Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Side 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005
F
agleg sjónarmið fá ekki alltaf að
ráða í skipulagsmálum. Þau
eru nefnilega einnig hápólitísk.
Skipulagsmál snúast um hags-
muni, bæði einstaklinga og
heildar. Þau snúast um mikil
verðmæti sem eru landið okkar. Og þau snúast
um lífsgæði og lífsstíl, jafnvel lífsafstöðu.
Spurningin er: Í hvernig borg viljum við búa?
Viljum við búa í þéttbyggðri borg? Slík borg er
ekki aðeins hagkvæmari fyrir bæði einstkal-
ingana og heildina heldur einnig umhverf-
isvænni en dreifð borg. Hún gerir hins vegar
miklar kröfur til félagslegrar færni sem Ís-
lendingar búa ef til vill ekki yfir enn. Lang-
flestir Íslendingar hafa nefnilega hingað til
búið mjög dreift, einnig þeir
sem eiga heima í borginni.
Reykjavík einkennist af
miklum bilum á milli húsa og
hverfa. Í þessum bilum eru misstór tún og mó-
ar eins og í kringum sveitabæi og milli þeirra.
Í þessum bilum eru götur sem minna líka
margar hverjar á þjóðvegina sem liggja um
sveitir landsins enda viljum við geta ekið hratt
og örugglega á milli húsa og hverfa. Í þessum
bilum er líka mikið myrkur enda fáir á ferli.
Þessi bil hafa orðið til vegna þess að Reykvík-
ingar tóku þá ákvörðun um miðja síðustu öld
að dreifa byggðinni mikið. Reykvíkingar vildu
ekki búa í þéttbyggðri borg. Þeir vildu hafa
mikið rými í kringum sig og víðan sjóndeild-
arhring eins og í átthögunum. Sökum þessa
ákváðu Reykvíkingar þegar á sjöunda ára-
tugnum að reisa mikla byggð austan Elliðaáa.
Þeir vissu að þetta myndi kosta mikil ferðalög
fyrir íbúa en bíllinn átti að bjarga því, hann
var alltaf að verða ódýrari, sparneytnari og
þægilegri. Í tíu, tuttugu, þrjátíu, fjörutíu ár
héldu Reykvíkingar áfram að trúa á krafta-
verk bílguðsins og teygðu byggðina lengra og
lengra upp um holt og móa. Auðvitað lærðu
þeir fljótt að bílguðinu þykir hvorki vænt um
fólk né náttúruna og það krefst mikilla fjár-
hagslegra fórna. Reykvíkingar uppgötvuðu
fljótt að bílguðinu þykir ekki vænt um neitt
nema sjálft sig en eigi að síður héldu þeir
áfram að byggja dreift því til dýrðar. Það var
ekki fyrr en órannsakanlegir vegir þessa guðs
höfðu þakið meira en helming borgarlandsins
og bensínkirkjurnar byrgðu sýn á flest annað
að borgarbúar tóku sumir hverjir að efast. Það
var farið að tala meira og meira um þéttingu
byggðar. Og nú er loksins talað um að byggja í
Vatnsmýrinni, einu skelfilegasta myrkrabili
borgarinnar, þó að pólitískir hagsmunir standi
enn í vegi fyrir því að flugvöllurinn víki. Og í
stað þess að reisa enn eitt úthverfið upp við
Úlfarsfell þá hefur nú til dæmis verið skipu-
lögð byggð við Mýrargötuna í miðbænum. Á
sama tíma heyrist einn og einn tala um að það
vanti lóðir og þannig er enn þrýst á að land
verði brotið undir nýja byggð einhversstaðar
upp undir fjöllum. Sé pólitísk sannfæring þar á
bak við væri forvitnilegt að heyra á hverju hún
byggðist. Sem stendur virðast skynsamleg rök
fyrir því að láta borgina halda áfram að breið-
ast út um móa og mela nefnilega vera af skorn-
um skammti. En eins og áður sagði fá fagleg
sjónarmið ekki alltaf að ráða í skipulags-
málum. Borgar- og samfélagsvitund Reykvík-
inga er heldur ekki svo beysin að á hana megi
treysta. Til þess að átta okkur betur á van-
þroskaðri borgarvitund Íslendinga, pólitískum
áhrifum á þróun Reykjavíkur og faglegum
sjónarmiðum til skipulags borgarinnar þá
skulum við skoða þessa sögu eilítið betur með
Salvöru Jónsdóttur, skipulagsfræðingi og
sviðsstjóra skipulags- og byggingasviðs borg-
arinnar.
