Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. febrúar 2005 | 13 Æringjarnir í Madness snúa aft-ur með nýtt efni næsta apr- ílmánuð. Platan, sem ekki hefur fengið nafn, verður þó ekki gefin út undir nafni Madness heldur undir merkjum The Dangermen. Ástæðan er sú að plötuna munu prýða tökulög úr reggí- og ska- geiranum en þau tón- listarform voru sveitinni einkar hugstæð fyrstu starfsárin. Fyrsta smáskífa sveit- arinnar, „The Prince“, sem út kom 1979, var enda samin til heiðurs ska- kónginum Prince Buster. Madness, sem var fremst í bresku ska- bylgjunni ásamt The Specials, naut mikilla vinsælda árin 1979 til 1982 og einkanlega þóttu myndbönd sveit- arinnar skemmtileg, þar sem saman fór gáskafull gleði og nett sýrður ær- ingjaháttur. Síðasta plata sem Madness gaf út var Wonderful árið 1999 og fékk hún prýðilega dóma en sveitin kom sam- an aftur árið 1992 eftir að hafa starf- að um tíma sem The Madness en hætt svo endanlega árið 1988.    Franski raf/danstónlistardúettinnDaft Punk gefur út nýja plötu, Human After All, hinn 21. mars og er það þriðja breiðskífa dúettsins. Heil fjögur ár eru síðan Discovery kom út en Daft Punk náði mikilli hylli með fyrstu plötu sinni, Home- work árið 1997 og urðu lögin „Da Funk“ og „Around The World“ vinsæl. Fyrsta smáskífan kemur út viku fyr- ir breiðskífu og inniheldur lagið „Robot Rock“. Meðlimir, þeir Thom- as Bangalter og Guy Manuel de Homem Christo, tóku plötuna upp á sex vikum í haust í eigin hljóðveri í París.    Svo virðist sem fyrsta plata sveit-arinnar Babyshambles verði einn af popp/rokkviðburðum ársins. Sveitin er leidd af fyrrum Libert- ines- með- limnum Pete Doh- erty sem stefnir hraðbyri á vit sömu örlaga og menn eins og Kurt Cobain og Richey Edwards en ekki út- séð með hvort Doh- erty lifi af árið, slíkt er sukkið og ruglið á manninum. Hæfileikar Doherty eru engu að síður ótvíræðir en tvær plöt- ur Libertines eru eðal rokkplötur, þar sem saman fara haglegar laga- smíðar og glúrnir textar. Doherty er nú búin að setja saman endanlegt band og má búast við plötunni í vor eða sumar. Með honum í bandinu eru þau Drew McConnell (bassi), Patrick Walden (gítar) og Gemma Clarke (trommur). Sjálfur sér Doh- erty um söng og gítarspil. Vinnsla er þó á algeru frumstigi og engar frétt- ir hafa enn borist af því hver muni sjá um upptökustjórn, hvenær vinna hefjist og svo framvegis. Sveitin er þó komin með nóg af efni og hefur spilað reglulega undanfarna mánuði. Tónleikarnir hafa þó oftar en ekki endað í tómri vitleysu og því óhætt að setja fyrirvara við allar framtíð- aráætlanir sem snúa að Pete Doherty og hans fólki. Erlend tónlist Madness Daft punk Babyshambles Platan Different Class með bresku sveit-inni Pulp á stóran sess í huga mér. Ekkisíst eftir nokkurra mánaða dvöl í Lond-on fyrripart árs 1996 með tvær spólur meðferðis, aðeins var hlustað á bestu lög Kinks og Different Class með Pulp við morgunverðarborðið í Belsize Park. (Á kvöldin var svo farið út og nýj- ustu tónlistarstraumarnir teknir inn en það er önnur saga.) Þessi plata er ekki bara merkileg í mínum huga heldur líka í sameiginlegu minni poppsögunnar því hún skaut Pulp rækilega upp á frægðarhimininn. Sveitin hafði nefnilega starf- að í meira en fimmtán ár áð- ur en platan kom út. Þrátt fyrir að næsta plata á undan hafi vakið athygli á sveitinni var það lagið „Common People“ sem gerði það að verkum að hún sló í gegn. Lagið kom út í maí 1995 og fór beint í annað sæti breska vinsældalistans en plat- an sjálf kom út í októberlok sama ár. Þetta er lík- lega það lag sem flestir þekkja með Pulp og er enn spilað á skemmtistöðum til að koma fólki í gott skap. Ekki aðeins er Different Class með mörgum sérlega grípandi lögum heldur eru textar söngv- arans og listaspírunnar Jarvis Cockers alveg frá- bærir. Í „Common People“ syngur hann á listi- legan hátt um ríku stelpuna