Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.2005, Side 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 9. júlí 2005 E itt af hverfum Mexíkó- borgar er listamanna- hverfið Coyoacan. Coyoacan var áður lítið þorp fyrir utan borgina en á síðustu áratugum hefur borgin vaxið það hratt að hún umlykur nú bæinn á alla kanta. Það sem þetta hverfi er þekktast fyrir er að þar áttu heima um tíma myndlistarmennirnir og hjónin Frida Kahlo og Diego Rivera. Heimili þeirra er afar sér- stakt, heiðblátt á lit og er þess vegna almennt kallað Bláa húsið. Aðeins þarf að rölta í um það bil 10 mínútur frá miðtorgi Coyoacan til að komast að húsinu og er það vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Þar er núna safn, til- einkað ævi og verkum Fridu Kahlo. Innan- dyra eru flestir upprunalegir innanstokksmunir þeirra hjóna; málverk, teikningar og ýmis handavinna eftir þau bæði, þó aðallega eftir Fridu, því Diego Rivera- safnið er annars staðar í borginni. Kahlo og Rivera voru virkir kommúnistar og í Bláa húsinu þeirra eru enn í dag fjöldinn allur af málverkum og ljósmyndum af ýmsum fyrrverandi leiðtogum kommúnista. Húsið sjálft er laust við allan íburð en er þrátt fyrir það sérstaklega bjart, litríkt og líflegt. Stór garður er í húsinu miðju með fjölda högg- mynda. Leyfilegt er að ganga um flest her- bergi hússins að vild. Trotskí fær pólitískt hæli í Mexíkó Í útjaðri Coyoacan, í um 15 mínútna göngu- færi frá húsi Kahlo og Rivera, er safn til- einkað rússneska byltingarleiðtoganum Leo Trotskí. Eftir að hafa flúið frá Sovétríkjunum hraktist hinn útskúfaði foringi rússnesku bylt- ingarinnar til Tyrklands, þaðan til Frakklands og til Noregs. Vegna þrýstings frá Sovét- mönnum vísuðu Norðmenn honum úr landi en Trotskí fékk loks pólitískt hæli í Mexíkó árið 1936, ásamt Nataliu Sedovu, eiginkonu sinni. Það var einmitt Diego Rivera ásamt fleirum sem beittu áhrifum sínum til að þrýsta á Láz- aro Cárdenas, þáverandi forseta Mexíkó, til að veita Trotskí hæli, þegar ekkert annað land treysti sér til þess. Eftir um mánaðar siglingu frá Noregi kom Trotskí og fylgdarlið til Tampico við Mexíkóflóa. Cárdenas forseti hafði sent einkalestarvagn sinn eftir honum til að flytja til Mexíkóborgar, en eftir að hafa fengið kaldar kveðjur í Noregi treysti Trotskí sér ekki til að ganga frá borði af ótta við að brögð væru í tafli og að setið væri um líf hans. Á endanum gekk Frida Kahlo sjálf um borð og fullvissaði Trotskí-hjónin um að öllu væri óhætt. Til er fræg mynd þegar þau ganga öll frá borði, Leo, Natalia og Frida, og birtist hún meðal annars í dagblöðum hér á landi sem fylgdust nokkuð vel með gangi mála. Settust Trotskí-hjónin að í Coyoacan og bjuggu um tíma í Bláa húsinu ásamt Kahlo og Rivera. Trotskí-hjónunum leið fyrst um sinn vel í sambúðinni með Kahlo og Rivera, enda höfðu þau um alllangt skeið verið á flækingi milli landa og höfðu hvergi verið velkomin. Áður en langt um leið fór þó á kreik orðrómur um að Frida Kahlo og Leo Trotskí ættu í ástarsambandi og Trotskí-hjónin fluttu fljót- lega úr Bláa húsinu. Ekki er þó talið að það hafi endilega verið vegna hins meinta ástar- sambands sem Trotskí flutti í burtu því lík- lega hefur kastast í kekki á milli Rivera og Trotskís af öðrum ástæðum. Rivera og Kahlo fóru í auknum mæli að snúast að stalínisma á þessum tíma, þótt Frida ætti eftir að afneita Stalín síðar, og var Rivera að einangrast í kommúnistaflokki Mexíkó vegna þess að hann hafði erkióvin Stalíns, sjálfan Trotskí, á heim- ili sínu. Í ofanálag var beinlínis hættulegt að hafa Trotskí sem gest á heimili sínu vegna þess hversu mikið var sótt að lífi hans. Sífelld ógn stóð af því að sovéskur útsendari gæti reynt að ráða Trotskí af dögum enda krumla Stalíns bæði löng og ófyrirleitin. Hataður bæði