961, Blaðsíða 10

Frjáls þjóð - 08.04.1961, Blaðsíða 10
Framh. af 1. síSu. mim skárri, því hún hefur ekki veriö rekin aö heiman ennþá. Hún liei'nr hins vegar kjállaraherbergi til umráöa, pabbi hennar er sjómaður, og móðiriji ekki mikið hcima á kvöldin, þótt hún sé reglu- manneskja. „Ég er aldrei spurö neitt um hvar ég sé, og ég get hæglega hleypí gæjum inn til mín,“ segir hún. „Ég nennti aldrei aS lesa, þegar ég var í skóia, og því síður að læra meira er, skyldan krafðist, og mér Ieiðist að vinna, enda éldrei verið kennt neitt til beirra hluta. Vinkona mín ein sagði mér frá því, livernig hægt væri að þéna peninga á auðveldan hátt og mér dettur ekki annað í hug en að notfæra mér það. Nú hef ég nóga peninga og get þar að auki skemmí mér heilmikið.“ B. B., ÁSVALLAGÖTU 150: „Ég dauðsé eftir því, að hafa farið út í þetta, en hvern- ig á ég að snúa við? Það segja allir að ég sé melJa, en fæst- ir vita reyndar að ég er það, ekki svona fyrir peninga, og þeir senr vila það hafa flestir vit á afí þegja. Það er búið að reka mig úr vinnunni, enda leiðist mér að vinna og ég er það „sæt“, segja þeir, að þeir borga mér oft vel. Nei, það var ekkert vegna Ameríkana, sem ég fór út í .þfttá, en ég veit um aðrar, sem hafa Ieiðzt út í það vegna þeirra. Jú, ég „verzla“ líka yið þá, bara eftir bví hvern er að fá, en ég byrjaði með íslenzkum karlmönnum.“ Sögur þessara stúlkna segja mikið. Þær sýna beíur en margar skálaræður menn- ingarfrömuða okkai-, hvern- ig uppeldismálum þjóðar j okkar er komið. — Ungum stúlkum „Ieiðist“ að vinna, þær hafa ekkert „lært“ að vinna, cg foreldiar þeirra loka a’gjörlega augunum1 fyrir því, hvernig þær afla! sér tekna, eru of upptekin til þess, að hugsa um uppeldi, þeirrar kynslóðar, sem þau fæða af sér. ar ógæfusömu stúlkur efa- lausí brollegar. En hir.n raunverulega seki aðili í. þessn máli er hið ís- lenzka þjóðfélag í heild sinni, ekki einstakir stjónimála- fkkkar né hópar, lieldur þ jóSfélagið sjálft. Þeir aðiiar, sem eiga að gæta siðferðis- laga hériendis hafa að vísu auðsjáanlega ekki verið starfi sínu vaxnir, enda alkunna, að siðferðisráð og nefndir hér- lendis eru að langmestu leyti algjsrlegá gagnslausar kjafta samkundur, og í þeim eiga mesímegnis sæti menn og konur, sem enga sérþekkingu hafa á þessurn málum, en MARGAR STÚLKUR. hafa gamaii af að teljast til „siðfei ðisverndara“. — Með þessu er }5Ó ekki verið að sneiða að lögreghmni sjálfri, hiin hefur vafalaust ekki get- að gert betur en hún hefur gert í þessum máíum, þ. e. a. s. ekki hintr óbreyttu lög- reglumenn. En á meðan fuli- trúar sakadómara verða að gefa þau svör, að þeir taki ekki við neinum uppiýsing- um, nema þær séu í kæru- forrni, er varla von til þess, að lögregian eigi hægt um ;vik. (Aths. Þetta dæmi ef þessu máli óviðkomandi, og ekki verið að deila á embætti sakadómara, heídur „skipu- I lagið“). Augljóst er að dvöl hins erlenda hers, og það algjöra eftirlitsleysi, sem er með dvöl hermanna hér í höfuð- borginni af hálfu íslenzkra stjórnarvalda, á hér mikla sök á. En það eitt myndi ekki nægja, ef eldri kynslóð þessa lands hefði verið fær um að ala hina yngri upp. Ein orsökin er og sú forsmán, hve allt of lítiö er gert til þess að hjálpa unglingum til þess| að finna starf, þrátt fyrir góða viðleitni einstakra manna í beim efnum. Það er víst til eitthvert á- kvæði í lögum um það, að óheimilt sé að afla sér tekna á lauslæti annarra, og með tilliti til þeirra laga eru þess- Þótt hér haíi aSeins verið tilgreind jjrjú dæmi um [;essa „atvinnu“ er [>ó sá hópar stálkna hér í Reykja- vík, sem stundar hana, miklu stærri. Ekki mun það oí há tala, að á að gizka 30—40 siálkur stundi [>essa iðju að meira eða minna leyti í á- bataskymi. Flestar þessar stúlkna