Vikublaðið


Vikublaðið - 08.07.1994, Side 9

Vikublaðið - 08.07.1994, Side 9
VIKUBLAÐIÐ 8.JULI 1994 9 erlenda ísfiskmarkaði, var nýju skip- unum ætlað að mata okkar fisk- vinnslustöðvar á hráefni til vinnslu. Samið var um helmingsfækkun í á- höfn, eða úr um 30 manns í 1S, og þar tel ég mig hafa átt stóran hlut, því ég vakti fleiri en eina nótt yfir samninga- mönnum. Þetta reyndist unnt vegna breyttra vinnubragða um borð í nýju skipunum. Trollið var tekið inn um skutinn og gert að aflanum undir þilj- um í stað gamla lagsins með að taka trollið inn á síðunni og gera að aflan- um uppi á dekki. Með öðrum orðum; við vorum komnir með skip sem voru helmingi léttari, með meiri dráttarhæfhi og með helmingi færri menn um borð. Með þesu móti var unnt að hækka stórlega kaupið hjá hverjum skipverja. Eftirsóknarvert var að komast í pláss á skuttogara en treglega gekk orðið að manna gömlu síðutogarana. Þessari lausn fylgdi einnig að skipin áttu að koma með feng að landi efitir mun skemmri útivist en hafði tíðkast, helst vikulega, til þess að hann væri í sem bestu ásigkomulagi til vinnsfu. Farið var strax út í það að kassavæða skipin og allur fiskur var ísaður í kassa og verðmæti afians þannig aukið. Þegar að landi kom var ekkert mál að skipa upp fjölda kassa í einu og keyra hann í kældar geymslur þar sem hann var geymdur áður en hann var tekinn til vinnslu. Aður þurfti að rífa fiskinn upp úr stíunum úr ísnum og endurísa hann í landi eftir mikla flutninga. A þennan hátt breyttist fiskvinnslan, vinna varð stöðugri og vinnsludögum fjölgaði úr einum 100 til 130 vinnslu- dögum á ári í ríflega 300. Aðstaða fiskvinnslufólks gjöbreyttist við þetta. Frystihúsin breyttust í rauninni í fisk- verksmiðjur sem gengu árið um kring. Hagkvæmnin hafði tekið risastökk frá því sem áður var. Lúðvík viðurkennir að gengið hafi verið of langt í þesum efnum. Þegar hann hætti sem ráðherra hafði ekki verið gengið frá kaupurn á nema 55 skuttogurunum, en þegar upp var staðið reyndust þeir allnokkru fleiri. Þar sem um inikla tæknibreytingu var að ræða, segir Lúðvík, hlaut hún að leiða af sér að flciri fengju en beinlín- is var hagkvæmt. - Þetta er ósköp svipað og gertst hefur á ýmsum svið- um. Við gætum sagt sem svo að við þyrftum ekki alla þcssa vöruhíla sem hafa verið keyptir til landsins með af- kastagetu langt umfram þörf. A hitt verður þó að líta að byggðin í landinu er ærið sérstök. Það er engin tilviljun að við höfurn verið með þetta á bilinu 80 upp í 100 frystihús allt í kringum landið af því að plássin eru rnörg. A mörgum stöðum hafa frysti- húsin verið aðal vinnustöðvarnar. Vinnustöð, jafnvel í 400 inanna þorpi, þurfti líka að fá hráefiti og til þess þurfti hún að ráða yfir skipi. Skuttogarabyltingin og breyttir vinnsluhættir í landi og bætt afkoma fólksins tel ég vera eitthvert stærsta framfarasporið sem stigið var á meðan ég kom verulega að máluin, og undir- staða þess að unnt væri að halda uppi þeirn lífskjörum sem við höfðum aflað okkur fram undir þetta. Landhelgismálin mála stærst Langsainlega stærsta ntálið á lýð- veldistímanum segir Lúðvík þó vera landhelgismálið: barátta sem stóð yfir í mörg ár og var tekin í áföngum. - Það leikur engin vafi á því að með því að hverfa frá þriggja mflna land- helgi sem gekk inn í firði og