Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. febrúar 2005 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri:
Flight of the Phoenix.
Meet the Fockers
The Aviator (HJ)
Sjóræningjar á Saltkráku
Háskólabíó
Meet the Fockers
Million Dollar Baby
The Aviator (HJ)
Alexander (HJ)
Ocean’s Twelve (SV)
Laugarásbíó
Meet the Fockers
The Aviator (HJ)
Sjóræningjar á Saltkráku
Regnboginn
Being Julia
The Sea Inside
Sideways (SV)
Finding Neverland (SV)
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
White Noise
Fríllinn
Meet the Fockers
Million Dollar Baby
Alexander (HJ)
Team America World Police
A series of unfortunate
events (SV)
The Incredibles (HL)
Smárabíó
Flight of the Phoenix.
Assault on Presinct 13
Elektra (SV)
Í takt við tímann (SV)
Myndlist
Anddyri Suðurlandsbrautar
4: Rafn Sigurbjörnsson –
Fjölskyldan. Tíu olíumálverk.
Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli
– stefnumót lista og minja. Til
5. júní.
Gallerí Banananas: Stein-
grímur Eyfjörð - Undir lindi-
trénu.
Gallerí Dvergur: Efrat
Zehavi – Fireland. Stendur til
13. febrúar
Gallerí Humar eða frægð!:
Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir
myndbandsverk. Stendur til
18. febrúar.
Gallerí i8: Finnur Arnar sýn-
ir til 26. febr.
Gallerí Sævars Karls: Sig-
urður Örlygsson – Ættarmót
fyrir hálfri öld.
Gerðuberg: Þýska listakonan
Rosemary Trockel sýnir til
27. febr. Sigríður Salvars-
dóttir í Vigur sýnir listaverk
úr mannshári í Boganum.
Stendur til 13. mars.
Grafíksafn Íslands: Rut
Rebekka sýnir vatnslita- og
olíumálverk.
Hafnarborg: Rafmagn í 100
ár – sýning í tilefni af 100 ára
afmæli fyrstu almenningsraf-
veitunnar. Bjarni Sigur-
björnsson og Haraldur Karls-
son – Innsetning. Helgi
Hjaltalín Eyjólfsson er mynd-
höggvari febrúarmánaðar.
Hallgrímskirkja: Jón Reyk-
dal – 6 ný olíumálverk í
forkirkju.
Hólmaröst: Jón Ingi Sigur-
mundsson – olíu- og vatns-
litamyndir.
Hrafnista Hafnarfirði:
Tryggvi Ingvarsson, raf-
virkjameistari og heimilis-
maður á Hrafnistu, sýnir út-
saum og málaða dúka í Menn-
ingarsalnum á fyrstu hæð.
Hönnunarsafn Íslands,
Garðatorgi: Sænskt listgler,
þjóðargjöf.
Iðntæknistofnun: Nýsköpun í
ný sköpun. Átta listamenn úr
Klink og Bank.
Kaffi Espresso: Guðrún Egg-
ertsdóttir – skúlptúrar og
myndir.
Kaffi Sólon: Óli G. Jóhanns-
son sýnir óhlutbundin lista-
verk. Stendur til 5. mars.
Kubburinn – LHÍ: Þóra
Gunnarsdóttir sýnir verk sín.
Listasafn Akureyrar: Ashkan
Sahihi – Stríðsmenn hjartans.
Stendur til 6. mars.
Listasafn ASÍ: Ólöf Nordal –
anaegg. Ósk Vilhjálmsdóttir –
Jákvæð eignamyndun – Nei-
kvæð eignamyndun. Standa
til 5. mars.
Listasafn Íslands | Íslensk
myndlist 1930–1945. Rúrí –
Archive – Endangered wa-
ters.
