Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.2005, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. janúar 2005
Eitt ríki Ástralíu hugleiðir nú aðsetja reglur um verð á nammi
í kvikmyndahúsum. Stjórn Suður-
Ástralíu vill að reglur um hámarks-
verð komist á og til viðbótar að fjöl-
skyldum verði
leyft að koma
með nesti með
sér í bíó. Nick
Xenophon, sem
situr á þingi í rík-
inu, sagði í sam-
tali við Australi-
an Broadcasting
Corp. að verð á
poppi, nammi og
gosi væri of hátt.
„Mörgum fjöl-
skyldum finnst það nógu dýrt eins
og það er að fara í bíó án þess að
það sé rukkað nokkur hundruð
krónur fyrir
vatnsflösku en
verðið er yf-
irleitt þrisvar
sinnum hærra en í matvöruversl-
unum,“ sagði hann.
Tæplega tvær milljónir manna
búa í Suður-Ástralíu.
Nokkrar stríðsmyndir frá Mið-austurlöndum eru á dagskrá
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í
Rotterdam, sem nú stendur yfir.
Þeirra á meðal eru fyrstu mynd-
irnar í fullri lengd frá Írak frá falli
Saddams Hussein.
Alls verða 800 myndir í 17 flokk-
um sýndar á hátíðinni en ein af að-
almyndunum er mynd eftir Oday
Rasheed. Myndin ber nafnið Under-
exposure og var
gerð fyrir lítið fé.
Myndin, sem er
74 mínútur að
lengd og írösk-
þýsk framleiðsla,
fjallar um lífið í
Bagdad á þeim
álagstímum strax
eftir að hermenn
undir forystu
Bandaríkjanna
steyptu Saddam
af stóli. Titillinn er vísun í al-
þjóðlega einangrun Íraka undir
stjórn Saddams og hrátt útlit mynd-
arinnar.
Önnur mynd um Írak verður
frumsýnd á hátíðinni. Er það
bandaríska heimildarmyndin Oc-
cupation: Dreamland. Myndin er
eftir Garrett Scott og Ian Olds og
fylgir eftir deild óreyndra banda-
rískra hermanna, sem eru staðsettir
nærri Fallujah.
Írask-breska myndin Bagdad
Blogger er þriðja myndin í þessum
hópi. Hún er samansafn mynd-
bandsupptaka bloggarans Salem
Pax. Breska dagblaðið The Guard-
ian gaf Pax tökuvél og sendi hann á
helgarnámskeið í gerð heimild-
armynda. Myndin sýnir lífið í Bagd-
ad undir hernámi Bandaríkja með
augum hans.
Loks má nefna myndina Turtles
Can Fly, sem er verðlaunamynd
leikstjórans Bahman Ghobadi. Hún
segir frá íbúum þorps í Írak sem
bíða innrásar Bandaríkjamanna og
eru í örvæntingarfullri leit að gervi-
hnattadiski.
Heppnin virðist vera með DrewBarrymore en hún er búin að
skrifa undir samning um að leika á
móti Eric Bana (The Hulk) í grínd-
ramanu Lucky
You. Drew leikur
söngkonu sem á
erfitt uppdráttar
en hún kynnist
Bana, atvinnu-
manni í fjár-
hættuspili.
Leikstjóri er
Curtis Hanson (8
Mile) en myndin
er gerð af Warn-
er Bros eftir handriti Eric Roth
(Forrest Gump). Áætlað er að tökur
hefjist í Las Vegas í mars og er það
við hæfi þar sem myndin fjallar um
fjárhættuspil.
Barrymore lék nýlega í smell-
inum 50 First Dates og leikur í róm-
antísku gamanmyndinni Fever
Pitch, sem Farrelly-bræður leik-
stýra, en hún verður frumsýnd í
Bandaríkjunum síðar á árinu.
Erlendar
kvikmyndir
Popp er vinsælt
snarl í bíó.
Öryggisvörður
í Írak.
Drew Barrymore
Bandaríska myndin Sideways – eða Hlið-arspor – er einhver ánægjulegasta kvik-myndaupplifun sem ég hef orðið fyrir ílengri tíma. Ekki vegna þess endilega að
myndin sé svona óendanlega fullkomin heldur
vegna þess hversu óendanlega skemmtileg hún er,
óendanlega blátt áfram, óendanlega einföld í allri
sinni margsnúnu snilld.