flóa og að komast alla leið út í 200 mílna fisk- veiðilögsögu var mikill áfangi sem hefur haft grundvallarþýðingu fyrir afkomu landsmanna. Eg tel að hvort tveggja sé að árang- urinn af þessari baráttu og baráttan sjálf sé prófsteinn á það hvernig lítil þjóð þorði að bera sig að í þó nokkuð óvinsamlegum heimi. I þessari barátm okkar voru ekki allir sammála okkur, síður en svo. Meira að segja stóð það svo illa af sér að við urðum að heyja erfiðustu átökin við þær þjóðir sem á margan hátt höfðu mest áhrif í okkar heimshluta, Breta og Vestur-Þjóð- verja. Svo að segja öll Vestur-Evrópa var okkur afskaplega fjandsamleg meðan við vorum að færa landhelgis- mörkin fyrst út í 12 mflur 1958 og síð- an í 50 mílurnar 1972 - hún stóð alveg þver í veginum og beitti okkur stund- um ofbeldi. Þá reyndi talsvert mikið á hversu lítil sjálfstæð þjóð treysti sér til að tala sínu máli og berjast fyrir þeim rétti sem hún taldi vera sinn. Oll þjóð- in þroskaðist og varð sjálfstæðari í meðferð sinna eigin mála fyrir þessa baráttu alla. Tókum á okkur mikinn vanda Vilji menn líta á einstaka áfanga í landhelgisbráttunni þá er útfærslan í 12 mflur og 50 mflur með nokkuð sér- stökum hætti. I hvorugt skiptið gátum við vitnað gagngert til alþjóðalaga eða óumdeilanlegs réttar. Alþjóðleg lög höfðu ekki verið sett urn víðáttu land- helgi, en það lá hins vegar fyrir þegar við tókum okkur 12 mílurnar að all- margar þjóðir höfðu þá þegar tekið sér slíkan rétt. Það gátu þeir gert sem voru nógu stórir og voldugir. En mik- ill meirhluti þjóða hélt sig við mun þrengri landhelgi. Málflutningur og gerðir okkar í þessu máli reyndust hins vegar vera í samræmi við þá þróun sem var að verða í heiminum. Nákvæmlega sama var þegar við færðum Iandhelgina út í 50 mílur. Þá gerðum við það líka án þess að geta vitnað í alþjóðalög, en skákuðum í því skjólinu að við ættum forgangsrétt til veiða á okkar eigin landgrunni. Aðrar þjóðir voru þá að lýsa ýmsu yfir varðandi landgrunn og þá í sambandi við nytjar á auðlindum úr hafsbotninum, einkum olíu, en ekki fiskveiðar. F.n við sögðum; okkar auðlind er í fiskistofnunum sem lifir á þessu landgrunni. Við urðum þarna að berjast áfram með okkar stefnu og skoðun án þess að geta vísað til alþjóðlegra laga. Þeg- ar við hins vegar tókum okkur 200 nn'lna fiskveiðilandhelgi höfðu mál æxlast á þann veg að þeir sem höfðu verið okkar svörnustu andstæðingar voru búnir þá þegar að lýsa því yfir að þeir gætu fallist á 200 mflna fiskveiði- lögsögu og sumir hverjir höfðu mynd- að sig til þess að taka þana upp. Að vísu var hafréttarsáttmálinn þá ekki í höfn og við vorum feti á undan öðr- um, en útfærslan í 200 mflumar var í skjóli þess að margar þjóðir höfðu lýst sig samþykkar slíkri lögsögu strand- ríkja. Loksins þegar við losnuðum end- andlega við breska togara út fj'rir landhelgina í desember 1976, gekk í gildi 200 mílna fiskveiðilögsaga í sjálfu Efnahagsbandalaginu og þar með hjá Bretum. fJað var sem sagt ekki afskaplega inikið gefið eftir af þeirra hálfu. Við höfðum sem sagt mjög sterka stöðu í sambandi við útfærsluna í 200 mílurnar, en þegar við börðumst fyrir 12 og 50 mílunum vorum við að ryðja brautina og tókuin á okkur mikinn vanda. Við höguðum okkur að nokkru leyti eins og þeir sem þykjast hafa mikið vald. Það var