Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.2005, Síða 2
!
Nú voru undarleg áramót. Að
vísu nokkuð venjubundin með
kjöti, sósu, glimmeri og
skaupi, en í kringum sjálft
miðnættið einar fimmtán mín-
útur sem heldur voru ein-
kennilegar. Öllu heldur ein-
kennandi, því út úr þeim mátti
margt lesa. Fyrir þá sem voru á þeim
buxunum. Táknfræðibuxunum. Ég var í
pilsi.
Sviðið var einfalt. Hús niðri við sjó, á
einum þeirra staða á
landinu sem lægðin
krappa gekk yfir – líkt
og spáð hafði verið. Yf-
ir húsinu svartur himinn, á himninum
flugeldar fyrir milljónir. Líkt og spáð
hafði verið.
Og það voru einmitt flugeldarnir sem
voru einkennilegir. Í nokkur ár hafa
þeir farið upp með prýði, sprungið í
litadýrð og fest fallega á filmur. Nú létu
þeir hins vegar flestir undan stífri norð-
anáttinni, bárust suður eftir himinhvolf-
inu með slíkum hraða að jörðin virtist
snúast með þreföldum hraða. Eiginlega
eins og veröld bankanna sem snýst með
þreföldum hraða þessa dagana.
Þá voru það sólirnar. Í logni síðustu
ára hafa rauðar sólir hangið hátt og
lengi á himni óháð öðrum látum. Sú
sjón veitir ákveðna öryggiskennd í ljósi
þess að sólir áramótanna eru víst í raun
neyðarblys sjómanna og annarra sem í
nauðir kunna að rata. Þess vegna var
átakanlegt að sjá hvernig sólir þessara
áramóta feyktust létt og féllu hratt – og
ekki hægt annað en vona að forlögin
leyfi þeim að lafa lengur á himni þegar
þeim verður næst skotið upp í raun-
verulegri neyð í vonskuveðri.
Inni í stofunni útvarpsstjóri að kynna
ótrúlega yfirvegaðan kórsöng að austan.
Á himninum enn flugeldarnir í baráttu,
kappatertur, hnífar, lásbogar og Leifur
heppni, eða hvað þeir nú voru látnir
heita þetta árið, skoteldarnir. Og
skammt undan rymjandi hafið í svart-
nættinu. Sama haf og hvolfdist yfir fjar-
lægar strandir og lönd fáum dögum áð-
ur. Allt í rústum þar, brak og
líkamsleifar sem reka mun á fjörur í
löndum þar í kring á meðan við hér tín-
um saman sundursprungnar tertur og
útbrunnin flugeldaprik. Um slíkt var þó
ekki tóm til að hugsa á gamlárskvöld;
sprengja heldur meira, horfa upp í
blómstrandi himininn, finna hálsríginn
daginn eftir.
Eftirminnileg áramót, kannski póst-
módernísk áramót. Í öllu falli sprungu
hvergi út sammiðja blóm eða fullkomnir
hringir á himninum yfir ljómandi húsi
og svörtu hafi. Hávaðarokið var slíkt að
allt mögulegt mystur skekktist, stjörn-
ur fuku skáhallt, broskallar afmynd-
uðust, rósir féllu saman, engin
symmetría náðist í bombunum – afmiðj-
unin var í algleymingi. Þannig var unn-
ið með hefðina á gamlárskvöld, árið
sprengt út en útkoman var fram-
úrstefnuleg, jafnvel abstrakt. Sveitalega
listrænt, allt saman.
Og um leið sorglegt, því púðurmagnið
og hvellirnir voru með slíkum stór-
merkjum að minnti bara á stríð. Óljóst
markmiðið var óþægilega kunnuglegt.
Þegar neistaflugið barst svo inn í nær-
liggjandi garða og sólhýsi varð ekki hjá
því komist að hugsa um grandalausa
borgara sem ávallt og ævinlega verða
fyrir slysaskotum eða misreiknuðum
árásum í styrjöldum allra tíma, jafnvel
okkar tíma þrátt fyrir alla tæknina sem
talað er um.
Inni í stofunni til allrar hamingju
ennþá ríkissjónvarpið, þar sem gamla
árið hverfur í ómælið og hið nýja kem-
ur svífandi að. Kannski til bjargar, líkt
og deus ex machina, guð úr vélinni,
þegar allt er komið í óreiðu niðri á svið-
inu ...
Svona er nú hægt að ganga langt út
um dyr túlkunargleðinnar, í stað þess
að sitja stilltur inni og spila Trivial. Tví-
mælalaust kalt að standa í pilsi þarna
úti í nóttinni. Í miðri lægðinni. Þá er að
harka af sér. Eða sækja buxur. Ár og
síðbuxur.