Hún er ekki eins og Hringadróttinssögurnar,
myndir sem maður hristir
höfuðið yfir í örvinglan af
lotningu og vonleysi, vitandi
það að kvikmyndaafrek af
slíkri stærðargráðu verða
vart endurleikin í bráð og
sannarlega ekki af íslenskri kvikmyndagerð – með
fullri virðingu fyrir metnaði og getu okkar stór-
huga kvikmyndagerðarmanna.
Nei, það sem er svo dásamlegt við Sideways, svo
fullnægjandi, er hversu gegnsæ hún er – ef svo má
að orði komast. Öll trompin sýnileg, allt hand-
bragðið áþreifanlegt, jafnvel fyrir fáfróða en
áhugasama leikmenn eins og mig sjálfan. Grunn-
urinn að þessari góðu mynd er og á að vera grunn-
urinn að öllum góðum myndum; góð saga, vel skrif-
uð samtöl, snjöll hlutverkaskipan, einlægur leikur
og úrræðagóð og smekkvís leik- og verkstjórn.
Gangi allt þetta eftir er engin þörf fyrir brjálaðar
brellur og formúgu fjár. Ef við gefum okkur að
einn helsti þröskuldur íslenskrar kvikmyndagerðar
sé skortur á fjármagni – að hæfileikarnir séu fyrir
hendi þarna einhvers staðar – þá hlýtur afleiðingin
að vera sú að hún geti hæglega getið af sér mynd í
svipuðum gæðaflokki og Sideways, eða því sem
næst.
Hvers vegna ekki? Hvað stendur í vegi? Meira
þarf ekki en gott handrit og góðan leikstjóra sem
kann að velja hæfileikaríka listamenn í lið með sér.
Virðist einfalt. En þannig virkaði einmitt Sideways
á mann. Sú er einmitt snilldin við myndina og leik-
stjóra hennar, Alexander Payne, sem sýnir og
sannar að þetta eru eftir allt saman engin töfra-
brögð, engin óleysanleg stærðfræðiþraut – „bara
bíómynd“, eins og vinur minn Udo Kier segir jafn-
an og meinar.
Það er gaman að velta fyrir sér íslenska vinkl-
inum á slíka mynd - ekki endurgerð, ekki eft-
irhermu heldur mynd sem hæglega hefði getað
orðið til fyrir eða eftir Sideways, mynd á samskon-
ar nótum. Alíslenskt hliðarspor. Sting upp á að
annað hvort Hallgrímur Helgason eða Jón Gnarr
semji handrit –undir handleiðslu alvöru heims-
klassa handritalæknis auðvitað, t.d. sjálfs Jims
Taylors eða Charlie Kaufman (hægt að ná sam-
bandi við hann í gegnum Valdísi Óskarsdóttur, ráð-
gjafa Kvikmyndamiðstöðvar). Í staðinn fyrir vín-
smökkunarferð um frjósöm Kaliforníuhéruð geta
íslensku félagarnir farið saman í lax, síðustu veiði-
ferðina áður en annar þeirra festir loksins ráð sitt.
Í hlutverki laxveiðifríksins; fráskilda, þunglynda
félagans, sem dregur hinn ólæknandi flagara,
væntanlegan brúðguma, með sér í veiðina sé ég
fyrir mér Jón Gnarr sjálfan, eða jafnvel Stein Ár-
mann Magnússon, sem sýndi góð tilþrif í Veggfóðri
á sínum tíma en hefur því miður ekki náð að fylgja
því eftir með nægilega bitastæðum rullum, á hvíta
tjaldinu í það minnsta, en sýndi það sem til þarf í
leikritinu Kvetch. Flagarinn – athafnalaus athafna-
maður – gæti hins vegar verið leikinn af Helga
Björnssyni, öðrum sterkum en vannýttum leikara
sem gæti átt rækilegt „kombakk“. Leikstjórinn
mætti vera af yngri kynslóðinni, einhver sem sýnt
hefur fimi sína í að vinna með mannleg drama ekki
síður en kómedíuna og það á spunakenndum, raun-
sönnum og beittum nótum. Einhver eins og Ragnar
Bragason, Róbert Douglas, Árni Ólafur Ásgeirs-
son, Gunnar Björn Guðmundsson eða jafnvel Silja
Hauksdóttir – til að mýkja svolítið heildarmyndina,
laða fram hið metrósexúala í þeim félögum.