talsverður vandi að standa uppi í hárinu á Bretum og Vestur-Þjóðverjuin og reyndar flest- um ríkjum í Vestur-Evrópu. Smugur hér og smugur þar En hvernig finnst Lúðvík komið fyrir okkur þar sem við erum nú aftur komnir í fiskveiðideilur. Samrýmist krafa okkar um veiðar í Smugunni í Barentshafi og við Svalbarða yfirlýst- um áhuga okkar og hagsmunum að strandríki fái rétt til stjórnunar veiða utan 200 mflna landhelgi? - Þarna finnst inér að ntenn blandi alltof mikið saman í umræðunni alls óskylduin hlutum. Menn geta haff markmið til að keppa að. Launþega- hreyfingin getur haft það að stefnu að tímakaup eigi að vera hærra en það er í dag. Það er baráttumál sem þau vilja keppa að, en um leið þýðir það engan veginn að þau haldi því fram að ekki sé eðlilegt eða löglegt að vinna nema slíkt kaup fáist. Hafi menn gert samn- ing um annað þá stendur hann á með- an honum er ekki breytt. Eins segi ég það þó að við gætum núna haft þá stefhu að vilja vinna að því að strandríkin fái stjórnunarrétt á fiskveiðum fýrir utan 200 mflurnar þá dettur okkur ekki í hug í dag að fara ffarn með offorsi þarna fyrir utan af því að við höfum staðið að því að setja alþjóðleg lög sem segja að þarna sé opið haf. Það sama segi ég um Smug- una hjá Norðmönnum og Rússum. Mér er það alveg ljóst að það væri æskilegt fyrir þá sem vilja stjórna fisk- veiðunum í Barentshafinu öllu að hafa yfirráð eða lögsögu unt veiðar í henni. Það er ósköp eðlilegt og ég myndi ekki standa í veginum gegn því í öðr- um samningum við þá. En á meðan það eru lög að þeir hafi ekki rétt nema að 200 mílunum stendur það og þar af leiðandi stöndum við einnig í fullum rétti til veiða þar, segir Lúðvfk. Hann minnir á að á sínum tíma hafi margir bent á að við 200 mflna út- færslu landhelgi strandríkja sköpuðust ansi niargar smugur utan lögsögu ein- stakra ríkja sem ættu eftir að valda deilurn. - Þá voru ansi margar úthafsveiði- þjóðir, svo sem Bretar, Rússar og Norðmenn, sem voru þeirrar skoðun- ar að ekki kæmi til rnála að strandrík- in fengju fiskveiðirétt fyrir utan 200 mflur. Aftur á móti voru nokkrar þjóðir, sérstaklega í Suður-Ameríku eins og Argentína og Brasilía, sem kröfðust mjög stíft að fá yfirráðarétt yfir tilteknum svæðum fyrir utan liig- sögu þeirra til þess að geta stjórnað virkilega veiðurn innan 200 mflnanna þar sem fiskurinn gengi þar út og inn. Allar kröfur sem gengu í þessa átt voru lamdar niður af þeim sem þá voru úthafsveiðiþjóðir og þar voru bæði Norðmenn og Rússar fremstir í flokki. Síðan líður tíminn og málin þróast og þeir fara að halda því fram að Smugan í Barentshafi sé þeirra hafsvæði. Smugan myndaðist sein al- þjóðlegt opið haf samkvæmt þeim reglunt sem þeir tóku sjálfir þátt í að myiida. Við meguin ekki blanda saman því hvað er umsaminn réttur, hvað er opið haf og hinu hvort við viljum breyta því sem er í gildi. Eg er á því að það væri eðlilegt, segir Lúðvík og minnir í því sambandi á veiðar á út- hafskarfa á Reyjancshryggnum. - Það er nokkuð vi'st að þessi fiskur gengur inn og út úr landhclginni og því ekki óeðlilcgt að við hefðum eitt- hvað með veiðar úr stofninum að gera. En það er stefnumið. Við getum ekki gert okkur alltof gildandi á svæð- inu þarna fyrir utan. Svalbarðamálið er síðan allt annað mál. Svalbarði er einskis manns land og