Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. janúar 2005 allir íslenskir ráðamenn sammála þessu og telja má fullvíst að Vestfirðingar hafi verið sæmilega vopnum búnir fram á 17. öld eða að minnsta kosti fylgdarmenn þeirra Magnúsar prúða og Ara son- ar hans sem stóð fyrir Spánverjavígunum 1615. Að sögn Björns á Skarðsá, sem þótti roluhátt- ur landa sinna slá öll met og vildi betri varn- arviðbúnað landans, riðu Vestfirðingar seinastir til alþingis með vopnað fylgdarlið en þá hafi höfð- ingjar almennt riðið á þing með vopnlaust fylgd- arlið. Þetta mun hafa tíðkast eftir vopnabrotið og styðja þessi ummæli það að vopnabrot hafi átt sér stað. Þá greinir Jón Ólafsson Indíafari frá vopna- burði og liðsafnaði bænda í byrjun 17. aldar (1604) í reisubók sinni og segir að „… þá gengu allir skattbændur með þrískúfaða atgeira sem hingað á umliðnu ári fyrir þetta fluttust til kaups eftir kónglegrar Majestets skikkan og befaln- ingu“. Þarna stóð konungsvaldið fyrir vopnasend- ingu til landsins og ætlaðist til þess að Íslend- ingar vopnuðu sig sjálfir og verðu. Einhver sinnaskipti hafa því átt sér stað í „herbúðum“ konungsmanna gagnvart vopnaeign Íslendinga eftir vopnabrotið á sjöunda áratug 16. aldar því að þetta var önnur vopnasending konungs til Ís- lands sem vitað er um en engar áætlanir voru um að stofna varnarlið á þessum tíma. Tyrkjaránið og afleiðingar þess Tyrkjaránið 1627 átti eftir að kollvarpa Íslands- sögunni og varpa ljósi á hversu sinnuleysið hafði verið mikið um varnarmál landsins af hálfu stjórnvalda. Það verður ekki farið út í þá sögu hér en afleiðingin varð sú að Tyrkjahræðsla varð landlæg á Íslandi og jafnframt þótti sá atburður sýna að lítil vörn var í danska flotanum og sýnd- ist Íslendingum landvarnir Dana beinast fremur gegn verslunaratferli landans en lögbrotum útlendinga. Mest hafði þessi atburður áhrif á íbúa Vestmannaeyja en þær urðu verst úti í hernaði hinna suðrænu sjóræningja. Vestmannaeyingar huguðu því öðrum fremur að varnarmálum. Þeir kröfðu stjórnvöld um aðgerðir og viðbrögðin voru að þau hröðuðu viðgerðum á gamla varna- virkinu, Skansinum, sem var upprunalega byggt árið 1586. Danskur herforingi var feng- inn til að hafa umsjón með landvörnum frá Skansinum. Starf hans fól í sér að skipuleggja vökur á Helgafelli og að hafa gát á skipum. Hann átti einnig að stofna og þjálfa upp herlið heima- manna. Æfingar voru haldnar einu sinni í viku og voru allir byssufærir menn skyldaðir til þátttöku. Árið 1639 tók Jón Ólafsson Indíafari við stöðu byssuskyttu við Skansinn og eftirmaður hans og síðasta byssuskyttan var Gunnar Ólafsson. Vestmannaeyingar héldu að sögn vökur á Helgafelli fram yfir árið 1700 en áhrifa Tyrkjaránsins gætti næstu tvær aldir eða langt fram á 19. öld eins og vikið verður að síðar. Ráðagerðir um stofnun landhers á Íslandi 1785 Alvarlegustu hugmyndir um stofnun ís- lensks landhers fyrir allt landið hingað til voru settar fram á alþingi 1785. Hvatamenn þessarar ráðagerða voru helstu ráðamenn þjóðarinnar, Hans von Levetzov stiftamtmaður, Stefán amt- maður Þórarinsson og Björn Markússon lögmað- ur en ráðstefna um málið var haldin að frum- kvæði danskra stjórnvalda. Ráðstefnan átti að kanna hvort æskilegt og mögulegt væri að stofna slíkan her og með hvaða hætti. Í kjölfar ráðstefnunnar var gerð ítarleg áætl- un um það hvernig þjálfun slíks her færi fram, tillögur að vopnabúnaði og herbúningi lagðar fram. Lagt var til að þrjú hundruð manna her yrði stofnaður með sex til þrjátíu og tveggja manna sveit í hverri sýslu. Hermennirnir skyldu launaðir með hærri sköttum á bændur og dátum heitið hreppstjóratign að lokinni herþjónustu. Ekki var látið standa við orðin tóm því að gerð var könnun í suðuramtinu 1788 á því hverjir vildu gefa sig fram í landvarnarlið og hvaða vopn þeir hefðu tiltæk og um leið fór herútboð fram. Í ljós kom að rúmlega 600 manns voru tiltækir í varnarliðið og voru vopnin af ýmsu tagi, allt frá trélurkum til tinnubyssa. Ekki fer frekari sögum af hernaðaruppbyggingu þessari. Áætlanir Jörundar