Lesbók Morgunblaðsins - 25.06.2005, Qupperneq 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. júní 2005
S
ennilega er setningin sú fræg-
asta af mörgum frægum full-
yrðingum mannsins og jafn-
framt sú umdeildasta –
„Tilveran kemur á undan eðl-
inu“ (L’existence précède l’ess-
ence). Í látlausri setningu er maðurinn, eða
Maðurinn, „dæmdur til frelsis“. Það sem
takmarkar hann, þrengir að honum á alla
enda og kanta, setur honum algerar skorður
– sjálft eðlið, hvernig maðurinn er og á að
vera – er varpað af herðum hans í einni
svipan! Eðlið, þessi erfða-afsökun, fengin í
vöggugjöf frá guði, og sífellt er notað til að
fría manninn undan
ábyrgð og til að út-
skýra og réttlæta
óréttlæti og ójöfnuð af
öllu tagi, er snúið á haus og það gert að
aukaatriði. Eðlinu, sem útskýrir m.a. launa-
mun kynjanna og grundvöll markaðs-
lögmála, er blásið burt rétt si svona.
Enginn annar en Jean-Paul Sartre hefði
getað látið frá sér fara svona makalausa
fullyrðingu, kennisetningu sem kjarnar
„guðspjall“ hins guðlausa manns, sjálfan ex-
istensíalismann, tilvistarhyggjuna. Í setning-
unni felst að maðurinn hefur ekki rígbundið
„eðli“ heldur er það sem hann gerir. Þessi
setning kjarnar tilvistarheimspeki Sartre og
kannski alla afstöðu hans til lífsins. Mað-
urinn, sagði Sartre, er „frum- (eða fram-)
varp“ – pro-jet – sem ekki er til öðruvísi en
að varpa sjálfum sér fram fyrir sig, í áttina
að því sem hann getur orðið, án þess að
nokkru sinni verða það. „Hvert andartak
[lífs míns] ítrekar fæðingu mína,“ eins og
hann segir í skáldævisögunni Les Mots
(Orðin).
Pólitísk viljayfirlýsing
Nú, þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu
Sartre (21. júní 1905) og 25 ár frá dauða
hans 15. apríl 1980, er engu líkara en hon-
um hafi einmitt að einhverju leyti tekist að
sanna, á sjálfum sér, þessa fullyrðingu sína
um frelsið gagnvart eðlinu (sem nær er að
lesa sem pólitíska viljayfirlýsingu fremur en
bókstaflega trúarsetningu): Sartre var rit-
höfundur, kennari, róttækur hugsuður,
heimspekingur, baráttumaður, andófs- og
jafnvel undirróðursmaður fram í rauðan
dauðann.
Líf Sartre snerist um afstöðu og ábyrgð,
þrátt fyrir, eða kannski vegna, fáránleika
(guðleysis) heimsins og neindarinnar. Sartre
sá jákvæðni þar sem aðrir sáu bullandi
svartsýni – þetta á við um guðleysið og al-
gert frelsi og algera ábyrgð mannsins. Hann
sá frelsi þar sem aðrir sáu helsi – í her-
numdu Frakklandi, í seinni heimsstyrjöld,
benti hann samlöndum sínum á í blaðagrein
að þeir hefðu aldrei verið frjálsari – hver
hugsun sem stríddi gegn nasistum var sig-
ur, nú skipti afstaðan öllu.
Stríðið breytti reyndar miklu í afstöðu
Sartre. Á háskólárunum og fyrir stríð var
hann fremur ópólitískur en frá og með stríð-
inu og reynslu hans af því, skilgreindi af-
staðan og gjörðin allt: maðurinn var það
sem hann gerði. Sartre var framarlega í
andspyrnuhreyfingunni í Frakklandi eftir að
hafa setið í fangabúðum nasista. Eftir stríð
átti hann samneyti við franska kommúnista
og gekk til liðs við flokkinn um stund. Í Als-
írstríðinu gagnrýndi hann frönsk stjórnvöld
og barðist af hörku gegn nýlendustefnu
þeirra. Hann léði fjölmörgum réttlæt-
ismálum nafn sitt: hann tók að sér að rit-
stýra bönnuðu blaði máóista; tók þátt í að
stofna og ritstýra dagblaðinu Libération
(1973) og sem enn er eitt besta dagblað
Frakklands. Róttæk gagnrýni hans tók ekki
bara til andstæðinga og andstæðra skoðana:
Sagt hefur verið að Sartre hafi sífellt verið
að skrifa og hugsa gegn sjálfum sér og eigin
hugmyndum.
