Frjáls þjóð - 08.04.1961, Blaðsíða 8
Að kvöldi þess dags, sem
Búnaðarþingi var slitið,
skrapp ég niður á Hótel Borg
til þess að hitta að máli Svein
Jónsson bónda á Egilsstöð-
um, sem átti sæti á þinginu.
Einkum var það tvennt, sem
mig langaði til að spjalla við
Svein um, holdanaut og
kornrækt. Sveinn tók erindi
mínu ágætlega og við sett-
umst niður og tókum tal
saman.
Hvernig fór um hoida-
nauta-málið á Búnaðarþingi,
Sveinn?
— Það náðist næstum al-
veg samstaða um þau mál á
þinginu. Samþykkt var á-
lyktun um að fyrst skuli Iögð
áherzla á að hreinrækta þann
holdanautastofn, sem fyrir er
í landinu, með innflutningi
djúpfrysts sæðis og í öðru
lagi séu jafnframt athugaðir
möguleikar á því að koma
upp hér í landinu fleiri
hreinræktuðum holdanauta-
kynjum með innflutningi ný-
fæddra kálfa, enda verði þeir
aldir upp í öruggri sóttkví,
þar til öryggi fengist um
heilbrigði þeirra. Þessari
ályktun var svo beint til
ríkisstjórnarinnar, og nú
kemur til kasta landbúnað-
arráðherra og yfirdýraíækn-
is, en fyrsti þröskuldurinn
er sem sagt yfírstiginn,
fyrst samstaða náðist meðal
bænda. Þessi ályktun var
samþykkt með tuttugu at-
kvæðum gegn einu, en tveir
sátu hjá.
Er þá gert ráð fyrir að
hreinrækta holdanautin, en
ekki að blanda þau við þann
stofn, sem hér er fyrir?
— Eitthvað eru nú skiptar
skoðanir um það. Mest verð-
ur þetta sennilega hálfblóðs-
ræktun við þann stofn, sem
hér er fyrir. Gallinn við það
kyn, sem hérna er, er að það
er orðið svo útþynnt, að
ekki er hægt að rækta það
upp, nema fá hreint blóð
í það. Hið allra mesta, sem
hægt er að fá út úr því nú,
eru kvart-blendingar.
Nú — í öðru lagi er þetta
holdanautakyn, sem hérna
er, Galloway-kynið, sein-
þroskaðasti kynið af þessum
holdanautakynjum. Hins
vegar er það harðgert og var
ræktað hér upp þess vegna.
En það er löngu liðin tið, að
það sé afgerandi, og holda-
nautum hér verður hvort eð
er að gefa. Þeir hafa látið
þau liggja við opið hús og
gefið þeim eftir þörfum en
þess vegna er miklu meiri
þörf á að fá hingað bráð-
þroskaðri kyn, eins og t. d.
Hereford og Aberdeen Ang-
us. Galloway-kýrnar eru
ekki látnar bera fyrr en þre-
vetur, en hinar tvævetur,
svo þetta munar talsvert
miklu.
Haldið þér ekki að holda-
nautarækt eigi mikla fram-
tíð fyrir sér hérlendis?
— Jú, ég hef þá trú. Það,
sem mér finnst styðja þá trú,
er m. a. það, að allar þjóðir,
sem á -annað borð stunda
kvikfjárrælct, sækjast eftir
þessum kynjum, og eftir-
spurnin eftir þeim er svo
gífurleg að það er alveg ó-
trúlegt.
Svo er annað. Það er að
margir álíta, að því séu tak-
mörk sett, hversu jpikið fé
sé hægt að hafa hér í land-
inu, og það eru alveg áreið-
anlega takmörk fyrir því. Nú
er svo komið, að talið er, að
fé megi ekki fjölga mikið án
þess að það komi niður á
Flöjabygg, sem reynzt hefur
bezt hjá Klemensi á Sáms-
stöðum.
Á hve stóru svæði voruð
þið með bygg í sumar?
— Á seytján hekturum.
Hver var uppskeran?
Hún var um 25 tunnur af
hektara.
Þessi er af Hereford-kyni.
vænleika þessl Hins vegar
hlýtur það að vera keppi-
kefli landbúnaðarins að stór-
euka framleiðsluna, því búin
eru allt of lítil.
