Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Blaðsíða 4
H ugleiðingar við Öskju nefnist ný bók eftir Pál Skúlason prófess- or í heimspeki og rektor Háskóla Ís- lands. Bókin er gefin út í litlu broti og er ríkulega skreytt ljós- myndum Guðmundar Ingólfssonar. Bókin kemur samtímis út á fjórum tungumálum – íslensku, ensku, frönsku og þýsku – en texti hennar fjallar um þá einstöku reynslu sem ferðalangurinn verður fyrir í þeirri óræðu og tröllauknu veröld sem Askja er. Páll leggur út af þessari áhrifaríku reynslu og dregur af henni fjölþættar ályktanir um stöðu mannsins í náttúrunni og alheiminum – en einnig í hinum „manngerða“ heimi, til dæmis í stórborg á borð við París. Askja kemur manni fyrir sjónir sem sjálfstæð ver- öld og opnar þar með nýjar leiðir í skynjun okkar á veruleikanum, eins og Páll bendir á: „Þegar maður kynnist slíkri veröld er mað- ur kominn á leiðarenda. Kominn í snertingu við veruleikann sjálfan. Hugurinn opnast fyrir fullkominni fegurð og maður sér loks- ins um hvað lífið snýst.“ Náttúruupplifun af þessum toga veitir manninum jarðsamband; ómetanleg tengsl við þann veruleika sem mannlegt samfélag – samfélag neyslu, streitu og flókinna áætlana undir merkjum ásóknar í efnisleg gæði – hvílir að endingu á. Í Öskju eru óræð öfl að verki; öfl náttúr- unnar sem geta brotist út hvenær sem er og valdið mönnunum þungum búsifjum. Blaðamaður ræddi við Pál um hugleið- ingar hans um samband manns og náttúru og boðskap ritsins. Menningin snýst um að búa okkur skjól í þessum framandi heimi Þú segir í bókinni að það „að koma til Öskju sé eins og að koma til jarðarinnar í fyrsta sinn, öðlast jarðsamband“. Geturðu útskýrt þetta? „Við eigum það sameiginlegt með öllum lífverum að vera jarðarbúar; það að vera lif- andi vera er að verða fyrir reynslu, blóm verða fyrir reynslu af sólinni, vætunni, vind- inum og svo framvegis. Við eigum þetta sameiginlegt. En það sem greinir okkur mannfólkið frá öðrum lífverum er að við höfum mál til að lýsa reynslu okkar af því að uppgötva jörðina. Það er okkar hlutverk að ljá sameiginlegri reynslu lífveranna á jörðinni mál. Til þess að geta áttað sig á þessari reynslu er ein leið að ímynda sér að maður sé að koma til jarðarinnar í fyrsta sinn. Þannig getum við gert okkur grein fyrir því að við erum af þessum veruleika og getum ekki verið til án hans, en um leið uppgötvum við að hann er okkur framandi, óendanlega furðulegur, óendanlega breyti- legur, óendanlega merkilegur, óendanlega fagur og svo framvegis. Tilfinningarnar sem við reynum að lýsa frammi fyrir veru- leikanum vísa allar til reynslunnar af hon- um. Askja er tákn fyrir þennan ytri veru- leika, sjálfstæðan og framandi náttúrulega veruleika, sem teiknar sig endalaust fyrir okkur. Menningin snýst um að búa okkur skjól í þessum framandi heimi: að veita okk- ur öryggi. Þannig er það til dæmis hlutverk foreldra okkar að sefa þann óróa og kvíða sem fylgir því að vakna til lífsins sem vit- andi vera í framandi umhverfi. En undir þessum öryggishjúp býr náttúrulegur veru- leiki og við vitum sjaldnast hverju hann get- ur tekið upp á.