Eilíft andóf
Sartre var í eilífri andstöðu við kerfið. Hann
barðist almennt fyrir réttindum fanga og
réttindum „annarra“, þeirra sem eru „öðru-
vísi“. Hann tók þátt í því að fá rithöfundinn,
þjófinn og smákrimmann Jean Genet lausan
úr fangelsi. Hann stóð meira að segja vörð
um réttindi Andreas Baaders, forsprakka
rauðu herdeildarinnar í Þýskalandi, þegar
sá sami var fangi þýskra yfirvalda. Hann
var þó með öllu ósamþykkur aðgerðum
Baader-Meinhof en taldi sig þurfa að vernda
aðila, þegar enginn annar vildi, gegn stjórn-
valdi með fasískar tilhneigingar.
Sartre dáði Bandaríkin og bandaríska
menningu, einkum bandarískar bókmenntir
og djass, en það hindraði hann ekki í því að
berjast hatrammlega gegn Víetnamstríðinu
upp úr 1970. Honum var reyndar uppsigað
við Bandaríkin á seinni árum. Það var svo
eftir honum að falla fyrir byltingarfólkinu
unga í maí ’68: Hann lýsti yfir stuðningi sín-
um og hvatti þau til dáða. Hann rómaði
hugkvæmni þeirra og eggjaði þau til að
fylgja sannfæringu sinni, án þess nokkru
sinni að troða sinni hugmyndafræði upp á
þau.
Hinn síbreytilegi og sífrjói Sartre var síð-
ur en svo óskeikull. Hann lýsti yfir stuðn-
ingi við Sovétríkin eftir stríð og rómaði
mannréttindi þar í landi. Hann sneri þó baki
við kerfinu eystra eftir að sovéski herinn
réðist inn í Ungverjaland 1956. Hann sagði
sig svo úr Kommúnistaflokknum franska
nokkru síðar. Einstaklingsgrundaðar tilvist-
arkenningar hans áttu auk þess aldrei upp á
pallborðið á þeim bæ. Hann hélt þó áfram
þátttöku í ýmsum róttækum hreyfingum.
Eins og að líkum lætur þá hafa sumir
ekki enn fyrirgefið Sartre þetta gerska æv-
intýri. Hann hefur einmitt sætt álíka hræsn-
isfullum ásökunum um mannvonsku og ís-
lenska Nóbelskáldið. Sartre baðst ekki
afsökunar og leitaði ekki eftir „fyrirgefn-
ingu“, gaf enda lítið fyrir þann smáborg-
aralega mekanisma.
Á-lit annarra
Sjálfum voru Sartre svo úthlutuð Nób-
elsverðlaunin 1964, nokkrum mánuðum eftir
útkomu Orðanna, sem margir telja merk-
asta framlag höfundarins til bókmennta.
Sartre hafnaði verðlaununum samstundis:
Hann lýsti því yfir að hann vildi ekki láta
„á-lit“ annarra skilgreina sig og alls ekki á-
lit „nokkurra háskólamanna og gamalla
herra sem standa ekki fyrir nokkurn skap-
aðan hlut“. Hann benti ennfremur á að „rit-
höfundinum bæri að koma í veg fyrir að
hann væri gerður að stofnun“. Þá vildi
Sartre ekki láta kerfið gleypa sig með því
að þiggja af því fjármuni. Mörgum þótt
Sartre skjóta illilega yfir strikið en ákvörð-
un hans var hins vegar í fullu samræmi við
lífsspeki hans.
En var Sartre ekki einfaldlega það vel
fjáður að hann hafði efni á því að hafna
þeim umtalsverðu fjármunum sem í verð-
laununum fólust? Sartre átti vísast alltaf til
hnífs og skeiðar en var hins vegar aldrei vel
efnaður. Simone de Beauvoir hefur sagt frá
því hvernig honum hélst illa á peningum.
Innkomu af alls konar skrifum og bókum
var jafnskjótt eytt í vini og kunningja.
Sartre var nægjusamur, leigði litlar íbúðir
og hafði ekki mikla þörf fyrir eignir og
hluti; eignasöfnun stríddi reyndar gegn
sannfæringu hans. Hann byrjaði t.d. ekki að
safna bókum fyrr en eftir fertugt og þá í
litlum mæli. Hann ferðaðist á tímabili mikið,
einkum með Beauvoir, en aðallega nægðu
honum einfaldar vistarverur og kaffihúsin
góðu í París.
Svartar rúllukragapeysur
Sartre lagði í vana sinn um langt árabil að
sitja og skrifa á uppáhaldskaffihúsum borg-
arinnar. Select við Montparnasse, Deux
Magots sem stendur við Boulevard St.
