Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 23. SEPTEMBER 1994 ifjórnmáUn Alþýðuflokkurinn plataði okkur í einni og sömu vikunni gerðist það að fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokks- ins sagði sig úr flokknuni og núverandi varaformaður fékk á sig ígildi vantraustsylirlýs- ingar frá öilugu flokksfélagi í Reykjavík. Úrsögn Jóliönnu Sigurðardóttur og yflrlýsing Félags frjálslyndra jafnaðar- manna um að Guðmundur Árni Stefánsson skuldi flokkn- uin skýringar á spilltum emb- ættisgjörðum virðast við fyrstu sýn óskyhl mál en eru í raun afleiðing af einni og sömu þróuninni. Alþýðuflokk- urinn glímir við sögulega þró- un íslenskra stjórnmála sem liggur frá hagsmunapólitík í átt að leikreglulýðræði og er núna að súpa seyðið af blekk- ingum núverandi formanns sem hefur reynt að búa sér til „prívatveruleika.“ Eftir tólf ára ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn hrundi fylgi Alþýðuflokksins í byrjun áttunda áratugsins. 1 kosningunum 1974 fékk flokkurinn minna en tíu prósent at- kvæða og var við það að þurrkast útaf þingi. En á ótrúlega skömmum tírna var flokkurinn cndurreistur og í þing- kosningunum 1978 hafði flokkurinn meira en tuUiigu prósent kjörfylgi. Endurreisn Alþýðuflokksins fyrir tuttugu árum var öðrum fremur verk Vilmundar heitins Gylfasonar og hann var höfundurinn að slagorðinu sem best lýsir erindi Alþýðuflokksins í íslenskri pólitík hin síðari ár: Löglegt en siðlaust. I upphrópuninni felst gagnrýni á spillingu í stjórnkerfinu og þetta stef hefur stöðugt hljómað í stjórnmálabaráttu Aiþýðuflokksins. Er Jón Baldvin Hannibalsson tók við formennsku í flokknum fyrir tíu árum hafði hann uppi sama málflutning. Síðustu ár hefur ‘Jón Baldvin beint spjótum sínum að „sendiherrum sér- hagsmuna," scm hann kallar svo, og í uppnefninu er söguleg skírskotun. Frá hagsmunahópum til einstaklinga Aðalhöfundurinn að íslenska flokkakerfinu, framsóknarmaðurinn Jónas Jónsson frá Hriflu, hafði jafn- framt áhrif á mótun stjórnsýslunnar á árunum milli stríða. Jónas varð ráð- herra á þriðja áratugnum og notaði aðstöðu sína til að hygla hagsmuna- hópum sem Framsóknarflokkurinn sótti fylgi sitt til. Ríkisvaldið var á þessum tíina ákaflega óburðugt enda aðeins fáein ár síðan það varð innlent og þjóðhöfðinginn var enn Danakon- ungur. Stétta- og sérhagsmunahugs- un var viðurkenndur þáttur í stjórn- málabaráttunni og ein helsta réttlæt- ing stjórnmálaflokka fyrir starfi sínu var að þeir þyrftu að ná tökum á rílds- valdinu til að tryggja hagsmuni skjól- stæðinga sinna. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að hefja sig yfir þessa hugsun nteð kjörorðinu „stétt með stétt“ og Athugasemd Onákvæmni gætti í cndursögn af orðum sem Bryndís Illöð- versdóttir lét falla á stofhfúndi Framsýnar og sagt var frá í síð- asta tölublaði. Hafit var eftir Bryndísi að verkalýðshreyfingin þrifist ckki án skylduaðildar en það er ekki fyllilega rétt. Hugsunin sem Bryndís vildi koma til skila er sú að forsenda fyrir starfi verkalýðshreyfingar- innar cr almerui þátttaka launa- fólks og greiðsluskylda félags- gjalda er vænleg til árangurs í því samhengi. það hefur dugað flokknum til að festast í sessi sem stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Þó hefur flokkurinn aldrei verið nálægt því að fylkja meirihluta þjóðarinn- ar á bakvið sig. Kjarni hagsmuna- stjórnmála er banda- lag forystumanna stjórnmálaflokka og hagsmunahópa. Þessi tegund stjórnmála var eðlileg í samfélagi þar sem réttur einstak- lingsins gagnvart hinu opinbera er veikur og illa skilgreindur. Þeir sem vildu tryggja stöðu sína og réttindi á Islandi fyrr á öldinni gerðu það innan hags- munahóps en ekki sem einstaklingar. Stundum er nokkuð látið með