Er það ekki ágæt upp-
skera.
— Jú, það er prýðileg upp-
skera. Siðastliðið sumar var
líka prýðilegt til kornræktar
sem ætlar að fara af stað með
þetta.
Hvaða verð er á bygginu?
— Við höfum selt tunnuna
fyrir 450 krónur. Mér er
ekki kunnugt um hvaða verð
er á innfluttu byggi, en er-
lent fóður er mun dýrara, sé
það óniðúrgreitt.
Þér fenguð í sumar stór-
virka vél til uppskerustarfa,
var það ekki?
— Jú, ég fékk í sumar vél
af Aktiv-gerð, það er sænsk
vél, sem slær, þreskir, pokar
kornið, saxar hálminn og
dreifir honum um akurinn.
Vélin er driftengd við
dráttarvél og á henni þarf
að vera maður til þess að sjá
um pokunina, nema settur sé
á hana tankur, en hann má
einnig fá með vélinni.
Munið þér hvað vélin
kostaði?
— Hún kostaði rétt um 100
þúsund krónur.
Hver eru afköst hennar?
— Ég skal nú ekki alveg
fullyrða um það, en ég held
að hægt sé að slá með henni
3—4 hektara á dag.
Eru þessar vélar erfiðar í
flutningi, ef t. d. xpargir
vildu slá saman í slíka vél?
— Nei, þær eru að vísu
vero
Spjallað við Svein á Egilsstöðum
Holdanautin koma líka til
með að nýta landið miklu
betur en féð. Svo er einnig
miklu minna umstang við
búrekstur þar sem holda-
naut eru, heldur en þar sem
kúabú eru.
Ég fór um Noreg í kynnis-
ferð í sumar, ásamt fleirum,
og við komum til bænda, sem
höfðu holdanaut. Þeir höfðu
steinhætt við kúabúin og
töldu hitt miklu betra. Þeir
þurftu miklu minna manna-
hald við holdanautabúin en
höfðu álíka tekjur af rekstri
þeirra.
Hvað mættum við íslend-
ingar þá segja? Hér er ekki
hægt að reka stórt kúabú,
nema fá útlendinga til
þess að vinna við það; ís-
lendingar eru orðnir of fínir
til þess að vinna í fjósum, og
kunna það heldur ekki.
Eru holdanaut ræktuð víð-
ar hérlendis en í Gunnars-
holti?
— Ekki núna, hedd ég. Þau
voru hingað og þangað, en
þeim var safnað saman að
Gunnarsholti.
Jæja, Sveinn, þá lang-
ar mig til þess að spjalla við
yður um kornræktina. Hafið
þér stundað hana lengi?
— í fjögur ár- Fyrst var
það nú í smáum stíl, en svo
höfum við smáaukið hana og
langsamlega mest var hún
siðastliðið sumar.
Ræktið þið bæði bygg og
hafra?
— Nei, einungis bygg. Við
erum með sexraða bygg,
á Austurlandi og einnig sum-
arið ’59, en ’58 var hins veg-
ar kalt sumar. Þegar kom
fram að þeim tíma í sumar,
sem kornið hefur þroskazt á
venjuleea, síðast í ágúst,
vorum við orðnir vonlausir
um að það þroskaðist. En í
nokkuð fyrirferðarmiklar, en
hins vegar ekki nema um
tv,ö tonn á þyngd. Það er
auðvelt að flytja þær á bíl-
palli og einnig er hægt að
keyra þær um aftan í drátt-
arvél, séu vegir sæmilegir,
því þær eru á gúmhjólum.
Aktiv-vél.
september kom svo gott veð-
ur og kornið þroskaðist mjög
sæmilega. Efnagreining á
korninu sýndi, að það var
gott.
Svona útkoma veitir
manni aukna trú á framtíð
kornræktarinnar.
Hvað gerið þið við úpp-
skeruna?
— Mest af korninu hefur
farið til þeirra manna, sem
eru að byrja á kornrækt.