“ Erum hrædd við vanmáttinn gagnvart náttúrunni Páll segir í bók sinni að vandinn sem við glímum við sé óvissan og óöryggið í sjálfu sambandi hugans við veruleikann. Hann segir að maðurinn lifi í trúarsambandi við veruleikann, manneskjan trúi því að til sé veruleiki óháður vitund okkar. Að sögn Páls er þetta trúarsamband líka trúnaðarsam- band sem sé „fólgið í trausti á annarlegan veruleika, veruleika sem er annað eða annar en hugurinn sjálfur“. Að vera til er að við- halda þessu sambandi, segir Páll, og setur fram tilgátu um að þetta trúnaðarsamband sé „upphaflega og ætíð samband við veru- leikann sem náttúrulega heild, sem nátt- úru“. Að mati Páls hafa brestir í þessu sam- bandi manns og náttúru haft afdrifarík áhrif á sögu mannkyns síðustu aldir. „Grundvallartengslin felast í ákveðinni óvissu og jafnframt í því að uppgötva þenn- an framandi náttúrulega veruleika sem er óútreiknanlegur. Náttúran er svo margfalt öflugri og stórkostlegri en við getum gert okkur í hugarlund. Við erum alltaf að smækka náttúruna fyrir okkur. Við höldum að við getum náð einhverjum fullkomnum og öruggum tökum á henni en sannleikurinn er sá að við höfum engin slík tök og munum aldrei öðlast þau. Hún er svo óendanlega miklu stórkostlegri en allt sem við getum látið okkur detta í hug og komið í verk.“ Og þetta uppgötvar þú þegar þú kemur í Öskju? „Já, einmitt. Og vegna þessa óöryggis sem fylgir því að uppgötva náttúruna er það fullkomlega eðlilegt að vera hræddur við hana, jafnvel skelfingu lostinn. Mannkynið er því sífellt að reyna að byggja upp örygg- isnet, koma sér fyrir í náttúrunni með hjálp vísinda og tækni. Til er kenning um náttúr- una sem kennd er við vélhyggju og kom fram í upphafi vísindabyltingarinnar hjá hugsuðum á borð við Descartes og Galíleó. Samkvæmt þessari kenningu er gangverk náttúrunnar eins og vél og ekkert er því til fyrirstöðu að við getum skilið þessa vél til hlítar. Í kjölfarið verður iðnbyltingin með öllum sínum tæknilegu framförum sem fel- ast í sókn mannanna í að skapa sér öryggi og tryggja tök sín á náttúruöflunum. Sú skoðun grípur um sig að maðurinn drottni yfir náttúrunni, hafi beygt hana undir sig og geti virkjað náttúruöflin að vild í sína þágu. Fyrir nokkrum árum kynntist ég bandarísk- um vísindamanni sem hélt því fram að okk- ur væri tæknilega fært að endurskapa borg- ir og bæi og sveitir úti í geimnum; ekkert væri því til fyrirstöðu að við gætum búið til kúlu úti í geimnum sem innihéldi fjöll og dali, læki og ár, skóga og allt sem tilheyrir náttúrulegum veruleika okkar. Við teljum okkur búa yfir þessu gífurlega valdi vegna þess að við höfum aflað okkur ákveðins skilnings á gangverki náttúrunnar. En málið er einfaldlega það að náttúran er í sjálfri sér miklu flóknari, dásamlegri og stórkost- legri en við getum gert grein fyrir með vís- indalegum aðferðum. Með þeim getum við einungis varpað upp einföldum myndum af náttúrunni sem gera afar takmarkaða grein fyrir því hvernig náttúran starfar og fyrir því hvað getur átt sér stað í náttúrunni. Ís- lenskur stærðfræðingur, kunningi minn, segir mér að flóknasta viðfangsefni hans nú um stundir sé að búa til stærðfræðilegt lík- an sem lýsir hafstraumum í kringum landið og að menn eigi enn óralangt í land með það verkefni. Starfsemi náttúrunnar er miklu flóknari en við getum gert okkur grein fyr- ir. Við stöndum enn eins og smábörn frammi fyrir því mikla undri sem veruleik- inn er. Ég nefni það í bókinni að við höfum hugsanlega spillt sambandi okkar við nátt- úruna. Ég held að við séum að vissu leyti hrædd við að gangast við þessum vanmætti okkar sem við þekkjum þó sem nátt- úruverur, sem börn.