Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. febrúar 2005 | 11 Þ að er allt hérna, allt það sem fylgir bókum Haruki Murakamis birtist þakklátum lesanda í nýjustu skáld- sögu hans Kafka on the Shore, eða Kafka á ströndinni: – Stefnulaus sögumaður sem fer inn í aðra heima – Kettir sem týnast og leiða persónur inn í aðra heima – Konur sem hverfa inn í aðra heima Og svo auðvitað ýmislegt annað. Brunninn vantar, en í staðinn höfum við bókasafn – sem viskubrunn? – og kringlóttan stein sem er eins- konar inngangssteinn, eða hlið. Ég veit ekki hvort það er bara vegna þess að öll umræða um bóka- söfn höfðar sérstaklega til mín, en mér fannst vera óvenjumikið af bókum í þessari bók Murakamis. Fyrir það fyrsta er það bókasafnið sjálft, og síðan allar bækurnar sem eru lesnar, ræddar, end- ursagðar, eða bara liggja eins og hráviði um text- ann, ónefndar, eins og til dæmis bækur Borges, sem oft fjölluðu um bókasöfn sem uppsprettu ókennileika. Og svo er það auðvitað Kafka, en sögumaður tekur upp hans nafn þegar hann ákveður að flýja að heiman. Allt byrjar þetta á því að Kafka Tamura, að- alpersóna skáldsögunnar, leitar hælis í bókasafni í bæ úti á landi. Hann er fimmtán ára og hefur hlaupist að heiman, að sögn til að skaðast ekki enn frekar. Faðir hans er frægur listamaður í Tokyo en móðir hans yfirgaf þá feðga og tók syst- ur Kafka með sér. Svo Kafka elst upp hjá föður sínum sem spáir honum örlögum Ödipúsar: að drepa föður sinn og sofa hjá móður sinni og syst- ur. Og drengurinn sumsé flýr að heiman. Hér höfum við strax horfnar konur, móðurina og systurina, en Kafka er greinilega öðrum þræði að leita þeirra. Kettirnir koma hinsvegar við aðra sögu, eða annan söguþráð, sögu Nakata, en hann er ein- feldningur sem tekur að sér að leita að týndum köttum. Ástæðan fyrir einfeldni hans er að sem barn varð hann fyrir undarlegu atviki sem þurrk- aði út minni hans og síðan er hann ekki alveg eins og fólk er flest, en getur sumsé talað við ketti. Í leit sinni að týndum ketti hittir hann kattabanann Johnny Walker sem þvingar Nakata til að drepa sig. Sá reynist líklegast vera faðir Kafka, allavega er hann myrtur á sama tíma og Nakata slátrar kattabananum. Um sama leyti vaknar sonurinn upp alblóðugur, langt fjarri morðinu – og svo fer að rigna fiskum. Því hafði verið spáð í ljóði bóka- safnsstýrunnar, en hún varð fræg fyrir eitt lag þegar hún var tvítug, lagið heitir „Kafka on the Shore“. Eins og vanalega er Murakami hér búinn að búa til þetta líka fína plott sem virðist í fyrstu nokkurn veginn skiljanlegt þó það sé kannski svo- lítið skrýtið. En auðvitað fara málin svo að flækj- ast og mótsagnirnar að hrannast upp: hvaða hlut- verki gegnir atvikið (fljúgandi furðuhlutur? eða heimsókn úr hinum heiminum sem er alltaf til staðar í verkum Murakami?) sem þurrkar út minni Nakata? Hver er faðir Kafka? Er hann bara venjulegur brjálaður listamaður, eða eitt- hvað allt annað? Jafnvel vera úr hinum heim- inum? Allavega virðist hann geta tekið á sig ann- arsheimsform. Og svo áfram. Að vanda er fátt um skýr svör og borðleggjandi lausnir, lesandinn verður einfaldlega að taka þátt í leiknum eða sitja eftir í fjörunni. Að þessu leyti minnir Kafka on the Shore mig einna mest á Wild Sheep Chase og Dance Dance Dance, þó flestir gagnrýnendur beri hana saman við Hardboiled Wonderland and the End of the World, enda vissulega margt sam- merkt þar, sérstaklega kannski tvöfalda plottið og endirinn. Murakami varð að stórstjörnu í bókmennta- heiminum þegar skáldsaga hans The Wind Up Bird Chronicle var þýdd á ensku 1997 og það er áhugavert að skoða skrif gagnrýnenda um þessa nýju bók, næstu stóru bókina á eftir. Þau eru óþægilega fyrirsjáanleg – allavega óþægileg og eiginlega vandræðaleg fyrir mig sem gagnrýn- anda. Sumir upphefja bókina til skýjanna, alsælir, aðrir benda á að í