Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 11

Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 11
VIKUBLAÐIÐ 23. SEPTEMBER 1994 11 Fjöldi framboða hamlar konum HJörtur B. Helgason látinn Hjörtur B. Helgason, fyrr- verandi kaupfélagsstjóri í Sandgerði, lést 9. september sl. og hefur útförin farið fram í kyrrþey. Hjörtur var einn af helstu kempum verkalýðs- og vinstrihreyfingar um áratuga skeið. Hann var t.d. meðal stofinenda Kommúnistaflokks- ins, Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins og gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum á pólitískum og félagslegum vettvangi. Hjörtur var einn þeirra manna sem fangelsaðir voru upp á vatn og brauð í kjölfar Gúttóslagsins ffæga í nóvember 1932. Þau átök stóðu um kaup í atvinnubótavinn- unni og var fjölmennt lögreglulið og hvítliðar fengnir til að berja á verkamönnum sem söfnuðust saman við Gúttó til að mótmæla fyrirhugðum launalækkunuin. Hjörtur var sá fyrsti sem var hand- tekinn og var rekinn úr vinnu við Mjólkurfélag Reykjavíkur í kjöl- farið. Astjómarfundi Sellanna, k ven n ah re y fi n gar Alþýðu- bandalagskvenna og annarra róttækra jafnaðarkvenna, sem hald- inn var laugardaginn 17. september 1994, var samþykkt að beina þeirri áskomn til stjómmálaflokka og samtaka á vinstri væng stjómmál- anna að taka upp viðræður um aukna samvinnu vegna komandi al- þingiskosninga. 1 ályktun fundarins segir: „Eitt af markmiðum Sellanna er að vinna að auknum völdum og áhrifum kvenna í samfélaginu, ekki síst í stjórnmáluin. Stjórn Sellanna telur að eitt af því sem dregur úr möguleikum jafnaðar- kvenna til valda og áhrifa sé órétdát kjördæmaskipan og fjöldi framboða og þar með sú staðreynd að algengast er að hver þessara flokka og samtaka eigi einungis einn þingmann í hverju kjördæmi, einkum á landsbyggðinni. Sá þingmaður er oftast karl. Stjórn Sellanna hvetur því forystu þessara stjórnmálaflokka og samtaka til að setjast niður með opnum huga og ræða hvernig best megi tryggja aukin áhrif jafnaðar- og félagshyggju, aukinn hlut kvenna á Alþingi, og úr- Iausn þeirra verkefna sem brýn eru konum. Sú nýsköpun stjórnmálanna sem nú er í gerjun mun ekki skila því sem vænst er nema konur gegni þar leið- andi hlutværki.11 Aðalfundur Sellanna Jafnffamt var ákveðið á fundinum að halda aðalfund Sellanna seinni hluta október og boða sveitarstjórnar- konur sérstaklega á þann fund með það að markmiði að byggja upp tengslanet milli sveitarstjórnarkvenna innan Alþýðubandalagsins. Vigtarmenn Námskeið ti) löggildingar vigtar- manna verba á þessu hausti haldin: á Egilsstööum 27., 28. og 29. sept. nk. og í Reykjavík 3., 4. og 5. okt. nk. Ath.: Námskeiöunum lýkur meö prófi. Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda á Löggildingarstofunni ísíma 91-681122. 4P " FLOKKSSTARFIÐ Alþýðubandalagsfélag Blönduóss og nágrennis Fundarboð Félagsfundur verður haldinn laugar- daginn 24. september kl. 16:30 á Hótel Blönduósi. Dagskrá: 1. Störf kjörnefndar vegna komandi alþingiskosninga 2. Kosning stjómarmanns í stað Kristins M. Bárðarsonar Ragnar Amalds. 3. Stjórnmálaviðhorfið: Ragnar Arnalds alþingismaður 4. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir Stjórnin. Birting - Félag jafnaðar- og lýðræðissinna Opinn stjórnarfundur laugardaginn 24. september kl. 12:00 - 14:00 á loftinu á KAFFIBARNUM við Bergstaðastræti (milli Skólavörðustígs og Laugavegar) Fundarefni: Ástand A-flokkanna, málefni R-Listans o.fl. Allir áhugasamir velkomnir Alþýðubandalagið í Reykjavík Laugardagsfundur hjá ABR Fundur verður í ABR laugardaginn 24. september kl. 11:00 að Laugavegi 3, 5, hæð. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og varaformaður Alþýðubandalagsins hefur framsögu: Úthafsveiðar íslendinga - Ný viðhorf í sjávarútvegsmálum. í framhaldi verða almennar umræður. Kaffi og meðlæti á staðnum. Steingrímur J. Sigfusson. Stjórn ABR Lausn myndagátunnar í síðasta þlitði er: „Sjálfstæðismenn í Réykjavík skora á Eykou að víkja.1'

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.