Vikublaðið


Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 23.09.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 23. SEPTEMBER 1994 iíjórnmAlin 5 Jöfnun kosningaréttar Enn á ný hefur umræðan um hið svokallaða misvægi atkvæða verið vakin upp. Það er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að ein- falda kosningalögin og að tryggja sem inestan jöfhuð á atkvæðisrétti lands- manna. Það kom þess vegna ekki á óvart að líf færðist í þessa umræðu þegar það lá fyrir að ekki yrði af haustkosninguin. En hverjar eru aðalkröfurnar sem gera verður til kosningafyrirkomulags fyrir utan hinn sjálfsagða rétt, að fá að taka þátt í lýðræðislegu vali á stjórn- valdinu í landinu. Þær cru að minni hyggju eftirfarandi: 1. Jafnt vægi atkvæða milli stjómmálaafla. 2. Sem líkastir möguleikar stjómmálaaflanna á hverju svæði til að fá kjörinn þing- mann. 3. Sem jafnast vægi atkvæða milli landsvæða. 4. Sambærilegir möguleikar þingmanna til að sinna kjós- endum. Hvernig uppfyllir núgildandi lög- gjöf þessar kröfur? Fyrsta krafa er vel uppfyllt: I nú- gildandi kosningalöggjöf er jöfnuður atkvæðavægis milli flokka mjög vel tryggður. Kjósendur geta treyst því að atkvæði þeirra nýtast viðkomandi flokki þó frambjóðandi í kjördæini nái ekki kjöri. Þetta er mjög mikilvægt og tryggir í raun og veru að atkvæði falla ekki dauð. Onnur krafa er vel uppfyllt. Segja má að samkvæmt núgildandi kerfi hafi framboð á landsvísu forgang að einum þingmanni í hverju kjördæmi áður en einhver fulltrúi sem er í öðru sæti í fjölmennu kjördæmi hefur möguleika á að komast að. Það er einfaldast að lýsa núgildandi fyrirkomulagi með því að segja að kjósendur á þéttbýlustu svæðunum tryggja fyrst kosningu síns fulltrúa á löggjafarsamkomuna en taka því næst með atkvæði sínu þátt í að kjósa viðkomandi flokki þingmenn úr öðrum kjördæmum. Þetta fyrirkomulag tryggði svo dæmi sé tekið Alþýðubandalaginu fulltrúa í öllum kjördæmum í síðustu kosningum. Flokkurinn fékk tvo þingmenn í Reykjavík en einn í hinuin sjö kjördæmunum. Væri fullkomin jöfnun milli þétt- býlis og dreifbýlis hefði flokkurinn fengið þrjá þingmenn í Reykjavík, tvo á Reykjanesi en tvö landsbyggðakjör- dæmi hefðu engan þingmann. Hjá Al- þýðuflokknum hefðu fjögur kjördæmi orðið þingmannslaus í síðustu kosn- ingum ef vægi atkvæða hefði verið jafnt. Hvernig meta menn vægi atkvæða hjá þeim sem engan fulltrúa fá í kosn- ingum? Er hægt að hugga þá með því að þeir taki þátt í að fjölga fulltrúum flokksins í þétthýlinu? Þriðja krafa er illa uppfyllt. Mis- vægi atkvæða er mikið, allt upp í einn þingmann í Reykjavík á móti þremur á Vestfjörðuin. En forsendur núgild- andi kjördæmaskipunar eru hrundar fallist menn ekki á að hafa misvægi at- kvæða verulegt. Aðalrökin með nú- gildandi fýrirkomulagi eru að þing- menn séu kosninr sem fulltrúar alls landsins og svo rnargt annað vinnist með því að hafa þessa skipan mála að verjandi sé að ganga gegn þessari kröfu. Fjórða krafa er nokkuð vel upp- fýllt. Enda má segja að með því að uppfýlla hana sé verið að ganga gegn kröfunni uin jöfnuð milli landssvæða. Þessar kröfur virðast ósamrýmanlega.r nema með einhverskonar kollvörpun kjördæmaskipunarinnar. Væri sk\'n- samlegt að láta tvo þingmenn sjá um málefni Vestfjarða en 25 um málefni Reykj a víkurkj ördæmis ? Það virðist oft gleymast í þessari umræðu að í kjördæmum þar sem ekki næst fulltrúi kjörinn hafa kjósendur ekki raunhæfa möguleika á virku sam- bandi við pólitískan fulltrúa sinn. Það hljóta allir að sjá að sú staða kjósenda að hafa engan fulltrúa í einhverju kjördæmi er miklu verri og engan veginn sambærileg við stöðu kjósenda í þéttbýli