Frjáls þjóð - 08.04.1961, Blaðsíða 4
Hiklaust má telja Árna
Magnússon frá Geitastekk
einn af víðförlustu ís-
lendingum fyrr og síðar.
Árni mun fæddur árið 1726
vestur í Dölum. Hann,va{; af
góðu bergi brotinn, komjnn
af Magnúsi prúða og Hánn-
esi hirðstjóra Eggertssyni.
Árni kvæntist árið 1748 Guð-
rúnu Þorleifsdóttur frá Hít-
ardal og áttu þau tvö börn,
Þorleif og Kristínu. Ekki var
þeim Árna og Guðrúnu
langrar sambúðar auðið, því
að árið 1753 leggur Árni upp
í sína fyrstu langferð og var
henni heitið til Kaupmanna-
hafnar, enda var Guðrún þá
látin. Ekki er ljóst af ferða-
bók Árna, hver ástæða er fyr-
ir þessari ráðabreytni, en
geta má þess, að hér á landi
var þá hið versta hallæri.
Árni mun þó hafa verið vel
bjargálna, því að hann átti
jarðeignir nokkrar. Líklega
hefur ævintýraþrá valdið
nokkru um þessa ráða-
breytni.
Þegar til Kaupmannahafn-
ar kom, gerðist Árni erfiðis-
hann hafi séð börn á Græn-
landi, sem voru blendingar,
þó að þau hafi ekki verið það
öll. Þegar til Grænlands
kom, fór Árni að vinna við
verzlunina í E^iðriksvon, og
er^l^émgf lfgiisr af ástandinu
þar héldur. ömurleg. Hinir
dönsku samverkamenn hans
rifust og. drukku brennivín,
kaupmaðurinn refsaði og
Guðmundur Jörensson úr
Miðfirði, landi Árna, var
orðinn svo stórlátur, að hann
þóttist ekki geta talað ís-
lenzku, þó að ekki hefði hann
verið utan nema íjögur ár.
Árna féll heldur illa við sína
dönsku yfirmenn, en aftur á
móti vel við þá innfæddu og
þeim mun betur sem hann
kynntist þeim nánar. Telur
hann að þeir hafi lítið grætt
á samskiptum við Dani, því
að af þeim hafi þeir lært að
stela, drekka brennivín,
ljúga og hata hver annan,
en allt þetta sé óþekkt hjá
heiðnum Grænlendingum.
Árni lýsir nokkuð háttum
Grænlendinga. Hann segir
frá því, að á sumrin taki allir
maður, en ekki gat hann fellt
sig við bæjarbraginn, enda
komst hann fljótlega að því,
að fremur lítið álit var á Is-
lendingum í borginni. Árni
segir frá því, að skömmu eft-
ir að hann kom til Hafnar,
hafi hann farið til hinnar
konunglegu tollskrifstofu að
framvísa passa sínum. Þá
spurði fólk skips+óórann á
skipi því, sem Árni hafði
komið á, hvaða útlendingur
þetta væri. Skipstjórinn
sagði þeim, að þetta væri
íslendingur og sagði þeim
auk þess, að ísland væri mjög
slæmt land, því að þar væri
ekki hægt að rækta korn. Þá
sagði einn viðstaddra: „Það
fólk mun ei stóra krafta hafa,
eftir því þeir eta ei brauð.“
Skipstjóri svaraði: „Hann er
ei svo kraftalaus, því þegar
hann tekur í kaðla hjá oss
á skipinu, er hann svo sterk-
ur sem tveir af mínu fólki.“
Lét skipstjóri siðan sækja
Árna og lagði fyrir hann þá
prófraun að lyfta 10 lísi-
pundslóðum, og gerði Árni
þetta að 300 manns áhorf-
andi, en enginn gat leikið
þetta eftir honum utan einn
frá Borgundarhólmi.
