Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. janúar 2005 | 13 Paul McCartney ætlar að notatækifærið þegar hann leikur í hálfleik á Super Bowl-ruðnings- leiknum nú í febrúar og kynna tón- leikaferð sem hann mun leggja upp í næsta haust um Norður- Ameríku. Alls stefnir hann á að leika á 37 tónleikum þar vestra en hann vinnur nú að gerð nýrrar plötu. Herma fregnir úr ólíkum áttum að McCartney sé að vinna plötuna með mörgum ólíkum upp- tökustjórum og meðspilurum. Nigel Goodrich, sem unnið hefur með Radiohead, Beck, Travis og Divine Com- edy, hefur tekið upp nokkur laganna með gamla bítilnum og fékk til sam- starfs við þá tónlistarmanninn James Faulkner, til að leika á gít- ar. Faulkner gaf einmitt út árið 2001 allsérstæða plötu sem heitir Bedtime With The Beatles þar sem Faulkner leikur vel valin lög Bítlanna í vögguvísuútsetningum. „Ég gaf Paul eintak af plötunni og honum fannst hún frábær,“ sagði Faulkner í spjalli við Billboard.- com síðla síðasta árs.    Einn af helstu samstarfs-mönnum McCartneys síðustu árin, Elvis Costello, er nú að semja sína fyrstu óperu. Er hún byggð á óendurgoldinni ást danska ævintýrasmiðsins Hans Christian Andersen til sænskrar konu. „The Secret Arias“ er byggð á lögum sem Andersen samdi sér- staklega fyrir Jenny Lind, sópr- ansöngkonu sem kölluð var „sænski næturgalinn“. Þótt hann hafi þráð hana ofurheitt tókst hon- um aldrei að vinna hug hennar, samkvæmt Henrik Engelbrecht, yfirdramatúrg Konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn sem pantaði verkið sérstaklega frá Costello. Talið er að Andersen hafi samin söguna um Næturgal- ann með Lind í huga. „Elvis féll um leið fyrir þessari hugmynd og þegar við hittum hann fyrir 18 mánuðum til að ræða hana, þá var hann þá þegar kominn með skýra hugmynd um óperuna,“ segir Engelbrecht. Verkið verður frumsýnt árið 2006 á litla tilraunasviði nýja óp- eruhússins, sem tekur 200 manns í sæti. Gert er ráð fyrir að farið verði með óperuna í sýningarferð um heiminn eftir að sýningum lýkur í Kaupmannahöfn. Engilbrecht staðfesti enn fremur í samtali við Billboard.com að óperan verði gef- in út á plötu og mynddiski. Costello hefur áður samið sí- gilda tónlist með sænsku sópr- ansöngkonunni Anne Sofie Von Otter og Brodsky-kvartettinum og gaf út tónverkið „Il Sogno“ á merki Deutsche Grammophon. Hann hyggst frumflytja verk sín fyrir óperuna „The Secret Arias“ á tónleikum í nýja óperuhúsinu næsta haust. Costello gaf út rokkplötuna The Delivery Man ásamt sveit sinni The Imposters síðla síðasta árs. Platan fékk víða mjög góða dóma og færði Costello tvær tilnefn- ingar til Grammy-verðlauna, fyrir bestu rokkplötuna og besta flutn- ing hljómsveitar á rokklagi („Monkey to Man“). Costello held- ur röð tónleika í Bandaríkjunum í mars og apríl. Erlend tónlist Paul McCartney Elvis Costello Þeir eru ófáir sem enn sleikja sárinvegna andláts bandarísku nýbylgju-sveitarinnar Pavement. Þótt sumareyndar greini stórlega á um það þá skal það fullyrt hér að sveitin var á hátindi sköpunarkrafts síns, orðin einhver sú allra besta, þegar svanasöngurinn Terror Twilight kom út á vormánuðum 2000. Umdeild plata meðal harðnaðra Pavement- fylgjenda en