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 8. janúar 2005
ÍReykjavíkurskáldsögunni Dís er að finnaskemmtilegan kafla sem lýsir því erkvenkyns söguhetjurnar, sem hafabrugðið sér út á lífið, sitja pirraðar undir
ágengni erlendra og karlkyns ferðamanna sem
virðast telja sig eiga vísan aðgang að svefn-
herbergjum þeirra. Sam-
kvæmt sögunni er þessi teg-
und ferðamanna, sem kenna
mætti við „dirty weekend“-
fara, orðin að viðvarandi
stærð í skemmtanalífi borgarinnar, íslensku
kvenfólki til mikillar mæðu. Í skáldsögunni er
mögulegra skýringa frakkrar framkomu ferða-
mannanna leitað í þeirri kenningu að þeir líti
hreinlega á íslenskar konur sem óinnheimtan
hluta af ferðapakkanum sem þeir borguðu fyrir,
þ.e. ferðar á vit hins villta næturlífs Reykjavík-
ur, þar sem rómuð fegurð og tilkippileiki ís-
lenskra kvenna er auglýstur sem hluti af gæð-
um borgarinnar. Úlfhildur Dagsdóttir er meðal
þeirra sem fjallað hafa um það hvernig mark-
visst hefur verið gert út á ímynd Reykjavíkur
sem exótískrar skemmtanaparadísar í norðri í
auglýsingum íslenskra ferðaþjónustufyr-
irtækja. Skemmst er þar að minnast umdeildra
auglýsinga Flugleiða á helgarferðum til Íslands
með tvíræðu orðalagi á borð við „fancy a dirty
weekend“.
En það þarf meira til en ferðaþjónustufyr-
irtæki við mótun staðarímyndar á borð við þá
sem Reykjavík hefur fengið á sig sem villt næt-
urlífsborg. Hver borg og staður mótast af orð-
ræðunni sem um hana leikur, orðræðu sem
samanstendur af frásögnum úr bókmenntum og
kvikmyndum, flökkusögum, dagblaðafrásögn-
um og ljósmyndum, sem blandast mannlífinu og
menningunni. Í raun geta ólíkar orðræður eða
frásagnir ríkt um einn og sama staðinn og mið-
ast lengd lífs þeirra ekki síst við það hvernig
þeim er viðhaldið. Orðræðan sem skapast hefur
um Reykjavík sem skemmtanaparadís hefur
öðlast sjálfstætt líf vegna þess að stöðugt er
verið að hafa hana eftir og staðfesta, af útlend-
ingum, en ekki síður okkur Íslendingum sem
göngumst upp í henni.
Gott dæmi um þessa orðræðumótun er grein
sem birtist í ferðablaði New York Times rétt
fyrir jól, nánar tiltekið hinn 19. desember sl.
(Grein þessi virðist mér afrakstur heimsóknar
blaðamanns á Iceland Airwaves-hátíðina, sem
styrkt er af Icelandair). Þar skrifar karlkyns
blaðamaður New York Times sig svo vandlega
inn í skemmtanaborgarorðræðuna, að engu er
líkara en hann hafi komið til landsins til þess að
sannreyna ákveðna ímynd fremur en að upplifa
menningu landsins með opnum huga. Þetta er
a.m.k. úttekt á landi og þjóð sem maður hefur
séð ótal sinnum þar sem sagt er frá eldvirkni,
hvalkjöti, óbilandi partígleði Íslendinga, og þá
einkum óbilandi partígleði ljóshærðra íslenskra
kvenna. Greinin þekur forsíðu ferðahluta blaðs-
ins með stórri litmynd af útlendingum að teygja
sig eftir bjór í Bláa lóninu, yfir fyrirsögninni “Í
köldu landi, eru næturnar heitar“. Undir kynn-
ingartextanum „klúbbgestir fljúga hvaðanæva
að til að taka þátt í helgarpartíum í Reykjavík“,
er jafnframt að finna litmynd af þremur föngu-
legum stúlkum, að dansa á skemmtistað. Blaða-
maður lýsir upplifun sinni af næturlífi borg-
arinnar um helgi í október, og leggur þar
megináherslu á þær konur sem á vegi hans
verða. Þannig hefst greinin á útlitslýsingu á
hinni ljóshærðu, hávöxnu, bláeygðu og grönnu
Sigrúnu sem hefur húð rjómalitaðrar franskrar
vanillu, (lausleg þýðing), hún stormar út að
skemmta sér, og hefur blaðamaður náð niður