Eftir eins vetrar dvöl í
Kaupmannahöfn, virðist
Árni vera búinn að fá nóg af
borginni og leitar þaðan burt
til Grænlands. Ferðin þang-
að tók sex vikur. Á leiðinni
segist Árni hafa séð hafís-
jaka ijafnstóra stærstu klett-
um á íslandi, enda séu þeiri
stórhættulegir öllum, sem
um fari, en það séu skip frá
Danmörku og sel- og hval-
veiðarar frá Englandi, Hol-
landi, Frakklandi og Þýzka-
landi, en ekki kveður hann
sjómenn þessa halda sjötta
og sjöunda boðorð Guðs sem
skyldi og bætir því við, að
Gráenlendingar sig upp og
fari á hreindýraveiðar, taki
með sér allar sínar eigur,
konur, börn, hunda og hland-
kollur. Þeir sem heima eiga
nyrzt í landinu fara suður
en hinir norður. Þegar flokk-
arnir mættust, var mikið um
dýrðir. Fyrst voru barðar
bumbur, en síðan sezt að
veizluborði og meðal annars
neytt þessara rétta: rotins
selkets, vindþurrkaðs sel-
kets, soðins selkets, hrein-
dýragors, marhnútasúpu og
fleiri gómsætra rétta. Eitt
dæmi um grænlenzkan hugs-
unarhátt nefnir Árni, sem
honum finnst að vísu heldur
furðulegur. Við verzlunina
unnu 4 Grænlendingar. Þeir
voru giftir og vildu gjarnan
komast til aukinna metorða,
en helzta fangaráð þeirra var
það, að konur þeirra eignuð-
ust börn af kaupmanni gerð.
Árni kvartar yfir því, að
þeim hinum hefði veitzt erf-
itt að eignast vinstúlku á
Grænlandi, sökum þeirrar
áráttu stúlknanna að geta
ekki þagað yfir frama sin-
um, en slíkt mátti ekki kom-
ast til yfirvaldanna.
Árni dvaldi á Grænlandi í
þrjú ár og hefði dvalið þar
lengur, ef hann hefði fengið
að skipta um verustaði og
yfirmenn. Þegar hann kom
aftur til Danmerkur, réðst
hann í siglingar, fyrst til
nálægari landa eins og t. d.
Rússlands og Frakklands, en
réðst síðan í Kínaferð sem
háseti á skipi. Ferðin austur
gekk vel og lýsir Árni henni
nokkuð og segir frá ýmsum
spaugilegum atvikum, sem
hentu þá félaga á hinni löngu
leið. Það virðast hafa verið
talsvert misjafnir sauðir í
hjörðinni, því að refsingar
voru mjög strangar, ef.eitt-
hvað bar út af. Þannig var
þeim, sem ekki mættu á rétt-
um tíma til skráningar, refs-
að með 27 vandarhöggum
fyrir hvern dag, sem þeir
komu of seint. Drykkjuskap-
ur var mikill á skipinÚ, jafnt
hjá yfirmönnum sem uridir-
tyllum. Þannig var yfirstýri-
maðurinn á vakt Árna vanur
að drekka pott af brennivíni
á hverri vakt, sem var fjórir
tímar. Einu sinni varð hon-
um þó hált á þessu. Þá hafði
hann skilið kíki sinn eftir
uppi á stjórnpalli.en við stýr-
ið var norskur sjómaður,
Jens Lange að nafni. Yfir-
stýrimaður brá sér nú frá,
til þess að fá sér hressingu,
en á meðap fann Jens lús í
höfði sér og lét hana á kík-
inn, en ströng refsing lá
við því að hafa slíkan
fénað í fórum sínum. Þegar
stýrimaður hafði hresst sig
á pyttlunni, kom hann
skundandi upp á stjórnpall,
þrífur kíkinn, lítur í hann
og hrópar upp alls hugar
feginn, að nú muni skammt
til lands, því að hann sjái
greinilega bát koma og sé
hann með þrjár árar á borð.
