Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.2005, Side 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. mars 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Vélmenni Hitch  (SV) Hide and seek  (SV) Smárabíó Vélmenni Hide and seek  (SV) Hitch  (SV) Gríman 2: Sonur grímunnar Closer  (SV) Regnboginn Vélmenni Hide and seek  (SV) Hitch  (SV) Closer  (SV) Sideways  (SV) Í takt við tímann Laugarásbíó Vélmenni Hide and seek  (SV) Hitch  (SV) Gríman 2: Sonur grímunnar Meet the Fockers  (SV) Sjóræningjar á Saltkráku Háskólabíó The Life Aquatic The Phantom of the opera Ray Million Dollar Baby  (HJ) The Aviator  (HJ) Les Choristes Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri The ring two Coach Carter The life aquatic Constantine  (SV) White Noise  (SV) Fríllinn Team America World Police A series of unfortunate events  (SV) Phantom of the opera Ray Hjálp ég er fiskur The Polar express Closer  (SV) Hitch Myndlist Artótek Grófarhúsi: Að- alheiður Valgeirsdóttir sýnir til 10. apríl. Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Til 5. júní. FUGL, Skólavörðustíg 10: Eygló Harðardóttir – Innlit – útlit. Lýkur um helgina. Gallerí +: Joris Rademaker - Energy patterns. Stendur til 20. mars. Gallerí Banananas: Snorri Ásmundsson. Gallerí Gyllinhæð: Hulda Rós Guðnadóttir, Lína Lar- sen og Steindóra Hildur Clausen Sweet child of mine. Stendur til 27. mars. Gallerí i8: Hrafnkell Sigurðs- son sýnir. Stendur til 30. apríl Gallerí Skuggi: Anna Jóa og Ólöf Oddgeirsdóttir – Mæra- merking II. Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmundsdóttir – „Augnablikið mitt! Innsetn- ing unnin með blandaðri tækni. Gerðuberg: María Jónsdóttir – Gullþræðir í Boganum. Stendur til 22. apríl. Hratt og hömlulaust – Raunveruleiki íslensku fjölskyldunnar? Stendur til 17. apríl. Grafíksafn Íslands: Margrét Birgisdóttir með sýningu. Stendur til 27. mars. Hafnarborg: Jónína Guðna- dóttir – „Vötnin kvik“. Barb- ara Westman – „Adam og Eva“ og „Minnismyndir frá Vestmannaeyjum“. Til 4. apr- íl. Hallsteinn Sigurðsson er myndhöggvari marsmánaðar. Hallgrímskirkja: Vignir Jó- hannsson – Sólstafir. Hrafnista Hafnarfirði: Gerða Kristín Hammer sýnir akríl- myndir og fleiri listmuni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kaffi Sólo: Auður Inga Ingv- arsdóttir form, ljós og skugg- ar. Kling og Bang: Ráðhildur Ingadóttir - Inni í kuðungi. Einn díll. 3. apríl. Listasafn ASÍ: Kristín Sig- fríður Garðarsdóttir - Hand- leikur. Sigrid Valtingojer - Hörund Jarðar. Stendur til 3. apríl. Listasafn Íslands: | Íslensk myndlist 1930–1945. Rúrí – Archive – Endangered waters. Listasafn Kópavogs – Gerð- arsafn: Árleg ljósmyndasýn- ing Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Ragnar Axelsson – Framandi heimur. Listasafn Reykjanesbæjar: Erlingur Jónsson og sam- tímamenn. Stendur til 24. apríl. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Virðingarvottur til staðgeng- ilsins: Hluti I – Kenning um skynjun. Suðsuðvestur, Reykjanesbæ: Ásmundur Ásmundsson: Into the Firmament. Thorvaldsen: Ásta Ólafs- dóttir – Hugarheimur Ástu. YZT Gallerí: Kristín Þorkels- dóttir – Nánd. Elísabet Olka – Svipir. Þjóðminjasafnið: Ljós- myndasýningarnar Í Vest- urheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Ís- lendingar í Riccione – ljós- myndir úr fórum Manfroni- bræðra. Standa til 5. júní. Leiklist Austurbær: Vodkakúrinn, lau. Ávaxtakarfan, sun. Borgarleikhúsið: Alveg brilljant skilnaður, lau, sun. Ausa, sun. Draumleikur, lau, sun. Segðu mér allt, lau., sun. Svik, lau. Loftkastalinn: Komin til að sjá og sigra!, lau. Þjóðleikhúsið: Edith Piaf, sun. Grjótharðir, lau. Klaufar og kóngsdætur, sun. Mýr- arljós, lau. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Nían – Mynda- sögumessa. Brynhildur Þor- geirsdóttir – Myndheimur. Stendur til 24. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstaðir: Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í Vestursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI í miðrými. Kjar- val í Kjarvalssal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Bára ljósmyndari – Heitir reitir. Stendur til 22. maí. Norræna húsið: Maya Pet- ersen Overgärd – Hinsti stað- urinn. Samsýning – Farfugl- arnir. Stendur til 24. apríl Nýlistasafnið: Egill Sæ- björnsson og Magnús Sig- urðsson –Skitsófrenía - Skyssa og Frenía - Skits og Frenja. Leen Voet - Limbo. Stendur til 10. apríl. Safn: Ingólfur Arnarson sýn- ir teikningar. Sjö bandarískir listamenn úr galleríi Pierogi sýna verk sín. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Slunkaríki: Jón B.K. Ransu – KRISTÍN Sigfríður Garðarsdóttir keramiker sýnir nú skrautmuni og nytjahluti í Gryfju Listasafns ASÍ. Kristín er lærð í leirkerasmíði bæði hérlendis og erlendis en munir þeir er hún sýnir undir nafninu Handleikur eru unnir í þriggja mánaða starfsdvöl hennar í Japan á sl. ári. Þetta er þriðja einkasýning Kristínar en áður hefur hún sýnt á Akureyri og Ófeigi auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga. Við skoðun á heimasíðu Kristínar kemur í ljós að hún vinnur einnig töluvert við hönnun nytja- hluta. Eftir að skoða sýningu hennar í Gryfju kíkti ég einnig á bloggsíðu hennar frá Japan þar sem listakonan lýsir dvöl sinni. Japan á sér langa keramikhefð og ríkir þar mikill agi í vinnubrögðum, ef til vill er það spennandi mót- vægi við nýjungagirni og tilraunastarfsemi evrópskra listamanna og það má ímynda sér að hefðin og aginn hafi áhrif á vinnu lista- manna sem koma í slíkt umhverfi um stund- arsakir. Kristín segir í blogginu einnig frá brennslu leirmuna í stórum ofni. Sú lýsing er skemmtileg og segir leikmanni töluvert um vinnsluferli leirmuna sem áhugavert er að vita. Þar segir hún frá því hvernig þurfti að hafa stöðuga gát á hitanum í ofninum, m.a. með því að mæla eldtungu sem gægðist út. Sköp- unarferli leirmuna er ekki síður áhugavert en endanlegt útlit þeirra og viðkoma, eldskírn þeirra felur jafnan í sér einhvern óvissuþátt. Hlutirnir sem Kristín Sigfríður sýnir í ASÍ eru annars vegar skrautmunir sem byggjast á tveimur meginþáttum, samfellum og myndum af höndum, sbr. titil sýningarinnar. Hins vegar skálar eða bollar eftir því hvað fólk vill, en form þeirra ber með sér mótið eftir hönd lista- konunnar og falla því munirnir án efa vel í hendi. Skrautmunir Kristínar eru bæði veggs- kúlptúrar og frístandandi skúlptúrar. Við fyrstu sýn koma upp í hugann steinar sem hafa verið klofnir í tvennt og mynd kemur í ljós, nokkuð sem maður vonaðist æ ofan í æ til að upplifa sem krakki, vonin um að finna ein- hvers konar fjársjóð, myndrænan eða í formi kristalla var lífseig. Fréttir af trúartáknum sem fundist hafa í steinasamlokum af þessu tagi eru líka æði margar, þar sem á að hafa birst t.d. andlit Krists eða önnur tákn. Aðrir munir Kristínar hafa verið holaðir innan og eins og á skúlptúrunum er þar komið fyr- irmyndum sem minna á blóm, myndum sem að því er best verður séð eru samsettar úr mynd- um af krepptum handleggjum og höndum. Ef til vill er listakonan hér að velta fyrir sér sköp- unarferli leirmuna í gegnum aldirnar og því hvernig snerting handarinnar mótar form þeirra. Skálar eða bollar listakonunnar eru síðan sambland af skrautmunum og nytjahlutum og mótið eftir hönd listakonunnar tengir munina við aðra hluti á sýningunni. Skálarnar njóta sín einkar vel á hálfgagnsæjum, lágum stöpl- um og hér kemur vel fram hversu mikilvægur þáttur framsetning listmuna og listaverka er í heildarmynd sýningar. Í listrænu samhengi Listasafns ASÍ dansar keramiksýning Krist- ínar viðkvæman línudans milli listrænnar hönnunar og listsköpunar en takist áhorfand- anum að gleyma slíkum vangaveltum er auð- velt að njóta fallegra og vandaðra muna Krist- ínar á þeirra eigin forsendum, sem áhugaverðra leirmuna sem bera sköp- unargleði og hugmyndaflugi listakonunnar vitni. MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 4. apríl. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13–17. Handleikur, keramik, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/EyþórKeramík Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur. Að mæla eldtungur SIGRID Valtingojer náði á sínum tíma skjót- um frama með grafíkmyndum sínum, bæði hérlendis og erlendis, en verk hennar hafa alla tíð einkennst af vönduðum og öguðum vinnubrögðum. Viðfangsefni hennar hafa ver- ið fjölbreytt gegnum tíðina, í upphafi var það íslenskt landslag sem heillaði hana en á ferli sínum hefur hún aldrei staðnað heldur sífellt tekist á við ný myndefni, bæði fígúratíf og abstrakt. Hið sama má segja um verk hennar síðustu ár en þar gætir þó nokkurrar fjöl- breytni. Á sýningu sinni í Listasafni ASÍ sýn- ir Sigrid eldri verk í Arinstofu en ný verk í Ásmundarsal. Myndefni hennar er í báðum tilfellum náttúra landsins og það er fróðlegt að sjá breytingu á vinnubrögðum með tveggja áratuga millibili. Í Ásmundarsal heldur Sigrid áfram að koma áhorfendum sínum á óvart, nú með stórum og ferskum frottage-myndum, mynd- um af yfirborði hrauns. Myndirnar vinnur Sigrid á sérstakan japanskan pappír, þunnan og fíngerðan en óhemjusterkan og teygj- anlegan þannig að hvassar hraunnibburnar ná ekki að rista göt á yfirborð hans. Eins og Sigrid segir sjálf í viðtali er frottage-aðferðin ekki ný af nálinni. Frumleikinn er heldur ekki alltaf helsta keppikeflið, það er ekki síð- ur spennandi að vinna innan hefðar eða með þekkt myndefni, svo lengi sem árangurinn er áhugaverður. Frottage-myndir Sigrid fela margt í sér, þær eru lifandi og áferðarfal- legar, listakonan hefur augljóslega lagt mikla vinnu í verk sitt og uppskorið í samræmi við það. Það er engu líkara en hún hafi sveigt náttúruna að vilja sínum til að framkalla sterkar, rytmískar og fjölbreytilegar myndir sem eru bæði í anda fyrri verka hennar en bera einnig með sér ferskan andblæ. Það má segja að með þessum verkum sé Sigrid Valt- ingojer komin í félagsskap listamanna sem unnið hafa með fyrirbæri sem nefna mætti jarðvegsþrykk en það eru t.a.m. Jóhann Ey- fells með sín tvívíðu og þrívíðu þrykk, Alist- air Macintyre með ísþrykk og Páll á Húsa- felli sem hefur einnig unnið með ísþrykk. Hraunmyndir Rögnu Róbertsdóttur koma líka upp í hugann. Max Ernst notaði frot- tage-aðferðina mikið í súrrealískum mynd- verkum sínum. En Sigrid sker sig þó frá þessum listamönnum einmitt að því leyti að hún er fyrst og fremst grafíklistamaður og nálgun hennar ber öguðum vinnubrögðum grafíklistmanna vitni. Myndröð hennar er sannkölluð rannsóknarvinna á mynstri og yf- irborðsáferð hraunsins eins og hún birtist á pappírnum. Það er ekki síst þessi agi og þol- inmæði listakonunnar sem er aðal verka hennar og skapa sterka heildarmynd. Á und- anförnum árum hefur orðræðan í myndlist- inni gjarnan hneigst í átt til þess að líta á listamanninn sem eins konar vísindamann sem stundar rannsóknir á vinnustofu sinni, en þeir eru færri sem að ná að fylgja slíku eftir í verki. Verk Sigrid eru lýsandi dæmi um árangur slíkra vinnubragða, þar sem ekki er gefist upp á miðri leið heldur haldið áfram allt til enda. Í Ásmundarsal leitast Sigrid síð- an við að víkka út viðfangsefni sitt með óhefðbundinni framsetningu verka og auka- hluta sem tengja verk hennar meðvitund um náttúruvernd. Ég er ekki viss um að slík framsetning henti þessum fallegu verkum best en hér ber einnig að meta viðleitni lista- konunnar til að brjóta upp ákveðna hefð. Það er síðan athyglisvert að bera þessi nýju verk saman við eldri myndir listakonunnar af eld- fjöllum í Arinstofu. Nýju verkin sýna áræðni og öryggi, þau eldri frábæra tækni. Í nýju verkunum er náttúran sjálf virkjuð til verka, listakonan er í beinum tengslum við umhverf- ið. Þar sem eldri verk hennar lýsa fyrst og fremst sjálfstjáningu listakonunnar með landslagið sem uppsprettu, miðla nýrri verk hennar andblæ náttúrunnar sjálfrar á list- rænan hátt til áhorfandans. Hraunið andar MYNDLIST Listasafn ASÍ Til 3. apríl. Listasafn ASÍ er opið þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 13–17. Hörund jarðar, blönduð tækni, Sigrid Valtingojer Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Eyþór Verk eftir Sigrid Valtingojer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.