Listasafn Kópavogs – Gerð-
arsafn: Árleg ljósmyndasýn-
ing og verðlaunaveiting
Blaðaljósmyndarafélags Ís-
lands. Ragnar Axelsson –
Framandi heimur.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Kristín Gunnlaugsdóttir –
Mátturinn og dýrðin, að eilífu.
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Slunkaríki: Ívar Brynjólfsson
– Bardagavellir.
Suðsuðvestur, Reykjanesbæ:
Magnús Pálsson sýnir inn-
setningu.
Thorvaldsen: Kristín
Tryggvadóttir – Leikur að
steinum. Til 19. feb.
Tjarnarsalur Ráðhúss
Reykjavíkur: Sören Solsker
Starbird – Er sálin sýnileg?
Ljósmyndasýning.
Þjóðminjasafnið: Hér stóð
bær … og Átján vóru synir
mínir í Álfheimum. – Ljós-
myndasýningar.
Leiklist
Austurbær: Vodkakúrinn,
lau.
Borgarleikhúsið: Belgíska
Kongó, lau., sun. Híbýli vind-
anna, lau. Lína Langsokkur,
sun. Saumastofan, 30 árum
síðar, lau. Svik, sun.
Iðnó: Tenórinn, sun.
Íslenska óperan: Tosca, sun.
Leikfélag Akureyrar: Ólí-
ver!, lau, sun.
Þjóðleikhúsið: Dýrin í Hálsa-
skógi, sun. Edith Piaf, sun.
Öxin og jörðin, lau.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Erró, Víðáttur.
Þórður Ben Sveinsson – Borg
náttúrunnar. Bjargey Ólafs-
dóttir – Láttu viðkvæmt útlit
mitt ekki blekkja þig. Brian
Griffin – Áhrifavaldar.
Til 27. febr.
Listasafn Reykjavíkur, Kjar-
valsstaðir: Hörður Ágústsson
– Yfirlitssýning í Vestursal.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og
Pétur Örn Friðriksson –
Markmið XI í miðrými. Kjar-
val í Kjarvalssal.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur:
Fyrir og eftir. Lýkur um
helgina.
Náttúrugripasafnið Hlemmi:
Tuttugu og sex mynd-
listarnemar sýna.
Safn: Stephan Stephensen –
AirCondition. Jóhann Jó-
hannsson – Innsetning tengd
tónverkinu Virðulegu forset-
ar. Á hæðunum þremur eru
að auki ýmis verk úr safn-
eigninni, þ. á m. ný verk eftir
Roni Horn, Pipilotti Rist og
Karin Sander.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
ÞAÐ verður að teljast löngu tíma-
bært að haldin sé yfirgripsmikil
yfirlitssýning á verkum Harðar
Ágústssonar og gerð úttekt á
áhrifum hans á íslenska listsenu.
Þau eru víðtækari en marga grun-
ar og skipar hann sess á meðal
lykil-listamanna í íslenskri mynd-
listarsögu. Það er þó ekki langt
síðan að yngri kynslóðir þekktu
vart til verka hans og er ég ekki
frá því að Friðrik Þór Friðriksson
eigi mikinn þátt í endurreisn
Harðar í myndlistarumræðunni
þegar hann valdi nokkur litbands-
verk eftir listamanninn á sýningu
í Gerðubergi, Þetta vil ég sjá, árið
1999. Tóku yngri listamenn og
áhugamenn þá kipp og upp frá því
hafa litbandsverk Harðar verið
áberandi og eftirsótt í myndlist-
arflórunni. Það er því vel við hæfi
að löngu tímabær yfirlitssýningin
á Kjarvalsstöðum skuli heita End-
urreisnarmaður íslenskra sjón-
mennta.
Hörður hóf listferil sinn með
nokkuð hefðbundnum hætti. Fíg-
úratíf málverk og uppstillingar.
