Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 6
6 Samfélaglð VIKUBLAÐIÐ 23. SEPTEMBER 1994 Guðrún Kristinsdóttir, doktor í félagsráðgjöf, í viðtali við Vikublaðið: Vil sjá barnaverndina í samhengi við aðra félagsmálastefnu Hvað er f osturblinda? Hvernig er hægt að falla í barnaverndargildru? Hverjar eru grundvallarhugmyndir barnaverndar? Er rétt að lækka kosningaaldur? Eru viðhorf íslendinga til barna að breytast? Guðrún Krisrinsdóttir lauk doktorsprófi félagsráðgjöf frá Háskólanum í Umea í Sví- þjóð árið 1991. Hún svaraði spurn- ingum blaðamanns í viðtali sem Viku- blaðið tók við hana fyrir skömmu. I doktorsritgerð sinni fjallaði Guðrún um barnavernd og sérfræðingshyggju. Hún gerði m.a. athuganir á barna- verndarstarfi í Reykjavík um 1930 og á níunda áratugnum og á starfinu í tveimur litlum sveitarfélögum úti á landi, eins og það var síðasta áratug. I ritgerðinni gagnrýnir hún „fóstur- blindu“ barnarverndaryfirvalda, setur fram kenningu um „barnaverndar- gildruna" og leggur áherslu á aukin réttindi kvenna. Guðrún hefur einnig birt greinar um atvinnuþátttöku sænskra kvenna og gert tillögur að breytingum á barnaverndarlögum hérlendis, svo eitthvað sé nefnt. Hún starfar nú sem verkefhastjóri við Kennaraháskóla ís- lands og hefur verið að kanna aðstæð- ur og félagshæfni 10-11 ára skóla- barna. Könnunin er liður í samnor- rænu verkefni og er niðurstaðna úr ís- lenska hlutanum að vænta innan tíðar. Aftur að doktorsritgerðinni. Guð- rún bendir á að barnavernd byggi á nokkrum grundvallarhugmyndum sem lítdð sem ekkert hafi breyst gegn- um tíðina. Látum Guðrúnu fá orðið og segja okkur hverjar þessar hug- myndir eru. Hugmyndin um félagslegt taumhald og verndum barna „Hugmyndirnar eru tvær. I fyrsta lagi félagslegt taumhald. Barnavernd er stórborgarfyrirbæri og hefst í upp- hafi iðnvæðingar þegar fátæktin er enn mikil og mikið er af fátækum börnum í stórborgum. Fyrsta barna- vemdaraðgerðin var eins konar fé- lagsleg hreinsun. Fátæk og betlandi börn voru tekin og send á stofnanir uppi í sveit. Þetta var fyrst og ffemst túlkað sem mannúðaraðgerðir og svo hefur kar.nski verið að einhverju leyti. En aðalástæðan að baki þessum að- gerðum var ótti yfirstéttarinnar við fá- tæktina. Hin hugmyndin er verndunin. Það er enginn vafi á því að það hefur alveg ffá upphafi verið almennur vilji til þess að vernda börn og gera eitthvað gott fyrir þau. Þannig að þessar tvær hugmyndir eru samofnar, hugmyndin um vernd hins veikburða og hug- myndin um félagslegt taumhald sem kemur ffá þeim sem ráða í samfélag- inu.“ Eru þessar hugmyndir ennþá ríkjandi í bamavemdarstarfi? ,Já, og hugmyndin um félagslegt taumhald kemur best ffam í umfjöllun fjölmiðla hér á landi um barnavernd- armál. En því er ekki að leyna að það eru mismunandi viðhorf sem ríkja til ungra barna annars vegar og til ung- linga hins vegar. Ekki bara í barna- verndarstarfi heldur alls staðar, í skól- um, á heimilum og úti í þjóðfélaginu. Verndarsjónarmiðið er ríkjandi hvað ung börn varðar en hugmyndin um