þar sein málið snýst um að fjölga fulltrúum. Verkefnum þing- manna fjölgar lítið í hlutfalli við tölu kjósenda, það er við svipaðan fjölda málaflokka að fást á Vestfjörðum og í Reykjavík svo dæini sé tekið. Það er mín skoðun að þetta fýrir- komulag sem nú gildir sé að mörgu leyti skynsamlegt. Það tryggir fólkinu í hverju kjördæmi möguleika á að fá hvernig þær uppfýlla þær fjórar aðal- kröfur sem ég lýsti í upphafi greinar- innar að gera ætti til kosningakerfis- ins. Vondar tillögur nefndar forsætisráðherra Nýlega birtust í DV þrjár hug- myndir sem nefnd á vegum forsætis- ráðherra er sögð hafa verið að fjalla uin að undanförnu. Ein var um að stíga skref til jöfiiunar með fækkun þingmanna í 54, þ.e.a.s. um einn í hverju kjördæini og með því að hætta að úthluta „flakkaranum". Fyrsta krafa er vel uppfýllt. Jöfn- uður milli flokka er jafn vel tryggður og með núgildandi kerfi. tvö og Reykjavík í þrjú kjördæmi. Hún mundi því uppfýlla kröfurnar á mjög líkan rnáta nema þá 4. kröfu vegna þess að aðstaða þingmanna til að sinna kjósendum sínum í þéttbýlis- kjördæmunum myndi batna við þessa breytingu þannig að samanburður við strjálbýliskjördæmin yrði þeim meir í óhag en í fýrri tillögunni. Um þessar tvær huginyndir er ein- faldlega það að segja að aðalástæða umræðunnar nú er, sú að því fýrir- komulagi sem nú gildir er hafnað á þeim forsendum að það sé brot á mannréttindum ef atkvæðisréttur er ekki jafn milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þessar tvær fýrrnefndu hugmyndir cru ónothæfar vegna þess að þær ganga í raun mjög Iítið til móts við að- alkröfuna um jöfnun atkvæða milli dreifbýlis og þéttbýlis. Það er raunar furðulegt að þessar lausnir skulu vera nefndar í alvöru í ljósi umræðunnar. Landið eitt kjördæmi Þá er það þriðja tillagan, að breyta landinu í eitt kjördæmi. Fyrsta krafa um jafnt vægi atkvæða þingmann kjörinn og gefur þar með flokkunum betri tækifæri til að sinna fólkinu í öllum kjördæmunum. En það er einn stór vandi við þetta fýrir- komulag. Hann er sá að almennir kjósendur í þéttbýlinu sætta sig ekki við það og líta jafnvel á þessa skipan mála sem mismunun sem jaðri við mannréttindabrot. Það er þess vegna nauðsynlegt að víðtæk uinræða fari fram um þessi mál. Sú umræða þarf að skila þeim ár- angri að*annaðhvort náist sátt um það fýrirkomulag sem nú gildir eða unt nýja skipan. Það getur ekki gengið að stór hluti þjóðarinnar telji á sér brotið í slíku grundvallarmáli sem kosninga- fýrirkomulagið er. Til að slík umræða skili árangri verður að bera aðra kosti saman við núgildandi fýrirkomulag. Þrátt fýrir að ég sé tiltölulega sáttur við núgildandi löggjöf vil ég hér á eft- ir láta í ljós álit mitt á fjórum öðrum hugmyndum og leitast við að meta Önnur krafa yrði mun verr tryggð en með núgildandi skipan. Einungis stærstu flokkarnir hefðu sæmilegt ör- yggi um að ná þingmanni í iands- byggðakj ördæmunum. Þriðja krafa yrði mjög illa uppfyllt. Þessi aðferð myndi einungis minnka hið svokallaða misvægi atkvæða mjög lítið, úr 3,1 á móti 1 eins og nú er (Reykjavík-Vestfirðir) í 2,7 á móti I. Fjórða krafa yrði sæmilega upp- fýllt, þó verr en með núgildandi skip- an þar sem þingmönnum strjálbýlustu kjördæmanna fækkar og fleiri kjós- endahópar verða þingmannslausir. Önnur huginynd sem þarna er nefhd felst í því að fjölga kjördæmum úr 8 í 11 ineð því að skipa Reykjavík í þrjú kjördæmi og Reykjanesi í 2 og fækka þingmönnum um 10. Þessi skipan mundi draga úr misvægi at- kvæða niður í 2,6 á móti 1. Þessi til- laga virðist byggð á mjög líkum hug- myndum og hin fyrri að öðru leyti en því að deila skuli Reykjanesi niður í milli stjórnmálaafla