Búnaðarsambandið hafði í
sumar tilraunareiti, sem það
kostaði að mestu og dreifði
um sambandssvæðið, til þess
að vekja áhuga. Þetta tókst
vel, og nú er fjöldi manns,
Hvernig er nú með þurrk-
un á korninu, þegar það er
tekið inn jafnóðum og slegið
er, en ekki sett í skrýfi á
akrinum?
— Við höfum notað súg-
þurrkun. Við breiðum striga
ofan á grindur í fjárhúsi og
dreifum síðan korninu ofán á
strigann og blásum upp
undir. Við höfum sett 60
-—70 sentimetrá þykkt lag á s
strigann og það tekur svona
10—14 daga að. þurrka það.
Þess ber þó að geta, að
sumpin hpfa verið mjö,g. þurr
siðan við f órum að súgþurrká
kornið.
Nú erum við að fá nýja Vél
til þess að þurrka kornið.
Hún gengur fyrir rafmótor
og blæs bæði heítu og köldu
lofti á kornið. Loftið er hit-
að með dísilbrennara. Mig
minnir að hún eigi að geta
þurrkað um 30 tonn á sólar-
hring.
Hvað um áburðarþörfina?
— Hún er að ég held ekki
meiri á hektara, en þótt um
tún sé að ræða, en hins vegar
eru hlutföllin í áburðinum
nokkuð önnur, meira af
steinefnum, en minna af
köfnunarefnisáburði. Skit
notum við ekki vegna arfans.
Álitið þér ekki sjálfsagt
fyrir þá sem ætla að stunda
kornrækt, svo nokkru nemi,
að fá sér vélar eins og þess-
ar?
— Jú, alveg tvímælalaust.
Og ég hef orðið var við að
áhugi manna hefur aukizt
stórlega á kornrækt við
kynni þeirra af slíkum vél-
um. Bæði er, að vinnan verð-
ur miklu auðveldari og svo
er líka geysilegt öryggi að
eiga þær.
Þér sögðuð áðan, að vélin
saxaði hálminn og dreifði
honum um akurinn. Notið
þið hálminn ekkert til fóð-
urs?
— Nei, við höfum ekki gert
það. Við höfum nóg af öðru
fóðri. Annars no.ta t. d. Norð-
menn hálminn mikið til fóð-
urs, og lúta hann, sem kall-
að er. Þá er hálmurinn settur
í ker, jafnóðum og hann er
gefinn, og í kerjunum er
upplausn, sem leysir trénið í
hálminum upp, og þá telja
þeir sig fá ágætis fóður.
Sums staðar eru meira að
segj lútunarstöðvar, sem
vinna hálminn fyrir marga
bændur.
Hvað mynduð þér telja að
væri mest aðkallandi í land-
búnaði hérlendis í dag?
— Aukin f^ölbreytni í
framleiðslunni, stærri bú og
sanngjarnt verð til bænda
fyrir afurðir þeirra. Eins og
verðlagi er nú háttað er gjör-
samlega útilokað fyrir bænd-
ur að kaupa nokkurt vinnu-
afl að og án þess er ekki unnt
að stækka búin nægilega.
Einnig þarf að meta þátt
bænda í þjóðarframleiðsl-
unni raunhæft, en ekki með
því áróðursbragði, sem nú
er gert. Það rná ekki enda-
laust einblína á útflutnings-
verðmæti, því mest öll fram-
leiðsla landbúnaðarins fer á
innanlandsmarkað, og annar
þar ekki einu sinni eftirspurn
á öllum sviðum.
Hvernig lízt yður á þróun
mála í dag hérlendis? Ég á
þar ekki við flokkspólitíska
þróun mála, heldur almenna
þróun.
— Mér lízt illa á hana. Ég
held að það geti ekki endað
nema með ósköpum, ef mest-
ur hluti þjóðarinnar vinnur
þjónustustörf, en aðeins lít-
ill hluti hennar við fram-
leiðslu og raunverulega verð-
mætaöflun.
Éitthváð raunhæft verður
að gera til þess að stuðla að
jafnvægi í byggð landsins,
fólkið flykkist sí og æ til
höfuðfitaðarins, svo víða horf-
ir til hreinnar landauðnar.
Þetta mikla fjármagn, sem
Framh. á bls. 9.
Frjáls þjóð — Laugardaginn 8. apríl 1961