hreint og klárt meistaraverk frá þessum bæjardyrum séð. Það reynd- ist mörgum þyrnir í augum að sveitin var þá hætt að vera samvinnuverkefni þeirra Stephens Malkmusar og Scotts Kannbergs, hinn síð- arnefndi átti ekkert lag á Terror-plötunni sem þótti vera fyrsti vísirinn að endalokunum sem innsigluð voru á tónleikum sveitarinnar í Lond- on Brixton Academy í nóvember 2000. Sex og hálfu ári áður var samvinna þeirra æskufélaga Malkmusar og Kannbergs, sem ætt- ir eiga að rekja til Stockton í Kaliforníu, í full- um blóma, þegar þeir unnu saman að annarri plötu undir Pavement-nafninu, sem síðar átti eftir að fá nafnið Crooked Rain, Crooked Rain. Þótt engum dyldist það, allt frá því fyrsta smá- skífan undir nafni Pavement kom út árið 1989, að sveitin væri afkvæmi þeirra tveggja fyrst og fremst þá var það samt á allra vitorði er Pave- ment skelltu sér í hrörlegt en dugandi hljóðver á 8. hæð í gömlu stórhýsi í New York í 1994, að nú væri þetta í fyrsta sinn orðin alvöru hljóm- sveit. Svo var meira að segja talið þegar fyrsta breiðskífan, hin margrómaða Slanted & Enc- hanted, kom út árið 1992 að þar væri á ferð tímabundið samstarfsverkefni manna sem ætl- uðu svo hver í sína áttina. En þegar Pavement varð skyndilega helsta dálæti hrifnæmra há- skólaútvarpskrakka og annarra unnenda neð- anjarðartónlistar þar vestra reyndist ekki aftur snúið og sveitin var komin á kaf í pakkann; við- töl, myndatökur og tónleikaferð. Rokksagnfræðingar með fjörugt ímyndunarafl hafa lýst yfir að Pavement sé áhrifamesta neð- anjarðarsveit 10. áratugarins í Bandaríkjunum, hafi gegnt sama hlutverki og R.E.M. gerði á þeim 9. Crooked Rain hafi því sumpartinn verið Reckoning, að því gefnu að Slanted hafi verið Murmur. Því var líka spáð að önnur platan myndi hysja sveitina upp á yfirborðið, rétt eins og hafði gerst með R.E.M. – Atlanta-útgáfufyr- irtækið tók meira að segja að sér að dreifa henni fyrir litlu Matador-útgáfuna. Gekk það líka eftir að sumu leyti; „Cut Your Hair“ komst í spilun á MTV og fór inn á topp tíu „nýrokk- lista“ Billboards. En uppá yfirborðið fór Pave- ment aldrei. Þeir hjá Matador-útgáfunni tóku sig til árið 2002 og gerðu gríðarlega metnaðarfulla endur- útgáfu af Slanted með yfir 30 aukalögum. Crooked Rain hefur nú fengið sömu höfðinglegu meðhöndlunina – 49 laga tvöföld plata með hvorki fleiri né færri en 37 aukalögum, þar af 25 upptökum sem aldrei hafa komið út áður. Þessi gríðarlegu afköst sveitarinnar og gæði laganna sem á sínum tíma komust ekki á plöt- urnar eru vitnisburður um gríðarlega sköp- unargleði sveitar sem þó átti nóg inni. Sjálf platan Crooked Rain hljómar líka alveg eins meiriháttar vel og hún gerði fyrir rúmum ára- tug. Meira regn takk. Úrhellis rigning Poppklassík Skarphéðinn Guðmudsson skarpi@mbl.is Pavement Þ egar Dave Gilmour, gítarleikari Pink Floyd, kom með Kate Bush á fund frammámanna EMI útgáf- unnar var hún aðeins sextán ára. Þeir hrifust af hæfileikum stúlk- unnar og gerðu við hana útgáfu- samning. Síðan sögðu þeir henni að taka sér tíma til að semja meira af tónlist, læra að dansa og standa á sviði – undirbúa sig fyrir það að verða starfandi tónlistarmaður. Þetta var um miðjan áttunda