raun og veru hafi Murakami aldrei verið sérlega djúpur, og að þessi bók sanni það. Enn einn kvartar yfir því að það þurfi ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að gefa upp endinn því Murakami geri það ekki sjálfur, en helsta vandamálið er að þrátt fyrir að Kafka vissulega iðki kynlíf með konum sem gætu verið móðir hans og systir og sé blóðugur eftir dauða föðurins, þá getum við ekki verið viss … þessi gagnrýnandi á sumsé við ödipúsarkomplex að stríða. Persónulega fannst mér ödipúsarplottið vera meira til gamans gert, eitthvað jafnvel sem hefur bæst inn seinna þegar hið klassíska ödipús- armynstur gerði vart við sig – en það er nefnilega ótrúlega algengt tema í skáldskap – ég held að Ödipús sé rauð síld, eins og Oshima, verndari og vinur Kafka og starfsmaður á bókasafninu, út- skýrir fyrir femínistunum tveimur sem mæta til að taka út flokkunarkerfi bókasafnsins. Þær ásaka hann fyrir að vera karlremba vegna þess að konurnar raðast alltaf á eftir körlunum og þegar Oshima bendir á að þetta hafi með stafrófið að gera ásaka þær hann um að flækja málið. Og þar kemur rauða síldin inn, eitthvað sem er mjög áhugavert en hefur ekkert með aðalatriðið að gera. Ég varð svolítið hugsandi um þessa fem- ínistasenu. Óneitanlega hef ég, sem femínisti, tek- ið eftir þeim hefðbundna kynjaheimi sem ein- kennir bækur Murakami, en þar eru kynhlutverk oft fremur einföld: konur hverfa og karlar leita að þeim. Konan er í hlutverki hinnar eilífu mystíkur og karlinn ringlaður vegna þessa. Auk þess eru konurnar iðulega í því hlutverki að mamma eða hlú að körlunum, á meðan þeir leita annarra kvenna. Sú útreið sem femínistarnir fá í þessari stuttu heimsókn á bókasafnið stakk mig því frek- ar og ég fór að velta fyrir mér hvort Murakami væri að svara einhverri krítík. Hinsvegar, um leið og málið er skoðað nánar, er erfitt að festa tök á einhverri karlrembu, konurnar eru jú ævinlega persónur, horfnar eða ekki, en ekki flatar stað- almyndir, og oft frekar duglegar svona og fram- takssamar, til dæmis í því að láta sig hverfa. Karl- arnir eru almennt „housetrained“, þeir elda og þrífa og lesa bækur og hlusta á tónlist og uppfylla þarmeð tæplega staðalmynd karlrembunnar. Svo ég komst að þeirri niðurstöðu að innrás femínism- ans sé líka einskonar rauð síld, því aðalatriðið í þeirri senu er ekki femínisminn sem slíkur, held- ur það að þegar konurnar ásaka Oshima um að vera „dæmigerð karlremba, karlkynsfulltrúi feðraveldisins“ þá bendir hann þeim kurteislega á að þetta geti ekki staðist, því hann sé í raun hún, kona en ekki karl. Eða allavega er líkami hans kvenkyns þó hann upplifi sig sem karlmann og klæði sig og lifi sem slíkur. Og hér gerist dálítið sniðugt og óvenjulegt í bók eftir Murakami: allt í einu er hér kona sem birtist. Það eru fleiri slík dæmi, en þegar Kafka gistir í bókasafninu birtist honum önnur kona, bóka- safnsstýran, nema nú sem einskonar draugur af sjálfri sér þegar hún var fimmtán. En Kafka held- ur einmitt að bókasafnsstýran, sem hafði orðið fyrir ástarsorg þegar elskhugi hennar deyr og horfið í kjölfarið, en birst aftur og tekið að sér að sjá um bókasafnið, sé móðir sín. (Sem gagnrýn- anda Guardian fannst svo óþolandi að kæmist ekki á hreint, mér fannst lausnin alveg nógu skýr, en ætla ekki að segja frá.) Auðvitað er hér komin hin ágætasta myndlíking fyrir að ekkert er sem sýnist, og að allt er myndhverfing – nema bóka- safnið, eða eins og Oshima ítrekar þegar hann kveður Kafka, fyrir okkur er þetta bókasafn aldr- ei myndhverfing, það bara er þetta bókasafn. (Reyndar eru stöðugar umræður um myndlík- ingar í sögunni. Snemma kemur í ljós að uppá- halds-kafka-saga Kafka er „Í Refsinýlendunni“, og sjálfsagt væri hægt að skrifa heila grein með samanburði á þessum tveimur sögum. Kafka seg- ir: „Refsivélin er tæki höfundar til að útskýra hverskonar lífi við lifum. Ekki með því að tala um stöðu okkar heldur með því að lýsa vélinni í smá- atriðum.