Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Qupperneq 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005 Horfið er allt mitt yndi, angrar mig dagsins ljós. Ö llum ástarsamböndum fylgir ótti við yfirgefningu. Ástarljóð kvenna tjá oft þann ótta og þá sáru einsemd sem fylgir yf- irgefningunni. Megininntak ljóðlínanna hér að ofan er ein- semd. Þær eru úr ljóðinu „Ást“ eftir Halldóru B. Björnsson (1907–1969) sem birtist í fyrstu ljóðabók hennar, Ljóð, árið 1949. Ljóðmælandi tengir yndið og ljósið ástinni sem var en er nú þjakaður af einsemd og trega. Titillinn krefst þess að ljóðið sé lesið sem ástarljóð og bendir jafnframt á þá staðreynd að ástarljóð fjalla líka um eftirleik ástarinnar, einsemdina. Í ljóði Hall- dóru tjáir yfirgefin kona sig um tilfinningar sín- ar eftir brottför elskhugans og er hugur hennar myrkur vegna hans. Hún er ein þegar hún talar á því máli sem Roland Barthes nefnir orðræðu ástarinnar og fjallar um í bókinni A Lover’s Discourse. Eitt aðaleinkenni orðræðu ástarinnar er nær- vera þess ástfangna og fjarvera hins elskaða, þess sem talað er um. Þögn elskhugans verður að andstæðu orðaflaumsins sem streymir úr þeim ástfangna ásamt því að vera táknræn fyrir fjarveru elskhugans. Þetta er því líka orðræða einsemdar, höfnunar og þunglyndis. Ekkert „við tvö“ aðeins yfirgefin kona Í ljóðinu „Ást“ má sjá miklar andstæður sundr- ungar og sameiningar, lífs og dauða í myndmáli aldingarðs og grafar. Horfið er allt mitt yndi, angrar mig dagsins ljós. Hvar áður var aldingarður vex aðeins þyrnirós. Ósk mín er vond: Ég vildi vita þig kaldan ná, gera þér gröf í moldu og grafa mig sjálfa þér hjá. Ljóðið er um yfirgefningu, þær tilfinning- arnar sem hún veldur og afleiðingar þeirra. Ljóðið hefst á tregafullri yfirlýsingu og er líkt og tregróf konu sem telur sorgir sínar vegna fjarverandi elskhuga. Vegna hans er hún ein, full eftirsjár og tregar tíma þeirra saman. Ást- arskortur hrjáir hana og orð hennar eru bitur vegna örlaga sem hún fær engu ráðið um. And- stæðurnar milli sameiningar elskendanna og einveru konunnar eru miklar og birtast þær annars vegar í mynd garðsins og hins vegar í grafarmyndinni. Aldingarðurinn er blómstrandi og hlýr. Hann er rýmið sem geymir ástarsambandið, hinn full- komna samruna elskendanna, og hlúir að því. Eins og birtist í línunum „Hvar áður var ald- ingarður/ vex aðeins þyrnirós“ þá hverfur öll gróska og gleði með elskhuganum en konan/ rósin verður ein eftir. Í garðinum má sjá bless- un og viðurkenningu á sambandinu því þar dafnar það óáreitt. Þyrnirósin/konan staðnar í garðinum/ástarsambandinu en án hlýju og „yndis“ síns og birtir ljóðið söknuð hennar og þrá eftir faðmlagi elskhugans. Þráin beinist jafnt að líkama elskhugans sem garðinum og gröfinni. Gröfin er köld, dimm og lokar inni. Hún hvorki hlúir né nærir. Í henni eru engin samskipti líkt og í garðinum. Samein- ing elskhuganna er ekki möguleg nema í gröf- inni. Líkami elskhugans skilur eftir sig tóm sem konan vill fylla á ný. Sú þrá kjarnast í lokalínum ljóðsins, „Ég vildi/ vita þig kaldan ná,/ gera