Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. janúar 2005 | 9 væng hafi léð máls á að kannski sé tími til kominn að huga alvarlega að þessum málum. En flestir hafa tekið frumkvæði Björns heldur fálega. Hafa mál staðið þannig hingað til, að þrátt fyrir að skiptar skoðanir hafi verið um veru Varn- arliðsins svonefnda, þá hefur enginn, fyrir utan Björn, bent á lausn á hvernig eigi að haga vörnum landsins ef og til þess kemur að það ákveður einn góðan veðurdag að yfirgefa landið.  Heimildaskrá Alþingisbækur Íslands I og II (1570–81 og 1582–94). Rvk., 1912–14 og 1915–16. Alþingistíðindi 1948 A. Annálar 1400–1800 I og II. Rvk., 1922–1927. Björn Jónsson, „Annáll Björns lögréttumanns Jónssonar á Skarðsá eða Skarðsárannáll 1400–1640“. Annálar I. Rvk., 1922–1927. Björn Teitsson, Íslandssögukaflar 155–1630. Fjölritað sem handrit. Rvk., 1976. Íslandskóngur. Sjálfsævisaga Jörundar Hundadagakonungs, Rvk., 1974. Jón Ólafsson: Reisubók Jóns Ólafssonar Indíafara. Samin af hon- um sjálfum. Völundur Óskarsson annaðist útgáfu. Rvk., 1992. Höfundur er sagnfræðingur. Einungis hefur verið deilt um dvöl og sambúð- arvanda hers og þjóðar en lítið talað um raun- verulega þörf Íslendinga á vörnum. Stjórnvöld hafa heldur ekki gert alvarlega herfræðilega út- tekt á varnarþörfum landsins eða hvað Íslend- ingar geti gert sjálfir til að treysta varnirnar. Svo gerðist það að Björn Bjarnason, núver- andi dómsmálaráðherra, varpaði bombu inn í umræðuna með hugmynd um að stofna íslenskan her. Líklega reifaði hann hugmyndina fyrst 1995 en ítrekaði hana í Morgunblaðinu í maí 2001. Björn segir að „… það væri frumskylda sér- hverrar ríkisstjórnar að sýna fram á, að hún hefði gert áætlanir til að verja borgara sína og land“. Ekki væri til frambúðar unnt að setja allt sitt traust í þessu efni á Bandaríkjamenn. Hann segir jafnframt að á liðnum árum hefði því verið haldið fram að ekki kæmi til álita, vegna fámenn- is þjóðarinnar og fátæktar, að stofna íslenskan her. Þessi röksemd ætti ekki lengur við þar sem við værum bæði fjölmennari og um leið ein rík- asta þjóð jarðar. Björn leggur til að Íslendingar annaðhvort taki að sér að hluta til varnir landsins eða að fullu ef Bandaríkjamenn fari. Hann segir að með því að nota þumalfing- ursreglu „… væri unnt að kalla 8 til 10% þjóð- arinnar til að sinna vörnum landsins á hættu- stundu eða milli 20.000 og 28.000 manns, án þess að efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar lamaðist. Við slíkan fjölda væri miðað í Lúxemborg, þar sem um 1000 manns sinntu störfum í her lands- ins á friðartímum. Unnt yrði að þjálfa fámennan hóp Íslendinga, 500 til 1000 manns, til að starfa að vörnum landsins, án þess að setja vinnumark- aðinn úr skorðum“. Björn sér önnur not fyrir slíkt herlið en ein- göngu til hernaðar. Hann telur að hægt sé að nota liðið til að bæta almannavarnir og í því skyni að bregðast við náttúruhamförum og hann sér ennfremur möguleika sem skapast hafa með kveðið er á um í samningnum. Við lok kalda stríðsins var vart við öðru að búast en að á það reyndi hvort aðilar litu mikilvægustu ákvæði samningsins sömu augum. Tillögur Bandaríkjamanna 1993 benda