Ekki uppskrift að góðu
borgarsamfélagi
Reykjavík er ung borg. Hún fer ekki að vaxa
fyrr en eftir seinna stríð og þá var bíllinn kom-
inn til sögunnar. Áhrif bílsins á þróun borga
sést glöggt í amerískum borgum þar sem ekki
var til þróað almenningssamgöngukerfi. Í evr-
ópskum borgum var slíkt kerfi til og því hafði
bíllinn ekki jafn mikil áhrif. Bíllinn gerði kleift
að byggja í ódýrara landi fjarri miðbæj-
arkjarna og atvinnusvæði. Hér sem víða ann-
arstaðar varð þessi þróun hröð. Stór úthverfi
spruttu upp og fleiri og fleiri þurftu að fara um
langan veg til að sækja atvinnu. Vegakerfið
varð æ umfangsmeira og bílaeignin gríðarleg.
Götur hafa verið útfærðar eins og þær séu
þjóðvegir í dreifbýli til þess að koma öllum
bílaflotanum fyrir, það er eins og notaður sé
rangur skali við hönnunina, hann sé ekki mið-
aður við mannfólkið sem býr í borginni og taki
ekki tillit til þess að landsvæði er takmarkað
og dýrt. Í könnun á landþörf samgangna frá
því í fyrra kemur í ljós að helmingur lands í
Reykjavík er undirlagt samgöngumann-
virkjum. Þetta er álíka hátt hlutfall og í sam-
bærilegum borgum í Bandaríkjunum. Þar eru
þó til borgir eins og Houston í Texas með á
milli 60 til 70% lands undir samgöngu-
mannvirkjum.
Að sögn Salvarar Jónsdóttur er það ekki til
fyrirmyndar.
„Skipulagsfræði í Bandaríkjunum fjalla nú
fyrst og fremst um það hvernig megi end-
urheimta borgina, lækna amerísku borgina
eða bjarga henni. Meira að segja Banda-
ríkjamönnum óar við landsóuninni. Til þess að
snúa ofan af ástandinu eins og það er í Reykja-
vík nú þarf geysilegt átak. Við erum að reyna
að spyrna við fótum með því að þétta byggð en
auðvitað mun taka langan tíma að ná ein-
hverjum verulegum árangri í þeim efnum.
Hin dreifða byggð Reykjavíkur er ekki upp-
skrift að góðu borgarsamfélagi, hvorki frá
hagrænu sjónarmiði séð né félagslegu eða
vistlegu. Gatnagerð í dreifðri byggð er til að
mynda gríðarlega kostnaðarsöm. Þess má
geta að í Staðarhverfi, sem er eitt af dreif-
byggðustu hverfunum í borginni, er flatarmál
samgangna á hverja íbúð 322 fermetrar en 41
á Grettisgötu. Þessa gatnagerð erum við að
greiða úr sameiginlegum sjóði. Jafnframt er
miklu dýrara að halda úti almennings-
samgöngum í dreifðri byggð. Samkvæmt ný-
legri könnun á ferðavenjum Reykvíkinga not-
ar fólk síður strætó í dreifðu úthverfunum.
Íbúar þessara hverfa ganga líka síður í vinn-
una af skiljanlegum ástæðum. Bandarískar
rannsóknir sýna að mittismál fólks eykst eftir
því sem það býr fjær borgarmiðjunni. Dreifð
byggð hefur líka áhrif á samskipti íbúa, fólk
ræðist minna við. Og þannig mætti áfram
telja.“
Leiðinn og einmanaleikinn hangir yfir
Kannski er varla hægt að halda því fram að
það hafi beinlínis verið röng ákvörðun að
skipuleggja byggð austan Elliðaáa á sínum
tíma. Þétting byggðar var ekki á dagskrá og
pólitískar og samfélagslegar aðstæður kölluðu
á ódýrt húsnæði í miklu magni. Fólk flutti unn-
vörpum úr sveit í borg og ríkisstjórnin gerði
samning við verkalýðshreyfinguna um bygg-
ingu 1250 íbúða sem láglaunafólki var gert
kleift að eignast á þægilegri kjörum en áður
tíðkuðust og kom það í stað beinna launa-
hækkana. Þetta hafði talsverð áhrif á skipulag
Breiðholtsins og að mati Salvarar má deila um
þá ákvörðun að koma þessum íbúðum fyrir á
einum stað.