þér gröf í moldu/ og grafa mig sjálfa þér hjá“. Ef hann er dáinn en hún lifandi getur hún horft á hann og snert án mótmæla af hans hálfu. Hún hefur valdið en ekki hann. Myndin sem hér er brugðið upp af yfirgefinni konu einkennist af beiskju og depurð. Hún er skilin eftir með tilfinningum sínum og er ljóðið uppgjör hennar til elskhugans. Þrátt fyrir að elskhuginn sé fjarverandi heldur konan áfram að vera í samskiptum við hann. Hún við- urkennir í raun ekki fjarvist hans, né þau örlög að verða yfirgefin. Samruni þeirra heldur því áfram í tungumálinu, orðum hennar og ljóði. Vegna ástarskortsins er konan döpur og grafarmyndin því merki um djúpstætt þung- lyndi hennar. Hún er á skjön, kona án manns. Jaðarstaða hennar felur í sér frelsi sem gerir henni kleift að verða gerandi. Í útlegðinni þarf hún ekki að hugsa um afleiðingarnar. Hún sér sig liggja í gröf með elskhuga sínum því aðeins í dauðanum nær hún til hans. Í ljóðinu vill hún kviksetja sjálfa sig, deyja hægt, þreyja og þola. Ástarþrá hennar er því einnig dauðaþrá. Óskir hennar og þrár eru „vondar“ að hennar mati og endurspegla ósætti hennar við hlutskipti sitt. Fornafnanotkun ljóðsins sýnir þá hugsun að þrátt fyrir að hann sé farinn þá eigi hún hann. Hann er yndið hennar og hún gerir tilkall til hans. Hann fór, það er ekkert „við tvö“ lengur, aðeins yfirgefin kona. Í huganum dvelur hún við það liðna, gerir elskhugann að nútíð sinni með stöðugri upprifjun en líkami hennar fylgir ekki hug hennar sem þráir að vera nærri elskhug- anum. Hlógum við á heiði Endalok eru oft yfirvofandi í ástarljóðum og ástarsambandið séð sem ferðlag. Það á sér upp- haf, ris og endi. Titill ljóðsins „Hlógum við á heiði“ í Ljóð er vísun í eitt erindi ljóðsins „Ferðalok“ eftir Jónas Hallgrímsson. Erindið sem Halldóra vísar í hljóðar svo: Hlógum við á heiði,/ himinn glaðn- aði/ fagur á fjalla brún./ Alls yndi/ þótti mér ekki vera/ utan voru lífi lifa. Ljóðin eiga það sameiginlegt að samskipti elskendanna eiga sér stað í náttúrunni utan al- faraleiðar og bæði eru endurlit ljóðmælanda. Þau orða þrá eftir ástvini og efann um að lífið verði nokkru sinni svo gott eins og þegar þau voru saman. Ljóðin eru ólík að því leyti að hjá Jónasi er sjónarhornið hjá karli en yfirgefin kona rifjar upp ástarsamband sitt í ljóði Hall- dóru: Hlógum við á heiði og hló við oss allt, sem fagurt finnst. Þá var einskis ávant að óska sér, utan það varanlegt yrði. Ástin og samvera þeirra tveggja kjarnast í línunni „Hlógum við á heiði“ sem tilheyrir jafn- framt fortíðinni. Hrynjandi radda þeirra og náttúrunnar ítreka samrunann þeirra á milli. Raddirnar flæða saman í eina rödd og fegurðin er allsráðandi. Ástarsambandið og gleðin eru hér án óttans um yfirgefninguna. Hann kemur í endurlitinu að sambandinu loknu. Skil ég ei enn, hví svo skjótlega sorta að sólu dró. Grúfir nú jafnt yfir gleði og heiði váleg vetrarnótt. Hugur yfirgefnu konunnar er myrkur, og „sortinn sem að sólu dró“ er táknmynd þess. Eftir yfirgefninguna lifir konan enn í samband- inu. Það er tengt ákveðnum stað, heiðinni eða aldingarðinum, og