er fullkomlega uppfýllt. Önnur krafa um að stjómmálaöfl- in hafi sem h'kasta inöguleika á öllum svæðum til að fá kjörinn þingmann yrði þá meira en áður í vaidi og á á- byrgð flokkanna á landsvísu. Flokk- arnir mundu setja reglur um val fúll- trúa hinna ýmsu landshluta og afla á framboðslistana. Veruleg hætta yrði á aukinni miðstýringu og ekki er auð- velt að sjá hvernig draga megi úr þeirri hættu. Það vegur þó þarna á móti að flokkunum er algjör nauðsyn að gera sig trúaverðuga á hverju svæði Iandsins eigi þeir að hafa raunhæfa möguleika á fýlgi. Þriðju kröfu Um jafnt vægi at- kvæða milli þéttbýlis og dreifbýlis gæti náðst að uppfýila ef framkvæind stjórnmálaaflanna á vali fólks á frain- boðslistana tekst vel. Nákvæmar hug- myndir um það hvernig staðið verður að þeim málum rnunu tæplega koina frain fýrr en eftir að útfærsla aðalhug- myndarinnar um að gera landið að einu kjördæmi liggur fýrir. Fjórða krafa um sambærilega möguleika þingmanna til að sinna sín- um kjósendum ætti að nást fullkom- lega. Það eru ýmsir ótvíræðir kostir við það að gera landið að einu kjördæmi. Þingmennirnir yrðu í raun þingmenn alls landsins. Starfskraftar þeirra ættu að nýtast betur landinu í heild þegar þeir hættu að líta á sig sem sérstaka fulltrúa ákveðinna landssvæða. Skæklatog milli landssvæða ætti að minna og einnig sá hvimleiði og ó- svífni ósiður ráðherra að notfæra sér aðstöðu til að hygla sínu kjördæmi. Mér sýnist að ábyrgð stjórnmála- flokkanna sem stofnana mundi aukast en það niundi mjög ráðast af því hvernig til tækist með ffamkvæmdina í höndum þeirra hvort þessi breyting yrði íslenskri pólitík til góðs. Landið fjögur kjördæmi Eg tel ástæðu til að fjalla um eina útfærslu til viðbótar. Landinu verði skipt í fjögur kjör- dæmi. Forsendur: kjósendafjöldi í kosningunum 1991 - fjöldi þing- manna óbreyttur, 63 (fækkun í 53 inn- an sviga) - vægi atkvæða jafnt. Reykjavíkurkjördæmi yrði óbreytt. Kjósendur 73.299 - þingmenn 25 (21). Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra og sá hluti Reykjaneskjördæmis sem liggur norðan Reykjavíkur sam- einist í eitt kjördæmi. Kjósendur 26.817 - þingmenn 9 (8). Norður- og Austurland sameinist í eitt kjördæmi. Kjósendur 27.530 - þingmenn 10 (8). Suðurland og Reykjanes að undan- skildum þeim hluta sem liggur norðan Reykjavíkur verði sameinuð í eitt kjördæmi. Kjósendur 55.122 - þing- menn 19 (16). Fyrsta krafa um jafnt vægi atkvæða milli stjórnmálaafla yrði fúllkomlega uppfýllt. Önnur krafa um sem líkasta möguleika stjórnmálaafla til að fá kjörinn þingmann væri þokkalega borgið og sæmilega þó þingmönnum yrði fækkað niður í 53. Þriðja krafa um sem jafnast vægi atkvæða milli kjördæma næðist alveg. Fjórða krafa um sambærilega möguleika þingmanna til að sinna sínu kjördæmi yrði illa uppfyllt jafnvel þó þingmannafjöldanum yrði haldið óbreyttum. Kjördæinin yrðu ákaflega stór, en vegna þess hvernig búsetu er háttað í landinu hefur engin viðun- andi lausn sem uppfýllir þessa kröfu fundist. Að lokum þetta. Eg tel ekki verj- andi að viðhalda núgildandi kerfi nerna um það náist betri sátt en nú er. Verði niðurstaða umræðunnar sú að núgildandi kerfi verði hafnað er það mín skoðun að ganga verði alla leið til jöfnunar atkvæða milli lands- svæða. Besta leiðin til þess er að breyta landinu í eitt kjördæmi en vera kann að ekki náist samkomulag um svo stórt skref og þess vegna hef ég lýst hér millileið sem gæti sætt sjónarmið- in án þess að hamla því að stíga skref- ið til að gera landið að einu kjördæmi á næstu árum. Höfundur er þingmaður Alþýðu- bandalagsins á Vesturlandi.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.