Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. febrúar 2005 | 7 M eð Arthur Miller er horfinn á braut einn sterkasti fulltrúi 20. aldarinnar sem trúði á hlutverk listamannsins sem raddar sjálfstæðrar skoðunar í sam- félaginu, boðbera þverpólitískrar sýnar á sið- ferðileg gildi og tilfinningaleg rök. Í verkum Arthurs Millers hljómar ávallt skærast boð- skapur um mannlega reisn þrátt fyrir óblíð ör- lög og niðurlægjandi kjör. Arthur Miller var óskabarn bandarísks leik- húss um 10 ára skeið frá miðjum 5. áratugnum til hins sjötta. Hann var þrjátíu og tveggja ára gamall þegar Allir synir mínir (All my Sons) var frumsýnt árið 1947 og tveimur árum síðar var Sölumaður deyr (Death of a Sa- lesman) frumsýnt. Í kjölfarið fylgdu Í deigl- unni (Crucible) og Horft af brúnni (A View from the Bridge). Goðsögnin um ameríska drauminn Þegar Allir synir mínir var frumsýnt hafði Miller átt erfitt uppdráttar sem höfundur um nokkurra ára skeið. Hann var þá giftur tveggja barna faðir og vann á daginn í vöru- geymslu sjóhersins. Hann hafði strengt þess heit að ef Allir synir mínir kæmist ekki að í neinu leikhúsi þá skyldi hann hætta að skrifa leikrit og snúa sér að öðrum skrifum.Svo fór þó ekki þar sem leikritið snerti taug í þjóð- arsálinni svo stuttu eftir stríðslok þar sem það fjallar um ábyrgð einstaklingsins gagnvart samfélaginu, þegar heil fjölskylda tekur þátt í að hilma yfir gallaða framleiðslu á flugvélav- arahlutum sem valda dauða 21 herflugmanns. Sýningar á Broadway urðu 300. Sölumaður deyr var frumsýnt tveimur árum síðar og breytti hugmyndum bandarísku þjóð- arinnar um sjálfa sig og reyndar hugmyndum heimsbyggðarinnar allrar um óskeikulleika hins ameríska draums. Aðalpersóna verksins, sölumaðurinn Willy Loman, er hin fullkomna andhetja þar sem líf hans er lítilfjörlegt, hann hefur alið syni sína upp með falskar væntingar og rangar hugmyndir um raunveruleg lífsgildi og eiginkona hans er mörkuð af síend- urteknum svikum og vonbrigðum. Willy trúir í blindni á hinn ameríska draum um endalausa möguleika einstaklingsins til að fá það sem hann vill ef hann einungis ber sig eftir því, þrátt fyrir að Willy hafi ávallt mistekist það sjálfum og hann endar á því að fyrirfara sér, bugaður af sektarkennd yfir að hafa brugðist sínum nánustu og ekki tekist neitt af því sem hann predikaði. Hann deyr án þess að skilja að hann var leiksoppur samfélags sem hirðir lítt um örlög einstaklingsins og orð eiginkon- unnar þegar hún krefst þess að Willy sé sýnd lágmarksvirðing urðu að slagorði gegn grimmd hins ameríska draums. „Aðgátar er þörf.“ Sölumaður deyr var hampað strax eftir frumsýningu sem meistaraverki og á það var hlaðið lofi og verðlaunum bæði innan lands og utan. Helstu höfundareinkenni Millers voru þeg- ar með þessum tveimur verkum mjög skýr. Hann skrifaði í anda raunsæis hvað varðar persónusköpun og málfar en í Sölumaður deyr skapaði hann verkinu ákveðinn heim þar sem mörk tíma og rúms eru brotin upp og sagan sögð með endurliti samhliða framvindu í nú- tíma. Höfundur með erindi Leikrit Millers eru þó einkar hefðbundin í formi og styrkur þeirra felst í því hversu vel honum tekst að búa boðskap sinn í drama- tískan búning. Bestu verk hans bera boðskap- inn uppi og í lökustu verkunum er það boð- skapurinn sem dregur þau niður. Miller var ótvírætt höfundur með erindi og verk hans flytja ávallt þungan boðskap um sið- ferðileg gildi í mannlegu samfélagi. Hann trúði á mátt leikhússins til breytinga og sann- arlega tókst honum ætlunarverk sitt með þeim verkum sem hér hafa verið nefnd og reyndar þeim sem fylgdu strax í kjölfarið. Hann skrifaði Í deiglunni þegar honum var stórlega misboðið framferði hinnar óamerísku nefndar undir stjórn McCarthys. Hann var sjálfur kallaður fyrir nefndina og neitaði að vitna og var dæmdur fyrir óvirðingu. Þeim dómi var hnekkt nokkru síðar. Í deiglunni ger- ist í smábænum Salem árið 1627 þegar tvær unglingsstúlkur voru dregnar fyrir dóm og ákærðar fyrir galdra. Engum duldist hver samlíkingin var enda fjallar verkið um múg- æsingu og ofsóknir þar sem hinir ofsóttu verða að afneita trú sinni og ganga í berhögg við samvisku sína. Verkið snart kviku hins bandaríska samfélags á þessum tíma og var misjafnlega tekið en hefur í tímans rás orðið mest flutta verk Millers um heim allan. Horft af brúnni var frumsýnt árið 1955 og fjallar um fjölskyldu ítalskra innflytjenda í Brooklyn. Þar er tekist á um gömul og ný fjöl- skyldugildi þar sem kynslóðir með ólík viðhorf rekast á.Horft af brúnni var vel tekið enda af- burða vel skrifað en þó er eins og Miller hafi