er hennar samastaður. Að- skilnaðinn ber skjótt að og skilur konuna eftir skilningsvana. Í ljóðinu fjallar hún um það sem hún hefur ekki stjórn á, það er ekki hennar vilji að vera yfirgefin. Sólin og sumarið, gróskan og gleðin eru hluti af ástarsambandinu en veturinn og nóttin grúfa yfir einsemd konunnar. Ósk hennar og von er að: Átt þú ekki heiði, hrímguð og köld, einhverja auða vök? Heyrist mér lítill lækur sitra. Kannske er það kaldavermsl. Í „Hlógum við á heiði“ er orðræðan án beiskj- unnar sem einkennir „Ást“. Þess í stað er endurlitið markað af hlýju í garð elskhugans. Þau munu halda áfram að „hlæja á heiði“ í ljóð- inu því þar verður fortíðin að nútíð ljóðmæl- anda. Ástarsambandið er ekki í samfelldum eilífðartíma heldur er það afmarkað í tíma og rúmi. Til þess að fylla inn í það tómarúm sem ástarsambandið skilur eftir sig sviðsetur konan sambandið í ljóði, en Roland Barthes nefnir að þannig fresti sá sem skilinn er eftir endalok- unum sambandsins. Konan í ljóðinu dvelur við það sem var, hún þraukar og þreyir sorgina. Hún vill frekar dauðann en yfirgefninguna og leitar því huggunar í náttúrunni og vill hverfa inn í hana. Vökin verður tákn vonar og fram- halds en jafnframt er hún tákn grafar og dýpis sem eru algeng minni í ástarljóðum Halldóru. Treginn er annars konar í „Ferðalok“. Það er ekki eins myrkt ljóð og fortíðin veldur svein- inum unga ekki hjartasári því að „anda, sem unnast,/ fær aldregi eilífð að skilið.“ Þráin eftir samruna er jafn mikil uppspretta ljóðanna en í „Hlógum við á heiði“ á elskhuginn ekki aftur- kvæmt og ennfremur er þráin líkamlegri. Vökin og gröfin eru hliðstæð faðmlagi elskendanna, snertingar og samruna. Er þetta dauðasyndin? Í ljóðum Halldóru er yfirgefningin oft mörkuð af ofbeldisfullu myndmáli sem ítrekar sorgina og sársaukann sem hún veldur. Í ljóðinu „Kaþ- ólskt ljóð“ úr bókinni Ljóð er myndmál smæð- arinnar táknmynd kvenleikans. Skógurinn, villta svæðið, er heimur konunnar sem teflt er gegn samfélagi „dökkeyga drengsins“. Ljóðið er endurminning hríslunnar og fjallar um mörk veruleika og draums, hríslu og fullvaxins trés, drengs og karlmanns. Hvort dreymdi þig, eða var það veruleiki, að værirðu dálítil hrísla í skóginum þétta, og fannst svo undur, undur gaman að spretta? Og gekk ekki dökkeygur drengur um skóginn þinn, drengur, sem blikandi hnífi stofninn þinn lagði? Þetta er efni í fallega madonnumynd hann sagði. En var ekki kallað á drenginn og drengurinn hljóp? Hvort dreymir þig enn, eða var þetta dauðasyndin, að rót þín var slitin, en ófullgerð madonnumyndin? Þetta er margradda og flæðandi texti eins og tregróf miðalda. Hann spyr spurninga án þess að slá nokkru föstu og niðurstöðurnar geta því verið margvíslegar. Í upphafi er hríslan í vernduðu umhverfi skógarins. Endurtekningin „undur, undur“ ítrekar gleði hríslunnar í skóginum þar sem hún fær að vaxa óáreitt.