Skundar nú stýrimaður til
skipstjóra, að tilkynna hon-
um gleðifregnina, en skip-
stjóri var úrillur, enda ný-
vaknaður. Skipstjóri reynir
að ganga úr skugga um þetta
atriði, en sá engan bát.
Stýrimaður þrætir og deila
þeir yfirmennirnir um þetta
atriði, unz skipstjóri fékk að
reyna kíki stýrimanns, en
við það datt lúsin af, svo nú
sást enginn bátur, og stýri-
maður fékk skömm í hattinn
fyrir ofsjónir sínar.
Þegar að miðjarðarlínu
kom, var Árni skírður, svo
sem siðvenja er, en annars
þoldi hann mjög illa hitann
og allir þeir skipverjar.
Sumir þeirra héldu sér við
með víni, en aðrir, og þar á
meðal Árni, voru hálflamaðir
af hitanum, enda bættist nú
sá starfi við þeirra daglegu
verk, að ausa vatni á skip- '
ið öðru hverju, því að annars
bráðnaði traran. Á skipinu
voru tveir læknar, en nú dó
annar þeirra. Var sá óvin-
sæll meðal skipverja, því að
hann hélt því fram, að bezta
meðalið við lasleika skip-
verja væri nokkur svipu-
högg, því að oftast væri það
leti og ómennska, sem að
þeim gengi. Banamein lækn-
isins segir Árni það, að hann
hafi lagzt á meðalabirgðir
skipsins, svo að ekki hefur
það allt verið meinhollur
andskoti, sem til læknadóma
var talið, þá fremur en nú.
Segir np ekki frekara af
ferðum Árna fyrr en hann
kemur til Kína. Tóku þeir
höfn í Kanton og urðu nú
mikil viðbrigði eftir langa
útiveru. Einkum brá sjó-
mönnunum við að hafa nú
loksins nóg vatn að drekka,
en á skipinu hafði það bæði
verið lítið og tekið að spill-
ast. Þömbuðu nú skipverjar
vatn og átu safamikla ávexti
að vild, unz brydda tók á eins
konar blóðkreppusótt meðal
þeirra. Þá vorú skipver-jarnif
og þar á méðal Árni settir í
matarkúr. Máttu þeir einskis
neyta utan súpu í fimm til
sex daga. Farnaðist þeim vel,
sem héldu kúrinn, en hinir
létust.
Árni er mjög hrifinn af
Kína, einkum vegna þess,
hve mikið var unnt að rækta
þar af ávöxtum og hrísgrjón-
um. Einnig leizt honum vel á
kínverska postulínið, en
hann skcðaði postulínsverk-
smiðju. Pantaði Árni þar
bollapar, sem bera átti mynd
af honum sjáifum. — Verk-
smiðjueigandinn bað um
frest til morguns, en þá var
bollaparið tilbúið nákvæm-
lega eftir ósk Árna og meist-
aralega unnið. Frá Kína fór
Árni 8. janúar 1761 og beint
til Kaupmannahafnar.
Að þessari Kínaferð lok-
inni er Árni um kyrrt í
skipasmíðastöð Kaupmanna-
hafnar um sex ára skeið, en
líkaði vistin þar illa. Varð
hann því feginn mjög þeirri
stundu, er hann losnaði
þaðan og leggur af stað suð-
ur á Balkanskaga að berjast
í her Katrínar miklu við
Tyrkjann. Flotadeild sú, sem
Árni komst þar í, varð of séfri
á vettvang, svo að hernaður
hennar var mest fólginn í
ránskap, og lifðu hermenn-
irnir í vellystingum praktug-
leg á aflanum. Þetta líf var
Árna að skapi, enda lofar
hann Rússa mjög og jafnvel
Tyrki líká, þó .að hann tæki
þátt í styrjöld gegn þeim.
Með hernaði Árna er
heltu ævintýrum hans lokið.