sem langar til að vera venjuleg. Hann er að lýsa því sem hann hefur upp- lifað, kynnum sínum við stelpu sem hann kynntist sem nemi í listaháskólanum Central Saint Mart- in’s. Platan fer úr nýbylgjudiskói („Disco 2000“) yfir í sönglagastemningu („Mis-Shapes“) yfir í ballöðu („Underwear“) og tyrkneska evróvisjónstemningu („I Spy“). Hún er sumsé fjölbreytt þrátt fyrir að innihalda alltaf kjarna Pulp. Textarnir við þessi melódísku lög innihalda oft litlar sögur, skemmti- legar, mannlegar og djúpstæðar, og verða lögin enn minnisstæðari fyrir vikið. Ekki er hægt að tala um Pulp án þess að minn- ast á forsprakkann Jarvis Cocker. Hann varð mik- ið tákn fyrir sveitina, langur og mjór með áberandi gleraugu, íklæddur notuðum fötum. Hann varð jafnvel að kyntákni enda fjallar hann um kynlíf í textum sínum. Enginn sem sá Pulp á sviði í Laug- ardalshöllinni sumarið 1996 efast heldur um kraft Cockers á sviði. Þessi plata raðaði sér í efstu sæti margra lista yfir bestu plötur ársins 1995 og á það fyllilega skil- ið. Til dæmis var hún á toppnum hjá Melody Mak- er. Samkeppnin var hörð á því góða ári en til dæm- is komu út í svipuðum geira plöturnar The Bends með Radiohead, The Great Escape með Blur og (What’s The Story) Morning Glory með Oasis. Í mínum huga er Different Class í sérflokki. Melódískar smásögur Poppklassík Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Þ essar „stóru“ plötur sem búið er að tilkynna um fylgja mismunandi lög- málum. Sumar hverjar kom úr ranni einhverrar stór- eða gæða- sveitarinnar sem er að rísa upp við dogg eftir að hafa verið í híði í fjölda ára eða hefur hreinlega verið hætt. Aðrar eru eftir ungsveitir sem hafa slegið óforvarandis í gegn með sinni fyrstu plötu og standa frammi fyrir hinu vel þekkta vandamáli sem snýr að „annarri plöt- unni“. Einnig búa sumir listamenn yfir þeirri gæfu að hafa skapað sér það sterkt orðspor að ný plata er ávallt talin viðburður, þó svo að ein og ein plata hafi dottið niður fyrir meðallagið. Sú plata, sem menn halda líklega mest í sér önd- inni yfir, er ný hljóðversskífa með Pixies. Það seg- ir sitt um stöðu þessarar sveitar að þó að óvíst sé að nokkuð verði af plötunni er verið að birta heil- síðugreinar í tímaritum þar sem vöngum er velt yfir möguleikanum. Endurkoma Pixies í fyrra þótti takast það vel að óskýrar fréttir leka nú stöð- ugt út um að Frank Black og félagar séu að vinna að nýrri plötu, þeirri fyrstu síðan Trompe Le Monde kom út árið 1991. Í svona til- fellum hríslast um áhuga- sama tvíbentar tilfinningar, annars vegar glaðvær spenna yfir því að það sé virkilega að koma út ný plata, hins vegar áhyggjur yfir því að málum verði klúðrað allsvakalega. Hljómsveitir sem hafa leikið sama leik hafa ann- aðhvort gert þetta með glæsibrag eða alls ekki, í þessum efnum er eins og það sé enginn millivegur. Breska nýrokksveitin House of Love getur prís- að sig sæla með það að engin Pixies-pressa er á henni, þrátt fyrir að fyrsta plata sveitarinnar í ell- efu ár sé að koma út. Líklega eiga fáir eftir að taka eftir því, sem er synd, því að Terry Bickers er aft- ur kominn til liðs við leiðtogann, Guy Chadwick, sem glæðir enn frekar vonina um að eitthvað bita- stætt komi út. Svipaða sögu er að segja af fyrstu plötu The Tears, því þar er fyrrverandi öxulveldi Suede – Brett Anderson og Bernard Butler – farið að ganga á ný. Plata er væntanleg í sumar. Svo að við aukum nú þrýstinginn þá hyggst Franz Ferdinand fylgja eftir lofuðum og vel seld- um frumburði í sumar. Frumburðurinn er reynd- ar það vel heppnaður að maður klórar sér í hausn- um yfir því hvernig meðlimir ætla að bera sig að við verknaðinn. Vonandi bera þeir sig öðruvísi að en The Strokes sem voru í nákvæmlega sömu stöðu í hitteðfyrra er þeir gáfu út aðra plötu sína, Room on Fire. Þar var á ferðinni lítt sjarmerandi afrit af fyrstu plötunni, Is This It? Þriðja