hundadaga- konungs um varnir hins nýja ríkis Næsta leik átti Jörundur hundadagakonungur 1809, sjálfskipaður verndari landsins og bylt- ingamaður. Án nokkurra blóðsúthellinga eða al- mennra viðbragða landsmanna tók hann völdin í landinu í sínar hendur. Birti hinn nýi stjórnarherra auglýsingar eða tilskipanir þar sem stjórnarstefnunni var lýst. artímum til varnar Keflavíkurflugvelli. Þeir óttuðust aðallega skemmdarverk sósíalista eða valdarán þeirra en ekki áform Sovétmanna um að leggja Ísland undir sig. Hjá íslenskum ráða- mönnum var hvorki samstaða um að fá erlent herlið né koma á íslensku varnarliði og var bágu efnahagsástandi og fámenni landsins aðallega borið við. Kalda stríðið og Kóreustyrjöldin 1950 breyttu afstöðu íslenskra ráðamanna á sama hátt til auk- innar þátttöku Íslendinga í hernaðarsamstarfi og valdaráns kommúnista í Prag 1948. Það voru því íslensk stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að því að leita til Atlantshafsbandalagsins til að styrkja varnir landsins. Niðurstaðan varð sú að þríflokk- arnir svonefndu féllu frá stefnu sinni um herleysi á friðartímum og gerðu varnarsamning við Bandaríkjamenn um vorið 1951. Hingað kom bandarískt herlið sem hefur verið m.a. staðsett á Keflavíkurflugvelli síðan. Á ýmsu hefur gengið í sambúð hers og þjóðar en í heildina tekið hefur það gengið með ágætum. Svo gerðist það í byrjun tíunda áratugarins að Bandaríkjaher tók að tygja sig til brottferðar. Í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um ör- yggis- og varnarmál árið 1993 varð grundvall- arbreyting á samskiptum ríkjanna er varðar varnarmál. Í raun lögðu Bandaríkjamenn til að horfið væri aftur til ársins 1947 þegar þeir fengu aðgang að Keflavíkurflugvelli, þar yrði stað- settur lágmarks mannskapur til að standsetja stöðina ef með þyrfti en engar trúverðugar varn- ir hafðar uppi. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951 hefur reynst bæði árangursríkt og sveigjanlegt verkfæri sem hefur staðist tímans tönn. Hinar sérstöku aðstæður sem ríktu á tím- um kalda stríðsins gerðu aðilum samningsins kleift í meira en fjörutíu ár að komast hjá því að leggja mat á þær lágmarks skuldbindingar sem að gegna. Þá var ástandið hjá nágrannaþjóð- unum allt annað, og meira að segja hefði engin þeirra þá getað tekið Ísland herskildi, þó þær hefðu viljað. Það var ekki eins auðgert að stefna her yfir höfin þá eins og nú“. Þorvaldur telur að þarna hafi Valtýr reynst forspár að því leyti, að Íslendingar hafi aldrei þurft eða treyst sér til að standa straum af vörn- um landsins. Lýðveldi var ekki stofnað á Íslandi fyrr en útséð var um hvernig vörnum landsins yrði fyrir komið enda þótt nokkur ár liðu frá lýð- veldisstofnuninni 1944 þar til varnarsamning- urinn var gerður við Bandaríkin 1951. Íslendingar lýstu þó yfir hlutleysi þegar landið varð fullvalda 1918 en treystu í reynd á vernd Dana og Breta. Hernám Breta 1940 breytti lítið skoðunum flestra í þessum efnum, að falla þyrfti frá hlutleysisstefnunni, en í lok heimsstyrjald- arinnar áttu Íslendingar í mestum erfiðleikum með að losa sig við hersetulið Bandaríkjamanna og Breta en það tókst loks 1947. Hins vegar var óljóst hvað átti að taka við. Stofnun herlauss lýðveldis á Íslandi Gangur heimsmála fór upp frá þessu að hafa bein áhrif á innan- og utanríkisstefnu landsins. Haf og fjarlægð voru ekki lengur skjöldur og verja landsins. Því leið ekki á löngu þar til að Íslend- ingar hófu að leita hófanna að viðunandi lausn á varnarmálum landsins. Um sama leyti og hug- myndir um stofnun Atlantshafsbandalagsins – NATO voru að fæðast kom upp hugmynd um sérstakt varnarbandalag Norðurlanda en fljót- lega kom í ljós að hún var andvana fædd. Samhliða undirbúningi að inngöngu Ís- lands í NATO fór fram umræða um það hvort stofna ætti íslenskan her og sitt sýndist hverjum. Um miðjan mars 1949 héldu þrír ráðherrar til Washington og ræddu við Dean Ache- son, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Lögðu þeir áherslu á sérstöðu Íslendinga sem vopnlausrar þjóðar sem vildi