Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 23. SEPTEMBER 1994 tilfellum var oft bara minnst á hann einu sinni, að hann byggi erlendis, eða hvar hann byggi hér á landi eða eitthvað slíkt. En faðirinn var ekkert dreginn inn í þessar aðgerðir þrátt fyrir mikla erfiðleika hjá þessum börnum. Ekkert kom fram um hvort slíkt væri mögulegt, æskilegt eða óæskilegt. Eg gaf þessu fyrirbrigði, þar sem afskiptunum og aðhaldinu er fyrst og ffemst beint að mæðrunum en ekki börnunum, og feðrunum er alveg skákað til hliðar, nafnið „barna- verndargildran“. Nú hefur það verið yfirlýst mark- mið í barnaverndarstarfi að það eigi að byggjast á heildarsýn, þ.e. að að- gerðirnar eigi að miðast við fjölskyld- una í heild. En við lestur dagála Fé- lagsmálastofnunar í Reykjavík kom í ljós að starfsmenn stofnunarinnar féllu í þessa „barnaverndargildru“. Þeir stunduðu ekki fjölskylduvinnu heldur skiptu þeir sér af mæðrum sem voru í félagslega veikri stöðu. Þegbar ég vann að rannsókninni voru að koma ffam erlendar rann- sóknir, og margar hafa komið fram síðan, sem staðfesta niðurstöður mínar um að barnaverndarstarf sé mæðramiðað en ekki barnamiðað. I Svíþjóð var gert sérstak átak í fram- haldi af umræðunni sem spratt af þessum niðurstöðum. Þónokkru fé var veitt í verkefni sem hlaut nafnið „barnafocos". Féð fór í ráðstefnur og fundahöld meðal starfsfólks en einnig í tilrauna- verkefni þar sem lögð var áhersla á að styrka betur þátt barnsins í barna- verndarstarfinu. Einnig voru sett á stofn sérstök námskeið við háskóla sem miðuðu að því að auka þekkingu á börnurn og á vinnu með þeim. Eg hafði tækifæri til að setja upp eitt af þessum námskeiðum með fólki við háskólann í Umeá. Eg veit líka til þess að effir að gagnrýni mín kom ffam tóku starfsmenn Félagsmálastofnunar í Reykjavík sig til, útveguðu sér breskt barnamiðað efni og unnu með það í starfshópum sem reyndu að taka á þessum málum.“ Fjarlægð jafnt sem nálægð nauðsynleg A sínum tíma skoðaðir þú bama- vemdarstarf í litlum sveitarfélögmn úti á landi þar sem starfið var í höndum leikmanna en ekki fagfólks. Nú er verið að sameina sveitaifélög víða um land, m.a. tilþess aðþau ráði betur við að veita þá félagslegu þjónustu sem þebn ber. Er sameining sveitaifélaga til góðs fyrir bamavemdarstarf? „Eg hef séð smæð sveitarfélaganna sem hindrun fyrir því að raunhæft barnaverndarstarf fari ffam hér á landi. Ég held að stækkun sveitarfé- laganna sé af hinu góða fyrir barna- verndarstarf eigi það starf að vera á- ffam hjá sveitarfélögunum. En þetta er ekkert einfalt mál. Eigi stuðningur að vera raunhæfur í félagslegri þjónustu þarf starfsfólkið sem sér um hin daglegu afskipti að þekkja vel til hjá viðkomandi fjöl- skyldu. Síðan er það sá þáttur sem snýr að réttaröryggi fólks, að allir séu jafnir fyrir lögunum og eitthvað sé gert í málunum, sem hefur vantað mikið upp á hér á landi. Nálægðin á ekki vel við þann þátt. Skipulag þessara mála þarf því að vera byggt þannig upp að það tryggi bæði nálægð og fjarlægð. I Noregi er búið að breyta skipulaginu á þann veg að þar eru pólitískt skipaðar barna- verndarnefindir en jafnframt situr fag- fólk líka í nefndunum. Leggur þú tnikla áberslu á faglega þekkingu? „Ég er blendin í trúnni, ef svo má segja. Spurningin snýst þó að mínu á- liti ekki uin faglega þekkingu, eða skort á henni, heldur hvernig henni er beitt. Eins og með önnur félagsleg fyrirbæri þurfa þeir sem sinna barna- vernd að viðurkenna að þeir hafa vald í krafti sérfræðiþekkingar og verða að fara vel með þetta vald. Sérfræðingar vera að varast þá tilhneigingu að stunda hagsmunagæslu eingöngu. Eins og ég hef bent á hefur hringur- inn um barnið þrengst meira og meira. Þessi sundurgreining sérffæð- ingsahópanna sem eru að rannsaka börn er ekki til góðs. Sérstaklega á það við þegar grunur leikur á kyn- ferðislegu ofbeldi.