Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.04.1961, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 08.04.1961, Blaðsíða 6
frjáis jijóð Utgefandi: Pióéva rnarflokkur Islands. Ritstjóri: Magnús Bjarnfreðssoii, óbm. Framkvæmdast.jóri: Kristmann Elösson. Afgreiðsla: Laugavegi 31. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Áskiiítargj. kr. 12,00 á mán. Árg. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.i Hver vilS bera þé sntán? ]V"ýiega var skýrt frá því í heimsfréttunum, að núverandi ' rikisstjórn Bandarikjanna hefði tekið þá ákvörðun að leggja niður 21 hernaðarbækistöð utan heimalandsins. Væri þetta gert vegna þess, að þessar hernaðarbækistöðvar væru úreltar og gagnslausar orðriar, og því ástæðulaus og óskynsamlegur útgjaldabaggi á Bandaríkjunum á tím- um, þegar efnahagskeríi þeirra stæði ekki á eins traustum fótum og æskilegt væri. T^essari ákvörðun Bandaríkjastjórnar vill þetta biað heils- hugar fagna, einmitt vegna þess, að þetta hlýtur að verða skoðað sem stórmerkilegt framlag og spor í þá átt að draga úr spennu kalda stríðsins, en sérstaklega, ef það skyldi koma í Jjós, að sú gæfa fylgdi íslenzkri þjóð, að hernaðarbækistöðvarnar hér væru meðal þeirra, sem nið- ur á að leggja á næstunni. Því verður ekki neitað, að-eftir hin óskaplegu og örlaga- ríku svik vinstristjórnarinnar svonefndu i herstöðvamál- inu, hafa örfáir talið það helztu von okkar í því máli, að Bandaríkjamenn teldu það ekki svara kostnaði að halda hér uppi hernaðarbrölti, og færu því aí sjálfsdáðum og án þess að hlusta á kveinstafi landssölumanna og hermangara. ■\Tú stendur yfir undirskriftasöfnun meðai alþingiskjós- ^ ' enda um allt land undir kröfuna um brottför hersins og afnám herstöðva hér á landi. Sérhverjum íslendingi á kosningaaldri er þar gefinn kostur á. að skrá afstöðu sína í íslandssöguna um alla framtíð til þess sérstaklega, hvort hann vill að íslendingar búi einir á landi sínu og losni við þá siðspillingu og þann þjóðarvoða, sem herstöðvarnar liafa haft og gætu í enn ríkara mæli haft í för með sér í fram- tíðinni, og aimennt hvort hann vill að íslendingar ieggi sitt litla lóð í heimsmálunum á vogarskálina með þeim, sem vilja stuðla í orði og æði að FRIÐI á jörðu og útrým- ingu þeirrár vitfirringar, sem heitir stríð. Þeir sem neita að skrifa undir þessar kröfur hernáms- andstæðinga, skrá í RAUN nafn sitt í íslandssöguna um aila framtíð undir kröfuna uin hið gagnstæða. Hver vill bera þá smán? TTugsum okkur nú, að rikisstjórn Bandaríkjanna hafi ■*•■*- þegar ákveðið að leggja niður hernaðarbækistöðvar sinar hér og kalla heim ailt sitt lið, hvað sem kveinstöfum íslenzkra hermangara liði, vegna þess að herstöðvarnar væru verri en gagnslausar, og framkvæmdi þá fyrirætlun á næstu mánuðum. Hvaða óbreyttur íslenkur alþingiskjós- andi vill-þá, að við nafn hans standi óafmáanlega um alia framtío í sögu þjóðarinnar, að HANN hafi verið þessu and- vígur og viljað hafa her og herstöðvar, þó að þær væru þjóð hans eingöngu til tjóns jafnt í stríði og friði. Hver viil bera bá smán? En