Vikublaðið


Vikublaðið - 08.07.1994, Qupperneq 1

Vikublaðið - 08.07.1994, Qupperneq 1
IéÍP^; ^SSmffifíiwsr^ <2K2SÍ™*£'. 4 ff Americahs. o nwelfare VerkaJýðshreyfingin Atvinnurekendur og Morgun- blaðið hafa gert atlögu að verkalýðshreyfingunni og kraf- ast þess að hreyfingin fallist á skert kjör félagsmanna sinna. Bls. 3-4 Landhelgisbaráttan Lúðvíkjósepsson fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins varð nýlega áttræður. Hann rifj- ar upp afskipti sín af landhelgis- baráttunni og öðrum stórmálum á löngum ferli. Bls. 8-9 Sölumennska Sífellt stærri hluti af innkaupum Bandaríkjamanna fer fram í gegnum póstinn og nú hefúr þessi tegund sölumennsku rutt sér rúrns á Islandi. Már Jónsson skrifar að vestan. Bls. 5 26. tbl. 3. árg. 8. júlí 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. ASÍ krefst réttlætis Launahækkim á almenna vinnumarkaðnum í samræmi við launaskrið hjá opinberum starfs- mönnum. Alþýðusambandið gagnrýnir tvískinnung Qármálaráðherra og ríkisstjórnar. Alþýðusambandið mun krefj- ast rúmlega þriggja pró- senta launahækkunar fyrir sína félagsmenn til að jafha þann mun sem orðið hefur á kauphækk- unum launþega á almenna vinnu- markaðnum annars vegar og opin- berum starfsmönnum og banka- mönnum hinsvegar. Ríkisstjóm Davíð Oddssonar og Friðrik Soph- VSÍvill markaðs- frelsi en hafnar ábyrgð Vinnuvcitcndasamband Islands leggst gegn því að tilskipun Evrópusambandsins um vinnu- vemd og takmörkun á vinnutíma taki gildi hér á landi og verði hluti af EES samkomulaginu. BSRB og ASÍ styðja það að tilskipunin taki gildi. Ríkisstjórnin hefur lagst á sveif með atvinnurekendum og hafnar því að „vinnutímatilskipunin" taki gildi á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Rök VSÍ og ríkisstjórnarinnar eru þau að tilslápunin eigi ekki við ís- lenskar aðstæður. Verkalýðshreyfing- in er á öndverðum meiði og segir enga ástæðu til að hafha henni vegna sérís- lenskra aðstæðna. Formlegt heiti tilskipunarinnar er 93/104/EB og henni er ædað að bæta vinnuumhverfi og auka vinnuvernd með heilsu lauþega í huga. Settar eru reglur um daglega hvíld, hvíldartíma í vinnutíma, vikulegan hvíldartíma, vikulegan hámarksvinnutíma og um árlegt leyfi. Auk þess eru eru settar reglur um næturvinnu og vaktavinnu. Tilskipunin mælir fyrir um lág- markskröfur um öryggi og hollustu í tengslum við skipulag á vinnutíma. Miðstjórn ASÍ ályktaði um „vinnu- tímatílskipunina“ í byrjun júní og seg- ir þar að íslensk stjórnvöld hafa tekið á sig mikla ábyrgð með því að koma í veg fyrir að tilskipunin yrði hluti af Evrópska efhahagssvæðinu. I þessari viku sendi BSRB ffá sér fréttatilkynningu þar sem hvatt er til þess að tilskipunin verði hluti af EES samkomulaginu. „Það er með öllu óaðgengilegt að fylgt sé til hins ítrasta reglugerðum og tilskipunum á hinu Evrópska efanhagssvæði sem taka til óheftra markaðsviðskipta en neita að gangast inn á ákvæði sem lúta að stytt- ingu vinnutíma og vinnuvernd,“ segir í fféttatilkynningu BSRB. usson fjármálaráðherra sérstaklega hafa síðustu þrjú árin leikið tveim skjöldum; með látlausum áróðri hefur verið brýnt fyrir almennum launþegum að ekkert svigrúm sé til launahækkana en á