Germain des Prés. Torgið við kaffihúsið var
skýrt í höfuðið á Sartre og Beauvoir alda-
mótaárið 2000. Að sumu leyti skilgreindu
þau skötuhjú Parísarlíf og kaffihúsamenn-
ingu borgarinnar, ásamt öðrum í líkum stell-
ingum. (Ástarsamband Sartre og Beauvoir –
ást aldarinnar – er svo efni í margar greinar
en um samband þeirra, líkamlegt og/eða
vitsmunalegt sýnist sitt hverjum.) Þótt
Sartre hafi svo sem ekkert viljað kannast
við „Existensíalistana“ sem svartklæddir (í
rúllukragapeysum) hertóku kaffihús og
djassbúllur, einkum í kjöllurum miðborg-
arinnar, var hann og Beauvoir, Juliette
Gréco, Boris Vian og fleiri í brennidepli
þessa bóhemíska, andborgaralega tískuhóps.
Síðar tók við harðkjarna sósíalísk barátta,
fyrir öreigann, en snemma á 6. áratugnum
breiddist fagnaðarerindi existensíalismans
út um allan heim, eins og eldur í sinu. Til-
vistarspekileg viðhorf og kannski einkum
útlit í þeim anda breiddist til Bandaríkj-
anna, einkum New York þar sem eins konar
samsvörun var að finna í Beat-hreyfingunni
svokölluðu, þótt ekki væri hún jafn grunduð
í hugmyndum og hugmyndafræði.
Áhrif tilvistarspekinnar á Íslandi hafa
ekki verið könnuð sérstaklega en víst er að
þau voru nokkur, ekki síst meðal mennta-
fólks og kannski leikhúsfólks sérstaklega.
Nokkur leikrita Sartre voru sviðsett (Fang-
arnir í Altona, Flekkaðar hendur o.fl.) og
svo féll fáránleikhúsið eins og flís við tilvist-
arspekilegan rass. Gísli Halldórsson, leikari,
o.fl. unnu málefninu fylgi. Þá má heita víst
að hópurinn sem stóð að móderníska menn-
ingartímaritinu Birtingi hafi sótt í hug-
myndir Sartre og félaga en þar fara fremst-
ir í flokki Einar Bragi, Hörður Ágústsson,
Thor Vilhjálmsson, Jón Óskar, Sigfús Daða-
son, svo einhverjir séu nefndir. Áhrif þess-
ara hafa svo seytlað niður í yngri kynslóðir
og existensíalisminn er nú hluti af íslensku
erfðaefni.
Sartre í Frakklandi
100 ára afmælisins er minnst í Frakklandi
með margvíslegum hætti. Gefnar hafa verið
út fjölmargar bækur um manninn, ævisögur
og álit samferðamanna og ýmiss konar end-
urmat á hugsunum og hugsjónum hans.
Tímarit hafa mörg helgað honum sérhefti,
t.d. Magazine littéraire, og L’Histoire. Blað-
ið sem hann stofnaði gaf út einkar veglegan
70 síðna kálf með afar fjölbreyttri umfjöllun.
Það sem einkennir þessa umfjöllun um
Sartre, og hefur einatt einkennt umsagnir
um Sartre, er fullkomið hispursleysi. Ekkert
er dregið undan. Hann reyndi aldrei að
fegra sjálfan sig, gekk reyndar reglulega í
skrokk á eigin goðsögn og það er eins og
það hafi smitað út frá sér.
Óhelg goðsögn
Margir nota tækifærið til að krukka í goð-
sögnina: Sósíalistar og kommúnistar hrylla
sig og benda á að Sartre hafi ekki auðveldað
sameiningu á vinstri vængnum, Þeir sem
eru til hægri geta ekki fyrirgefið honum að
hafa staðið með máóistum og þeim óhugnaði
sem hann fól í sér, að þeirra mati. Það er
rætt um heimspekina, skáldsögurnar, leik-
ritin, blaðaskrifin, kaffihúsarápið, stöðu
Sartre sem óopinbers ambassadors Frakka,
í heimsókn hjá Krutsjef, hjá Kastró, í Bras-
ilíu, Japan, Ísrael, Palestínu, Kína, í heim-
sókn hjá Baader, með Rauða Benna, í maí-
byltingunni (’68) miðri, í kröfugöngu með
Foucault fyrir réttindum fanga, að hann sjö-
tugur hafi verið að selja áróðursrit úti á
götu fyrir hópinn „Lifi Byltingin!“
Þótt Jean-Paul Sartre hafi ekki verið
„mikill fyrir mann að sjá“, eins og sagt er,
lét hann nær alls staðar að sér kveða, hvar
sem hann sté niður fæti. Hann var frum-
gerðin að Intellektúalnum – menningarvit-
anum sem hefur áhrif í samfélaginu. Stöðu
menningarvita hefur stórlega hrakað frá því
að Sartre var og hét og ekki laust við að
Frakkar sakni þeirra tíma þegar Sartre og
félagar hrærðu upp í samfélaginu.