tækist nú svona til, sem hér er aðeins varpað fram s.ern hugsanlegum en'irþög rökréttum möguleika, þá hefðu þeir, sem ekki taka þátt í undirskriftasöfnun Samtaka her- námsandstæðinga í RAUN krafizt tjónsins og eyðilegging- arinnar til handa þjóð sinni. Sinnuleysi og sofandaháttur í þessum efnum er engin afsökun og verður alltaf metið jafnt beinum verknaði . j,eir óiánsmenn í íslenzkum þjóðmálum, sem aldrei hafa skilið það, að við gætum gert samninga og haft marg- víslega samvinnu við vestrænar þjóðir, án þess að hegða okkur eins og þrælar eða uppkeyptir leppar hinna vest- rænu stórvélda, hafa rekið upp hiö ferlegasta óp út af und- irskriftasöfnun þeirri, sem Samtök hernámsandstæðinga beita sér nú fyrir um allt land, og ká,!’a það uppá.skrift á. Moskvuvíxilinn. Svo blindir eru þessir ólánsmenn í ofstæk- isfullri lítilþægð sinni,. að þeir stimpia sérhvert gott og þjóðhollt verk sem kommúnisma og Moskvuþjónkun, og séi’hvern flokksmann sinn, sem af drenglund og skilningi á velferð þjóðarinnar í lengd og bráð, hefur lagt þar hönd að verki, kommúnista og Moskvuþjón. Og það kalla þeir baráttu gegn kommúnismanum. Hver vill bera þá smán með þeim? Hér skal sérhverjum óbreyttum liðsmanni og flokksmanni Sjálfstæðisflokksins og Alþýuflokksins ráðlagt og á hann heitið að skrifa nafn sitt undir kröfurnar um brottför hers- ins Qg.afnám herstöðva hér á landi, en flekka ekki heið- virt naín sitt með því að hlýða kalli ofstækisfullra og staurblindra iiösoddu flokfcanná í þessu stórmáli. ð þessu sinni skulum við skyggnast um að tjalda- baki á fréttastoí'u útvarpsins. Á því leikur enginn vafi, að á ekkert dagskrárefni út- varpsins er jafnmikið hlustað og á fréttirnar, enda hafa fréttir útvarpsins það orð á sér, að þeim sé óhætt að treysta fram i rauðan dauð- ann, svo framarlega sem ut- anaðkomandi öfl rugli ekki í ríminu, svo sem ef erlend- um fréttastofum skjátlast í sínum fréttum. Eitt gleggsta dæmið um það, hversu mik- ils álits og trausts fréttir út- varpsins njóta er kannski það, að þegar útvarpið hefur tvisvar haft sprell í frammi fyrsta apríl, hefur fjöldi fólks gleypt agnið, . þótt fréttirnar hafi verið svo furðulegar, að ekki hefði þýtt fyrir neitt blað, að ætla les- endum sinum að trúa þeim. Sagt er að bæði Hvergerð- ingar og Hellubúar hafi sleg- ið saman í bil til þess að fara til Selfoss, þegar útvarpió .sagði frá kornu Vanadísár- innar forðum og kynnti hljómsveit Spike Jones sem „Lúðrasveit staðarins“ og Reýkvíkingum er í fersku minni, að Breiðfirðingabúð fyíltist út úr dyrum, þegar „Pétur Sigfússon, skákmeist- ari úr Grímsey“ tók þar þátt í tafhnóti hinn fyrsta apríi í hitteðfyrra. Jafnvel mörgum máriuðum síðar kom það fyr- ir að maður hitti menn á götu, sem ekki höfðu hug- mynd um að þetta hefði verið gabb, og kannski opnast fyrst augu einhvers, er hann les þetta greinarkorn. Þetfa var mí útúrdúr, sem ckki kemur við hinu raun- verulega starfi fréttastofunn- ar, en einhvers staðar stend- ur skrifað að undantekningin geti sannað regluna, og ein- mitt þessi dæmi finnst mér nokkur spegilmynd af því írausti, áem fréttastofan nýt- ur. A ð baki frétta Ríkisút- varpsins liggur geysi- mikil vinna, hriklu meiri vinpa grunar mig, en flestir gera sér grein fyrir, þegar þeir hlusta á fréttalesturinn. Ég leit um daginn inn hjá þeim manni, sem kunnugastr ur er þeim málum, Jóni Magnússyni, sem vei’ið hef.