Vikublaðið


Vikublaðið - 08.07.1994, Page 3

Vikublaðið - 08.07.1994, Page 3
VIKUBLAÐIÐ 8.JÚLÍ 1994 3 AFI§MqpFsÉLicrps; Verkalýðsh reyf i ng i n þarf pólitík í síðasta mánuði fóru nokkrir trúnaðarmenn og starfsmenn verkalýðsfélaga til Svíþjóðar með Benedikt Davíðsson forseta ASÍ í broddi fylkingar. Þar kynntust þeir öflugu þjónustu-, starfsþjálfunar- og menntakerfí sænsku verkalýðshreyfíng- arinnar. Vitanlega þóttust þeir vita að Svíar stæðu okkur framar í verkalýðsbaráttunni og sumir höfðu fyrir nokkra þekkingu á aðstæðum í Svíþjóð. Samt sem áður voru íslend- ingarnir undrandi þegar þeir á hótelherbergjum gerðu sam- anburð á íslensku og sænsku verkalýðshreyfingunni. Breska tímaritið The Economist fjallaði nýlega um afleiðingar amerísku láglaunastefnunnar sem Morgunblaðið hefur gerst talsmaður fyrir á Islandi. Erfitt er að bera saman styrk verkalýðshreyfingar frá einu landi til annars enda tvinnast saman hreyfing og samfélag á flókinn hátt. Einn mælikvarði á það hversu verkalýðshreyfingunni hefur orðið ágengt er hvaða þættir í starfi hreyf- ingarinnar eru orðnir sjálfsagðir og í ákveðnum skilningi hafnir yfir gagn- rýni. I þessu tilliti eru stóru fjölmiðl- arnir mikilvægir því að á ritstjórnum þeirra eru teknar ákvarðanir um dag- skrá opinberrar umræðu. A meðan trúnaðarmenn og starfsmenn verka- lýðsfélaga heimsóttu Svía gaf Morg- unblaðið lesendum sínum nokkra inn- sýn í stöðu verkalýðshreyfingarinnar hér á landi. I Reykjavíkurbréfi sunnu- daginn 5. júní fjallar Morgunblaðið um verkalýðshreyfinguna í samhengi við skýrslu Efnahags- og framfara- stofiiunarinnar, OECD. Skýrslan fjallar um ráðstafanir til að draga úr atvinnuleysi í ríkjum OECD. Hún er úrdráttur úr niðurstöðum hagfræð- inga stofnunarinnar en þeir hafa velt vandamálinu fyrir sér í tvö ár og munu skila af sér í haust. I Reykjavíkurbréfinu er tekið undir ineð skýrsluhöfundum þar sem þeir leggja til að laun verði lækkuð og at- vinnuleysisbætur sömuleiðis „þar sem þær eru svo háar að þær letja fólk en hvetja ekki til að leita sér vinnu“ og að fyrirtækjum verði gert auðveldara að reka starfsmenn sína (samkvæmt OECD og Morgunblaðinu ráða at- vinnurekendur fleira fólk ef þeir eiga auðvelt með að reka það aftur). Morg- unblaðið gerir ekki greinarmun á milljónaþjóðum sem hafa búið við um tíu prósent atvinnuleysi í tvo áratugi, en við þær rniðast ráðgjöf OECD, og efnahagskerfi örríkisins Islands. Og raunar dregur Morgunblaðið fjöður yfir ýntsar upplýsingar í skýrslunni sem falla ekki að þeirri mynd sem blaðið vill draga upp af hugmyndum hagfræðinga OECD. Breska tímaritið The Economist bendir á að rökstuð- ingur í úrdrætti OECD sé ekki fyrir- ferðarmikill, enda telji skýrslan aðeins einar 50 blaðsíður, og blaðið gagn- rýnir ónákvæmni í framsetningu. I norskunt fjölmiðlum er bent á að skýrsluhöfundar segi sjálfir að aðgerð- irnar sem þeir mæla með séu sárs- aukafullar fyrir almenning. Um þetta þegir Morgunblaðið. Hærri laun, meiri vinna I Economist er skýrt tekið ffam að þróunin í Bandaríkjunum undanfarin áratug hafi verið sú að lægstu launin hafa lækkað, og það kemur fram í skýrslu OECD, að eftir að Bretland tók upp láglaunastefnu Bandaríkjanna hafa lægstu laun lækkað um leið og dregið hefur úr atvinnuleysi. Morg- unblaðið gerir því skóna að með al- mennri kauplækkun (sem í frani- Á sama tíma og íhaldsmaöurinn Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, lofar þýskum launamönnum óskertum réttindum setja íslenskir hægrimenn á oddinn kröfuna um launalækkun og afnám réttinda. kvæmd þýðir að lægstu kauptaxtarnir verði lækkaðir) verði til fleiri störf sem sum hver borgi vel. „Nú er mikil efnahagsleg uppsveifla í Bandaríkjun- um og þar gengur mönnum ótrúlega vel að fjölga störfum. I surnum tilvik- uin er um að ræða illa launuð störf en í öðrum tilvikum vel launuð störf,“ segir Morgunblaðið í leiðara þann 12. júní þegar blaðið reynir að verja sjón- armið Reykjavíkurbréfsins frá vikunni á undan. Þetta er alrangt hjá