félagslegt taumhald þegar unglingar eru annars vegar. Þetta kemur skýrt fram í athugun minni á barnarverndarstarfi í Reykja- vík. Astæðurnar sem gefnar eru fyrir því að gripið er inn í líf barnsins breytast effir aldri þess. Þær miðast fyrst og fremst við heimilisaðstæður hjá ungum börnutn en eitthvað sem „er að“ hjá barninu sjálfu hjá eldri börnurn og unglingum." Þú minntist á umjjöllun jjölmiðla. Hvemig kemur þessi umjjöllun þe'r fyrir sjónir? „Mér finnst hún einkennast mjög af úrræðaleysi. Það eru tekin fyrir mál einstaklinga sem eru í miklum vanda og kerfið ræður ekkert við. Og þegar maður skoðar þessar greinar niður í kjölinn kemur í ljós að þeir sem bera ábyrgðina, í félagsmálaráðuneytinu og Unglingaheimili ríkisins, virðast vera úrræðalausir. Mér finnast krakk- arnir alveg vera skildir eftir í þessurn umfjöllunum. Þessu er slegið upp, einn einstaklingur tekinn fyrir í einu, en það vantar alveg að málunum sé fylgt effir. Fjölmiðlarnir sinna ekki þeirri skyldu sinni nógu vel að skýra ffá því sem vel gengur. Sem betur fer þá eru líka til barnaverndarmál sem ganga vel. Ég þekki dæmi þess erlend- is frá, þar sem meira er af peningum og betur er búið að blaðamönnum, að mál fá vandaða umfjöllun. Þó oft séu dregnar upp dökkar hliðar er þess líka getið að málin hafi endað vel. Þannig er fólki gefin von, mér finnst að fjöl- miðlar eigi að gefa fólki von.“ Fósturblindan er lífseig „Fósturblinda“ er hugtak sem þújjall- ar mikið um í doktorsritgerð þinni. Tengist hún hugmyndinni um félagslegt taumhald? „Eg tengi hana nú meira við þessa tvíhyggju um hið góða og slæma. Að hinir slæmu foreldrar barnaverndar- fjölskyldunar ráði ekki við hlutverk sitt, og síðan er viðmiðið þessi góða, skipulagða miðstéttarfjölskylda þar Mynd: Ól. Þ. sem allt er í lagi og þangað er börnun- um komið í fóstur. Þessi hugmynd kviknar strax í upp- hafi barnaverndarstarfsins og er voða- lega lífseig. Fósturbörn hafa mikið verið rannsökuð en rannsóknir sem beinast að annars konar úrlausnum eru miklu færri. Fjölskyldumiðuðum stofnunum hefur verið komið á í ein- staka tilfellum, t.d. bæði í Danmörku og Svíðþjóð. Þar hefúr verið unnið með heilar fjölskyldur á mjög árang- ursríkan hátt. Eins eru til fá dæmi um aðstoð við einstæðar mæður í tengsl- um við dagvistarheimili. En þessi lausn mála er hverfandi miðað við fósturlausnina." Dregur þú þessa hefðbundnu aðskiln- aðarleið bamavemdarinnar í efa? „Ég myndi nú ekki orða það svo að ég dragi þær í efa. Eg tel að fóstur eigi rétt á sér í ákveðnum tilfellum. Það sem ég bendi hins vegar á er að við eigum að takmarka fósturleiðina meira en gert hefur verið og reyna að koma á öðrum úrræðum. Hjálpa börnum og foreldrum að vera saman.