Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 4
4 Mannréttindln VIKUBLAÐIÐ 23. SEPTEMBER 1994 í tileftii af tuttugu ára aftnæli íslandsdeildar Amnesty Inter- national, bauð deildin Mulugeta Mosissa hingað til lands. Mulu- geta er fyrrverandi samviskufangi. Samkvæmt skilgreiningu Amnesty Intemational er sá kallaður samviskufangi sem haldið er föngnum vegna skoðana sinna, trúar, uppmna, kyns, litarháttar eða móðurmáls, svo fremi að hann hafi hvorki beitt ofbeldi né hvatt til þess. Mulugeta er lif- andi vitnisburður um mikilvægi baráttu samtakanna. Stundum getur hinum almenna meðlimi Amnesty fundist bréfa- skriftirnar og undirskriftasafh- anirnar ósköp vonlausar. Hvert bréfið á fætur öðru er skrifað án þess að bréfritarar fái svar. En bréfin hafa áhrif. Mulugeta segir að vitneskjan um að Amnesty International væri að berjast fyrir lausn hans hafi breytt öllu. llann bætir við: „Bréfaskriftirnar skipta á- kaflega miklu máli. Jafhvel þó að fangarnir sjái bréfin aldrei, þá hafa þau áhrif á það hvort þeir yfirleitt komist af - fái að lifa. Nú eftir lok kalda stríðsins eru öll ríki Þriðja heimsins að leita eftir aðstoð. Þegar Amnesty bendir á mannréttindabrot ríkis þá getur það komið í veg fyrir að það fái aðstoð. Barátta Amnesty getur orðið til þess að stöðva ofbeldi vald- hafa og minnka hroka þeirra. Ef að fangi heyrir fyrir einhverja tilviljun að Amnesty sé að vinna að því að hann verði látinn laus, þá gefur það honum von og breytir líðan hans. Hann gerir sér grein fyrir því að einhver deilir þjáningum hans. Ef hann deyr, þá hefur hann ekki látist til einskis. Starf Amnesty hefur líka áhrif á fjölskyldur og vini fanganna." Mulugeta sat ellefu ár í fangelsi vegna skoðana sinna og uppruna. Kona hans var einnig fangelsuð og sonur þeirra fæddist í fangelsi. Sjálfur hafði Mulugeta afplánað níu ár þegar hann komst að því að hann væri sam- viskufangi. Það var kona hans sem sagði honum að Amnesty væri að vinna að frelsun hans, en þá hafði hún verið látin laus. „Það gaf mér von“, segir hann. Mulugeta er af Oroma-ættflokki, stærsta kynþætti Eþíópíu, sem hefur sætt kúgun um langa hríð. Til dæmis hefur tungumál Oroma-manna verið bannað. Hann segir að ættflokkkur hans telji mjög mikilvægt að fá að nota þetta tungumál. Þannig munu þeir geta endurheimt sögu sína, en Oroma var áður sjálfstætt ríki. Nú er fólki af Oroma-ættflokknum neitað um öll réttindi; pólítísk, efnahagsleg og fé- lagsleg. Tígris-ættbálkurinn ræður ríkjum í Eþíópíu þó aðeins 7% íbúa landsins tilheyri þeim ættflokki. Hann nýtur stuðnings Bandaríkjanna sem veita fjárhagslega aðstoð. Mulugeta er hagfræðingur. F.inn þeirra heppnu Oroma-manna sem gat aflað sér menntunar. Eftir að prófi lauk fékk hann vinnu hjá félagasam- tökum, sem voru lauslega tengdar rík- inu. Þar starfaði hann í þrjú ár. I janú- ar 1980 var Mulugeta fangelsaður. „Eg sýndi stjórninni andstöðu, barðist fyrir frelsi og réttlæti og gegn grimmdarverkum stjórnarinnar." Fyrir tæpum tíu árum var Eþíópa stöðugt í heimsfréttunum vegna hungursneyðar sem þar ríkti. Síðan höfum við ekki heyrt mikið af landinu nema sem nágranna Sómalíu. Þaðan höfum við reyndar lítið heyrt síðan fjöldamorðin hófust í Rúanda. Þannig flyst kastljós íjölmiðlanna milli Afr- íkulanda eftir því