„Reynsla Bandaríkjamanna hafði til dæmis
sýnt að það skapaði fleiri félagsleg vandamál
en það leysti að búa til slík hverfi enda var tek-
ið að rífa þau niður þar um það leyti sem við
tókum að reisa þau hér.“
Skipulag Breiðholtsins var þó að mörgu
leyti í eðlilegu framhaldi af því sem gert hafði
verið áður hér og erlendis. Hverfið er sprottið
upp úr fúnksjónalismanum. Gætt var að því að
hafa bæði blokkarbyggð, raðhús og einbýli í
hverfinu auk þjónustukjarna. Það var hins
vegar galli hversu lítil atvinnustarfsemi var í
hverfinu. Hverfið var þannig mjög líflegt og
gott þar til konur fóru almennt að vinna utan
heimilis, þá var ákaflega lítil starfsemi í því að
degi til.
Það einkennir einmitt mörg úthverfanna að
vera eins konar svefnbæir. Þangað koma íbú-
arnir til að hvílast. Á daginn hangir leiðinn og
einmanaleikinn yfir þessum hverfum.
Flugvöllurinn á að
víkja sem fyrst
Vatnsmýrin er lykillinn að þéttingu byggðar í
miðbæ Reykjavíkur. Með byggð á þessu gríð-
arlega mikla og dýrmæta svæði mætti gjör-
breyta borgarmyndinni og leggja grunn að efl-
ingu íslensks borgarsamfélags. Úr því getur
hins vegar ekki orðið nema flugvöllurinn víki.
Eins og flestum er kunnugt runnu viðræður
borgar og ríkis um það hvort og hvenær flug-
völlurinn færi út í sandinn fyrir réttum fjórum
árum. Borgaryfirvöld vilja hann burt en ríkið
vill að hann sé á sínum stað sem lengst. Það er
fyrst nú síðustu daga sem einhver hreyfing
hefur komist á málið, og sjónarmið skipulags-
yfirvalda eru skýr, að sögn Salvarar Jóns-
dóttur.
„Út frá mínum bæjardyrum séð á flugvöll-
urinn að víkja sem fyrst. Vatnsmýrin er allt of
dýrmætt land til þess að hafa þar flugvöll.
Okkur munar um hvern fermetra af þessu nesi
sem borgin stendur á. Ég skil hagræðið sem
er af því fyrir landsbyggðarfólk að hafa hann
svo nálægt miðbænum en þau rök eiga ekki
jafn mikið við nú og áður. Leiðin til Keflavíkur
er alltaf að styttast. Það verður líka að hafa í
huga að 80% þjóðarinnar býr á höfuðborg-
arsvæðinu eða innan klukkustundar aksturs-
fjarlægðar frá borginni. Það er því brýnnt
hagsmunamál fyrir aðeins 20% þjóðarinnar að
hafa flugvöll í Vatnsmýrinni.“
Salvör segir að ljóst sé að flugvöllurinn
muni fara úr Vatnsmýrinni í áföngum. Tals-
verð umræða hefur verið um framkvæmdina
að undanförnu. Hugmyndir um skipulag ein-
stakra búta á svæðinu hafa verið gagnrýndar.
„Það hefur verið talað um bútasaums-
skipulag í þessu sambandi,“ segir Salvör.
„Sjálfri þykir mér bútasaumur fallegur.
Skipulag er iðulega eins konar bútasaumur.
Við þekkjum borgir í Ameríku og gömlu Aust-
ur-Evrópu sem voru reistar eftir allsherj-
arskipulagi og þær eru ekki fallegar.