ekki koma sér upp eigin her, segja nokkru ríki stríð á hend- ur eða hafa erlendan her eða herstöðvar í landinu á friðartímum. Í skýrslu ráðherranna segir m.a.: Í lok viðræðnanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkjamanna: Að ef til ófriðar kæmi mundu bandalagsþjóð- irnar óska svipaðrar aðstöðu á Íslandi og var í síðasta stríði, og það myndi algerlega vera á valdi Íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Íslands. Að viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Íslandi á friðartímum. Eins og kunnugt er stóð mikill styr um þetta mál en þrátt fyrir átök og mótmæli var Atlants- hafssáttmálinn undirritaður í Washington 4. apr- íl 1949. Með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu töldu íslensk stjórnvöld að öryggisþörf Íslands væri að mestu fullnægt. Vestræn ríki kæmu þjóðinni til aðstoðar, ef til ófriðar drægi. Frá sjónarhóli Atl- antshafsbandalagsríkjanna horfði málið öðruvísi við. Þrátt fyrir fyrirvara Íslendinga við sáttmál- ann vildu yfirmenn Bandaríkjahers og Atlants- hafsbandalagsins að herlið yrði á Íslandi á frið- Því var m.a. lýst yfir að hin nýju yfirvöld áskilji sér „… rétt til styrjalda og friðasamninga við er- lend ríki; – að herliðið hefur útnefnt oss til hæstr- áðanda til sjós og lands og til yfirstjórnar í öllum styrjaldasökum“ … Jörundur lét þegar í stað hefja smíði skans á Arnarhólskletti í Reykjavík, nefndur Phelps- skans, og áætlanir voru um stofnun íslensks hers. Hér verður ekkert sagt um alvöruna á bak við fyrirætlanir Jörundar en honum var greini- lega umhugað um að varnir hins „nýja ríkis“ væru trúverðugar. Hins vegar sýndu styrjaldirnar í upphafi 19. aldar að Dönum var um megn að verja Ísland og að mál myndu lítið breytast ef Bretar yndu óbreyttu ástandi og gæfu Dönum eftir hús- bóndavaldið á Norður-Atlantshafi. Þetta ástand olli flestum Íslendingum litlum áhyggjum, þeir höfðu meiri áhuga á að öðlast einhvers konar sjálfstjórn en að stofna her. Stofnun herfylkingar í Vestmannaeyjum 1857 Einhverrar viðleitni gætti þó hjá Vest- mannaeyingum í þessa átt en árið 1853 var skip- aður nýr sýslumaður Vestmannaeyja, Andreas August von Kohl, danskur að ætt og kallaður kapteinn. Sá kapteinninn að hér væri grundvöllur fyrir því að stofna varnarsveit eða her heimamanna þar sem hér eimdi ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki. Fékk hugmynd Kohl um stofnun svonefndrar herfylkingar góðar und- irtektir í eyjum. Nokkur ár tók þó að skipuleggja þennan vísi að her og var hon- um að fullu komið á fót 1857 og starfræktur til vors 1869. Herfylkingin var skipulögð með sama hætti og tíðkaðist með venjulega heri í Evrópu á þess- um tíma; með tignarheitum, vopnum, gunnfána og einkennismerkjum. Markmið herfylkingarinnar var í fyrsta lagi að vera varnarsveit gegn árásum útlendinga. Í öðru lagi að vera lögreglusveit til að halda uppi aga og reglu á eyjunni. Í þriðja lagi að vera bindind- ishreyfing og í fjórða lagi að vera eins konar íþróttahreyfing. Líklegt má telja að stöðugur fjárskortur hafi riðið henni á slig að lokum sem og forystuleysi. Lítið gerðist í þessum málum fram að aldamótunum 1900. Deilur um landhelg- ismál milli Dana og Breta á þessum tíma og gangur heimsstyrjaldarinnar fyrri átti sinn þátt í að opna augu Íslendinga fyrir því að hér voru það Bretar sem réðu ferðinni og varnarleysi landsins væri mikið. Heimastjórn og varnir Í raun voru menn þá farnir að huga af alvöru að vörnum landsins samfara því að landið fengi fullt sjálfstæði. Þorvaldur Gylfason segir í Frétta- blaðinu hinn 19. júní 2003 að rök þeirra, sem töldu Ísland ekki hafa efni á því að slíta til fulls sambandinu við Dani fyrir 100 árum, lutu meðal annars að landvörnum og vitnar hann í Valtý Guðmundsson sem sagði árið 1906 að fullveldi landsins stæði í beinu sambandi við getuna til varnar og sagði m.a. að þó að þjóðin „… gæti það í fornöld [staðið sjálfstæð], þá var allt öðru máli Hugmyndir um stofnun íslensks hers í 400 ár Morgunblaðið/Kristján

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.