eru kornungar, eða á aidrinitm 18—18 ára, einmitt fieim a!drí, ftegar [jjóð- félagið ætlar þeim að byrja á að standa á eigin fótum, án þess að haía séö [>eim fyrír öryggi og mannsæmandi íiiskjörum. Danshús eitt hér í Reykjavík, þar sem vín- veitingar eru ekki leyfðar en hins vegar eftirlit af skornum skammti með því, hvort áfengis sé neytí, er einn helzti veiðistaður þeirra og þá esnkum á mið- vikudagskvöídum. Einnig er hóíel eiit, ekki langt frá miðju höfuðborgarinnar, sem ekki heíur haft neitt sér- lega gott álit á sér undaníarín ár, vinsæll „veiðistaður“ enda aígengt að pör fái að gamna sér þar í herbergjum um stundarsakir. Tveir veiiingastaðir í miðbænum eru einnig „ve!ðistaðir“, annar við Austurstræti, hinn við Aðaistræti. Það skal þó tekið fram, að blaðið álítur, að forráðamönmim þessara staða, að hótelinu e. t. v. undanteknu, sé ekki kunnugí um þessa starfsemi, a. m. k. ekki svo, að þeir geti Iosað sig við sl'ka gesti. Þó mun atferlið á danshúsinu vart geta farið framhjá forráðamönnum þar, en hvort þeim er kunnugt að um atvínnuvændi sé að ræða, skál óságí láíið. Verð það, sem stúlkurnar þiggja fyrir blíðu sína mun vfirleitt um 500 krónur, sé um næturlanga skemmhm að ræða en 250—300 krónur, ef um „stund- argaman“ er að ræða. Enn er ógetið þess orðróms, að sumir atvinnubifreiðastjórar hafi það til uppbótar á sprúttsölu, að bíða *vrir utan margneínt danshús og sitja þar fyrir stúlkum og kevra þær til fagnaðar Ameríkana og er verð það, sem þeir eiga að taka „pr. stykki“ 50 krónur. Um sönnur á þessu veit blaðið ekki gjörla ennþá, enda óhægt þar um vik, en sé þetta satt verður erfitt að uppræta ósómann á meðan leigubif- reiðasíiórar eru svo stéttvísir, að þeir vilja heldur, að öll stéttin liggi undir óhróðrí, en losa hana við þá menn, sem honum valda. FREKARI UPPLÝSINGAR. Blaðið heitir á þá, sem geta jrefið því frekari upplýsingar í þessu máli, að gera það. ÖII- um nc'fnum mun að sjálf-| sögðu verða haldið leyndum, nema því aðeins að hlutað- eigendur gefi leyfi til, ef til rannsóknar skyldi koma. — Nöfn skipta heldur ekki höf- uðmáli, heldur það, ef upp- lýsingar gæíu varpað hetra ljósi yfir orsakir þessarar spillingar og gætu orðið til þess að vekja þjóðina til með- vitundar um hið hörmulega ástand, sem í uppeldismálum hennar og skólamálum ríkir. 10 Framh. af 12. sjðu sækjandi. Gunnar segir í éinu bréfi, sem Hæsíiréítwr liefur móttekið: „Nú ekki fyrir löngu, kom pósturinn með bréf, með sérstæðu innihalcíi, í hús eiít við ÆG- ISSÍÐUNA“, en þar býr lög- reglusijórinn, eins og að framan scgir. í þessit sam- bandi er þess að gcta, að ,.morðbréfin“ voru ‘send HEIjRS til lögreglustjóra, en EKKI ti! embættis hans. — Hvaða bréf átti Gunnar við? Gunnar talar líka um í þessu bréfi, að koma bréfberum í klípu með frumstæðum upp- átækjum. (Skyldi það ekki hafa íekizt?) Einnig reiknar liann með að lenda á geð- veikrahæli og segir að það „væri dagamunur sem segði sex“! 8) Árið 1958 birtist glæpa- saga í Vikunni eftir Gunnar. í scgumii kemur fyrir undir- skriftin: „Fjarstýrða kóngu- lóin“. Um þær mundir, sem „morðbréfamáIið“ fór í gang, fékk þekktur prestur ýmis kynjaskeyti, sem hann taldi vera frá Gunnari. Eitt þeirra var með undirskrifíinni „Fjarstýrða kóngulóin“. 