Í ljóðinu horfir hún til baka eftir yfirgefninguna og reynir að átta sig á hvað hefur komið fyrir. Hríslan stendur fyrir stúlku sem er á mörkum þess að vera kona og barn. Drengurinn er sá sem kemur og fer og er það merki um virkni og vald hans ólíkt hríslunni sem er niðurnjörvuð í jarðveginn. Drengurinn kemur auga á hrísluna í þéttum skóginum, stöðvar vöxt hennar, „rót þín var slitin“, og drepur hana. Í augum drengsins er hríslan einungis efni og ímynd frekar en lifandi vera. Hann getur mótað hana eftir eigin vilja og gert að fallegum hlut. Hnífurinn er táknmynd ofbeldis og sjónarhorn hríslunnar á „blikandi hníf“ er til marks um að hún sjái þegar hann bregði hnífnum. Hríslan er persónugerving konu en einnig mynd af konu. Hreyfingarleysi hennar er áberandi sem og þögn hennar. Hún er þögguð en drengurinn hefur tungumálið á valdi sínu. Vald hans birtist á táknrænan hátt í línunni: „þetta er efni í fal- lega madonnumynd“. Augu drengsins eru táknræn og mikil áhersla er lögð á þau í textanum. Orðið dökkur kemur fyrir í mörgum ástarljóðum Halldóru og er þá tengt þunglyndi og trega. Hér tengist orðið einnig myrkraverki. Augun eru lík hyldýpi sem sogar til sín hrísluna sem á sér enga undan- komu. Drengurinn skilur við hrísluna hvorki sem tré né mynd, heldur á mörkum þess að vera. Þetta er nauðgunarmynd, þar sem bæði augun og hnífurinn gegna því hlutverki að fanga hrísluna og eyðileggja hana. „Kaþólskt ljóð“ er ekki ástarljóð á sama hátt og ljóðin „Ást“ og „Hlógum við á heiði“ því eig- inlegt ástarsamband kemur ekki við sögu. Það fjallar þó um og verður til vegna yfirgefningar. Yfirgefningin er nátengd kúgun og nauðgun og eru spurningar hríslunnar viðbrögð við þeirri kúgun. Ljóðið er því frekar samskiptaljóð en ástarljóð. Upplifun hríslunnar er á mörkum draums og veruleika, hún efast um reynslu sína og spyr sig: Var það sem kom fyrir „dauðasynd- in“ eða viðurkennd athöfn? Svarið felst ef til vill í orðinu drengur. Hann er tekinn af stalli karl- mennskunnar með því að nefna hann „dreng“ og með efasemdum hríslunnar um merkingu verknaðarins er hann dreginn til ábyrgðar. Vertu heldur í fjarska Þó yfirgefningin sé alltaf uppspretta ástarljóða Halldóru þá fer það fjarri að konan sé ætíð ósátt við það hlutskipti. Hugmyndin um elskhugann nægir oft ein og sér eins og segir í ljóðinu „Þessvegna“ úr Við sanda: „Vertu heldur í fjarska/ Hvikull er draumurinn þrá mín stolt“ og í stað þess að hleypa honum nærri sér þá: „loka ég húsi mínu/ en fylli hug minn – af þér“. Hér eins og í öðrum ljóðum óttast ljóðmælandi að verða svikin af karlinum, hann er „hvikull“ og best geymdur í „fjarska“. Elskhuginn er óá- þreifanlegur og ljóðmælandi finnur til van- máttar síns þar sem hún getur ekki höndlað hann né líkama hans. Í ljóðinu „En sum blóm ilma aðeins við snert- ingu“, úr bókinni Við sanda, segir: „Ég reyni ekki/ að nálgast þig/ ekki að snerta þig/ svo þú hverfir mér ekki/ eins og aðrir skuggar“. Þrátt fyrir að hún nálgist hann ekki né snerti, þá þráir hún það úr öruggri fjarlægð því „að vita þig – það er allt“. Í ljóðinu „Ef einhver spyrði“ úr bókinni Við sanda skilgreinir konan hvað það er að „unna þér“: En að hafa þig ávallt í huga minnast þín síðast alls á svefnmálum muna þig er næsti dagur opnar augun vita þig að baki alls