Vikublaðið


Vikublaðið - 08.07.1994, Síða 10

Vikublaðið - 08.07.1994, Síða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 8. JULI 1994 Það var yndislegt að íylgjast með sjónvarpsfrétt um daginn þar sem verið var að greina frá vígslu einhvers hafitarmannvirkis austur á landi. Það var blíðskaparveður þeg- ar fulltrúar Eimskips og Samskips klipptu á vígsluborða eins og sam- hentustu bræður. Maður saknaði þess að sjá ekki Sverri Hermanns- syni bregða fyrir, en hann Lands- bankastjóri og Landsbankinn er einn af stærstu viðskiptavinum Eimskips og Landsbankinn er aðal- eigandi Samskips. Og svo er Sverrir fyrrverandi þingmaður Austur- lands. En þarna mátti þó sjá þingmann- inn séra Gunnlaug Stefánsson gretta sig framan í sólina. Og rúsín- an í pylsuendanum var að fá að fylgjast með broti úr ræðu Egils Jónssonar ffá Seljavöllum. Þvílík og önnur eins ræðusnilld. Urn fram- þróunina á landsbyggðinni og mik- ilvægi góðra samgangna í því sam- bandi. Af hverju Egill var að halda þarna ræðu er hulin ráðgáta. Hann er vissulega þingmaður Austurlands, en það eru örlög fleiri manna. Hvar í ósköpunum var Dóri Blöndal sam- gönguráðherra? Það eina sem kem- ur upp í hugann er að sem formað- ur landbúnaðarnefhdar Alþingis teljist Egill ígildi ráðherra. Það kom berlega í ljós í þinginu sl. vetur þeg- ar Dóri lét Egil hjóla í kratana og gera skítverkin fyrir sig. Ætli Egill hafi verið að fá umbun þarna á Reyðarfirði? Fá að impónera at- kvæðin í góða veðrinu og fá stimpil sinn á hafnarmannvirkið. Þess fyrir utan var Dóri alveg ofboðslega góð- ur í að græja snjómoksturinn milli Norðurlands og Austurlands í vet- ur. Og er ekki verið að byggja flug- völl fyrir austan? Egill var líka heppinn, þurfti ekki að frumsemja ræðuna, það dugði að staðfæra ræðu sent hann flutti á þingi nú í febrúar. Þá sagði Egill: „Það er satt að segja afar athyglis- vert hvað það kemur greinilega fram í því sambandi að mjög stór hluti af sveitabyggðinni hefur möguleika á því að treysta atvinnu sína með því að sækja vinnu í þétt- býlið þannig að út af fyrir sig er traustur byggðabúskapur, bæði í sveitum og byggðakjörnunum að sjálfsögðu grundvöllur fyrir því að sæmileg afkoma geti verið í sveitum iandsins." Brillíant. En hefur Egill í raun einhverja á- stæðu til að kætast? Er ekki bara verið að stinga dúsu upp í hann? Ef Egill flettir í gögnum Friðriks fjár- málaráðherrá sér hann að útgjöld ríkisins til samgöngumála lækka milli 1993 og 1994 úr 9,6 í 8,7 millj- arða. Það er niðurskurður um 900 milljónir og ekki fá austlendingar nein jarðgöng. En Egill bóndi ætti þó enn frekar að skoða tölurnar í landbúnaðarkaflanum. 1992 fóru 11 ntilljarðar í landbúnað og niður- greiðslur, en fjárlög 1994 árs gera aðeins ráð fyrir 6,8 milljörðum. Það er 40 prósent niðurskurður framan í þá sem bíða eftir „sæmilegri afkomu í sveitum landsins." Fer Egill í annan fæting við krata á næstu mánuðum svo að atkvæðin fyrir austan sjái hversu dyggan vörð Dóri og Egill standa um samgöngu- málin og landsbúnaðirnn? Er það kannski í því samhengi að Dóri hef- ur ákveðið að framlengja ekki for- mennsku Egils í hinni nýeinka- væddu Áburðarverksmiðju há-eff? Rithöndin