sama tíma hef- ur völdum hópum opinberra starfsmanna verið veittar kaup- hækkanir. Samkvæmt launavísitölu Hagstof- unnar hefur orðið launaskrið í opin- bera geiranum og/eða hjá banka- inönnuin. En vegna ófullnægjandi upplýsinga ffá Hagstofunni uin sam- setningu launavísitölunnar hefur ekki verið hægt að ákvarða nákvæmlega hvaða hópar opinberra starfemanna Nokkrir einstaklingar hafa sent áskorun til íslenskra stjóm- valda um að þau bindi tafarlaust endi á þátttöku íslands í hvers kyns hóprefsingum sem beitt er án dóms og Iaga gegn íbúum íraks, Líbýu og Serbíu. I áskoruninni segir að hóprefsingar, það er refsingar fjölskyldna, ættbálka, íbúa heilla bæjarfélaga eða þjóða og/eða bankamanna hafa notið launa- skriðs. Allt bendir til að launaskriðið hafi einkum náð til þeirra sem hæstar tekjurnar hafa. Hækkun á launavísitölu leiðir til hækkunar á lánskjaravísitölu og þvf bera almennir launþegar tvöfaldan herkostnað af launaskriði hjá hinu op- inbera og bönkum; launahækkanir eru greiddar með skattfé auk þess sem al- menningur þarf að borga hærri af- borganir af lánum. Allt frá því að ASI kynnti útreikn- inga sína á launaskriðinu þann 16. júní síðastliðinn hefur fjármálaráðherra reynt að gera niðurstöður ASÍ tor- tryggilegar. Friðrik Sophusson ber á- vegna meintra brota eins af þegnum samfélagsins, eru í andstöðu við rétt- arvitund og réttarvenjur siðaðra þjóða. Hið sama á við um refsingar sem beitt er án dóms og laga. Islensk lög kveða á um að aðeins megi sakfella einstakling en aldrei hópa. Þá er bent á að Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi ákveðið án dóms og laga að refsa byrgð á launapólitík ríkisstjórnarinnar og hann hefur lagt blessun sína yfir þær hækkanir sem orðið hafa hjá op- inberum starfsmönnum. I vikunni lét Hagstofan frá sér fara greinargerð þar sem kom fram að laun opinberra starfsmanna og bankamanna hafa hækkað í það minnsta 3,3 prósent um- fram laun félaga Alþýðusambandsins. A fundi sem forystumenn ASÍ áttu með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í byrjun vikunnar vefengdi hann ekki réttmæti fyrirliggjandi upplýsinga um launaskrið. A miðvikudag brá hins- vegar svo við að Davíð tók undir með fjármálaráðherra að upplýsingarnar væru marklausar. heilum þjóðum vegna meintra brota leiðtoga þeirra, þar á meðal íbúum fraks, Serbíu og Líbýu. Þeir sem þjást mest vegna þessara refsinga eru börn, gamalmenni og sjúklingar. Þar sein ísland er formlegur aðili að þessum siðlausu aðgerðum erum við öll sam- sek í því að valda saklausu fólki óbæt- anlegum skaða, segir í áskoruninni. Formlega renna framlengdir þjóð- arsáttarsamningar út um áramót, en mat flestra er að í reynd sé tími þjóð- arsáttar löngu liðinn. Rauðir þræð- ir kommr út Fyrsta hefti tímaritsins Rauðir þræðir er komið út. Rauðir þræðir er tímarit um samfélagsmál og því er ætlað að flytja greinar um frelsis- og kjarabaráttu alþýðu, stjómmál innan lands og utan, sós- íalisma, umhverfismál, menningar- mál og fleira. Aðalefni fyrsta heftis Rauðra þráða er atvinnuleysi. Birtar eru tvær grein- ar þýddar úr frönsku, önnur um upp- lýsingabyltinguna, en í hinni hnykkir fransld þjóðfélagsrýnirinn André Gorz á