áratuginn og í dag hugsa menn öðruvísi; ef slík hæfileikastúlka kemur á fund útgáfurisa í dag er henni hent hálfberri inn í myndver að engjast og stynja svo hægt sé að selja sem mest af henni áður en hún verður of gömul (kemst á þrítugsaldurinn). Það er alsiða að ungmenni flytji tónlist og slái í gegn fyrir vikið, gleymum ekki Robertino sem gekk aftur svo eftirminnilega á þarsíðasta ári, og svo má nefna Frankie Lymon, Michael Jackson, sem varð frægur sex ára og heims- stjarna ellefu ára, Osmonds syskinin, Hanson bræður, Britney Spears og svo má lengi telja. Víst fór illa fyrir mörgum þessara barna og fer enn – mörg féþúfur foreldra sinna eða nákom- inna, öðrum ætlað að uppfylla drauma foreldr- anna sjálfra um frama. Tólf og tíu ára Því er þetta rifjað upp hér að fyrir þremur mán- uðum kom út vestan hafs breiðskífa með stúlk- um sem kalla sig Smoosh. Smoosh-systur eru þær Asya og Chloe, Asya, sem er tólf ára, leikur á hljómborð og syngur, og semur reyndar líka lögin, og Chloe, sem er tíu ára, leikur á tromm- ur. Platan heitir She Like Electric og stingur í stúf við allt ofangreint, hljómar eins og alvöru tónlist alvöru tónlistarmanna, ekki er annað að sjá og heyra en enginn sé að segja þeim stúlkum fyrir verkum. Snemma bar á tónlistarhæfileikum þeirra Asya og Chloe – þær voru farnar að taka þátt í hæfileikakeppnum sex ára gamlar, en léku þá báðar á píanó. Asya gafst þó upp á píanóinu er hún varð eldri, fannst leiðinlegt að vera alltaf að spila það sem aðrir sögðu henni að spila. Chloe hætti líka, langaði líka að breyta til. Foreldr- arnir hafa víst ekki ýkja mikinn áhuga á tónlist, eða höfðu í það minnsta ekki framan af. Þó segir sagan að faðir stúlknanna, sem er læknir, hafi komist yfir gamla fiðlu og ákvað þá að hann langaði einmitt til að læra á slíkt hljóðfæri. Fjölskyldan fór í hljóðfæraverslun að láta kíkja á fiðluna og kaupa í hana strengi. Á meðan þau biðu eftir afgreiðslu röltu systurnar í slag- verkshluta verslunarinnar. Þar hittu þær fyrir Jason McGerr afgreiðslumann, kennara í helsta slagverksskóla borgarinnar og trymbil þeirrar ágætu hljómsveitar Death Cab For Cutie. McGerr sýndi þeim trommusett sem Chloe leist vel á, en það gerði útslagið að hann lofaði henni nokkrum ókeypis trommutímum ef hún fengi sér settið. Tónlistarlegur ágreiningur Þegar McGerr var búinn að kenna Chloe um hríð lagði hann til að hún fengi sér einhvern að spila með til að fá meiri tilfinningu fyrir trommuleik í hljómsveit. Hún fékk Asya til að fara að spila á píanóið aftur en nú lög sem Asya hafði samið sjálf, ekki tónlist eftir aðra. Chloe spilaði síðan nokkur lög eftir systur sína fyrir McGerr og honum leist svo vel á að hann bauðst til að taka upp nokkur lög með þeim stúlkum sem varð svo til þess að þær ákváðu að vinna saman í hljómsveit. Áður en samstarfið gæti hafist formlega urðu þær þó að leysa tónlistarlegan ágreining; Chloe vildi spila pönk og kalla sveitina Crashsound, en Asya var ekki eins mikill pönkari í sér. Á end- anum sættust þær á að spila sittlítið af hverju; smá pönk, ballöður, popp og jafnvel hiphop. Þær völdu samstarfinu nafnið Smoosh og fjöl- skykdan kom upp vefsetri til að selja heima- brenndar