Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. janúar 2005 | 7 vorið 2003. Þannig voru konur aðeins 24% þeirra sem tóku þátt í umræðuþáttum í sjónvarpi á móti 76% körlum. „Fjarvera kvenna í pólitískum umræðuþáttum, bæði sem þátttakendur og stjórn- endur, gerir það að verkum að þeir ná ekki að endurspegla á trú- verðugan hátt þá þjóð sem í landinu býr, og jafnrétti í víðasta skilningi nær ekki að vera eðlilegur hluti af hinni pólitísku orð- ræðu,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið í janúar.12 Æskilegt er að fleiri konur yrðu þáttastjórnendur eins og t.d. Katrín Jak- obsdóttir í Sunnudagsþættinum á Skjá einum. Karlar halda reyndar um stjórnartaumana á fjölmiðlum. Sú óvenjulega staða var þó á árinu að fréttastjórar beggja frétta- stofa sjónvarps, RÚV og Stöðvar 2 voru konur, Elín Hirst og Sig- ríður Árnadóttir. Sigríði var að vísu sagt fyrirvaralaust upp störf- um á Stöð 2 núna á fyrsta mánuði afmælisársins. Enginn skilur ástæðuna, því í tíð Sigríðar jókst áhorf á fréttirnar sem var mark- miðið. „Nú eru komnir nýir herrar þarna við stjórnvölinn,“ sagði Sigríður við fjölmiðla í tilefni af uppsögninni og má segja að „sér- stökum aðgerðum“ hafi verið beitt til að koma henni frá. U.þ.b. 34% félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands og Félagi frétta- manna eru konur. Konurnar voru 191 og karlarnir 371 árið 2003. Kennaraverkfallið sem jafnréttisbarátta Í ljós kom á árinu að meirihluti Íslendinga er þeirrar skoðunar að staða karla sé almennt betri en staða kvenna í íslensku samfélagi í dag. 91% kvenna og 76% karla eru þessarar skoðunar sam- kvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar um jafnréttismál, sem kynntar voru á málþingi um viðhorf til jafnréttismála sem fram fór í Háskóla Íslands. Könnunin var unnin af Gallup fyrir Rann- sóknastofu í kvenna- og kynjafræðum og fleiri aðila. Þessi nið- urstaða bendir sterklega til þess að þjóðin telji að þegar allt komi til alls skipti kyn verulegu máli. Valda(karl)kynið á Íslandi „bætti“ nefnilega hlut sinn á helstu vígstöðvum á fyrsta tug þess- arar aldar miðað við tíunda tuginn á öldinni, samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Skekkjan væri ekki svona áberandi ef kyn væri áhrifalaus þáttur, skekkjan er einmitt til staðar vegna þess að kyn vegur þungt í „baráttunni“ um völdin. Jafnréttisbaráttan birtist í kennaraverkfallinu árið 2004, því samkvæmt skilgreiningu er sú stétt þar sem annað kynið fer yfir 60% kennd við það kyn. Konur eru 80% grunnskólakennara (Konur og karlar 2004, bls. 32). Þessu er öfugt farið hjá viðsemj- endum þeirra, því karlar eru 70% sveitarstjórnarmanna. Bæj- arstjórar, sveitarstjórar og oddvitar sveitarfélaga eru 82% skip- aðir karlar og teljast því karlastétt. Það var stál í stál í deilunni, karlastétt gegn kvennastétt. Karlar eins og Gunnar I. Birgisson, sveitarstjórnarmaður og formaður menntamálanefndar Alþingis, og Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, virtust eiga erfitt með að horfast í augu við þessa kvennauppreisn sem verkfallið var og vildu kveða hana niður. „Það var hörmulegt að íslensk sveit- arfélög skyldu rata í þessa ógæfu,“ sagði Einar Oddur á þingi um kennarasamninginn. Báðir töldu mikinn voða á ferðum í efna- hagsmálum vegna kröfugerðar kennara, og þeir höfðu ekki vilja til að meta grunnskólakennarastarfið sem raunverulegt starf. Samningurinn var þó ekki talinn neitt sérstaklega góður og alls enginn sigur. Kennarasamningar voru í raun ágætt tækifæri til að að draga úr kynbundnum launamun, en það er markmið sem hefur verið sett á oddinn, og