Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Blaðsíða 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. febrúar 2005 | 9
armiðstöð, en án árangurs ennþá. Þetta kemur
þó, kannski eftir 10–20 ár.
Nú barst talið eins og vænta mátti að „Sölu-
maður deyr“, og þótti Miller gaman að heyra,
hversu vel hefði tekizt til um sýningar á leik-
ritinu hér.
– Kvikmyndin var einnig sýnd heima í vetur
sem leið. Hvernig líkaði yður hún?
– Illa. Mér líkaði hún mjög illa. Átti í miklu
stríði við þá í Hollywood, en þeir eru svo vit-
lausir, að engin leið er að koma fyrir þá vitinu.
Myndinni var illa tekið hér í Bandaríkjunum,
en ég hefi heyrt, að hún hafi hlotið meiri vin-
sældir í Evrópu.
Hún er þó langt frá því að vera eins vel úr
garði gerð og unnt hefði verið. Þetta eru vit-
lausir menn, það má nú segja, ómögulegt að
tala við þá.
Aftur á móti held ég, að leikritið sjálft hafi
hlotið betri viðtökur hér í Bandaríkjunum en í
Evrópu.
– Hvernig tóku bandarískir kommúnistar
„Sölumaður deyr“? Sögðu þeir, að það sýndi
skipbrot hins kapítalíska þjóðfélags, einsog
þeim var svo lagið að nefna það sums staðar í
Evrópu?
– Já, ég hefi heyrt eitthvað um það. Annars
eru þeir svo skrýtnir fuglar, að ómögulegt er
að átta sig á þeim. Afstaða þeirra til mín hefur
verið talsvert undarleg. Já, hálfhlægileg. Þegar
„Sölumaður deyr“ var sýnt hér, réðust þeir á
það af miklu offorsi í málgögnum sínum, eink-
um vegna þess hversu mjög það fékkst við sál-
fræðileg vandamál og þó frekar fyrir þá sök,
að sumir „kapítalistarnir“ voru ágætisfólk
(Charlie), sem gat orðið hamingjusamt og náð
lífstakmarki sínu (sonur Charles). – Komm-
únistarnir hér ákærðu mig fyrir að láta þessar
persónur þjóna þeim tilgangi einum að afsaka
þjóðskipulag okkar og lýstu því yfir, að enginn
gæti verið hamingjusamur í þessu landi.
En eftir að síðasta leikrit mitt, The Crucible
(Deiglan), hafði verið sýnt, föðmuðu komm-
únistar mig að sér, eins og þeir ættu í mér
hvert bein. Þeir vissu, að í þessu leikriti er
sneitt að McCarthy-ismanum, en gættu þess
ekki, að í því er ráðizt gegn öllum öfgastefnum,
svo að leikritið er einnig hrópandi mótmæli
gegn því, sem gerzt hefur og gerist í Rússlandi
og annars staðar, þar sem kommúnistar hafa
varpað andstæðingum sínum á „galdrabálin“. í
sannleika sagt á ég von á því, að álit þeirra á
mér breytist eftir hvert nýtt leikrit sem ég
sendi frá mér. Það skiptir mig þó engu, – bætir
Miller við með kankvísu brosi.
– Hvenær byrjuðuð þér að skrifa The
Crucible?
– Fyrir tveimur árum. Aftur á móti byrjaði
ég að hugsa um efnið árið 1938, þegar ég var
að ljúka háskólanámi. Af því getið þér séð, að
leikritið er ekki fyrst og fremst skrifað gegn
McCarthy-isma, eins og margir halda, því að
hann var ekki til þá, heldur öllum öfgastefnum,
sem reyna að ná fótfestu með rannsókn-
ardómstólum og allsherjarógnaröld. – Ég heill-
aðist strax af þessu söguefni, fannst það sér-
kennilegt og aðlaðandi á vissan hátt. Leikritið
finnst mér hafa komið á réttum tíma. Hinn
sögulegi bakgrunnur þess lýsir vel okkar eigin
öld. Eldtungurnar frá galdrabrennum 17. ald-
arinnar ber enn við himin og varpa drungalegu
svipleiftri á atómöld nútímans.