“ Er ekki mjög rómantískur Þú talar um þátt skálda og listamanna í því að lýsa hinum náttúrulega veruleika og upp- götva hann. Rómantíkin lýsti oft ákveðnum samruna manns og náttúru. Einar Bene- diktsson fjallaði um slíkan samruna í skáld- skap sínum þótt hann væri síðan áfram um að virkja náttúruna einnig. Ertu hugsanlega að segja í bókinni að við höfum glatað þeim eiginleika að renna saman við náttúruna og að í þeirri upplifun hafi falist raunveruleg verðmæti? „Ég er ekki mjög rómantískur þótt það sé freistandi. Rómantískur skáldskapur lýsir ákveðinni tilfinningu sem auðvitað er kunn- ugleg, til dæmis þeirri tilfinningu að aflið í fossinum sé af sama toga og aflið í manni sjálfum. Ég held að við mannfólkið höfum ekki glatað hæfileikanum til að finna slíka samkennd með náttúrunni en menningin hefur ekki verið ýkja hjálpleg við að kenna okkur að takast á við þær tilfinningar sem tengjast náttúrunni. Við þurfum að læra að lifa daglega með vanmáttartilfinningu, ótta og hrifningu gagnvart öflum náttúrunnar. Í því felst trúnaðarsambandið við hana.“ Hæfileikinn að undrast Í bókinni segir að náttúran tapi merkingu sinni og táknrænu gildi, hætti að skipta máli í sjálfri sér þegar hún sé lögð undir virkj- anir og úr henni unnið eins og hráefni: „Þá er hún ekki lengur, fær ekki lengur að vera hlutlæg heild, sjálfstæð veröld, gædd sínu eigin undursamlega skipulagi,“ eins og segir í textanum. Við erum í raun farin að um- gangast hana eins og hvern annan leikvöll. „Já, ef við horfum alltaf á náttúruna út frá hagnýtissjónarmiðum þá hættum við að rækta hæfileika okkar til að hugsa um nátt- úruna sem sjálfstæðan veruleika. Vís- indamenn vinna úr skynjuninni og reynsl- unni af hinum náttúrulega veruleika algjörlega óháð því hvort við getum haft eitthvert gagn af honum. Þetta hlutlæga sjónarhorn vísindamannsins er mikilvægt. Þetta er líka sjónarhorn barnsins og lista- mannsins. Í bókinni freista ég þess að draga fram og leggja áherslu á hæfileikann til að undrast og dást að undrum náttúrunnar. Flóknara er það ekki. Við eigum í vandræð- um með að taka á þessari undrun innan vé- banda menningar okkar en hljótum þó sí- fellt að glíma við hana. Í ríkjandi hugmyndafræði okkar á hún undir högg að sækja.“ Erum eins og vélar Páll veltir því fyrir sér hvort þetta sé höf- uðvandi nútímamanna og segir að kannski sé líf þeirra í lausu lofti „vegna þess að trúnaðarsamband manna við náttúruna er brostið, vegna þess að við höfum brugðist henni og hætt að nema hana sem sjálfstæða, merkingarbæra heild“. Páll segir að sam- bandið við veruleikann sé fyrst og fremst í skynjun okkar á honum og að ferðalög á vit hinnar óspilltu náttúru beri vott um þrá fólks eftir því að skynja náttúruna milliliða- laust. „Fólk vill komast í snertingu við náttúr- una og hlaða sig orku hennar, og það gerir fólk með því að skynja og gleyma stund- arhagsmunum sínum, rútínunni. Í daglegu lífi erum við gjarnan eins og vélar sem af- greiða hvert verkefnið af fætur öðru eftir ákveðnum fyrirfram gefnum leiðum. Það er ekki fyrr en manni er svipt út úr þessari rútínu, til dæmis ef maður þarf að leggjast inn á spítala eftir slys, sem maður áttar sig á því hvað skiptir máli.“ Ógöngur En hver er boðskapur ritsins um Öskju? Eigum við að reyna að hverfa aftur til nátt- úrunnar með einhverjum hætti? „Nei, við eigum að vinna okkur út úr ríkjandi ástandi. Framtíðin liggur ekki í því að efla ríkjandi afstöðu til náttúrunnar sem öll er lituð af þeirri hugmynd að þjóðfélagið þurfi fyrst og fremst sífellt meiri orku. Við verðum að átta okkur á því að ofuráhersla á að ná tæknilegu valdi á náttúruöflunum Þurfum að kenna börnum okkar að skynja og hugsa Öskjuvatn í baksýn „En veruleikinn er ekki smekksatriði. Askja er til og það er eitthvað að móttökubúnaði okkar ef við sjáum hana ekki og skynjum ekki hversu stórkostleg hún er. Við þurfum að kenna börnum okkar að skynja og hugsa.“ 4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. febrúar 2005

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.