Morgun- blaðinu. Langflest ný störf í Banda- ríkjunum eru láglaunastörf, eins og kemur ffarn í skýrslu OECD. Og það sem meira; vaxandi efa- semda gætir um réttmæti þeirrar hag- ffæðikenningar sem segir að hærri lágmarkslaun fækki störfum, þótt þær efasemdir hafi ekki náð eyrum hag- ffæðinga OECD og enn síður leiðara- höfunda Morgunblaðsins. Ríkisstjórn Bandaríkjanna ffysti lágmarkslaun nærri allan síðasta áratug. Sumar fylk- isstjórnir hækkuðu lágmarkslaun upp á sitt einsdæmi og það gaf hagffæð- ingum tilefni til að rannsaka áhrif hækkunnar alríkisstjórnarinnar á lág- markslaunum í skjmdibitaiðnaðinum árið 1991 á atvinnuástandið í einstök- um fýlkjum. Yfirhagfræðingur at- vinnumálaráðuneytisins í Was- hington, Lawrence Katz, gerði ásamt David Card, hagfræðikennara við Princetonháskóla, samanburð á þeim fylkjum sem höfðu hærri lágmarks- laun og hinum sem höfðu haldið lág- markslaununt alríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan var sú að þau fylki sem sýndu hvað mesta hækkun lágmarks- launa bjuggu jafnframt við besta at- vinnuástandið. Frekari rannsóknir í Bandaríkjun- um hafa staðfest að þegar kaupið er hækkað í illa launuðum störfum, til að mynda á skyndibitastöðum, þá eykst ekki atvinnuleysið heldur hefur það þvert á móti tilhneigingu til að minnka. Amerísk framtíð Fátækt í Bandaríkjunum er alvar- legt þjóðfélagsvandamál og hefur h'tið batnað þrátt fyrir að störfuin hafi fjölgað. Fátækramörk liggja við 12.999 dollara árstekjur og átján pró- sent þeirra sem hafa vinnu eru á kaupi sem liggur undir fátækramörkum. Þetta þýðir að nærri einn af hverjum fimm sem ræður sig í vinnu í Banda- ríkjunum fær tekjur sem ekki duga honum og fjölskyldu hans til lág- marksframfærslu. I skýrslu OECD er ekki gert mikið með þessar tölur enda erfitt að fá þær til að falla að viðurkenndum forsend- um hagfræðinga. (Sjálfsagt er rnörg- um þeirra skapi næst að leysa vanda- málið með því að lækka fátæktar- rnörkin.) Aðrir viðurkenna óbærilegar afleiðingar þeirrar stefnu Bandaríkja- manna að fjölga störfum með því að lækka launin. Einn þeirra er áður- nefndur Katz hjá bandaríska atvinnu- málaráðuneytinu sem telur að besta leiðin til að berjast við þjóðfélags- vandann sem fátæktin skapar sé að hækka lægstu launin. Hugmyndir hans eru ekki byltingarkenndar; lág- markslaun í tímavinnu hækki úr 4, 25 Fáir hafa velt tengslum hins dauðlega og ódauðlega jafnmikið fyrir sér og Taoistar. Otal sögur eru urn leit þeirra að lyfjum eða ávöxtum sem veiti eilíft líf og til eru frásagnir um að kínverskir keisarar hafi fengið taoíska munka til að brugga sér ódáinslyf en árangur mun þá stundum hafa verið öfugur við ætlunina. Hjá Laotse virðist ódauðleikinn hins vegar bundinn við frumferlið, Tao; allt annað sé hverfult og forgengilegt. Ymsir hafa því túlkað ummæli í eftirfarandi texta urn lang- lífið sent svo að þótt mennirnir deyi þá lifi frumferl- ið (Tao), sem tilvera þeirra byggist á, afram. Flestir textaskýrendur hafa þó skilið þetta sem svo að menn öðlist ódauðleika með dyggðum sínum, þ.e. skerfúr manna til tilverunnar, orðstír þeirra, lifi áfram eftir dauða þeirra. 33. brot úr Bókinni um Veginn. Sá sem þekkir aðra menn cr khiktir. Sá sem þekkir sjálfan sig er skýr. Sá sem sigrast á öðrum mönnum hefiir krafia. Sá sem sigrast á sjálfiim sér hefiir styrk. Sá sem þekkir gmegt er auðugur. Sá sem þrjóskast áfi'atn hefur viljastyrk. Sá scm tapar ekki staðu sinni endist lengi. Sá sem deyr án þess að tapast er langlífur. Umritun þýðanda Þekking á öðrunt inönnum ber vott um hyggindi en skarpskyggni að jrekkja sjálfan sig. Það þarf líkamskrafta til að sigrast á öðrum en (andlegan) styrk til að sigrast á sjálfum sér. Þeir sem þekkja nægjusemi eru auðugir. Þeir sem brjótast ótrauðir áfram búa yfir vilja- styrk. Þeir sem missa ekki stöðu sína (gagnvart Tao) eru úthaldsgóðir. Langlífi felst í því að líða ekki undir lok við dauð- ann. Þýðandi: Ragnar Baldursson

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.