þeim upplýsingum að hún sé á leiðinni á öld-
urhúsið Grand Rokk. Aðrir viðmælendur blaða-
mannsins í greininni eru auk Sigrúnar, (sem að
mati blaðamanns „gæti ef hún vildi, notið hvaða
jarðnesku gæða sem er með því að gefa
merki“), er 6 feta löng ljóska, sem lítur að sögn
blaðamanns út eins og tískumódel og fræðir
hann um biðtíma og almennan fólksfjölda í röð-
inni fyrir utan NASA og kona að nafni Tinna
sem blaðamaður áætlar að „geti ekki verið mín-
útu eldri en þrjátíu ára“. Blaðamaður spjallar
jafnframt við kvenkyns háskólanema, konu
„sem ekki er ljóshærð“ og nær jafnframt tali af
Ingibjörgu Pálmadóttur, eiganda 101 hótels,
sem lýst er sem hávaxinni, ljóshærðri og í meira
lagi aðlaðandi. Auk þess kemur blaðamaður
auga á fjórar hávaxnar konur, sem hann áætlar
að séu komnar vel yfir þrítugt, en eru glæsilega
klæddar og skreyttar og lýsir auk þess fleiri
konum, m.a. myndarlegum barafgreiðslu-
stúlkum í stuttum, svörtum pilsum. Innfæddir
karlmenn sem blaðamaður ræðir við eru sam-
tals tveir, annars vegar leigubílstjóri og ferða-
málafulltrúi nokkur sem víkur að ýmsum kost-
um landsins öðrum en þeim er varða
skemmtanalífið.
Það sem vekur ekki síður athygli við þessa
einhliða úttekt er hversu duglegir viðmælendur
blaðamanns eru að staðfesta og halda á lofti
partíímyndinni, og skapa þannig framhald og
staðfestingu á orðræðunni um Reykjavík sem
exótíska partíborg. „Við djömmum úr okkur
skammdegisþunglyndið,“ segir leigubílstjórinn,
og ekki-ljóskan lýsir því yfir að enginn skemmti
sér eins og sannur Íslendingur, svo dæmi séu
nefnd. Framsetning blaðamannsins á menning-
arlífi Reykjavíkurborgar fær þannig byr undir
báða vængi og þar með mýtan um Reykjavík
sem gósenland ljóskuleitandi og óhjákvæmilega
uppáþrengjandi ferðamanna. Nokkrir slíkir eru
einmitt lokaviðmælendurnir í greininni um
Reykjavík í New York Times, þrír erlendir
gestir í Bláa lóninu sem segja blaðamanni að
þeir séu hingað komnir til þess að „sannreyna
goðsögnina um íslensku konuna“.
Fögur fljóð
’Framsetning blaðamannsins á menningarlífi Reykja-víkurborgar fær þannig byr undir báða vængi, og þar
með mýtan um Reykjavík sem gósenland ljóskuleitandi
og óhjákvæmilega uppáþrengjandi ferðamanna. ‘Fjölmiðlar Eftir Heiðu Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
Það rifjaðist upp fyrir mér æskuminning um daginn: Ég sit tvítugur (já, ég kallaþann aldur æskuár, krakkaormarnir ykkar) að aldri og skrifa í stílabók meðLamy-kúlupenna sem mér finnst fallegur en er allt of sleipur svo rithöndin er ekki
einu sinni góð, hvað þá textinn. Ég lét mig samt dreyma um að ég væri að skrifa alvöru
sögu, góða smásögu með lifandi andrúmslofti og fullorðnu fólki sem ég skildi, eða kafla í
góðri skáldsögu. Og ég lét mig dreyma um að ég væri búinn að skrifa og gefa út nokkrar
bækur, og ætti vinnuherbergi þar sem ég sæti við skriftir og veggirnir væru þaktir bókum
sem ég væri búinn að lesa. Ég ætti síðan konu og börn og væri kannski í skemmtilegu
starfi meðfram ritstörfunum.
Kvöldið sem þessi minning rifjaðist upp sat ég inni í vinnuherberginu mínu á Tóm-
asarhaga fyrir framan tölvuna, ég horfði á bókahillurnar í kringum mig, tók fram nýju
bókina mína sem gefin var út í haust og horfði á textann á skjánum: næstu bók í smíðum.
Konan og börnin voru sofandi. Mig langaði til að vekja konuna og segja henni frá
draumnum sem hefði ræst en stillti mig. Ég fann köttinn og sagði honum frá þessu. Hann
varð ekki gáfulegri á svipinn en hann á vana til.