“ Barnavernd í samhengi við aðra félagsmálastefnu Og Guðrún heldur áfram. „Ég vil sjá barnaverndina í beinu samhengi við aðra félagsmálastefnu. Vegna eðl- is barnaverndarinnar, þ.e. að hún er bæði stéttskipt og kynskipt og leggur mikla áherslu á félagslegt taumhald, ráðast skilyrði hennar mikið af ríkj- andi félagsmálastefhu. Það er ekki hægt að fjalla heildrænt um barna- verndina án þess að tengja önnur skyld mál inn í. Þessvegna hef ég t.d. verið að skrifa um almennt viðhorf til barna í samfélaginu. En líka til þess að leggja áherslu á að barnaverndarbörn eru ekkert annars eðlis en önnur börn. Ég tek afstöðu gegn því hvernig almennt er litið á börn sem eru „öðru- vísi“, ef svo má segja. Þó þau eigi við eitthvað vandamál að stríða eru þau í raun alveg eins og við hin. Það hefur greinilega komið fram í mínum athugunum að þessum málum hefur verið allt of lítið sinnt hér á landi. Ekki síst í litlum byggðarlögum þar sem jafnvel eklci mjög alvarlegunt málum var sinnt. Fólkið sem átti að sjá um barnaverndina réð ekki við verkefnin og var mjög vanbúið til þess að fást við þau. Við höfum verið mjög aftarlega á merinni varðandi þennan málaflokk. En það er líka gaman að sjá að þetta er að breytast. Það er enginn vafi á því að hagur barna í samfélagi okkar hef- ur batnað á síðustu árum. Með stofn- un hagsmunasamtaka, nteð nýjum barnaverndarlögum, þar sem félags- málaráðuneytinu eru lagðar mun skýrari skyldur á herðar, með opnun sérstaki'ar skrifstofu um þetta málefni og með stækkun sveitarfélaganna verður í það minnsta meiri virkni í málefnum barna. En svona skipulags- breyting er samt engin trygging fyrir því að hlutirnir séu vel gerðir. Hags- munasamtökin eru t.d. í sjálfu sér engin trygging fyrir því að málefnum barna verði betur sinnt. Kannski verður þetta bara einn fullorðinshóp- urinn enn sém er að skipta sér af börnum. En það eru ákveðin jákvæð merki. T.d. er mikil og þung undir- alda meðal foreldra sem gera nýjar kröfúr um að börnum þeirra sé sinnt, yfirvöld taki einhverja ábyrgð á því að bæta það hörmungarástand sem hér hefur ríkt í dagvistarmálum og varð- andi frítíma skólabarna." Aukin réttindi barna I grein sem þú skrifaðir í blað félags- ráðgjafa á síðasta ári segirþú að „á sama hátt og kvetinafræði hafi unnið að því að athuga aðstæður kvenna í nýju Ijósi sé löngu tímabart að huga að hinu sama er varðar böm “. Getur þú skýrt þessa hug- mynd nánar? „Ég lagði áherslu á það í ritgerð minni, reyndar höfðu aðrir gert það á undan mér, að barnaverndin þyrfri að snúast miklu meir um börnin sjálf. I framhaldi af því fór ég að velta vöng- um yfir stöðu barna í samfélaginu al- mennt. Ég setti fram vangaveltur um að auka þyrfti réttindi barna til mikilla muna og að við fullorðna fólkið yrð- um að hefja þá umræðu af fullum krafti og alvöru. Mér finnst miðað við alla nútíma- þróun mjög eðlilegt að krakkar fái að ráða sér meira sjálf. Þó verður slíkt auðvitað að miðast eitthvað við aldur þeirra. Þau fái t.d að hafa meiri áhrif á skólann og á daglegt líf sitt og mér finnst við ættum að ræða það í fúllri alvöru hvort ekki eigi að lækka kosn- ingaaldurinn. Færi slík umræða fram af fullri al- vöru gæti hún ýtt af stað mjög spenn- andi hlutum." amfélagið SELJUM NOKKRA LADA SAFÍR 1500 cc 5GÍRA MEÐ „FRÍPAKKA“ AÐ VERÐMÆTI KR. 65.000 INNIHALD„FRÍPAKKA“ ® vetrardekk á felgum, negld eða ónegld eftir vali ; (auk sumardekkja) Q bremsuljós í afturglugga Q útvarps- og kassettutæki Q mottur fullur bensíntankur wlíTí kr. á götuna <0' ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.