Í fyrsta þætti leikritsins fjalla ég um ýmis
vandamál okkar tíma, og lýsir eftirfarandi kafli
t. d. vel skoðunum mínum á vandamálum sem
við nú verðum að horfast í augu við: – „Okkur
veitist örðugt að trúa á það sem e. t. v. mætti
nefna pólitískan áhrifamátt djöfulsins. Þessi
vantrú okkar stafar fyrst og fremst af því, að
andstæðingar okkar eru ekki einir um að vekja
upp djöfulinn og afneita honum, heldur gera
ýmsir af liðsmönnum okkar slíkt hið sama. Það
er alkunna, hvernig kaþólska kirkjan notaði
rannsóknarréttinn til að gera djöfulinn að erki-
óvini, en andstæðingar kirkjunnar beittu engu
síður kölska til að ná tökum á hugum manna.
Lúther sjálfur var sakaður um samneyti við
djöfulinn, en sjálfur bar hann sömu villu á and-
stæðinga sína. Ekki bætti það úr skák, að
Lúther þóttist hafa náð fundum kölska og rök-
rætt um guðfræði við hann. Slíkt kemur mér
reyndar ekki á óvart. Á háskólaárum mínum
hafði kennari minn í sögu (sem var Lúth-
erstrúarmaður) þann sið að stefna saman stúd-
entum, draga tjöld fyrir glugga og reyna að ná
sambandi við sjálfan Erasmus! Ekki vissi ég til
þess, að hann hlyti opinberlega ákúrur fyrir
þetta framferði sitt, enda eru stjórnendur há-
skólans, eins og flestir aðrir, í hópi þeirra sem
aldir hafa verið upp í trú á djöfulinn. Á vorum
dögum eru Englendingar eina þjóðin, sem hef-
ur forðazt þá freistingu nútímamannsins að
dýrka djöfulinn. Í löndum kommúnismans er
hvers konar andspyrna talin eiga rót sína að
rekja til hinna djöfullegu auðvaldsafla og í Am-
eríku eiga allir aðrir en afturhaldsmenn á
hættu að vera sakaðir um að eiga samneyti við
hið rauða víti. Af þessu fær hvers konar póli-
tísk andspyrna djöfullegan grimmdarsvip, sem
réttlætir, að allar hefðbundnar venjur um sam-
skipti siðmenntaðra manna séu numdar úr
gildi. Stjórnarstefna er þannig lögð til jafns við
siðferðilegan rétt og öll andspyrna talin af hinu
vonda. Þegar tekizt hefur að koma á slíkri
jafngildingu valds og siðferðilegs réttar, verða
í þjóðfélaginu samsæri og gagnsamsæri og rík-
isstjórnir líta þá ekki lengur á sig sem gjörð-
ardómara, heldur eins konar svipu guðs.“
– Maður getur ímyndað sér hvernig komm-
únistar taka slíku.En hvað um McCarthy-
istana?
– Þetta finnst áhangendum McCarthys hér í
Bandaríkjunum ekki nógu góð latína, og sann-
ast sagna hata þeir mig áreiðanlega eins og
pestina. Þeir vita, að ef fólkið skildi þennan
boðskap, ef almenningur væri eins vel á verði
og nauðsyn krefur, væri hér enginn McCarthy-
ismi. Aftur á móti erum við nú á hættulegum
vegamótum, því hegðun kommúnista hefur or-
sakað mikla hræðslu almennings og þessa
hræðslu reyna sumir að nota sér: með því að
ala á henni geta þeir blindað menn, svo þeir
sjá ekkert nema kommúnistana, en taka ekki
eftir því, að þeir sogast sjálfir með annarri
öfgastefnu. Á þennan hátt m. a. hefur
McCarthy-isminn orðið til. – Þó að hann eigi
nokkur ítök hér í Bandaríkjunum nú, tel ég
ólíklegt annað en hin frjálslyndu öfl beri sigur
úr býtum að lokum. En framundan eru erfiðir
tímar og nauðsynlegt að vera vel á verði.
– Álítið þér að gengi McCarthys fari þverr-
andi?
– Margir álíta, að McCarthy-isminn sé á
undanhaldi hér í Bandaríkjunum. Það er einnig
mín skoðun, en þó er langt frá því að búið sé
að uppræta hann. Eina von hans er, að mögu-
leikar séu á stríði. Ef kalda stríðinu linnir, er
úti um McCarthy-ismann, því að þá minnkar
kommúnistahræðslan, en hún er næring hans
og lífgjafi, eins og ég sagði áðan. Honum er
ekki eins illa við neitt og friður haldist við
kommúnista. Þess vegna hefur McCarthy
reynt að varpa sumum ágætustu sonum
Bandaríkjanna út í yztu myrkur, fyrir þá sök
eina, að þeir hafa reynt að hlúa að þessum
friði. Við munum eftir árásinni á Marshall,
fyrrverandi utanríkisráðherra, í sumar.