Hann heldur til íslands og
mun hafa ætlað að ílendast
hér, en svo varð þó ekki að
þessu sinni, heldur flæktist
hann aftur til Danmerkur,
lagðist í drykkjuskap, unz
roskin kona kemur honum
aftur á réttan kjöl. Hún still-
ir svo til, að bændur í Þjóðu,
en það svæði er norðaustan á
Jótlandi, fala hann fyrir
kennara. Árni tekur starfinu
og stundar það í 17 ár, enda
mun honum hafa fallið sá
starfi bezt af öllum sem
hann lagði fyrir sig. Þó gat
hann aldrei samlagazt út-
lendingum til fulls. Verður
það nú úr, að hann ræðst til
íslandsferðar, og kemst hing-
að eftir mikla hrakninga
1797, félaus og rúmlega sjöt-
ugur að aldri. Nú hefði mátt
ætla, að Árni hefði fengið
nóg af öllum ævintýrum
og hefði lifað liér heima í ró
og spekt síðustu æviárin. Sú
hefur ef til vill verið ætlan
hans, en hann gat ekki fellt
sig við landa sína og fer því
utan aftur 1801 og deyr í
Danmörku einhvern tíma á
árunum 1801—1820, saddur
lífdaga.
í frásögn þessari er að
mestu stuðzt við ferðabók
Árna, en hana ritaði hann
fyrir ættmenn sína í Dölum
vestur, þegar hann dvaldi
hér heima síðast.
L. B.
Framl'. af 3. síðu.
til hægðarauka, ef hægt væri
að kaupa jurtirnar t. d. hjá
Heimilisiðnaðarfélaginu, eins
og í „Husflicken“ í Oslo.
Jurtunum þarf að safna í
gróandanum, og það þarf að
þurrka þær í forsælu t. d. í
hjalli eða þar sem góð loft-
ræsting er og þurrt, því er
beztað hafa þær í grisjupoka.
íslenzkar jurtir gefa sérstak-
lega blæfagra og haldgóða
liti, sé rétt með þær farið.
Auðvitað þarf maður auk
jurtanna nokkuð af kemisk-
um efnum, og litarefni, blátt
„Indigo“ og rautt rot og
Kochenelle, og verður að fá
það utanlands frá. Ég skal
telja upp nokkrar af nauð-
synlegustu jurtunum sem
hér vaxa: litunarmosi, hrein-
dýramosi, sortulyng, fjalla-
grös, b'eitilyng, lauf af birki,
grávíðir og gulvíðir. Einnig
hef ég notað punt og ran-
fang, og ýmsar fleiri jurtir.
í spuna og jurtalitun
þarf svo að halda námskeið,
sem gefa góða fræðslu í öll-
um undirstöðuatriðum, sem
áhugasamt og duglegt fólk á
kost á að sækja, og ef vel
tekst til, mun ekki verða
skortur á áhuga fyrir þessu,
En fyrir myndvefnaðinn
fyrst og fremst er lífsnauð-
syn að gæfa og gengi megi
fylgja þessum tilraunum okk
ar. Einnig mætti endurskapa
flosvefnað okkar í nútíma
myndflos, og eitthvað
skemmtilegt held ég að
mætti byggja upp úr gamla
íslenzka glitvefnaðinum. —
Góð samvinna þarf að vera á
milli list- og heimilisiðnaðar
ef góðum árangri á að ná, því
margar hendur þurfa að
vinna að þessum stóru verk-
efnum.
Og þvílíkan fjársjóð til
hvatningar og uppörvunar
eigum við ekki í Þjcðminja-
safni okkar.
Áskrifendur!
ViS hvetjum vkkur
til að greiða árgjalcí
FRJÁLSRAR ÞJÖÐAR
hið fyrsta. Dragið ekki
til morguns það. sem
þið getið gert í dag. —-
Póstleggið árgjaldið
strax í dag!
Frjáls þjóð — Laugardaffinn 8. B-nríl 1961
• .4 uliuT í
íð' I I* Qfí 8 f liaJ.btB'ÚiiB-