Þegar maður saumar bútasaum sér maður
auðvitað fyrir sér allt teppið. Það er til skipu-
lag fyrir alla Vatnsmýrina hér hjá okkur en
það væri hins vegar mjög óráðlegt að leggja
það fram einhliða. Skipulag svæðisins verðum
við að vinna í samstarfi við ríkið og samgöngu-
yfirvöld sem eru stórir landeigendur á svæð-
inu. Sú vinna mun hefjast í haust eins og til-
kynnt hefur verið. Sem stendur er verið að
vinna að hönnun 140 þúsund fermetra byggðar
á Valssvæðinu vestan í Öskjuhlíð. Þar á að
vera margumrædd samgöngumiðstöð eins og
alltaf hefur verið gert ráð fyrir í aðalskipulagi
Reykjavíkur, óháð flugvelli. Þannig sjáum við
fyrir okkur hvernig mætti byggja svæðið upp í
áföngum. Við þurfum hins vegar að vinna
skipulag þess í stærri hópi. Annað væri óeðli-
legt. Skipulag er pólitískt verkefni ekki síður
en faglegt.“
Not In My Back Yard
Í skipulagsfræðum undanfarinna ára hefur
verið lögð mikil áhersla á að skapa mann-
eskjulegt umhverfi. Að sögn Salvarar var hún
útskrifuð úr námi sínu í Bandaríkjunum með
þeim orðum að hún skyldi berjast gegn
verslunarmiðstöðvunum. Hér á landi séum
við hins vegar einu stríði á eftir í þessum efn-
um eins og svo mörgum öðrum. Hún telur að
það skorti sterkari samfélags- og borgarvit-
und.
„Umræðan um Laugaveginn er mjög góð og
sýnir að fólki er annt um hann en mér þykir
fólk ekki sýna þá væntumþykju í verki. Á
sama tíma og Laugavegurinn stendur höllum
fæti blómstra mollin, þessi skrýmsli sem soga
allt líf úr borgum. Ég vil berjast fyrir því að
hér þrífist heilbrigt og gott borgarsamfélag.
Börnin mín hafa til dæmis aldrei fengið að fara
í Smáralind með mínu leyfi. Ég hef einu sinni
farið þangað sjálf á bókamarkað. Til þess að
hvetja börnin mín til að fara að fordæmi mínu
þá styrki ég þau til fatakaupa í miðbænum en
annars ekki.“
Salvör segir að hugsanlega skorti á upplýs-
ingu um hvað skipulagsmál snúist hér á landi.
Fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því að það
sé verið að véla um verðmæti komandi kyn-
slóða og að hagsmunir heildarinnar þurfi oft
að ganga fyrir.
„Það kemur fyrir í Reykjavík að til dæmis
barnaleikvellir séu gerðir afturreka úr íbúa-
hverfum vegna þess að of mikill hávaði þykir
vera af þeim. Leikskóli átti að stækka í einu
hverfinu en þá bárust mikil mótmæli frá ná-
grönnum sem töldu að stækkunin myndi rýra
verðgildi eigna þeirra. Í skipulagsfræðum er
kennt að leikskólar auki gæði íbúahverfis. En
hér er því öfugt farið að því er virðist. Hér vill
fólk frekar keyra börnin sín út úr hverfinu í
leikskólann.“
Mótmæli hafa einnig borist gegn sambýlum
fyrir þroskahefta í íbúahverfum, segir Salvör,
en þegar gríðarstór ný verslunarmiðstöð, sem
rísa á við Vesturlandsveg, var kynnt nágrönn-
um um síðustu áramót bárust engar at-
hugasemdir. Vafalaust segir það meira en
margt annað um eðli íslenskrar borgarmenn-
ingar. Hún einkennist af hinum svokallaða
NIMBY-isma sem orðaður er í kaflafyrirsögn-
inni hér að ofan.
„Að mínu mati,“ segir Salvör, „verður borg-
in aldrei fallegri en hugskot þeirra sem hana
byggja.“
Eru dreifð um
móa og mela
Borg
Flugvöllurinn í Vatnsmýri „Vatnsmýrin er allt of dýrmætt land til þess að hafa þar flugvöll. Okkur munar um hve
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
Húsin í
bænum