af kommúnistum og and-kommúnistum Trotskí var afar umdeildur í Mexíkó, hataður bæði af kommúnistum og and-kommúnistum, og fór sjaldan út úr húsi og þá aðeins huldu höfði og í fylgd lífvarða. Hafði hann þann hátt- inn á að liggja á gólfi bifreiðarinnar sem hann var farþegi í og leit ekki upp fyrr en komið var vel út fyrir borgarmörkin. Trotskí-hjónin fluttu því brátt í annað hús skammt frá og bjó Trotskí þar síðustu ár ævi sinnar. Þar er í dag safn tileinkað honum eins og áður segir. Trotskí-safnið er ekki eins vin- sæll áfangastaður og Bláa húsið, en vel þess virði að fá sér göngutúr þangað. Trotskí- húsið, sem er afar lítið og fábrotið, er um- kringt háum varnarmúrum á alla kanta sem áttu að verja hann árásum. Safnhús með ýms- um persónulegum munum Trotskís og ljós- myndum af honum er byggt við einn vegg varnarmúrsins. Úr safninu er svo gengið inn í hinn afgirta garð. Trotskí stytti sér stundir í útlegðinni við að rækta kanínur og eru búrin ennþá á sínum stað. Hann safnaði einnig og ræktaði kaktusa í garðinum sínum og þá sjaldan sem hann fór úr húsi reyndi hann að taka með sýnishorn til að hafa heima hjá sér og má enn sjá þess merki. Úr garðinum er gengið inn í sjálft húsið og er þar reynt að halda sem flestu í upp- runalegri mynd. Úr garðinum er gengið inn í bókasafn Trotskís og ofan á því er varðturn. Hinum megin í garðinum og innan varnar- múrsins er sérstök bygging þar sem lífverðir og aðstoðarmenn Trotskís höfðu sín híbýli. Trotskí var í útlegð sinni snauður og vinafár og varð að treysta á sífelldan straum sjálf- boðaliða, aðallega frá Bandaríkjunum, sem komu í mislangan tíma í einu til Mexíkó til að gæta lífs hans og sinna öðrum störfum. Frá bókasafninu er gengið inn í sjálfar vist- arverurnar. Sést glöggt á einfaldleika hússins hversu hátt fall Trotskís var, því húsið er al- veg sérstaklega einmanalegt, kuldalegt og fá- brotið. Það er í hrópandi andstöðu við Bláa húsið sem er enn fullt af lífi og litum þrátt fyr- ir einfaldleika sinn og þó að íbúar þess séu nú látnir. Setið um líf Trotskís Þeim gluggum í húsi Trotskís sem sneru út að götu var lokað með múrsteinum af ótta við skotárásir. Skrif Trotskís frá Mexíkó komu Stalín illa og meðan Trotskí var á lífi fannst Stalín hann ekki vera öruggur sem ótvíræður leiðtogi Sovétríkjanna. Í rauninni voru Sovét- menn með nokkra hópa í Mexíkó sem unnu hver í sínu lagi og vissu jafnvel ekki hver af öðrum. Einn þessara hópa stalínista náði að koma manni á sínum vegum inn á meðal líf- varða Trotskís undir fölsku flaggi. Nótt eina opnaði hann hlið að húsinu fyrir litlum hópi manna sem stilltu vélbyssu upp fyrir framan svefnherbergisglugga Trotskí-hjónanna og létu kúlnahríð dynja inn um hann. Fyrir til- viljun sluppu þau bæði og barnabarn þeirra við meiðsli, en kúlnagötin eru enn sjáanleg á veggjum svefnherbergisins. Árásarmennirnir sluppu á flótta en meðal hinna grunuðu voru Diego Rivera og David Alfaro Siqueiros, ann- Hús Fridu Kahlo Húsið stendur við Londres-götu í Coyoacan, og er bjart, litríkt og líflegt. Skrifstofan Trotskí sat við skrifborðið og Mercader sneri baki í gluggann þegar hann stóð yfir honum og hjó í höfuð hans. Svefnherbergið Greina má kúlnagöt eftir árásina sem Í Mexíkóborg er að finna safn sem tileinkað er ævi og verkum Fridu Kahlo, í húsi sem var heimili hennar og eiginmanns hennar Diego Rivera, en þau eru meðal frægustu mynd- listarmanna landsins. Þegar Leo Trotskí var landflótta fékk hann hæli í Mexíkó og bjó um skeið, ásamt eiginkonu sinni, með þeim hjón- um. Greinarhöfundur heimsótti Bláa húsið þeirra Kahlo og Rivera og síðan safn í ná- grenninu tileinkað Trotskí sem var sögusvið síðustu stunda hans. Eftir Stefán Svavarsson stefsva@hi.is Útlegð Trotskís í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.