Öllum þessum mörgu hliðum á Sartre eru
gerð skil á gríðarstórri sýningu í þjóð-
arbókhlöðu Frakka – bókasafni François
Mitterrand. Ekkert er til sparað í þessari ít-
arlegu og vönduðu sýningu sem sýnir virð-
ingu og skilning á sannkallaðri vits-
munalegri þjóðargersemi: Jean-Paul Sartre.
Heimspekingurinn hefði sjálfsagt afþakkað
en þegar hann var borinn til grafar 19. mars
1980 fylgdu yfir 50 þúsund manns honum til
grafar, eftir endilangri Champs Elysée-
breiðgötu. Útförinni var líkt við útför Victor
Hugo en það má heita vel af sér vikið fyrir
jafn umdeildan mann og Sartre var alla tíð.
Rómantískur skynsemishyggjumaður
Sartre var ekki einn þeirra sem stærðu sig
af því að hafa aldrei skipt um skoðun eða
breytt um hugmyndafræði. Hann var að
sjálfsögðu á móti steinrunnum hugsjónum
og hugmyndum. Hann skilgreindi sig sífellt
upp á nýtt, með nýjum gjörningum, nýrri
afstöðu. Allt hlaut að vera kvikt og breyt-
ingum undirorpið því óvissa og mótsagnir
eru digrir þættir í Verunni. Sartre var sjálf-
sagt eins sannur, ekta, og hann gat verið.
Ef til vill hitti Irish Murdock naglann á höf-
uðið, hvað þessa mótsögn varðar, þegar hún
kallaði Sartre rómantískan skynsem-
ishyggjumann, í samnefndri bók.
Hver er svo staða Jean-Paul Sartre í
Frakklandi í dag? Hvernig eru fræði hans
og framlag metið? Víst er að sumir eft-
irmælendur, nú við 100 ára afmælið, halda
því fram að hugmyndir hans og heimspeki
eigi enn við, að mörgu leyti. Sumir, eins og
t.d. Bernard-Henry Lévy, gamall nemandi
Sartre, stundum sagður fjölmiðla-heimspek-
ingur, halda því fram að allt þurfi að end-
urlesa – í kenningum Sartre búi enn mikið
frjómagn.
Staðreyndin er samt sú að námskeiðum
um sartríska heimspeki, tilvistarspekina, er
varla til að dreifa. Slík námskeið er þó ekki
langt að sækja, eða til Belgíu og annarra
landa í Evrópu. Þetta gæti þó breyst eftir
upprifjunina nú, hver veit. Um bókmennt-
irnar er auðvitað fjallað enda skáldverkin
Orðin (Les Mots) og Ógleðin (La Nausée),
Vegir frelsisins (Les Chemins de la Liberté)
– allar í og með heimspekilegar – talin til
öndvegisrita. Óminnst er þá á öll leikritin
sem kannski öfluðu Sartre hvað mestra vin-
sælda, í Frakklandi og annars staðar, svo og
önnur skrif.
Verðandi heimspeki
Kannski má halda því fram að þótt heim-
speki Sartre hafi að sumu leyti látið á sjá þá
lifi andi hans áfram. Hvað sem því líður er
víst að kynslóð sú sem tók við af Sartre og
félögum og varð áberandi, Foucault,
Derrida, Deleuze og fleiri, á honum ýmislegt
að þakka: Allir þessir komust í snertingu við
hann og þótt þeir hafi snúið frá honum og
stundum mjög ákveðið, eins og Derrida, og
framið þannig nauðsynlegt „föðurmorð“, þá
er ýmislegt í póststrúktúralískum kenn-
ingum þeirra sem minnir á sumar kenni-
setningar tilvistarspekinnar, kannski ekki
síst þá fullyrðingu sem þessi grein hófst á:
„tilveran kemur á undan eðlinu“ – sem felur
í sér að maðurinn sé sífelld verðandi.
Frum-varp til verundar
Frakkar hafa efnt til glæsilegrar sýningar í
þjóðarbókhlöðu sinni í tilefni af því að 100 ár
eru liðin frá fæðingu menningarvitans Jean-
Paul Sartre. Útgáfa um manninn hefur líka
verið gríðarleg á árinu en auk þess hafa verið
gefin út óbirt verk eftir hann. Hér eru tíund-
uð brot úr lífi manns sem kallaður hefur ver-
ið síðasti meistari franskrar hugsunar.
Sartre minnst Frá hinni glæsilegu sýningu í frönsku þjóðarbókhlöðunni.
Höfundur er bókmenntafræðingur í París.
Eftir Geir Svansson
geirsv@isl.is