hugmyndum sínum um styttri vinnutíma og ineiri tíma til eigin ráð- stöfúnar. Einnig eru greinar um þró- un vinnutíma í Evrópu, þar sein hluta- störf verða æ algengari. Þá eru birtar ítarlegar hringborðsumræður fjögurra áhrifamanna úr íslenskri verkalýðs- hreyfingu um atvinnuleysi, orsakir þess og úrræði til bóta. Rauðir þræðir eru gefnir út af Rót- tæka útgáfufélaginu og er ætlað að koma út þrisvar til fjórum sinnum á ári. Ritstjórar eru Birna Þórðardóttir, Einar Olafsson og Einar Valur Ingi- mundarson. Tímaritið fæst í áskrift og í betri bókabúðum. Áskorun til stjórnvalda gegn hóprefsingum Engin kreppa, bara methaUi á ríkissjóði, óbreytt atvinnu- leysi og lítill hagvöxtur Davíð Oddsson forsætisráð- herra efndi til blaða- mannafundar í vikunni og blés af efnahagskreppuna. A sama tíma stefinir í 10 milljarða halla á ríkissjóði, atvinnuleysið er óbreytt og hagvöxtur er helmingi minni en í nágrannalöndum okkar. Bjartsýni forsætisráðherra er víða túlkuð sem fyrsta skrefið í kosningaundir- búningi Sjálfstæðisflokksins. - Það virðist vera sálræn þörf hjá forsætisráðherra að boða annað slagið til blaðamannafundar og tilkynna að núna sé efnahagskreppan liðin. I janú- ar 1993 sagði hann að kreppanyrði af- staðin næsta vor og í október í fyrra endurtók hann að efnahagsbatinn væri á næsta leiti. Þetta hefur ekki gengið eftir, Segir Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubanda- lagsins. Ólafur Ragnar Grímsson: Sálræn þörf hjá forsætisráðherra að halda annað slagið blaðamannafundi og blása af kreppuna. Olafur Ragnar segir ekkert nýtt hafa komið fram í minnisblaði for- stjóra Þjóðhagsstofnunnar um bata í efnahagslífi þjóðarinnar. A því minn- isblaði byggir forsætisráðherra spá sína um betri afkomu þjóðarbúsins. - Það er ekki hægt að tala um efú- hagsbata þegar hagvöxtur er tvisvar sinnum meiri hjá nágrannaþjóðum okkar, þegar atvinnuleysið er óbreytt, þegar ríldssjóðshallinn stefnir í 10 milljarða, þegar ekkert afgerandi er að gerast í vaxtamálum og algjör óvissa ríkir um nýjar fjárfestingar, segir Olafur Ragnar og bendir á að síðast- liðinn vetur hafi Alþýðubandalags- menn vakið athygli á því á þingi að út- gerðin og fiskvinnslan bætti sér upp minni þorskafla með því að leggja meira kapp á úthafsveiðar og sækja í vannýtta stofna. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur hefur sagt í fjölmiðlum að efnahagsv kreppunni sé hvergi nærri lokið og Arni Benediktsson formaður Vinnu- málasambandsins fullyrðir að við sitj- um pikkföst á botni kreppunnar. - Olafur Davíðsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og Þórður Frið- jónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar ættu að passa það að forsætisráðherra geri sig ekki að fífli útaf minnisblöð- um sem segja okkur nákvæmlega ekki neitt, segir Olafur Ragnar. Orð forsætisráðherra eru skilin í samhengi við umræður um haust- kosningar. Viðleitni Davíðs til að telja almenningi trú um að efnahagsbati sé í nánd er liður í kosningaundirbún- ingi. Otímabairar yfirlýsingar Davíðs á miðju sumri benda ekki til annars en að hann geri ráð fyrir kosningum fyrr heldur en seinna.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.