einstak- lingshyggju Islend- inga og menn þykjast stoltir af henni. Það gleymist iðulega að einstaklingseðlið íslenska er mótað í baráttu manns við óblíða náttúru á meðan einstaldingshyggjan í vest- rænni stjórnmálahugsun verður til í andófi gegn opinberu valdi. í pólitísk- um skilningi hefur einstaklingurinn á- vallt staðið veikuin fótum hérlendis enda ekki til nein íslensk mannrétt- indahefð. Hagsmunastjórnmál þjónuðu lengi vel þeim tilgangi að tryggja jafnvægi milli hópa, og þar með sátt í þjóðfé- laginu, á rneðan íslenskt samfélag gekk í gegnum skeið mikilla breytinga á fyrstu áratugum lýðveldisins. A yfir- borðinu voru hörð átök á milli stjórn- málaflokkanna en þegar til átti að taka var samstaða um [iað verkefni sem þjóðin stóð frammi fyrir, að byggja upp nútíma velferðarþjóðfélag. Tón- inn gaf fyrsta þingræðisstjórn lýðveld- isins, nýsköpunarstjórn Alþýðuflokks, Sósíalistaflokks og Sjáflstæðisflokks. A meðan hagsmunastjórnmál fest- ust í sessi hér á landi rcyndu Evrópu- ríki að byggja upp leikreglulýðræði og draga lærdóma af atburðum sem leiddu til seinni heimsstyrjaldar. Evr- ópa naut góðs af umræðu sem hófst fyrir frönsku byltinguna á 18. öld og hugmyndin um rétt einstaklingsins gagnvart opinberu valdi var lifandi í evrópskum stjórnmálum en skilaði sér seint og illa til Islands. Leikreglulýðræði og hagsmuna- pólitík standa iývir gagnólíka nálgun að stjórnmálum. Fyrrnefnda hug- myndin gengur útá það að ríkisvaldið í umboði almennings semji leikreglur og tryggi að þcim sé fylgt á meðan hagsmunapólitíkin snýst uin það að stjórnmálamenn nái tökum á ríkis- valdinu til að tryggja hag skjólstæð- inga sinna. I leikreglulýðræði hefur einstaklingurinn forgang cn í hags- munastjórnmálum er hópurinn í fyr- Andóf endurlífgaði Alþýðu- flokkinn Þegar hnignunarskeið hagsmuna- stjórnmála hófst á sjöunda áratugnum varð Alþýðuflokkurinn illa úti því hann átti sér engan baklijarl. Skjól- stæðingur Alþýðubandalagsins var verklýðshreyfingin, atvinnurekendui" stóðu að baki Sjálfstæðisflokknum og landbúnaðurinn með öflugt kaupfé- lagsveldi studdi Framsóknarflokkinn. Endurreisn Alþýðuflokksins fólst þess vegna í því að ganga í lið með þróuninni og taka undir andófshug- ntyndir sem voru á kreiki um Vestur- lönd og beindust gegn kerfinu. Jón Baldvin Hannibalsson: Alþýðuflokkurinn er ekki spilltur. Mynd: ÓI.Þ. Hlutverk andófsmannsins var eins og sniðið fyrir Vilmund Gylfason sem um miðjan áttunda áratuginn var ný- kominn heim frá námi. Aður en hann hóf störf í Alþýðuflokknum fór hann í heilagt stríð við spillinguna í kerfinu og var Framsóknarflokkurinn sérstak- ur skotspónn hans. Helsti vett\'angur Vilmundar var Dagblaðið en það var nýstofnað eftir klofning á Vísi. KJofn- ingurinn stafaði meðal annars af óá- nægju Jónasar Kristjánssonar ritstjóra með hagsmunapólitíkina sent eigend- ur Vísis héldu að ritstjórninni. Vilmundur lagði til hugmyndir sem Alþýðuflokkurinn byggði á allan síð- asta áratug þótt hann sjálfur hrökklað- ist úr flokknum. Hann vildi endurnýja íslensk stjórnmál og leiða til vegs gildi og viðmið frjálslyndrar jafnaðarstefnu sem hann hafði kynnst í Bretlandi. Dæmigerð hagsinúnastjórnmál, sem hann kallaði oft samtryggingu, voru eitur í beinurn Vilmundar. í síðustu ræðunni sem hann flutti á Alþingi, þá nýbúinn að stofna skammlífan stjórn- málaflokk, Bandalag Jafnaðarmanna, aðgreindi hann hagsmunapólitík og leikreglulýðræði með eftirfarandi orðum: „Við viijum að algerlega verði skilið á milli löggjafart'alds og framkvæmda- valds, að þeir sein eru kjörnir til lög- gjafarstarfa setji landinu lög og leik- reglur og hafi eftirlit með framkvæmd þeirra, að kontið sé í veg fyrir þau ó- sæmilegu atkvæðakaup og þá útdeil- ingu pólitískra greiða sem nú á sér stað og hefur átt sér stað.