sem er ef það er að unna þá ann ég þér En það spyr víst enginn Ástin fær ekki viðurkenningu í augum sam- félagsins því konan fær ekki að játa ást sína fyr- ir öðrum og á eigin forsendum því enginn spyr. Vegna þín, ástin mín Í ljóðinu „Trygglynd kona“ í Við sanda þjáist konan vegna ástar sinnar einfaldlega vegna þess að hún elskar of heitt. Það var daginn sem hún gekk út úr húsi ykkar til þess að svíkja þig þig sem hún unni of heitt [...] ekki af því að henni væru svik í hug en þú hafðir um síðustu helgi verið henni ótrúr þú sem hún unni of heitt aðeins til að geta fyrirgefið þér gekk hún út og hengdi ást sína á hæsta gálga vegna þín þín sem hún unni of heitt. Það sem konan gerir er gert vegna elskhug- ans og í nafni ástarinnar. Háðskur tónn er í orð- um konunnar því þó elskhuginn sé elskaður og dáður þá er sársaukinn sem hann veldur kjarni ljóðsins. „Hetjan“ sem fór Það sem einkennir sorgina í ástarljóðum Hall- dóru er reiði í garð elskhugans en sjálfsásak- anir þess sem talar. Orðræða ástarljóðanna ein- kennist af valdleysi og hreyfingarleysi konunnar. Hún getur aðeins orðað þrár sínar en ekki uppfyllt þær. Ástarljóðin eru því draumsýn ljóðmælanda, þau tjá þrána eftir samruna tveggja ein- staklinga. Draumurinn er fjarri veruleikanum og því eru vísanir í sársauka og einsemd ávallt til staðar. Ein og yfirgefin er konan óheft til þess að gagnrýna elskhugann, þögn hans gerir það að verkum að hann getur engu andmælt. Þrátt fyrir að vera upphafinn er ímynd hans brotin niður með vísunum í þann sársauka sem hann veldur. Hann er og verður „Hetjan“ sem fór. Ljóðin eru vegna hans og handa honum þó að hann sé farinn.  Helstu heimildir: Barthes, Roland, A Lover’s Discourse: Fragments, þýð. Rich- ard Howard, Hill and Wang, New York, 1978. Belanoff, Patricia A. „Women’s Songs, Women’s Language. Wulf and Eadwacer and The Wife’s Lament“, New Readings on Women in Old English Literature, ritstj. Helen Damico og Alexandra Hennessey Olsen, Indiana University Press, 1990. Halldóra B. Björnsson, Ljóð, Helgafell, Reykjavík, 1949. Jarðljóð, Helgafell, Reykjavík, 1968. Við sanda, Helgafell, Reykjavík, 1968. Helga Kress, „Dæmd til að hrekjast. Um ástina, karlveldið og kvenlega sjálfsmynd í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurð- ardóttur.“ (1988), Speglanir. Greinasafn, Háskóli Íslands, Rannsóknastofa í kvennafræðum, Reykjavík, 2000. Jónas Hallgrímsson, Ljóðmæli, Helgafell, Reykjavík, 1956. Lipking, Lawrence, Abandoned Women and Poetic Tradition, The University of Chicago Press, Chicago and London, 1988. Aldingarður og gröf í moldu Skáldkonan Halldóra B. Björnsson. Eitt aðaleinkenni orðræðu ástarinnar er nær- vera þess ástfangna og fjarvera hins elskaða, þess sem talað er um. Þögn elskhugans verð- ur að andstæðu orðaflaumsins sem streymir úr þeim ástfangna ásamt því að vera táknræn fyrir fjarveru elskhugans. Þetta er því líka orðræða einsemdar, höfnunar og þunglyndis. Hér er fjallað um ástarljóð Halldóru B. Björnsson. Eftir Ilmi Dögg Gísladóttur idg@hi.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.