um það gildq sérstakir samningar sem kveða á um það að aðilar að sam- komulaginu eigi jafhan rétt til þess að nýta auðæfi landsins. Norðmenn sjálf- ir hafa ffain undir þetta túlkað það svo að þetta gilti út í fjórar influr. Síðan, eftir þeir færðu norska landhelgi út í 200 nu'lur, lýsa þeir yfir fiskverndar- svæði á þessu gífurlega mikla hafsvæði sem þeir síðan túlka eins og um 200 mílna norska lögsögu sé um að ræða. Mér finnst þetta mikil fyrirgangsemi. Upp með þetta hafa þeir þó komist í nokkur ár með því að semja við ýmsa aðila sem hafa verið óánægðir. Að mínu mati þarf að fá úr þessu skorið með sérstökum hætti. Hver er þessi réttur Norðinanna? Er það svo að Noregur eigi Svalbarða og að hann sé hluti af norska ríkinu? Þriðja málið sem snertir þessa um- ræðu og er aðgreint frá Smugunni og fiskverndarsvæðinu við Svalbarða er þessi svonefnda síldarsmuga sem menn eru að tala um núna. Hún myndaðist á sama hátt og hin smugan og allir vissu um hana. Hins vegar kemur inn í það mál sá stóri vandi að við gerðum sérstakan samning við Norðmenn 1980, sem ég var alltaf mjög óánægður með. Þar féllumst við á í sambandi við loðnusamninginn að Jan Mayern gæti helgað sér 200 mílna fiskveiðilögsögu. Þarna lékum við heiftarlega á okkur. Danir héldu ein- arðlegar á málum þegar þeir töluðu fyrir hönd Grænlendinga og neituðu staðfasdega að viðurkenna að Jan Mayern ætti að fá 200 mflur. Að mínum dómi var það alveg skýrt mál að Jan Mayern átti í mesta lagi að fá 12 mílur og ekkert meira. Þarna er ekki um neitt þjóðfélag að ræða sem á rétt á efhahagslögsögu. Með þessum afleik hefur verið rifið af okkur gífurlega mikið af þeim haf- sjó sem liggur upp að 200 mílna land- helgi okkar á norðursvæðinu. Eg held til dæmis að loðnan hafi aldrei gengið úr grænlensku landhelginni inn í þá íslensku með því að ganga inn fyrir 12 mflna svæðið við Jan Mayen. Af því leyti sem hún hefði gert það hefðum við ekkert sagt við því. Hitt allt átti að vera opið haf sem engir stóðu betur að vígi að nýta en Islendingar. Nú hefur alþjóðlegur dómstóll í rauninni hnekkt þeirri skoðun Norðinanna að þeir eigi miðlínu á milli Jan Mayen og Grænlands. Danirnir neituðu því alltaf og dómurinn féll á þann veg að þeir urðu að færa lfnuna miklu nær Jan Mayen. Að mínum dómi sannar Jjessi nið- urstaða að það er langur vegur vegur frá því að almennt sé viðurkennt að Jan Mayen eigi 200 irn'Ina efhahags- lögsögu og þar hefðu þeir ekki að hafa átt að- ná landhelgislegum rétti yfir öllu því mikla hafsvæði sem er innan 200 mílna. Að samanlögðu þessu haf- svæði og hafsvæðinu við Svalbarða þá eiga Norðmenn orðið ansi mikið á norðurslóð og lítið fyrir okkur að sækja þar, segir Lúðvík. Engin ástæða til að örvænta Sjálfsagt fer enginn í grafgötur með að landhelgismálin og útfærsla land- helginnar hafi sldpt miklu fyrir þjóð- arhag á lýðveldistímanum, en finnst Lúðvík að við höfum gætt þessa fjöreggs nægjanlega vel? - Hvað sem annars má segja um ýmis víxlspor sem stígin hafa verið, þá er engin vafi á því að yfirráðaréttur þjóðarinnar á öllum fiskimiðuin við Island hefur skilað gífurlega miklum verðmætum fyrir [ijóðarbúið og haft víðtæk áhrif á Islendinga sem heild. Auðvitað er það alltaf spurning hvernig fiskistofnunum reiðir af við landið: Eru þeir ofveiddir, beitum við