í vissum skilningi staðið í skugga sjálfs sín um ríflega hálfrar aldar skeið þrátt fyrir að hafa skrifað á annan tug ágætra leikrita síðan. Er engu líkara en ætlast hafi verið til þess að eftir meistaraverkið Sölumaður deyr kæmi Miller fram með „enn betra“ meistaraverk. Eftir Monroe Einkalíf Millers setti síðan svip sinn á næsta áratuginn í höfundarferli hans en árið 1956 giftist hann kvikmyndastjörnunni Marilyn Monroe og lauk því með skilnaði árið 1961. Sex mánuðum síðar fyrirfór Monroe sér. Mill- er skrifaði ekkert meðan á hjónabandi þeirra stóð utan eitt kvikmyndahandrit, The Misfits þar sem Monroe og Clark Gable fóru með að- alhlutverk og John Huston leikstýrði. Að- spurður í viðtali löngu síðar svaraði Miller því hiklaust játandi að honum hafi verið það mjög mótdrægt að þurfa að leggja skrif sín á hilluna til að sinna Monroe og þörfum hennar. Miller gerði sambandi sínu við Monroe lítt dulbúin skil í leikritinu Eftir syndafallið (After the Fall) sem frumsýnt var árið 1964. Hann var gagnrýndur harkalega fyrir tillitsleysi við minningu hennar og sams konar gagnrýni birtist að nýju þegar hans síðasta leikrit var frumsýnt sl. haust, Finishing the Picture, en það fjallar um gerð myndarinnar The Misfits. Um miðjan sjöunda áratuginn tók Miller að sér forsæti í alþjóðasamtökum rithöfunda PEN. Eitt af því sem Miller kom til leiðar var að fá aflétt dauðadómi yfir nígeríska ljóð- og leikskáldinu Wole Soyinka en hann hlaut Nób- elsverðlaunin í bókmenntum árið 1986. Árið 1968 var Gjaldið (The Price) frumsýnt og hlaut ágætar viðtökur en með því má segja að athygli bandarísks leikhúss hafi beinst í aðrar áttir og Miller átti erfitt updráttar bæði á Broadway og utan þess. Um ástæður þessa hafa margir velt vöngum því Miller hélt áfram að skrifa leikrit á áttunda áratugnum og allt fram til síðasta dags en hann hafði tapað þeirri þjóðarathygli sem hann naut á 5. og 6. áratug aldarinnar. Aðrir höfundar hlutu svipað hlut- skipti. Samfélagið er viðfangsefnið Á 9. áratugnum og fram á þann 10. nutu ný verk Millers hins vegar talsverðra vinsælda í Bretlandi og Glerbrot (Broken Glass) hlaut Olivier verðlaunin sem besta nýja leikritið í London það leikárið. Miller var sjálfur alltaf óvæginn í skoðunum sínum á breyttu landslagi í bandaríska leik- húsheiminum og taldi kvikmyndaheiminn hafa gengið af alvarlegri leiklist nær dauðri. „Eng- inn vill leika í leikriti nema þá til að vekja næga athygli til að komast að í kvikmyndum.“ Hann skrifaði sjálfur handrit að sjónvarps- myndinni Playing for Time sem hann byggði á frásögnum Faniu Fenelon sem hafði lifað af í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz með því að spila á fiðlu fyrir foringjana. Myndin fékk geysigóðar viðtökur og sérstaka athygli vakti í Bandaríkjunum að Miller stóð í vegi fyrir því að aðalleikkonan Vanessa Redgrave væri rek- in, þrátt fyrir þrýsting frá samtökum gyðinga vegna þess að hún var yfirlýstur stuðnings- maður Palestínumanna. Miller sem var sjálfur gyðingur kvaðst ekki geta rekið listamann úr vinnu vegna skoðana sinna. „Það væri and- stætt grundvallarskoðunum mínum.“ Sjálfsævisaga Millers Timebends kom út árið 1987, og er framúrskarandi skörp sam- tímasaga um uppvöxt í gyðingasamfélagi New York borgar á 2. og 3. áratug síðustu aldar og síðan lífssaga hans öll séð í samhengi við höf- undarverk hans. Þar kemur glöggt fram sann- færing hans um að enginn maður er eyland og samfélagið allt er skylduviðfang hvers alvar- lega þenkjandi höfundar. Af seinni verkum Millers má nefna The last Yankee (1993) og Mr Peter’s Connections (1999). Eftir hann liggja einnig smásögur og ritgerðasöfn um leikhús og leikbókmenntir sem öll bera vitni um sterka sannfæringu hans um mikilvægi leiklistarinnar í heimi listanna. Arthur Miller var goðsögn í lifanda lífi og hann skilur eftir sig leikrit sem hiklaust má telja meðal hinna bestu sem samin voru á 20. öldinni. Rödd sjálfstæðrar skoðunar Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Meistaraverk Sölumaður deyr er eitt af meistaraverkum leiklistarinnar á 20. öldinni. Pétur Einarsson og Hanna María Karlsdóttir í hlutverkum Willy og Lindu Loman í sýningu LR haustið 2002. AP Sístarfandi Arthur Miller ferðaðist mikið og var sískrifandi til hinstu stundar. AP Hjónin Arthur Miller og Marilyn Monroe nýgift árið 1956. Leikskáldið Arthur Miller lést á fimmtudag 89 ára að aldri. Hér eru reifuð áhrif þessa jöf- urs leikskáldskaparins á síðustu öld og rakt- ar helstu vörður á merkum ferli sem spann- aði á sjöunda tug ára.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.