Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. janúar 2005 | 11 Fjölskyldusaga breska rithöfund-arins Carole Cadwalladr er einkar metnaðarfull frumraun að mati gagnrýnanda New York Times sem segir Cadwalladr búa yfir sér- lega skemmtilegum og kaldhæðnum húmor. Sagan nefnist Family Tree eða Fjölskyldutréð og segir þar frá því klassíska viðfangsefni sem hin vanhæfa breska fjölskylda er og virðist því í fyrstu lítið annað en klassískur farsi. Söguna segir Re- becca Monroe, fræðimaður í hluta- starfi, sem er að kanna sögu fjöl- skyldu sinnar og nær Cadwalladr að mati gagnrýnandans að beita húm- ornum svo skemmtilega fyrir sig að lesandinn getur ekki annað en fundið til vissra óþæginda gagnvart sögupersón- unum á sama tíma og hann veltist um af hlátri. Enda tvinnar Cadwalladr saman sársauka, depurð og húmor á jafn átakalausan hátt og frásagnir úr fortíð og nútíð eru ofnar saman.    Hinn þekkti breski rithöfundurIan McEwan gefur degi í lífi taugaskurðlæknis alþjóðlegar víddir í nýjustu bók sinni Saturday eða Laugardagur. Sagan er látin gerast á sólarhring í lífi mikilsvirts tauga- skurðlæknis, Henry Perone. Leggur höfundurinn sig í líma við að draga upp mynd af hversdeginum og veltir í leiðinni upp spurningum á borð við hvort hægt sé að einangra sjálfan sig gegn áhyggjum heimsins. Líkt og í mörgum fyrri sögum McEwan má lesandinn þó búast við óvæntri árás á sjálf- umglatt öryggi þeirra sem telja sig hulta fyrir áföllum, auk þess sem að í gegnum skrifin skín sami hæfileikaríki höf- undur og í fyrri verkum hans.    Nýjasta bók Astrid Saalbach erbæði hrá og öflug að sögn gagnrýnanda danska blaðsins In- formation. Bókin nefnist Månens an- sigt, eða Ásýnd tunglsins eins og hún gæti verið kölluð á íslensku, og geymir 16 gamlar og nýjar smásögur sem hafa raunar sumar komið út áð- ur, árið 1985, undir þessu sama nafni. Að sögn gagnrýnandans er það ótrúlega staðfastur rithöfundur hvað varðar efnisval og -tök sem birtist lesandanum í gegnum skrifin og sýnir Staalbach sem dularfullan en jafnframt heillandi höfund er eigi auðvelt með að finna ljóðrænu hvers- dagsins.    Japanski rithöfundurinn HarukiMurakami, sem telst einn vin- sælasti og frumlegasti rithöfundur heims um þessar mundir, sendi ný- lega frá sér bók- ina, Kafka on the Shore eða Kafka við ströndina eins og þýða mætti heitið gróflega á íslensku og segir þar frá tveimur sterkum persónu- leikum. Hinn fimmtán ára gamli Kafka Tamura hefur hlaupist að heiman, annaðhvort til að flýja óhugnanlegan spádóm í anda Ödipusar eða til að leita uppi löngu horfna móður sína og systur. Hinn aldraði Nakata sem aldrei jafnaði sig á hörmungum stríðsins lendir hins vegar skyndi- lega í því að mjög svo einfalt líf hans tekur skyndilegum stakkaskiptum. Ferð þeirra Nakata og Kafka reynist lesandanum síðan jafn dularfull og þeim sjálfum þótt hún sé krydduð með líflegum lýsingum af sam- ferðamönnum og heillandi við- burðum. Þannig ræða kettir og menn sam- an í mesta bróðerni, draugum líkur melludólgur er með gleðikonu í sinni þjónustu sem sífellt vitnar í Hegel, skógur einn geymir hermenn sem ekki hafa elst frá því í heimsstyrjöld- inni síðari og úrhellisdembur af fiski falla af himnum ofan. Erlendar bækur Ian McEwan Haruki Murakami F yrirbærið flugvélabókmenntir þekkja allir núorðið, bækur sem henta til að lesa til að stytta sér stundir í flugferð á milli landa, gripnar á vellinum, lesnar á leið- inni og síðan hent í ruslið á hót- elinu áður en haldið er heim. Flugvélabækur eru misjafnar, gjarnan lögfræðingaspennubæk- ur að hætti Lescroarts, Margolins, og Martini, stundum hryllingssögur – King, Gaiman, Koontz , Barker og Rice, spennu/glæpasögur – Brown, Cornwell, Ellroy og Conn- elly, létt-bókmenntir - Roth, Auster og Toibin, lífsgátubækur - Albom, Chopra, Coelho, og svo má telja. Konungur flugvélabókmenntanna er þó John Grisham, eins og sannast á ótrúlegum vinsældum hans í gegn- um árin. Ekki er bara að hann kann öðrum bet- ur að skrifa yfirborðskenndar spennubækur sem hægt er að gleyma sér yfir, heldur eru þær hæfilega langar til að duga í meðallanga flug- ferð. Kann best við sig í réttarsalnum John Grisham skrifar mikið um lögfræðinga og kann líka best við sig í réttarsalnum og á bestu sprettina þar. Hinn þekkti lögfræðiprófessor Al- an M. Dershowitz lét þau orð falla í grein í New York Times fyrir skemmstu að obbinn af ný- nemum við lagadeild Harvard-háskóla hefðu þekkingu sína á réttarkerfinu að mestu leyti úr bókum Grishams eða kvikmyndum sem gerðar eru eftir þeim. Fyrir vikið segir Dershowitz að þeir hafi réttari mynd af kerfinu en helgimynd- in af stofnunum sem hafnar séu yfir alla pólitík þó lýsingar Grishams séu vissulega ýktar. Gris- ham var og starfandi lögmaður þegar hann byrjaði að skrifa, eða svo segir sagan í það minnsta: Hann var lögmaður í áratug í smábæn- um Southaven (ríflega 20.000 íbúar), en einnig þingmaður á fulltrúaþingi Mississippi í sjö ár. Eitt sinn er hann var staddur í dómhúsi Des- soto-sýslu heyrði hann framburð tólf ára fórn- arlambs nauðgunar sem vakti hjá honum hug- mynd að skáldsögu. Þá bók, A Time to Kill, skrifaði hann svo á morgnana næstu þrjú árin, vaknaði kl. fimm á hverjum morgni til að skrifa nokkrar setningar áður en hann hélt í vinnuna. Þegar Grisham lauk við bókina, 1987, hafði enginn áhuga á að gefa hana út, en að lokum gaf smáfyrirtæki hana út sumarið 1988, fyrsta prentun var 5.000 eintök. Grisham gafst ekki upp þó viðtökurnar væru dræmar, var þá þegar komin af stað í næstu bók, The Firm, og seldi Paramount rétt til að kvikmynda þá bók áður en hún kom út. Þar með var boltinn farinn að rúlla, skyndilega vildu allir gefa hann út. Ein á ári og stundum tvær The Firm kom út 1989 og þaut upp met- sölulista, varð á endanum mest selda bók þess árs vestan hafs það ár. Upp frá því hafa bæk- urnar komið reglulega, ein á ári og stundum tvær: The Pelican Brief kom 1992, The Client 1993, The Chamber 1994, The Rainmaker 1995, The Runaway Jury 1996, The Partner 1997, The Street Lawyer 1998, The Testament 1999, The Brethren 2000, jólasagan Skipping Christmas og A Painted House, sem er sjálfsævisöguleg, 2001, The Summons 2002, King of Torts 2003 og ruðningssagan Bleachers 2003, The Last Juror 2004 og svo kom The Broker út í síðustu viku. Allar hafa bækurnar selst vel, sumar ótrú- lega vel. Alls hafa þær verið gefnar út í sextíu milljónum eintaka og þýddar á 27 tungumál, þar á meðal á íslensku. Eins og kvikmyndahandrit Sjö bókanna hafa verið kvikmyndaðar, The Firm, The Pelican Brief, The Client, A Time to Kill, The Rainmaker, The Chamber og A Paint- ed House, en víst er að þær verða fleiri; þær eru skrifaðar nánast eins og kvikmyndahandrit með skýra og skipulega framvindu og ítarlegar umhverfislýsingar. Persónurnar eru að vísu allt- af þær sömu þegar grannt er skoðað og ekki ýkja merkilegar, en kemur ekki að sök ef fram- vindan er nógu hröð. Svona rétt til að halda sér í þjálfun tók Grish- ránlegur þessi söguþráður er og framvindan eft- ir því. Fléttan er sundurlaus og gloppótt og víða þarf lesandinn að leggja af alla rökhugsun. Grisham veit greinilega sjálfur að hann er á hál- um ís í hátækninni og biðst afsökunar á því hve hann klæmist á tækninni. Fljótlega kemur í ljós að gervihnettirnir sjálf- ir skipta engu máli, þeir eru bara til að miða sögunni áfram, dæmigert McGuffin líkt og í Möltufálkanum, eitthvað sem allir eltast við en skiptir söguna ekki máli þegar upp er staðið. Grisham biðst einnig