Síðan settist ég aftur við tölvuna og feisaði baslið sem skriftir eru, eilíft hangs og efa-
semdir, glugg í bækur, leiðindi, klámvafr (sem ég er því miður búinn að leggja á hilluna
vegna vírusaógnana), andriki.is, rithringur.is, tölvupóstur, nyhildruslur.is, googla sig upp
(helvítið kvað googla sig upp daglega); halda áfram að skrifa, þurrka út, fara inn í eldhús
og éta yfir sig eða standast freistinguna og fá sér vindil …
hnoða síðan saman einni síðu og svo annarri –
og ímynda sér þess á milli að þetta sé bara gaman: að sitja blístrandi við tölvuna og láta
þetta streyma út úr sér. Þannig eru hins vegar bloggskrifin, en svoleiðis jukk var aldrei
partur af draumnum.
Ágúst Borgþór Sverrisson
www.agustborgthor.blogspot.com
Blístrandi við tölvuna
Morgunblaðið/Jim Smart
Íslensk menning.
I Í riti sínu Íslensk menning bendir SigurðurNordal á að rithöfundi sé „engu ónauðsyn-
legra að kunna að þegja en segja, þó að hann
yrði ekki rithöfundur, ef hann byndist allra
orða“. Blaðamenn eru undir sömu sökina seld-
ir, ef þeir kynnu að þegja –
að minnsta kosti á réttum
stöðum – þá væri þessi heimur sennilega öllu
betri. Og reyndar er það svo að neðanmálsrit-
ara hefur oft langað til að þegja þegar íslensk
menning er annars vegar og hann hefur reynd-
ar oft þagað.
Íslensk menning er eitt af undarlegustu
sköpunarverkum heims, svona löng og slitin, í
stöðugri verðandi, alltaf að rífa sig upp, gera
sig breiða, alltaf að uppgötva eitthvað nýtt en
samt umfram allt gömul, þó fyrst og fremst í
bókum en einnig í fáeinum gripum frá fyrri tíð
til matargerðar, sjósóknar og heyvinnu en á
síðasta ári var einmitt tekið í notkun endurnýj-
að og glæsilegt Þjóðminjasafn til að sýna þessa
muni. Nordal var annt um samhengið í þessari
sögu en það var á tímum þegar menn trúðu á
Hegel og að allt myndi á endanum koma saman
í einum algerum anda.
II Í Lesbók í dag eru birt skrif nokkurra ein-staklinga um íslenska menningu árið 2004.
Slíkar greinar mætti skrifa með ýmislegum
hætti, út frá óteljandi sjónarhornum og því
augljóst að hér er ekki kveðinn upp neinn stóri-
dómur. Tilgangurinn er þó öðrum þræði að
reyna að fanga anda liðins árs, þefa af rétt-
unum og vita hvort minningar vakna, kanna er-
indi þeirra sem létu til sín taka, kanna hvort
það sé líf á plánetunni íslensk menning. Eins og
margoft hefur verið sagt er saga samtímans
ómögulegt verkefni og því ekki nokkur leið að
sjá einhverja heildarmynd, þetta eru brot og
brotabrot sem gefa hugmynd um það hvað
gerðist. Úr þessum greinum má þó lesa
ákveðna bjartsýni sem er eitt af höfuðeinkenn-
um íslenskrar menningar, það er alltaf mjög
bjart framundan þrátt fyrir þaulsætna þoku-
bakkana út við sjóndeildarhring. Þetta þýðir þó
ekki að árið hafi verið átakalaust. Líklega var
þetta eitt mesta átakaár í íslenskri menningu
um langt skeið. Bókmennta- og fræðaheim-
urinn deildi um ævisagnaskrif og höfundarrétt,
lyktir í svokölluðu málverkafölsunarmáli vöktu
reiði meðal margra sem töldu að nú væri ís-
lensk menning að syngja sitt síðasta og undir
lok árs magnaðist upp mikil umræða um leik-
húslíf landsmanna sem sumum þótti ganga sinn
vanagang en öðrum þótti vera um það bil að
fjara út. Líklega valda slík hnútuköst sumum
áhyggjum en það er í raun aldrei jafn gaman og
upplífgandi að fylgjast með íslenskri menningu
og þegar hún logar í illdeilum. Þetta var því
gott ár og það er líklega bjart framundan.
III Íslensk menning er þó langt frá því aðvera komin á endastöð, samhengi hennar
er alls ekki ljóst, niðurstaða hefur ekki fengist í
nokkrum sköpuðum hlut. Ef svo ólíklega myndi
vilja til að við kæmumst að einhverri nið-
urstöðu um samhengi hlutanna í íslenskri
menningu skulum við pakka saman og halda
aftur út á haf.
Neðanmáls
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Teikn
á lofti
Eftir Sigurbjörgu
Þrastardóttur
sith@mbl.is