“ Kjötkatlapólitík í stað hugmynda Alþýðuflokkurinn hefur núna verið í sjö ár samfleytt í þrem ólíkum ríkis- stjórnum og þótt formaðurinn, Jón Baldvin Hannibalsson, haldi áfram að tala eins og andófsmaður frá áttunda áratugnum er hann ekki lengur trú- verðugur. Jón Baldvin talar enn um „sendiherra sérhagsmuna" og „strúkt- úrspillingu" og þykist þar með taka af- stöðu gegn hagsmunastjórnmálum. Pólitíkin sein Jón Baldvin hefur stundað síðustu ár er hinsvegar sýnu spilltari en dæmigerð hagsmuna- stjórnmál, sem eins og ofan er rekið áttu sér forsendur í séríslenskum að- stæðunv. Þorlákur Helgason stuðningsmað- ur Jóhönnu Sigurðardóttur og fyrrum samverkamaður Vilmundar Gylfason- ar kynntist kjötkatlapólitík Jóns Bald- vins Hannibalssonar þegar hann leit yfir íþróttasalinn í Keflavík þar sem Alþýðuflokkurinn hélt flokksþing í sumar til að átta sig á möguleikum Jó- hönnu í formannskjörinu. - Þarna sám 50 til 60 menn og kon- ur sem ineð beinum hætti stóðu í þakkarskuld við formann flokksins vegna ýrnissa bitlinga. Jóhanna átti ekki einn einasta stuðningsmann sem hún gat rukkað atkvæði hjá, segir Þor- lákur. Augnablik sannleikans eru ekki mörg í pólitík en útvarpshlustendur nutu eins slíks síðastliðið sunnudags- kvöld þegar Jón Baldvin fullyrti í við- tali í Ríkisútvarpinu að Alþýðuflokk- urinn væri ekki spilltur en sagði í beinu framhaldi „að það getur verið að við þurfum að setja okkur starfs- reglur.“ Starfsreglur fyrir óspilltan flokk, Jón Baldvin? Til hvers? I ljósi starfshátta núverandi for- manns Alþýðuflokksins verður hátt- semi Guðmundar Árna Stefánssonar skiljanleg en hann er kominn í höfuð- borgina með viðurkennda foringja- komplexa. Guðmundur Arni ædar ekki að lenda í sömu stöðu ogjóhanna þegar hann leggur til atlögu við Jón Baldvin. Fjölskylda og vinir Guð- mundar Arna munu vera í aðstöðu til að handrnkka æði mörg atkvæði á framtíðarflokksþingum krata. Nema auðvitað að Alþýðuflokkur- inn tapi þessari glímu við söguna og þróunin þurrki flokkinn útaf þingi eins og gerðist næstum því fyrir tutt- ugu árum. Þá fær það ferli að hafa sinn gang sem mun skila okkur nær leik- reglulýðræði og skilja hagsmuna- stjórnmál eftir í fortíðinni þar sem þau eiga heiina. Eitt er öruggt: Alþýðuflokkurinn verður ekki endurreistur aftur með sömu hugmyndunum. Við látum ekld plata okkur tvisvar. Páll Vilhjálmsson Utboð F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Álfta- nesæð 2. áfangi“. Verkið felst í að endurnýja hluta af aðveituæð fyrir Bessastaða- hrepp milli Garðaholts og gatnamóta að Bessastöðum. Æðin er að hluta 0150 mm stálpípa í 0250 mm plastkápu og að hluta 0250 mm stálpípa í 0400 mm plastkápu. Heildarlengd er um 2.500 m. Pípulögn skal lokið fyrir 15. desember 1994 og verkinu skal lokið að fullu 30. apríl 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vfk, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 28. september 1994, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 A Húsnæbisnefnd Kópavogs Almennar kaup- leiguíbúöir fyrir aldraða Auglýst er eftir umsóknum um 8 almennar kaupleigu- íbúbir. Um er a& ræba fjórar 2ja herbergja og fjórar 3ja her- bergja íbúbir í fjölbýlishúsi sem verib er ab reisa vib Gullsmára 11 í Kópavogi. Áætlab er a& íbúöirnar ver&i tilbúnar til afhendingar fullbúnar vorib 1995. Ekki eru sett skilyr&i um eigna- eöa tekjumörk, en sýna þarf fram á grei&slugetu. Umsóknarey&ublöb fást afhent í afgrei&slu Félagsmála- stofnunar Kópavogs, Fannborg 4. Umsóknir þurfa ab hafa borist fyrir 11. október n.k. Allar frekari upplýsingar veitir öldrunarfulltrúi e&a hús- næ&isfulltrúi í síma 45700. Húsnæ&isnefnd Kópavogs.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.