er í jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar 2004– 2008. En eins og svo oft áður, þá fylgja verkin ekki alltaf í kjölfar fagurra orða á blaði, sennilega vegna þess að kyn skiptir máli. Kvennaknattspyrnan og verðlaunafé Kyn skiptir líka máli í boltanum. Fréttir bárust af því að Íslands- meistarar kvenna í knattspyrnu fengju aðeins einn fimmta þeirr- ar upphæðar í verðlaunafé sem Íslandsmeistarar karla fá, og var það m.a. sterklega gagnrýnt í ritstjórnargrein Morgunblaðins 16. maí. Helena Ólafsdóttir, þá landsliðsþjálfari kvennaliðsins í knattspyrnu, lenti síðan upp á kant við forystu Knattspyrnu- sambands Íslands þegar hún gagnrýndi skiptingu þessa verð- launafjár í Landsbankadeildum karla og kvenna í Kastljósþætti 2. júní. Síðar sagði hún: „Ég sé ekki eftir neinu en það má kannski leiða að því líkur að ég væri í annarri stöðu í dag ef ég hefði þagað og verið þæg,“ sagði Helena í samtali við DV og bætti við að fljótlega eftir þessa uppákomu hefði hún skynjað ákveðna kúvendingu í samskiptum hennar við forystuna. „Menn hættu að heilsa mér og nánast sniðgengu mig. Það sem ég gerði var þeim ekki að skapi og þeir létu mig svo sannarlega finna fyrir því.“13 „Það er alfarið ákvörðun KSÍ og aðildarfélaga hvernig verð- launaféð skiptist og kemur Landsbanki Íslands eða VISA Ísland þar hvergi nærri,“ sagði í fréttatilkynningu frá KSÍ í kjölfar gagnrýni Helenu. Hún tapaði embættinu sem landsliðsþjálfari en Landsbankinn knúði KSÍ þó til að leiðrétta þessa alvarlegu mis- skiptingu fjár og varð það gert 20. júní 2004. Þetta dæmi sýnir að það þarf hugrekki til að gagnrýna yfirmenn sína, og það virðist krefjast fórna eins og Helena varð að færa. Hugrökk, gagnrýnin kona á ekki upp á pallborðið.14 Félagslegt óréttlæti Margir virðast eiga erfitt með að horfast í augu við að kyn skipti máli, samt telur meirihluti þjóðarinnar að staða karla sé almennt betri en staða kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Í könnun um jafnréttismál á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræð- um við HÍ í samstarfi við IMG Gallup og fleiri aðila kom í ljós að 88% kvenna telja að karlar hafi hærri laun en konur með sam- bærilega menntun, en þó telja aðeins 19% kvenna að kynferði sitt sé hindrun í launamálum í sínu núverandi starfi. 75% kvenna tel- ur að karlar hafi meiri möguleika á vinnumarkaði en konur, en aðeins 4% þeirra telur kynferði sitt vera hindrun varðandi starfs- frama í núverandi starfi. Flestir virðast því blindir á misréttið sem bitnar á þeim sjálfum, og telja það vera hjá öðrum.15 Í viðtali við dr. Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur, lektor og náms- og starfsráðgjafa, í tímaritinu 19. júní 2004 kom fram nýr skýring- arþáttur á launamisrétti kynjanna. Greining sem Guðbjörg gerði á hugmyndum stúlkna og drengja um störf sýndi að þau hugsa ekki eins um þessi mál. Athygli vakti að drengir nota mun víðari tekjuskala þegar þeir leggja mat á starfstekjur. Drengir gera ráð fyrir mun hærri tekjum en stúlkur og svo virðist sem stúlkur „sjái“ beinlínis ekki efstu stig launaskalans. Strákarnir spyrja um launin, en stúlkurnar um virðingu starfsins. Þessi greining gæti reynst vel í þeirri viðleitni í uppeldi barna til að vinna á launamisrétti kynjanna, því kyn virðist skipta máli í uppeldinu.16 Sigríður Matthíasdóttir varði doktorsritgerð sína við heim- spekideild Háskóla Íslands og opinberaðist þar að sjálfsmynd hins sanna Íslendings sem mótaðist 1900–1930 var í raun karl- læg, a.m.k. naut hinn borgaralegi karlmaður góðs af henni. Karl- maðurinn mátti vera einstaklingshyggjumaður