9) I nefndri sögu fengu menn morðhótunarbréf og voru það GRÆNLEITIR MIÐAR, Einnig fundust GRÆNLEITIR MIÐAR lijá líkum þeirra, sem myrtir voru, segir í sögu Gunnars. Annað morðhótunarbréfið, sem lögreglustjórinn £ Rvík fékk var: GRÆNLEITUR MIÐI. 10) Ymis fleiri atriði sjást í nefndri sögu og í bréfum þeim, sem ýmsir menn fengu frá Gunnari og Halldór dóm- ari gerði oinber, sem minna ótrúlega mikið ?. morðbréfín til lögreglustjórans, svo sem LIÐIÐ LÍK, ÉG HEF Á- KVEÐIÐ, ÞAULHUGSAÐ, TAKMARK o. s. frv. 11) Mjög áberandi er í bréfum Gunnars, að Hann virðist ýmist ÞÚA eða ÞÉRA sama manninn. Lögreglu- stjórinn er ÞÚAÐUR í öðru morðhótunarbréfinu og ÞÉR- AÐUR í hinu. 12) Frágangurinn á morð- bréfunum tii lögreglustjór- ans (auk innihaldsins) bend- ir alis ekki á venjulegan mann eins og t. d. þar sem annað bréfið er KLIPPT TIL o. s. frv. Orðið Ægisíða skal ritasí með einu essi (s). í bréfinu í Hæstarétti frá Gunnari, sem vitnað var hér í að framan, er orðið Ægisíða ritað með tveimur essum (ss). Það er iíka ritað méð tveimur essum (ss) í morð- bréfi til iögreglustjórans. 13) Tæknideild rannsókn- arlögreglunnar segir, að IIÖFUÐEINKENNI morð- bréfanna til iögreglustjórans sé það, að EKKI SÉ SLEGIÐ BIL Á EFTIR KOMMU (bréfin eru véirituð). Hver sá, sem sér bréf Gunnars sér strax, að ekkert er þar eins áberandi og það, að ÞAR ER EKKI SLEGIÐ BIL Á EFT- IR KOMMU. Þetta skal látið nægja að sinni, þótt mörg fleiri athyglis- . . verð atriði komi li'ér ejnnig til greina, en augljóst ætti nú að vera, hvers vegna hið mikla. málgagn Gunnars Sverrissonar, Sigurjóns Sigurðssonar og: Bjarna Benediktssonar, Morg- unblaðið, óskar ekki eftir því, að framangreind atriði verði rannsökuð tii hlítar. FRJÁLS ÞJÓÐ getur vel bætt því við hér, að mörgum er kunnugt þao rniskunnarverk, er Páll Páisson vann og fáir hefðu tekið að sér, þegar Páll tók Gunnar í kennslu á heimili sínu. Varð það skjótt á margra vitorði, hvernig Páll hlúði að Gunnari, þegar aðrir brugðust honum, og umbar alls konar uppátæki. Þeim mun lærdóms- ríkara er nú að sjá, hvernig vissir aðilar ærðust og jusu sér yfir Pál. Hefur margt furðulegt og ótrúlegt gerzt í þeim efnum og verður maklegt, þegar sumt „fína fólkið“ fær að kyngja því, að það hefur sannaniega gengið of langt í mjög refsiverðu at- hæfi, rétt eins og það heíði enga hugmynd um, að erfða- skrár geta á ýmsum tímum kaiiað á athugun á því, hvort einhver hafi ástæðu til að ótt- ast um líf sitt vegna „dálítiö stríðins vistmanns á Kleppi“. Hlutlausir guðfræðingar geta víða vex-ið vitni og margir kunna að vita það sama og þei.r, þótt fari sér hægt. Hér vei'ður ekki lagður dóm- ur á ástandæða heilsufar Gunn- ars Svei-rissonar, sem einhvei’ hræddur og jafnvægislaus L. hefur dregið inn á vettvang blaðanna. Þórður Möller yfir- læknir á Kleppi telur hann ekki vera giðbilaðan, heldur „dálítið stríðinn". Samt er liann lokað- ur inni á Kleppi og hefur verið það síðan „morðbréfamálið“ fór af stað fyrir alvöru og það á sama tíma og rannsóknarlög- reglan segist ekki geta komið’ geðveiku fólki þar inn, svo sem nú er á raunalegan Hátt frægt orðið. Halldór Þox'björnsson dómari talar hins vegar um Gunnar sem geðbilaðan mann, enda þótt hann hafi hvorki heyrt hann né séð. FRJÁLS ÞJÓÐ ber hér ekki fram sví- virðingar um einn eða neinn eins og því miður hefur verið gei't í blöðum í þessu máli. Hins vegar krefst blaðið þess, að sannleikurinn verði ekki lengur hindx-aður, heldur leiddur allur í ljós, hvernig svo sem hann er og sú krafa verður ekki þögg- uð niður, enda taka allir sann- gjarnir menn undir hana. Eitt er víst: Ef t. d. Moi'gunblaðið hefði á takteinum ámóta atriði gegn Magnúsi Guðmundssyni og hér hafa verið rakin að fram- an varðandi Gunnar Sverrisson, þá hefði ekki verið þagað á þeim bæ og þá hefði bæði stórt ietur og rammar verið notað. Réttarfarið á íslandi virðist vera þannig í dag: Ef Magnús Guðmundsson er grunaður um að hafa sent morðhótunarbréf, þá er hann tafarlaust settur í geðrannsókn, en þegar böndin berast að geðveilum manni, að mati dómarans, þá getur hann ekki hafa skrifað morðbréf vegna þess að hann er geðveill. Frjáls þjóð — Laugardaffinn 8. c- ríl 1961

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.