hvar er að finna mestar hörmungar hverju sinni. I öðr- um löndum geysa svo kannski stríð sem heimurinn hefur gleymt. „Þetta“, segir Mulugeta, „er vandamálið. Fjöl- miðlarnir hafa aðeins áhuga þegar eitthvað hörmulegt gerist, þegar neyðarástand ríkir eða þegar atburðir snerta þegna vestrænna ríkja. Það er enn hungursneyð í Eþíópíu. Um sjö milljónir manna eru í hættu. Nefnd bandarískra þingmanna kom nýlega til landsins og lýstu þeir yfir áhyggjum vegna ástandsins. Þetta ástand er af mannavöldum. Landið er á barmi borgarstyrjaldar og bændur hafa ekki getað ræktað lönd sín eða hafa jafnvel þurft að flýja þau. I Eþíópíu sveltur fólk vegna pólítíski'a aðgerða. Matn- um er ekki skipt réttlátlega. Meiri- hluti hans er ræktaður í suðurhluta Iandsins en síðan fluttur norður í Iand.“ Mulugeta segir að neyðarhjálp geti komið að miklum notum, en þá verði hún að fara um hendur hlutlausra samtaka, alls ekki í gegnum ríkisstjórn landsins. Slík „hjálp“ vinni aðeins gegn fólkinu sem þarf á aðstoð að halda. Sjálfur býr Mulugeta í Hollandi 1 núna. Er eins konar pólítískur flótta- maður þar. Þrátt fyrir það segistMulugeta vera bjartsýnn fyrir hönd iands síns; „Mað- ur vonar alltaf það besta. Ég.held að nú hafi fólk í landinu einhverja von. Gagnkvæm virðing og skilningur skiptir öllu máli. Fólk af ólíkum kyn- þáttum og með ólíkar skoðanir þarf að geta komið sér saman. Nú væri rétti tíminn fyrir Bandaríkin að þrýsta á lýðræðisþróun í landinu." -is. Húsnæðisnefnd Kópavogs Umsóknir Húsnæðisnefnd Kópavogs auglýsir hér með eftir umsóknum um félagslegar eignaríbúðir og félagslegar kaupleiguíbúðir. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftirfarandi skilyrði. 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan eigna- og tekjumarka Húsnæðisstofnunar rík- isins sem eru meðaltekjur áranna 1991-1993. Meðaltekjur einstaklinga: Kr. 1.693.471.- Meðaltekjur hjóna: Kr. 2.116.839.- Viðbót fyrir hvert barn: Kr. 154.286.- Eignarmörk eru: Kr. 1.800.000.- 3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslubyrði lána fari ekki yfir 30% af tekjum. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Kópavogs, Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 mánudaga-föstudaga. Umsóknarfrestur er til 10. október 1994. Athygli er vakin á því að eldri umsóknir falla úr gildi. Nánari upplýsingareru veittar hjá Húsnæðisnefnd Kópavogs, Fannborg 4, eða í síma 45140 frá kl. 11-12 alla virka daga. Húsnæðisnefnd Kópavogs. 111 Leikskólar 'I' Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Steinahlíð við Suð- uriandsbraut er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 4. október n.k. Leikskólakennaramenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmda- stjóri og Margrét Vallý jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sfmi 27277 111 Leikskólar \|/ Reykjavíkurborgar Til foreldra allra barna á aldrinum 6 mánaða til 5 ára í Reykjavík. Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest í könnun Dag- vistar barna í Reykjavík á þörf fyrir leikskólapláss í Reykja- vík til 25. september n.k. Þeir foreldrar, sem ekki hafa fengið sent til sín fyrir- spurnarreybublað, eru bebnir ab snúa sér til skrifstofu Dagvistar barna í Reykjavík. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.