Mannhelgin er þér þungamiðja tilverunnar Skriftin segir að þú sért sér á báti að mörgu leyti. Þú ert sjálfstæð og skapgerðin traust. Álit annarra skiptir þig engu máli. Þú ert fram- gjörn og hefur mikinn metnað. „Stolt siglir fleyið mitt stórsjónum á“ gætu verið einkunnarorð þín. Þú gætir þess þó áð flana ekki að neinu. Orð og gerðir verða að standa á traustum grunni að þínu álitd. Þú virðist þrautseig, leggur þig alla ffam ef því er að skipta og nærð árangri með seiglunni. Þú átt auð- velt með að gleyma sjálfri þér vegna málefna og hugsjóna þinna. Velvild er ríkur þáttur í skapgerð þinni og alltaf er hægt að hjálpa einum í við- bót, finnst þér. En stundum ertu e.t.v. of bjartsýn, þannig að bjart- sýnin ruglar dómgreindina örlítið. Þetta er erfitt að varast en það þarf þó helst að gera. Þú hefur allgóða leiðtogahæfi- leika en þó er eins og hæðir og Inga Rósa Þórðardóttir, forstöðumaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi. lægðir skiptist nokkuð á hjá þér og gæti það spillt fyrir þér sem leið- toga. Þú hefur áhuga á mörgu, m.a. á listum, guðfræði og heimspeki. Þú virðist vera mikil heimilismanngerð og góður uppalandi. Fjölskyldubönd eru fyrir þér raunhæf og sterk. Mannhelgi, mannréttindi og fjölskyldumál eru fyrir þér þungamiðja tilverunnar og að málefnum tengdum þeim fellur þér áreiðanlega best að starfa. At- hugaðu að vera ekki ógætin í orðum til að særa ekki aðra óviljandi. Gangi þér vel. R.S.E. r Wo— yj- (L-v Sumarsýning Norræna hússins á verk- um Ragnheiðar Jónsdóttur Ream Næsta laugardag verður opnuð sýning á verkum Ragnheiðar Jónsdótmr Ream í sýningarsöluin Norræna hússins. Verkin á sýning- unni eru fengin að láni hjá listasöfn- um og einkaaðilum en Hrafnhildur Schram listffæðingur tók að sér að hafa umsjón með sýningunni. Ragnheiður Jónsdóttir Ream fædd- ist 1917 og lést 1977. Hún smndaði myndlistarnám við The American University í Washington D.C. 1954- 1959. Þá átti hún langt tónlistarnám að baki en mikil gerjun var í banda- rískri myndlist á þeim tíma sem Ragn- heiður var búsett í Bandaríkjunum og gat hún fylgst með þróun þeirrar mik- ilvægu listastefnu, abskrakt ex- pressjónismanum, sem kom ffam þar á 5. og 6. áramgnum. Árið 1969 fluttist Ragnheiður til ís- lands ásamt eiginmanni sínum, Don- ald Ream frá Bandaríkjunum. Hún hélt margar einkasýningar og tók þátt í samsýningum í Bandaríkjunum og íslandi. Hún hlaut ýmsar viðurkenn- ingar og verðlaun fyrir list sína meðan á Bandaríkjadvölinni stóð. Verk hennar eru í eigu margra listasafha hér á landi og víðar. Ragnheiður hélt málverkasýningu í Norræna húsinu 1974 og sýndi ásamt Hjörleifi Sigurðssyni og Snorra Sveini Friðrikssyni á Sumarsýningu Norræna hússins 1976. Sumarsýningar Norræna hússins hafa verið haldnar á hverju sumri til að kynna einhvern eða einhverja af á- hugaverðustu myndlistarmönnum Is- Iands. Eiga þær sérstaklega að sýna hinum fjölmörgu erlendu ferðamönn- um sem koma í Norræna húsið á sumrin hversu mikilvægur þáttur í ís- lensku menningarlífi myndlistin er. Einnig er vonast til að hinn stóri hóp- ur íslenskra listunnenda kunni að meta þessar sumarsýningar. Hjartagáían Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá bæjarnafn. - Lausnarorð krossgátunnar í síðasta blaði er Bjamveig. rilveran off étr Margt misjaffit má segja um í- þróttir og alla þá athygli sem karlastjórnaðir fjölmiðlar sýna slíku. En þó svo ég sé til í að segja margt ljótt um íþróttirnar sjálfar þá skal enginn fá mig til að segja neitt misjafnt urn nteðferð fjölmiðla á inálinu. Hugsið yklcur bara sjálf hversu mikinn tíma þetta sparar manni. Þú færð ef til vill Moggann v eða Dagblaðið í hendur og finnst þú nauðbeygður til að fletta gripn- um ef þar sk)Idi eitthvað áhugavert vera. En núna geturðu tekið fleiri, fleiri síður og hlaupið yfir, í þeirru sælu vissu að þar sé ekkert sem nokkru máli skiptir. Þar mættu eins vera merkingarlausar orðaraðir. Og við nánari umhugsun sérðu að sjálf- sögðu að það er akkúrat það sem á þessurn síðum er. Merkingarlausar orðaraðir. Af sömu ástæðu lít ég á fyrirbæri eins og Heimsmeistaramótið í knattspyrnu, Olympíuleika, Evr- ópuleika og Pollamót sem hreina guðsgjöf. Heimilislífið öðlast nýjan blæ. Enginn amast lengur við því að ég spili mínar gömlu Blúsplötur og jafnvel er unnt að fá athygli fjöl- skyldumeðlima ef mér dettur í hug að fara með eitthvað eftir Einar Ben. Stundum er jafnvel spilað. Og hver er ástæðan? Jú, Bjarni Fel er að lýsa í sjónvarpinu og enginn hefur hug á að kveikja. Heilu og hálfu kvöldin eru undir- lögð þessa vitleysu og fólk fer aftur að umgangast í stað þess að tapa sinni litlu glóru á altari skjáguðsins. Og ég er ekki einn um þetta. Eg sé í húsum í kringum mig að fólk kem- ur út í stórhópum þegar einhver æsispennandi og eldfjörugur kapp- Ieikurinn í cinemascope og víðómi byrjar. Kallarnir fara að dytta að bílunum og konurnar sinna ein- hverju í garðinum. Og svo koma krakkarnir og einhver þarf aðstoð við að læra á hjól og nægir eru til hjálpar. Svo fá rnenn sér jafhvel einn léttan og njóta veðurblíðunn- ar. Allt íþróttunum að þakka. Staðreynd málsins er nefhilega sú að burtséð frá litlum hópi æsinga- manna er enginn sem nennir lengur að horfa á þessa dellu. Mettunin er að verða staðreynd. Jafnvel íþrótta- guðinn sýnir sig vera á brothættum bát og blindsker framundan. Og það er orðið leyfilegt að láta þess getið að ef til vill sé nú búið að gera nóg fyrir íþróttamennina. Ef ti) vill hafi ríki og sveitarfélög eittltvað vit- legra við peningana að gera en reisa yfirbyggða, upphitaða, flóðlýsta í- þróttavelli með ntalbikuðum bíla- stæðum, bólstruðum áhorfenda- stæðum, vatnssalernum og popp- kornssölu. Að þjóðkirkjunni frátal- inni er vafasamt að nokkur hópur hafi jafn lengi í skjóli sögufalsana og hávaða getað haft jafn mikið fé af al- menningi og gert jafn mikið ógagn og íþróttamafían. Því er það mín einlæga ósk að sem mest verði sjónvarpað frá sem flestum kappleikjum sem víðast um heiminn. Málið er að fylgismenn ritskoðunar hafa farið alveg öfugt í hlutina. Til að losna við eitthvað ó- æskilegt er urn að gera að hafa það sem aðgengilegast. Þá kemur þreyt- an, hinn tilvistarlegi leiði. Svo er það að sjálfsögðu til bóta þegar fyr- irbærið er í eðli sínu leiðinlegt. Eins og íþróttir.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.