afsökunar á njósnaflétt- unni, sem er eins gott, því hún er ótrúlega klén. Persónurnar eru allar góðkunningjar lesenda Grishams, jafn einfaldar og yfirborðskenndar sem forðum. Sögusviðið er líka ósannfærandi þó Bologna-borg sé lýst af natni - reyndar svo mik- illi natni að- á köflum er The Broker líkari ferðahandbók fyrir Bologna en spennusögu, svo miklu rými er varið í að lýsa kaffihúsum og veitingastöðum og drjúgur tími fer í að segja frá því helst er að sjá í þeirri annars ágætu borg. Skyndikynni sem gleymast um leið og þeim er lokið Spennan í bókinni byggist aðallega á því að les- andinn veit það sem söguhetjan veit ekki, þ.e. að hann er agn og fjöldi manna vill hann feigan. Til þess að viðhalda þeirri spennu þurfa les- endur að kunna vel við viðkomandi, hafa af hon- um áhyggjur, óska þess að honum verði ekki unnið mein. Þar er hængurinn því Grisham tekst ekki að gera úr Backman viðkunnanlega persónu – satt best að segja er manni hunds- ama um afdrif hans og samviskubitið yfir því að hafa verið að selja hernaðarleyndarmál óvin- veittu ríki sem nagar hann í eina setningu er vægast sagt ótrúverðugt. Ástarmálin verka ekki síður afkáraleg, Back- mann alræmdur hórkarl, ef marka má frásagnir af lífi hans áður en hann var settur inn, en hitt- ir síðan konu á Ítalíu sem hann fellur flatur fyr- ir og hún fyrir honum - nánast af skyldurækni. Lokauppgjörið er svo til að kóróna þessu veislu fáránlegra uppákoma og rökleysis, en af tillitssemi við hugsanlega lesendur er ekki rétt að greina nánar frá því. Þeir skella vísast flestir uppúr þegar þar að kemur. Það er þó ekki rétt að vera dómharður, bæk- ur sem The Broker eru ekki bækur sem á að hugsa um, þær eru hispursmeyjar bókmennt- anna, skyndikynni sem gleymast um leið og þeim er lokið. The Broker er bók sem passar að lesa í flugferð á milli Íslands og Evrópu, þriggja tíma bók eða svo – ágætis skemmtun þegar flugvéladrunur og loftleysi eru búin að deyfa alla hugsun. Svo hendir maður henni á leið- arenda. am sér frí frá ritstörfum í nokkra mánuði 1996 og sneri aftur í dómhúsið, en hann sótti þá dán- arbótamál fyrir fjölskyldu járnbrautarstarfs- manns (og vann málið, vitanlega). Hann lét það þó ekki koma í veg fyrir að bók eftir hann kæmi út 1997 og þykir ekki síðri en aðar bækur hans. Eins og aðrar Grisham-bækur The Broker er eins og aðrar Grisham-bækur – lögmaður glímir við samvisku sína, gerði eitt- hvað af sér forðum en endurheimtir nú sjálfs- virðinguna með þrekvirki, eða lymskubragði eða ráðsnilli, oftast allt samtímis. Í nýju bókinni er umgjörð sögunnar nokkuð frábrugðinn – lög- maðurinn, Joel Backman, sem aflað hefur sér frægðar fyrir færni við að þrýsta málum í gegn- um Bandaríkjaþing, situr í fangelsi fyrir að hafa reynt að selja annarri þjóð aðgang að fullkomnu gervihnattakerfi. Þó búið sé að koma honum á bak við lás og slá vita leyniþjónustumenn vestan hafs ekki hvaða ríki á hnettina og ekki heldur hver vildi kaupa. Þeir koma því svo fyrir að lög- maðurinn er náðaður og sendur úr landi, til Ítalíu, enda þykjast þeir vita að hann verði myrtur af flugumönnum þeirrar þjóðar sem hnettina á og eignarhaldið verði ljóst í fram- haldinu. Ekki þarf mikla athyglisgáfu til að sjá hve fá- Hispursmeyjar bókmenntanna Nýjasta skáldsaga Johns Grishams nefnist The Broker. Hún er eins og aðrar Grisham-bækur – lögmaður glímir við samvisku sína, gerði eitt- hvað af sér forðum en endurheimtir nú sjálfs- virðinguna með þrekvirki, eða lymskubragði eða ráðsnilli, oftast allt samtímis. Greinarhöf- undur segir slíkar bækur vera hispursmeyjar bókmenntanna, skyndikynni sem gleymast um leið og þeim er lokið. John Grisham Konungur flugvélabókmenntanna. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.