of mikilli tækni við veiðarnar og gæt- um v'ið nægjanlega að okkur? Þessi spurning hefur verið við lýði lengi og menn hvergi nærri á eitt sáttir um það hvernig staðan er á hverjum tíma. Sumir eru afar bundir við það að mestu máli skiptí að ná stjórn á veið- unum til þess að meira verði eftir í sjónum. Aðrir hafa hins vegar í langan tíma verið á þeirri skoðun að fiska- fjöldinn í sjónum fari mjög mikið eftír því hvernig veðráttan hefúr verið og hvemig náttúran hefur hagað sér. Þar vitna menn tíl þess að mislukkaðar vetrarvertíðir og algjör fiskileysisár hafi komið jafnvel áður en við höfðum spurnir af nokkrum togara og stund- uðum enn tiltölulega frumstæðar línuveiðar. Þetta passar vel við þá kenningu að einn og einn árgangur mislukkist og þá segir hann tíl sín. Ég er einn af þeim sem beini ininni athygli miklu meira að hinum náttúr- legu skilyrðum heldur en nokkurn tíma veiðinni. Mér kernur ekki til hugar að neita því að þörf sé á að hafa nokkra stjórn á sókninni og að sýna aðgæslu. Lengi vel var þetta þannig að við æduðum ininni bátunum þau fiskimið sem voru næst landi og lok- uðum stómm veiðisvæðum fyrir tog- urunum og beindum þeim á djúpslóð. Við voruin einnig fremstir þjóða í því að stækka möskvann í trollvörpunni að ráði fiskifræðinga, friðuð hafa verið tiltekin svæði þar sem þekkt var smá- fiskaveiði og á hrygningar- og uppeld- isstöðvum. A ýmsum tímum er það sjálfsagt rétt að við höfum gengið .nokkuð nærri sumum stofnum og ekki gætt nægjanlega að okkur. Ég held að þær hömlur sem við höfum beitt hafi Ieitt til þess ineðal annars að við höfum farið að sækja í ýmsar tegundir sem vom Iítt nýttar, eins og úthafskarfa, rækju og nú er farið að nýta ýmsar tegundir, eins og skráplúru, sem alltaf þótti sjálfsagt að henda hér áður fyrr sem óætí. Ég ætla ekki að úttala mig um það hversu langt á að ganga í verndunar- sjónariniðum. En ég trúi því að staða þorskstofnsins við ísland sé mun betri en fiskifræðingar okkar hafa verið hræddir um. Þetta þýðir þó engan veginn að ég sé ekki á því að hann sé nú um stundir í lægð, en ég trúi því fastlega að hann eigi eftir að reisa sig við eins og hann hefur gert margsinn- is áður. A sama hátt trúi ég því að skammt sé þess að bíða að Islandssíld- in komi. Stofninn er á hraðri uppleið og hann sækir í átuna og uppeldið hér við Island eins hann hafði gert áratug- um sanian. Þegar maður lítur á loðnuveiðar, sfldveiðar bæði úr íslenska og norska stofhinuin, rækju- og úthafskarfaveið- arnar og alla þá möguleika aðra sem við höfúm til veiða sé ég enga ástæðu til að örvænta og að láta alla umræð- una snúast um það að búið sé að veiða allan fisk úr sjónum. Það er ekkert fjær lagi að mínum dómi, segir Lúð- vík. Ragnar Karlsson m útboð F.h. Grjótnáms Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboð- um í byggingu skýlis yfir fínefni við Sævarhöfða 6-12 í Reykjavík. Skýlið er keila með steyptum veggjum og stálgrind í þaki. Þakið er klætt með PVC-húðuðum polyesterdúk, sem fest- ur er við sérstaka stálgrind. Verktaki skal sjá alveg um hönnun hinnar sérstöku stálgrindar ásamt festingu dúks- ins. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 19. júlí 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sfmi 25800

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.