“ Guðrún neitar því að fjármálin spili Margrét Einarsdóttir t hér inn í, fóstur sé ekki ódýr lausn. „Urræðin þurfa ekki að vera í formi dýrra sólarhringsstofnanna. I Dan- mörku eru dæmi um dagdeildir þang- að sem öll fjölskyldan kemur í ákveð- inn tíma. Þar hefur stór hluti skjól- stæðinga Félagsmálastofnunar reynd- ar verið atvinnulaus og því getað nýtt sér slík tilboð. Til skamms tíma var atvinnuleysi ekki vandamál hér en slíkt er því miður að breytast. Með þessu móti eru börnin ekki rifin al- gjörlega úr fyrra umhverfi, þau halda áfram að ganga í sinn skóla og geta hitt vini sína. Það eru líka dæmi um að fólk fái hjálpina inn á heimili til sín en sú leið hefur ekki tekist eins vel og dagdeildirnar." Barnaverndin skiptist eftir stétt og kyni „Barnaverndin er bæði stéttskipt og kynskipt“, segir Guðrún. „Hún bein- ist fyrst og fremst að fátæku fólki, fólki sem að einhverjum ástæðum stendur veikum fæti í þjóðfélaginu og að konum. Fósturblindan og aðskiln- aðarhugmyndin verður skýrari í þessu ljósi. Að baki barninu stendur ekki þessi skipulagða miðstéttarfjölskylda sem barnaverndin miðar svo gjarnan við“, segir Guðrún. Hvemig skyldi standa á þessari ste'tt- og kynskiptingu? „Sé ekki ætlunin að kafa mjög djúpt ofan í þessi mál þá má segja að skýr- ingin felist í því að barnaverndarað- gerðir hefjast oft hjá fólki sem hefur sótt sér fjárhagslega aðstoð hjá félags- málastofnunum og lendir síðan inn í barnaverndaraðgerðum. Fjárhags- vandinn leiðir til þess að yfirvöld fá betri aðgang að þessum fjölskyldum. Tilefhi afskiptanna hafa aftur á móti breyst með breyttum viðhorfum og aðstæðum. Eins og fram hefur koinið fékkst barnaverndin við afleið- ingar eymdar og fátæktar sem víðast hvar fylgdi borga- og iðnvæðingu. Barnavernd varð stéttskipt átak. Fá- tækasta hluta verkalýðsstéttarinnar, börnum stórborganna, var komið fyr- ir uppi í sveit, þar sem þau voru ekki fyrir augunum á yfirstéttinni og hug- myndin var að með því móti mætti vernda þau og bjarga frá spillingu stórborganna. Jafnframt því að þessi hefðbundnu afskipti barnaverndarinnar hafa hald- ið áffam hafa önnur afskipti komið til sem eru ekki bundin ákveðinni stétt í saina mæli. Upp úr 1960 fór athygli manna að beinast meira að líkamlegu ofbeldi á börnum, áfengisneyslu for- eldra og vanrækslu á börnum. Seinna færist þungamiðjan að einstæðum for- eldrum og ósldlgetnum börnum. A seinustu áruin hefur athyglin einkum beinst að ýmsum gerðum ofbeldis, sérstaklega kynferðislegu. Þá hafa for- sjár- og umgengnisréttarmál orðið æ stærri þáttur í starfi barnaverndar- nefnda." „Barnaverndargildran" „Bamavemdargildran “ er eitt jýrir- bærið scm þú leggur áherslu á í ritgcrð þinni. I hverju erþessi gildra fólgin? „I rannsókn ininni lagði ég mig sér- staklega í líma við að gera börnin sýnileg. Ég er sammála þeim sem hafa gagnrýnt barnaverndarrannsóknir fyrir að snúast ekki um börn heldur fyrst og fremst um stofhanir, starfs- menn þeirra og foreldra. Þessvegna skrásetti ég allar mínar upplýsingar þannig að þær tækju mið af barninu. I ljós kom að mjög lítið var skrifað um börnin sjálf þrátt fyrir að verið væri að taka ákvarðanir sem voru injög af- drifaríkar fyrir þau. Eg tók líka eftir því að mjög lítið var minnst á feður. Mæðurnar voru oft einstæðar, en ekki alltaf, og í þeim

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.