upptökur. Vendipunktur í sögu Smoosh var svo er þær spiluðu á rokkhátíð stúlkna í Seattle og fengu frábæra dóma fyrir í blöðum í Seattle. Í fram- haldinu spiluðu þær nokkrum sinnum í útvarps- þætti og fóru svo að hita upp fyrir Death Cab for Cutie og Sleater- Kinney. Í framhaldinu var þeim boð- inn útgáfusamningur hjá útgáfu í Seattle er kallast Pattern 25. Öryggi æskunnar Fyrstu breiðskífuna, She Like Electric, tóku systurnar upp í hljóð- veri með upptökustjóranum Johnny Sangster sem frægur er fyrir vinnu sína með sveitum eins og Mudhoney og The Posies, en að sögn tók aðeins þrjá daga að taka skífuna upp. Það heyrist vel að Sangster er lítið að skipta sér af hlutunum, leyfir þeim Smoosh-systrum að ráða ferðinni að mestu og lítið er sýslað við lögin eftir á, helst að Asya raddi með sjálfri sér. Fyrir vikið kemur vel fram það sem menn kunna einna best að meta við plötuna; ekki er bara að lögin séu góð heldur eru þau flutt af svo miklu ör- yggi, öryggi æskunnar sem ekki veit hvað er ekki hægt og lætur þvílíkt því ekki þvælast fyrir sér. Þær spila af krafti stelpurnar og syngja og gera talsvert betur en obbinn af því sem haldið er að plötukaupendum. Víst ýt- ir það undir ánægjuna af plötunni að vita hvað þær eru gamlar, eða kannski réttara að segja hversu ung- ar þær eru, en músíkin á plötunni stendur vel fyrir sínu hvernig sem á það er litið og þætti prýðileg plata fullorðinna tónlistarmanna. Faðir stúlknanna er umboðsmaður þeirra og leggur mikla áherslu á að tónlistariðkanin komi ekki niður á náminu eða annarri tómstundaiðju eins og fótboltaæfingum. Hann leggur áherslu á að ekki sé unnið eftir neinni sérstakri áætlun, þau taki einn dag í einu og leyfi stúlkunum að ráða ferðinni. Eitt af því sem foreldrar stúlkn- anna gæta vandlega er að fullt nafn þeirra komi ekki fram, aðallega til að fá að vera í friði fyrir fjölmiðlum og uppáþrengjandi músíkmógúlum, en einnig til þess að þær geti hætt í bransanum hvenær sem þeim sýnist svo. Fróðlegt verður að sjá hvort Disney- apparatið leiti þær stöllur uppi, hvað gerist þeg- ar arftakar Mikka Mús klúbbsins banka upp á og bjóðast til að gera þær heimsfrægar eins og Britney Spears og Christina Aguilera á sínum tíma. Reyndar er tónlistarsmekkur þeirra systra nokkuð frábrugðinn þeirri tónlist sem mest er hampað þar á bæ, þær halda upp á Nirvana og Interpol, og því ekki beint hætta á að þær eigi eftir að búa sig eins og gleðikonur og engjast frammi fyrir myndavélunum. Það verð- ur svo gaman að heyra hvað gerist þegar næst- yngsta systirin, Maya, sem er á níunda ári, slæst í hópinn, en til stendur að hún leiki á bassa og þá ætlar Chloe að spila á raftrommur og Asya á gítar. Þá geta þær kannski látið þann draum sinn rætast að fá að hita upp fyrir The Shins og The Strokes. Smoosh rokkar! Í sífelldri leit að söluvarningi víla útgáfurisarnir ekki fyrir sér að nýta sakleysi æskunnar sem söluvarning – gera sífellt út yngri tónlistarmenn. Stúlkurnar í Smoosh, sem ekki hafa einu sinni náð unglingsaldri, fara aftur á móti eigin leiðir. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Unglingsstelpurnar í Smoosh.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.