Svei mér þá, ef ég myndi ekki bara skella mér á
slíka mynd – njóta örlítils hliðarspors frá bóka-
myndunum.
Íslenskt hliðarspor – bara hugmynd
’Í staðinn fyrir vínsmökkunarferð um frjósöm Kaliforn-íuhéruð geta íslensku félagarnir farið saman í lax …‘
Sjónarhorn
Skarphéðinn
Guðmundsson
skarpi@mbl.is
L
eikstjórinn, Martin Scorsese, valdi
þann kostinn að afmarka The Av-
iator við Hollywoodtímabil How-
ards Hughes (1905–76), en lífs-
hlaup þessa undarlega manns er
sannarlega efni í fjölda kvik-
mynda. Hann upplifði villtustu drauma en líf
hans fjaraði út í fáheyrðri einsemd og bábiljum.
Hann er ein dularfyllsta persóna kvikmyndasög-
unnar og sú sem haldinn hefur verið skelfileg-
astri sjálfseyðingarhvöt. Hæðir hans og lægðir
eru með eindæmum. Um skeið átti Hughes flest
hraðamet í lofti, nokkur flugfélög og var eigandi
umsvifamikillar flugvélaverksmiðju. Gerðist stór-
framleiðandi í Hollywood,
rak risavaxna verkfæra-
framleiðslu, námufyrirtæki,
hótel, spilavíti, rannsókn-
arstofur og átti fasteignir um allar jarðir. Byggði
stærstu flugvél heims, framleiddi og leikstýrði sí-
gildum bíómyndum. Var orðlagt glæsimenni og
kvennamaður og með auðugustu mönnum fyrr og
síðar.
Engu að síður dó Hughes við hörmulegustu
kringumstæður, í sjálfskipaðri einangrun frá um-
heiminum og eins illa á sig kominn á flestan hátt
og hugsast getur.
Bernskan og Hollywood
Hughes fæddist inn í ríkidæmi við upphaf 20. ald-
arinnar. Faðir hans hagnaðist á olíuvinnslu en
varð vellauðugur á nýrri gerð olíuborkrónu sem
hann fann upp og eru notaðar enn þann dag í
dag. Fljótlega kom í ljós að Hughes var miklum
gáfum gæddur og með óseðjandi áhuga á öllu
sem viðkom flugi. Móður sína missti hann aðeins
16 ára, tveim árum síðar föður sinn og stóð þá
uppi sem einkaerfingi stórauðæfa.
Hughes ákvað að hætta háskólanámi og freista
gæfunnar í Hollywood, vitandi að föðurarfurinn
brynjaði hann fyrir veraldlegum áföllum. Frændi
hans vann hjá Samuel Goldwyn og myndaði
tengslin við kvikmyndaheiminn. Hughes reyndist
hafa afburða skilning á ólíklegustu hlutum, ekki
síst kvikmyndagerð. Ein fyrsta myndin sem hann
framleiddi,Two Arabian Knights, færði Lewis
Milestone Óskar fyrir leikstjórn. Þá var röðin
komin að Hell’s Angels (’30), annarrar tveggja
mynda sem hann leikstýrði. Hin er The Outlaw
(’43), sem er þekktust fyrir bústinn barm Jane
Russell, en Hughes lét sig ekki muna um að
hanna nýja gerð brjóstahaldara svo þessi líkams-
hluti konunnar mætti rísa í áður óþekktar hæðir.
Hughes var fyrst og fremst framleiðandi. Sem
slíkur á hann m.a. heiðurinn að stórmyndumum
The Front Page og Scarface. Hollywood-árin
voru þau ánægjulegustu í lífi hans því Hughes
hafði gaman af að berast á og naut ríkulega ná-
vista við kvennablóma hvíta tjaldsins. Hann vafði
þeim um fingur sér, stórstjörnunum Jean Har-
low, Bette Davis, Ginger Rogers, Övu Gardner,
Lönu Turner, Katharine Hepburn, svo nokkrar
séu nefndar sem hann stóð í ástarsambandi við á
fjórða áratugnum. Hughes giftist leikkonunni
Jean Peters 1957, þau skildu 1970.