breið- skífa Strokes kemur út í sumar og má með sanni segja að það sé að dugat eða drepast fyrir „kúlist- ana“ frá New York. Coldplay hefur hins vegar haldið vel sjó með þeim tveimur plötur sem út hafa komið, þó að til- þrifin á síðasta verki hefðu mátt vera ögn meiri. Þriðja platan er væntanleg í næsta mánuði og enn vonast fólk eftir því að Coldplay taki krúnuna af U2 í eitt skipti fyrir öll, enda tími til kominn fyrir löngu. Stuðþungarokkararnir í The Darkness slógu óvænt í gegn í hitteðfyrra en fólk er enn að gera það upp við sig hvort um brandara sé að ræða eða ekki. Hvort það verður „sá hlær best sem síðast hlær“ eða ekki kemur víst í ljós í ár þegar önnur platan kemur út. White Stripes urðu að almenningseign með plötu sinni Elephant árið 2003, en þar á undan höfðu komið út þrjár plötur sem vöktu athygli neðanjarðar. Ný plata er væntanleg í sumar og spurning hvort Jack og Meg White sanni þá enn frekar að blúsinn sé nýja rokkið. Tvær goðsagnakenndar sveitir hyggjast snúa aftur í ár með plötu. Rolling Stones gáfu síðast út plötu árið 1997, hina hörmulegu Bridges to Bab- ylon, og hefur Keith sjálfur lýst því yfir að ný plata komi loks út í ár. Mikið væri nú gaman ef Stones tækju sér sveitir eins og White Stripes til fyrirmyndar og gæfu út eina suddalega og sveitta rokkplötu. Þá er væntanleg ný plata með The Who, sem gengur undir hinum mjög svo slappa vinnutitli WHO2. Who gaf síðast út hljóðversplötu árið 1982. Þá hafa borist þær stórgóðu fréttir að Kate Bush ætli að snúa aftur í ár með nýja plötu, þá fyrstu síðan The Red Shoes kom út árið 1993. Það eru þó ekki eins góðar fréttir að Dave Stewart (Eurythmics) og Michael Kamen séu að vinna með henni. Stevie Wonder mun þá gefa út sína fyrstu plötu í tíu ár þar sem Snoop Dogg og Alicia Keys koma hugsanlega við sögu ásamt fleirum. Burt Bach- arach ku þá vera að vinna plötu – með Dr. Dre! Oasis gefur út plötu í ár, sem verður sjötta plata sveitarinnar. Það er búið að afskrifa Gallagher- bræður oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en þeir hanga inni, eins og sönnum hörkutólum sæm- ir þó að listræn heilindi og allt „mojo“ sé farið út í veður og vind fyrir löngu. Nýstirni eins og 50 Cent og Scissor Sisters munu fylgja frumburðum sínum eftir í ár, Moby gefur út nýja plötu í næsta mánuði (hvenær kemur næsta Play hugsa örugglega margir) og Gorillaz með Damon Albarn í broddi fylkingar koma með aðra plötu sína. Liverpool- sveitin The Coral, sem hljóp á sig á sínum tíma með því að gefa út að því er virtist nýja plötu á árs- fjórðungsfresti, snýr aftur með plötu, þar sem Portishead-liðarnir Geoff Barrows og Adrian Ut- ley snúa tökkum. Outkast mun fylgja gríðarvinsældum Speaker- boxxx/The Love Below eftir í ár og einnig er ný plata væntanleg frá þungavigtarbandinu Red Hot Chili Peppers. Og síðast en ekki síst, Chinese Democrazy, hin hrjáða Guns’n’Roses plata sem búið er að tala um í yfir tíu ár, kemur loksins út í ár (eða kannski ekki). Þetta er svona það helsta, eitthvað á þó eftir að bætast við og alltaf dettur eitthvað út líka. Að lok- um ber að geta eftirfarandi (stór)listamanna sem allir koma með nýja plötu árinu, ef að líkum lætur: Ryan Adams, New Order, Flaming Lips, Queens of the Stone Age, Audioslave, Charlatans, Missy Elliot, Grandaddy, Massive Attack, Primal Scream, Shins, Stereolab, System of a Down, Weezer. „Stóru“ plöturnar í ár Helstu tónlistartímaritin hafa nú birt fréttir af þeim plötum sem popp- og rokkheimurinn bíður hvað spenntastur eftir þetta árið. Um er að ræða bæði virta og vinsæla listamenn (og jafnvel hvort tveggja) og margir hverjir undir töluverðri pressu að fylgja eftir einhverri snilldinni. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Pixies í Kaplakrika, 25. maí 2004 Mögulega kemur út ný hljóðversplata með sveitinni í ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.