- ur fréttastjóri útvarpsins ura nær tuttugu ára. skeið og bað hánn um. að segia lesendum Jón Magnússon fréttastjóri. lítilsháttar frá starfsemi fréttastofunnar. Jón varð vel við þeirri bón, eins og hans var von og vísa, og tók sér stundar hvíld frá störfum, (frómt frá sagt tók hann hana nú af kaífitímanum), og ég upphóf spurningarnar. . réttlátt væri,. þeir. riá vissa : upphstó íyrir hverja' írétti í Ég ýíí gjarna skjófá þýí hér inn, að mér finnst þetfa fyrirkömulag á fréttaöflun hér á landi ákaflega heimskulegt. í hverju þorpi og byggðarlagi á landinu eru þetta 4—5 fréttaritarar, hver frá sínu blaði og útvarpinu, sem siðan senda hver um sig sínar fréttir. Á hverju blaði, og hjá útvarpinu vinna síðan. margir menn við að skrifa þessar fréttir niður og við að þýða sömu erlendu frétt- irnar. Við allt þetta fer geysileg vinna í súginn, hin pólitísku blöð geta hagrætt sínum fréttum og túlkað þær eftir sem áður, þótt þetia fyrirkomulag yrði lagt niður. Okkur vantar hér, að mínum dómi, fréttastofu, sem annast um fréttaöflun fyrir blöðin og útvarpið, aflar hlutlausra og áreiðanlegra frétta og sel- ur siðan blöðunum og út- varpinu sína þjónustu. Stofn- kostnaður slíkrar fréttastofu yrði að vísu nokkur, og þjón- Fóíkift bak við tjöldin iii Rætt viö Jón Magnósson H versu marga fréttaritara hefur frétlastofan á sín- um snærumr — Hér innanlands eru um 60 fréttaritarar. Þeir eru dreifðir um allt Jandið,.og yf- irleitt staðsettir þar sem þéttbýlast er í hverju um- dænri. Þeir senda okkur á- vallt fréttir, ei' eitthvað fréttnæmt gerist, þá senda þeir okkur fréttabréf .ö’ðru usta hennar myndi kosta við- skiptavinina töluvert, en við þetta sparaðist svo mikið mannahald hjá þeim, að það borgaði sig áreiðanlega á stuttum tíma. TTvernig er svo með frétta- öflun erlendis fró? — Hún fer fram með ýmsu móti. Við höfum fréttarit- ara í Noregi, SVíþjóð og Kvenskörungur fréttastofunnar, Margrét Indriðadóttir. hverju og við hringjum í þá til að spyrja frétta. Er það eftirsótt starf, að vera fréttaritari? — Nei, það er ekki eftir- sótt starf, sem ekki er von. Þetta er svo illa borgað, að íréttaritarastarfið er nánast þegnskylduvinna fyrir lands- byggðina. Útvarpið lieí'ur enga peninga til þess að borga öllum þessum mönn- um fyrir starf þeirra, eins og Danmörku. Svo sendum við stundum fréttamenn út, ef eitfhvað sérstakt er um að vera, til dæmis.er núna í vet- ur einn af starfsmönnum fréttastofunnar staddur í Lundúnum og við sendum oít menn á þýðinganniklar alþjóðaráðstefnur, nú og svo , er náttúrlega. oft sendur maður ef eitthvað er aA> ger- ast í íþróttaheiminum innan- lands sem utan, en hann er M Frjáls þjóð — Laugardaginn 8. apríl 1961

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.