“ Eftirá finnst honum að hann hafi ekki alveg náð að segja það sem hann vildi.) En auðvitað er bókasafnið annað og meira en bara bókasafn, bókasafnið er lykill að öðrum heimi, inngangssteinninn. Og annar heimur er mikilvægur í sögum Murakamis. Hér langar mig að taka smá hlé til að ræða þá kenningu mína að í bókum Murakami sé annar heimur ekki bara einhver myndhverfing – frekar en bókasafnið – fyrir innra líf persóna, en slík túlkun er afarvinsæl meðal gagnrýnenda. Það er afskaplega þreytandi þegar allri fantasíu er æv- inlega snúið upp í flata myndhverfingu fyrir eitt- hvað annað, eins og fantasíu verði ævinlega að leysa upp og útskýra, því annars er verkið ekki nógu raunsætt, eða það sem verra er, ekki nógu mikil sálfræðileg stúdía á innra líf persónanna, en „annar heimur“ er iðulega túlkaður sem innri heimur í verkum Murakami. Vissulega er þessi heimur að einhverju leyti innra rými persónanna, en hann er aldrei bara það, heldur alltaf eitthvað meira, eitthvað sem ekki verður útskýrt eða fund- in lausn á. Það má orða þetta þannig að myndin sem umhverfð er í eitthvað annað situr alltaf eftir líka, hún þurrkast ekki bara út heldur eimir alltaf eftir af henni. Þannig er þessi annar heimur öðr- um þræði bara þessi annar heimur eins og bóka- safnið er bara bókasafn. Sem bókasafnið sumsé er ekki. (Já, ég veit að ég er komin í mótsögn við sjálfa mig. Margar reyndar.) Önnur leið inn í annan heim er auðvitað gegnum drauma. Þegar Kafka segir Oshima frá blóðinu fara þeir að ræða möguleikann á því að drengurinn hafi drepið föður sinn í draumi og Oshima rifjar upp frásagnir í japönskum bók- menntum, eins og sögunni af Genji, þar sem reið kona ofsækir aðra í draumi, óafvitandi. Aðaldreymandinn er þó Nakata, maðurinn sem talar við ketti, nema eftir drápið á Johnny Walk- er, sem líklegast er faðir Kafka, missir hann þennan ágæta hæfileika. Hinsvegar öðlast hann einskonar köllun og leggur af stað upp í heilmikla ferð – í kjölfar Kafka – án þess að vita hvers hann leitar, hann bara veit það þegar hann finnur það. Nakata er hinsvegar fremur ósjálfbjarga þegar kemur að ferðalögum og velur þá leið að húkka far. Einn af þeim sem tekur hann uppí er Hosh- ino, ungur vörubílstjóri sem hingað til hefur lifað venjulegu verkamannslífi en ákveður að hjálpa hinum fremur hjálparlausa Nakata í sinni óljósu leit. Og upphefst þar einn skemmtilegasti hluti bókarinnar, en Hoshino er ein af þessum dásam- lega fyndnu persónum Murakami, hálfgerður grallari en samt ótrúlega hlýr og umhyggjusam- ur. Nakata minnir hann á afa hans, sem hafði hjálpað honum í gegnum erfiða tíma, en þar sem afinn er dauður ákveður hann að launa Nakata í staðinn. Og þetta undarlega tvíeyki, töffarinn með taglið og aldraði einfeldningurinn, stendur svo fyrir ýmsum uppákomum, Nakata sefur og sefur á hótelherbergjum og dreymir og fær upplýs- ingar þaðan, en Hoshino röltir um bæinn á meðan í leit að afþreyingu og ævintýrum og það er á end- anum hann sem finnur inngangssteininn mik- ilvæga. Ekkert kemur honum á óvart, eða jú, þetta kemur honum allt á óvart, en hann er ekk- ert að gera mál út úr því, heldur bara skellir sér útí þessa undarlegu atburðarás, með því viðhorfi að svona bara sé þetta, ekkert er sem sýnist, allt er annað en það er – en samt ekki, og eina leiðin sú að henda sér útí þetta. Svona er einmitt við- horfið sem lesandi Murakami-bóka þarf að hafa. 1001 nótt á bókasafni Kafka on the Shore nefnist nýjasta skáldsaga japanska rithöfundarins Harukis Murakamis. Bókin hefur hlotið misjafnar viðtökur, sumir upphefja bókina til skýjanna, alsælir, aðrir benda á að í raun og veru hafi Murakami aldrei verið sérlega djúpur, og að þessi bók sanni það. Enn einn kvartar yfir því að það þurfi ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að gefa upp endinn því Murakami geri það ekki sjálfur. Hér birtist enn ein útgáfan. Morgunblaðið/Árni Sæberg Haruki Murakami „... ekkert er sem sýnist, allt er annað en það er – en samt ekki, og eina leiðin sú að henda sér útí þetta. Svona er einmitt viðhorfið sem lesandi Murakami-bóka þarf að hafa.“ Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varulfur@ centrum.is Höfundur er bókmenntafræðingur. Guðfaðir sálartónlistarinnar, JamesBrown, hefur ritað nýja end- urminningarbók er nefnist I Feel Good: A Memoir of a Life of Soul eða Mér líður vel: Ævisaga sálarlífs. Hér er raunar um aðra æviminn- ingabók söngv- arans að ræða, en fyrri bókin kom út fyrir tveimur ára- tugum. Að mati gagnrýnanda The New York Times er hér um nokkuð athyglisverða bók að ræða þar sem söngvarinn fer yfir liðna atburði og rifjar upp kynni sín af skrautlegu sam- ferðarfólki. Brown hefur sem kunnugt er ítrekað átt í útistöðum við laganna verði á umliðnum árum, en í bókinni rekur hann öll vandræði sín til kyn- þáttafordóma. Gagnrýnandinn finnur það helst að bókinni hversu gloppótt hún er og segir lesendur vafalítið græða mikið á inngangi Marc Eliots sem fylli upp í helstu eyðurnar í frá- sögn Browns.    Frumraun Lars Ove Seljestad,Blind eða Blindur, vekur mikla hrifningu gagnrýnanda norska dag- blaðsins Aftenposten. Segir hann mögulegt að túlka sög- una út frá ólíkum hug- myndafræðilegum að- ferðum. Skýrust telur hann átökin milli einstaklingsins og samfélagsins, þar sem augljóslega megi greina efasemdir höfundar gagn- vart þróun síðustu ára. Vísar hann þar til ákveðinnar upplausnar velferð- arkerfisins og vegsömunar hinna gráðugu einstaklinga sem skelli skolla- eyrum við þörfum annarra. Söguhetja bókarinnar er hinn ungi Geir sem hef- ur mikinn hug á að ganga mennta- veginn, en faðir hans þráir ekkert heit- ar en að sonurinn fylgi í fótspor sín og fari að starfa í járnblendiverksmiðju bæjarins, enda hafi fjórar kynslóðir karlmanna í fjölskyldunni starfað þar. Sonurinn nær hins vegar að brjótast til mennta og verða háskólakennari í félagsvísindum. Að sögn gagnrýnanda vísar titill bókarinnar til þess ósam- ræmis sem ríkir milli akademísks frama hans og einkalífs, þar sem Geir sé sérfræðingur í lífi annarra án þess að geta höndlað sitt eigið.    Nýjasta skáldsaga Anitu Brookner,Leaving Home eða Farið að heiman, vekur nokkra eftirtekt hjá gagnrýnanda Telegraph. Hann segir bókina áhrifaríka í dapurleika sínum, en í sögunni er fjallað um ein- manaleika, tauga- sýki og þverrandi væntingar. Sögu- hetja bókarinnar, Emma Roberts, lítur yfir æskuár sín og rifjar upp hvernig hún flúði þrúgandi æskuheimili sitt og fór til Parísar. Hins vegar reynist utanför hennar ekki veita henni það frelsi sem hún hafði vonast eftir. Í Frakklandi á hún í rómantísku sambandi við tvo af- ar fámála menn, en hvorugt sam- bandið verður að neinu og undir lok bókarinnar er ljóst að vonir hennar um hamingju er að engu orðnar. Að mati gagnrýnanda er varla annað hægt en að hrífast af því hver skuld- bundinn höfundur er eymd sögu- manns.    Hvernig þolir maður að horfa upp áland sitt eyðilagt og leysast upp í stríði, vini sína deyja og vonina um betri framtíð kafna í ringulreið og of- beldi? Þetta eru meðal þeirra spurn- inga sem velt er upp í bókinni Breve fra Bagdad eða Bréf frá Bagdag. Bók- in byggist, líkt og titillinn gefur til kynna, á tölvubréfasamskiptum hinn- ar dönsku Abigail Josephsen og írasks vinar hennar, Haider Al Ibrahimi. Að mati gagnrýnanda Information er bókina gott innlegg í umræðuna um Íraksstríðið þar sem hún minni okkur á að það eru lifandi manneskjur með öllum sínum draumum og tilfinningum sem leynast að baki fyrirsögnum dag- blaða. Anita Brookner Erlendar bækur James Brown

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.