en konan átti á hinn bóginn að tákna þjóðlega fortíð. Hlutverk kvenna mótaðist því í andstöðu við einstaklingshyggju nútímans og varð því valda- leysi þeirra á opinberum vettvangi hlutskipti þeirra. Konur súpa enn seyðið af þeirri sjálfsmynd sem mótaðist í upphafi 20. aldar og er hún hluti af skýringunni á stöðu þeirra í dag, og styður kenninguna um að kyn skipti máli.17 Kyn skiptir öllu máli og er eldfim pólitísk breyta vegna þess að kynið merkir hlutverk út frjá sjónarmiði hefðar, hugmynda og samfélags. Það kveður á um stöðu í hugum of margra og er tengt ákveðnum þáttum eins og heimili, uppeldi, völdum og við- skiptum. Það er ekki tilviljun að á síðastliðnum 90 árum hefur kona aldrei gegnt embætti forsætisráðherra eða bankastjóra. Verðleikarnir eru til staðar, hæfileikarnir, þekkingin, gáfurnar og reynslan, en það sem hindrar konur í þessum efnum er kynið, og það er kynið sem opnar körlum dyr. Þetta er félagslegt órétt- læti, sem hægt er að breyta ef vilji er fyrir hendi og sem er verð- ugt verkefni á þessu afmælisári 90 ára kosningaréttar alls al- mennings. „Ekki er hægt að tala um lýðræði fyrr en jöfn þátttaka karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins hefur ver- ið tryggð,“ var skráð af skrifstofu jafnréttismála í september 1997 og að „einungis með því að konur og karlar sitji við sama borð þegar áhrif og völd eru annars vegar sé hægt að segja að skilyrðum lýðræðisins sé fullnægt.“ Þessi fullyrðing fellur ekki úr gildi, jafnvel þótt enn séu fundnar leiðir til að koma í veg fyrir fullgildingu hennar, oft með hjálp „sérstakra aðgerða“.18  Tilvísanir: 1. Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Rangfærslur stuðningskvenna Bolla Thoroddsens. 11. ágúst 2004, www.tikin.is. 2. Konur og karlar 2004. Umsjón Sigríður Vilhjálmsdóttir. Hagstofan 2004. 3. Björn Ingi Hrafnsson. Jafnrétti kynjanna í íslenskum stjórnmálum. 22. maí 2004, Morgunblaðið. 4. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000. II. kafli, 7. gr. Jafn- réttisráð. 5. Jafnréttislög barn síns tíma. 7. apríl 2004. Morgunblaðið 6. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000. III. kafli. 20. gr. Þátttaka í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera. 7. Þingskjal nr. 1870. www.althingi.is/altext/130/s/1870.html 8. Erla Hulda Halldórsdóttir. „Ómerkilegt smámál“. 21. október 2004, Morgunblaðið 9. Nasrin Shahinpoor, gestaprófessor við Butler University í Bandaríkjunum, flutti erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands. 27. apríl 2004. 10. Malin Rönnblom stjórnmálafræðingur flutti erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í Háskóla Íslands 23. ágúst 2004. 11. Ragnhildur Arnljótsdóttir. Virðingin fyrir verkunum. 12. september 2004. Morg- unblaðið. 12. Þorgerður Þorvaldsdóttir. Endurpegla ekki þá þjóð sem í landinu býr. 30. janúar 2004. Morgunblaðið. 13. Fékk rýtingsstungu í bakið frá KSÍ. 18. desember 2004. DV. 14. Vegna umfjöllunar um verðlaunafé, 2. júní 2004. www.ksi.is 15. Andrea Ósk Jónsdóttir og Þórunn Hafstað. Viðhorf og veruleiki kynjanna. 19. júni 2004, bls. 21–22. 16. Gunnar Hersveinn. Ólík hugsun kynjanna um störf. Tímaritið 19. júní 2004, bls. 14–15. 17. Sigríður Matthíasdóttir. 2004. Hinn sanni Íslendingur. Háskólaútgáfan. 18. Samþætting - Ný leið til jafnréttis kynjanna, Skrifstofa jafnréttismála, september 1997. 2004 Morgunblaðið/ÞÖK Helena Ólafsdóttir Höfundur er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Sigríður Matthíasdóttir Siv Friðleifsdóttir Björn Bjarnason Ragnhildur Arnljótsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.