McCarthy reyndi að stimpla hann föðurlands-
svikara. Hann og hans líkar eru ímynd djöfuls-
ins í augum McCarthys og annarra þeirra, sem
nú reyna að kynda galdrabálin hér í Banda-
ríkjunum.
– Hvernig munduð þér lýsa vinnubrögðum
McCarthys?
– Hann reynir að finna einhvern veikan blett
á fórnardýrum sínum, og vitanlega er slíkt ofur
auðvelt, því að enginn maður er gallalaus. Síð-
an dregur hann þennan ákveðna galla fram og
básúnar hann út, svo að þeir sem ekkert
þekkja til, álíta að fórnardýrið sé hin mesta
ófreskja. Hitt forðast hann eins og eldinn að
draga fram heildarmynd af manninum, kosti
og galla, því þá veit hann, að málið fer að vand-
ast.
– Hvert er þá álit yðar á alþjóðamálum?
Álítið þér, að hægt sé að halda frið við komm-
únista?
– Já, a. m. k. er það eina vonin. Það er trúa
mín, að kommúnistalöndin og lýðræðislöndin
geti búið saman í sátt og samlyndi; Rússar og
Bandaríkjamenn geti unnið saman í friði.
Kjarnorkan hefur þar komið til hjálpar og svo
það, að menn hafa það betra í heiminum nú en
áður fyrr, en velsæld stuðlar að útrýmingu
haturs og öfundar og er þung á metaskálum
friðar og öryggis. Einnig er gott að hafa það
hugfast, að á sl. 100 árum hafa stríð sýnt
mönnum fram á, að enginn getur hagnazt á
þeim. Áður fyrr gátu heil þjóðlönd stórgrætt á
styrjöldum, svo að þær þóttu jafnvel eftirsókn-
arverðar, ef pyngjan var tekin að léttast. En
nú hafa tímarnir breytzt sem betur fer.
– Svo við förum út í aðra sálma að lokum.
Hafið þér lesið nokkuð af íslenzkum bók-
menntum, t. d. íslenzkar fornsögur?
– Ég hefi ekki lesið mikið af íslenzkum bók-
menntum, nei. Þó las ég nokkra úrvalskafla úr
íslenzkum fornbókmenntum, þegar ég var í
menntaskóla, en lítið man ég nú eftir efninu.
– Hafið þér þá ekki orðið fyrir neinum áhrif-
um frá bókmenntum Norðurlanda?
– Jú, ég held nú það. Ibsen dró mig fyrstur
allra að leiklistinni. Hann var stórkostlegt leik-
ritaskáld, mannvinur og hugsuður. Þegar ég
kynntist honum ungur maður, fannst mér ég
finna sjálfan mig í sál hans og anda; það var
eitthvað sem dró mig að honum. Eftir kynni
mín af verkum hans tók ég að fást við leik-
ritagerð. – Þá hefur Strindberg einnig haft
mikil áhrif á mig.
Við röbbuðum síðan nokkra stund um Ibsen
og verk hans og það var eins og hinn frægi
leikritahöfundur tækist allur á loft, þegar hann
rifjaði upp Villiöndina og þó einkum Heddu
Gabler.
– Mér finnst Hedda Gabler bezta leikrit Ib-
sens, sagði Miller svo eftir dálitla þögn og um-
hugsun, og þó er erfitt að gera upp á milli
þeirra. Að hugsa sér t. d. Villiöndina, hvernig
honum tekst að gera symbólið — villtu öndina
— raunverulegt og áhrifamikið. Meistaralegt,
það má nú segja…! Þegar hér var komið sam-
talinu fannst mér tími til að kveðja; hafði tafið
Arthur Miller nógu lengi, að mér fannst. Ég
stóð því upp, þakkaði fyrir mig og bjóst til
brottferðar. Skáldið fylgdi mér til dyra, og á
leiðinni niður stigann röbbuðum við um það,
hversu gaman væri, ef nýjasta leikrit hans,
The Crucible, yrði sýnt heima á Íslandi. – Þér
sendið mér þá einhverjar blaðaúrklippur, sagði
hann kímileitur, um leið og hann bauð mér
góða ferð yfir hafið.
Miller
Reuters
skt samfélag. Hann lést í fyrradag á nítugasta aldursári.