Flugmálafrömuðurinn
Einhvern veginn fann Hughes tíma til að sinna
fluginu, sem eflaust var stóra ástin í lífi hans.
Hann var afburða flugmaður, sjálfmenntaður
flugvélaverkfræðingur og stórfyrirtæki hans,
Hughes Aircraft, lét m.a. smíða The Spruce
Goose, gagnslaust ferlíki sem er stæsti flugbátur
sögunnar. Á grunni hans var byggð Hercules
flutningavélin sem enn heldur velli. Árið 1938
varð hann aðaleigandi TWA flugfélagsins, sem
bauð upp á bestu og nýjustu flugvélar heims
meðan hans naut við. Í frítímanum setti Hughes
m.a. hraðamet á milli Los Angeles og New York,
ári síðar umhverfis heiminn (91. klst.), og kom
sér upp stærsta safni flugvéla sem um getur í
einkaeign. Peningar voru aldrei vandamál á hans
bæ.
Árið 1946 var Hughes að reyna nýja flug-
vélagerð, XF-11, og sat sjálfur í flugstjórasætinu.
Flugið mistókst, hann varð að brotlenda vélinni
og slapp nær dauða en lífi úr brennandi flakinu.
Upp frá því var Hughes háður morfíni og telja
margir að rekja megi til slyssins undarlega hegð-
un hans á efri árum.
Hallar undan fæti
Hughes keypti kvikmyndaverið RKO árið 1948,
ásamt samnefndu neti kvikmyndahúsa um N-
Ameríku. Þá var tekið að halla undan fæti og það
selt árið 1955. Hughes einbeitti sér eftir það að
Hughes Aircraft, sem var m.a. mikilvægur verk-
taki ríkisstjórnarinnar. Árið 1953 stofnaði hann
risavaxna læknavísindastöð sem bar nafn hans og
var ætlað, samkvæmt hans eigin orðum, að kom-
ast til botns „í sköpunarsögu lífsins“. Hann gaf
stofnuninni hlut sinn í Hughes Aircraft, sem varð
upphaf málaferla sem skattayfirvöld höfðuðu
gegn auðkýfingnum. Hughes fór að lokum með
sigur af hólmi en eftir miklu var að slægjast, The
Howard Hughes Medical Institution var metin á
11 milljarða bandaríkjadala árið 2002.
Einangrun og endir
Á síðari hluta sjötta áratugarins greindist Hug-
hes með ólæknandi þráhyggju og æ undarlegri
sögur fóru að berast af hegðun þessa fyrrum orð-
lagða glæsimennis og lífsnautnamanns. Furðu-
sögur af Hughes voru þó engan veginn nýjar af
nálinni. Hann gerðist einsetumaður, aðeins örfáir
útvaldir fengu að hitta Hughes, sem varð æ háð-
ari lyfjum. Flutti milli hótelíbúða stórborganna,
uns hann keypti The Desert Inn í Las Vegas þeg-
ar átti að bera hann út. Í kjölfarið fylgdu Cas-
taways, Sands, The Landmark, o.fl. glæsihótel og
spilavíti borgarinnar. Það fréttist af manninum
hér og þar, enginn vissi sannleikann. Hughes
hafði mikil pólitísk völd í Nevada og hafði þungar
áhyggjur af afleiðingum geislavirkni í kjölfar
kjarnorkutilrauna í ríkinu. Ofsóknaræðið ágerð-
ist, Hughes fór að bera grímu fyrir andlitinu, lét
gerilsneyða allt sem kom nærri honum. Að lokum
lést þessi stóri og stæðilegi maður um borð í flug-
vél á leið til sjúkrahúss í Texas. Þá vó hann að-
eins um 50 kíló, saddur lífdaga.
Gæfa og gjörvileiki
The Aviator, mynd Martin Scorsese, sem hlaut í
vikunni flestar Óskarstilnefningar í ár, fjallar
um milljónamæringinn Howard Hughes. En
hver er þessi maður sem heillaði Scorsese svo
mikið að hann fann sig knúinn til að gera um
hann sína stærstu og dýrustu mynd til þessa?
Eftir Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@heimsnet
Hughes Flugið var stóra ástin í lífi hins umsvifamikla milljónamærings, brautryðjanda þotuliðsins.