Hann snýr sér svo að abstraktlist-
inni á sjötta áratug síðustu aldar,
lita- og formrannsóknir þar sem
sjónrænt áreitið felst í óreiðu for-
ma á myndfletinum. Prýðilegar
myndir í sjálfu sér, en það eru
vafalaust litbandsverkin sem veita
honum sérstöðu í abstrakt-
málverkinu á Íslandi. Þar felst
sjónrænt áreitið í samspili litanna
líkt og við þekkjum í oplist og lit-
bandið nokkuð óhefðbundið efni til
myndgerðar. Reyndar hafði Hol-
lendingurinn Piet Mondrian þegar
vakið alþjóðlega athygli fyrir lit-
bandsverk. En þau voru ryþma-
kennd og gerð undir áhrifum af
bandarískri jazztónlist. Því er hins
vegar ekki að neita að Hörður
hefur sótt nokkuð stíft í myndmál
og hugmyndafræði Mondrians og
félaga hans í de stijl-hópnum sem/
og þýsku Bauhaus-listamannanna.
Sterk tengsl við arkitektúr og
hönnun skiptu listamönnum de
stijl og Bauhaus miklu máli. En
listamaðurinn starfaði við hönnun
og var á meðal helstu athafna-
manna í umræðu og gagnrýni um
arkitektúr á Íslandi strax á 6 ára-
tugnum. Í grunninn snýst þetta
um hugmynd gestalt-fræðinnar að
manneskja skynji hluti innan
heildar sem de stijl og Bauhaus-
menn byggðu mikið af sinni hug-
myndafræði á. Málverk var þar af
leiðandi ekki bara mynd á vegg
aðskilin frá því rými sem vegg-
urinn tilheyrði. Áhorfandi skynj-
aði málverk sem hluta af rýminu
og eðlilega tvinnast þá saman
málverk, byggingarlist og hönnun.
Eitt helsta baráttuefni Harðar
varðandi húsagerðarlistina var
varðveisla byggingararfsins. Sat
listamaðurinn í ritstjórn arki-
tektaritsins Birtings og skrifaði
jafnframt um rannsóknir á bygg-
ingarlist í önnur tímarit. Á Kjar-
valsstöðum má sjá nokkur af Birt-
ingarritunum með greinum og
útlitshönnun eftir Hörð, auk end-
urgervingateikninga á húsum og
ljósmyndir sem fá mann til að
hugsa til skrásetningaráráttu
margra konseptlistamanna s.s. Ed
Ruscha, Roni Horn og Dieter
Roth, en sá síðastnefndi starfaði
einmitt með Herði við hönnun. Ef
einhver abstraktlistamanna okkar
Íslendinga hefur haft áhrif á ís-
lenska konseptlistamenn þá er það
vafalaust Hörður. Litbandsverk
og teikningar sem sýndar eru á
Kjarvalsstöðum og spila saman
líkt og myndrammar í teikni-
myndasögu, sýna hreyfingu forma
í fjórum myndum, eru t.d. ekki
ólíkar vangaveltur og mínimal
konseptlistamenn, Blinky Pal-
ermo, Imi Knoebel, Kees Smits
o.fl., voru að fást við um svipað
leyti. Lendir Hörður einhvers
staðar á milli hinna ljóðrænu ís-
lensku abstraktsjónar og mínimal-
ískrar konseptlistar. Stendur þá
nokkuð sér á báti hérlendis. End-
urreisn hans fyrir fáeinum árum
var því afar velkomin og enn
fremur gefur yfirlitssýningin
ástæðu til að fagna. Litbands-
verkin og margar teikningarnar
eru sífersk þótt komin séu til ára
sinna. Sýningin fræðandi og sýn-
ingarskrá til sóma. Í raun ómiss-
andi sýning fyrir íslenska listunn-
endur.
Sér
á báti
Jón B.K. Ransu
Eitt af litbandsverkunum á yfirlitssýningu Harðar Ágústssonar í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum.
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir
Opið alla daga frá 10–17.
Sýningu lýkur 24. apríl.
Yfirlitssýning – Hörður Ágústsson