ein- dregið til þess að stjórnvöld á Íslandi og í Banda- ríkjunum leggi og hafi e.t.v. ætíð lagt ólíkan skilning í varnarsamninginn í veigamiklum atrið- um. Munurinn felst einkum í því að Bandaríkja- menn virðast telja að varnarviðbúnaður á Íslandi eigi einkum að ráðast af breytilegu mati þeirra sjálfra á hernaðarógninni á Norður-Atlantshafi en Íslendingar líta á hinn bóginn svo á að varn- arsamningurinn eigi að tryggja lágmarksöryggi landsins án tillits til hernaðarógnarinnar hverju sinni. Í stuttu máli sagt lögðu Bandaríkjamenn til að hafið yrði brotthvarf flughersins frá Keflavík- urflugvelli til Bandaríkjanna og loftvörnum Ís- lands yrði sinnt frá austurströnd Bandaríkjanna. Þeir sögðust hins vegar vilja starfrækja áfram herbækistöðina á flugvellinum, loftvarnareftirlit og áframhald yrði á Norður-Víking-æfingunum en viðbúnaðurinn háður breytilegum aðstæðum á alþjóðavettvangi. Ekki var við öðru að búast en að Íslendingar yrðu algjörlega ósammála þessum tillögum Bandaríkjanna og hafa þeir reynt allar götur síð- an að koma í veg fyrir að umtalsverðar breyt- ingar verði á varnarbúnaði herliðsins á Keflavík- urflugvelli. Allt bentir til þess nú að andmæli Íslendinga verði að engu höfð og hafa þeir því neyðst til þess að endurmeta veru herliðs á Ís- landi og hvað beri að gera ef Bandaríkjamenn fari. Björn Bjarnason og umræðan um stofnun íslensks hers Óhætt er að segja að umræðan um varnarmál á síðastliðnum áratugum hafi ekki verið fjörug. stofnun íslensku Friðargæslunnar og þátttöku hennar á alþjóðavettvangi. Hún hafi aukist ár frá ári og sé orðin liður í gæslu öryggishagsmuna Ís- lendinga. Í slíku öryggiskerfi sér Björn einnig not fyrir sérsveit á vegum ríkislögreglustjóra. Hann virð- ist því sjá fyrir sér þríarma „öryggisstofnun“ sem samanstendur af eins konar smáher eða ör- yggissveitum, íslenskri friðargæslustofnun með hernaðarlegu ívafi og sérsveit ríkislög- reglustjóra. Hann virðist einnig sjá fyrir sér að hægt verði að færa mannafla milli þessara arma. Þar stendur hnífurinn í kúnni því að mestu deil- urnar hafa skapast um störf Friðargæslunnar. Sumir virðast aðeins sjá fyrir sér að hún sé og verði borgaraleg stofnun með engin tengsl við herlið eða hermennsku, hvorki erlent né innlent, en aðrir telja, þar með talin íslensk stjórnvöld, að í lagi sé að tengja hana við störf t.d. NATO í Afg- anistan. Andstaðan við hugmyndir Björns um stofnun íslensks hers virðast aðallega koma af vinstri væng stjórnmálanna þó að einstaka menn á þeim Morgunblaðið/Brynjar Gauti gestur þá getur heimamaður, hvar sem hann er í húsinu, opn- að dyrnar fyrir honum með því að styðja á hnapp. En sje gest- urinn óvelkominn, getur hann alls ekki komist inn í húsið og verður að hverfa frá við svo búið. Lesbók Morgunblaðsins | 29. mars 1931 Dyrasími 80 ára 1925 2005 Í nýrri götu í Berlín er sú nýung, að þar eru dyrasímar alls staðar. Gestir, sem koma þangað, verða fyrst að segja til nafns síns í símanum. Símaáhaldið utanhúss er þannig, að þar þarf ekki annað en snúa hjóli til þess að fá samband við hverja íbúð hússins sem vill. Ef aðkomandi er aufúsu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.