Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.2005, Qupperneq 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. október 2005 Þ egar ég hóf að undirbúa þessa bók þá fannst mér vanta að Hallgrím- ur Pétursson og skáldskapur hans væri settur í samhengi við það sem var gerast erlendis ásama tíma. Bókmenntasagan hefur lagt áherslu á hversu einangrað Ísland hafi verið á 16. og 17. öld og að skáldskapur Hallgríms eigi sér fyrst og fremst rætur í okkar innlenda bókmenntaarfi; það er vissulega rétt en ekki nema að hluta, hann orti einnig í sam- ræmi við hugmyndir og stefnur sem voru upp í Norður- Evrópu á þeim tíma,“ segir Margrét Eggertsdóttir sem varði doktorsritgerð sína Bar- okkmeistarinn. List og lærdómur í verkum Hall- gríms Péturssonar við hugvísindadeild Háskóla Íslands föstudaginn 14. október sl. „Áherslan á menningarlega einangrun lands- ins hefur að mínu mati verið alltof mikil því menningartengsl við Danmörku og Þýskaland- eftir siðskiptin og langt fram á 17. öld voru mjög mikil. Ég fór þá að velta því fyr- ir mér hvað hefði verið að gerast í Danmörku og víðar á þessum sama tíma og hvernig Hallgrím- ur tengist því. Þá kom ég að hugtakinu barokk sem í fræðunum hefur reyndar lengi verið um- deilt. Mér fannst spennandi að vita hvað barokk stæði fyrir og hvort það hefði birst hér í ein- hverri mynd. Ég var alveg tilbúin að komast að þeirri niðurstöðu að svo væri alls ekki. Hugs- anlega hefði þetta verið allt öðruvísi hér og það ætti sér þá sínar skýringar. Því meira sem ég las um barokk fannst mér ég kannast æ betur við það sem lá að baki og margt af því ætti mjög vel við um íslenskan kveðskap á lærdómsöld.“ Barokk sem texti og tímabil Var Hallgrímur þér sérstaklega hugleikinn þegar þú hófst þessa rannsókn? Var hann í uppáhaldi sem skáld? „Ég hafði áhuga á 17. öldinni og þar með Hall- grími. Ég skrifaði cand. mag. ritgerðina mína um Hallgrím fyrir hvatningu frá Jóni Samsonarsyni kennara mín- um og sérfræðingi hér á Árnastofnun, sem var að hefja fræðilega útgáfu á verkum Hallgríms. Ég hef verið ráðin til þess verkefnis hér á Árna- stofnun frá 1992 og út eru komin þrjú bindi af þeirri útgáfu með ljóðum Hallgríms. Minn áhugi beindist þó ekki bara að því að liggja í handrit- unum og vinna við hina handritafræðilegu út- gáfu heldur einnig að bókmenntalegu hliðinni. Umræðan um barokk hér á landi hefur verið mjög takmörkuð. Hér hefur yfirleitt verið talað um barokk sem sérstakan stíl. Barokkumræðan erlendis er fyrir löngu komin á það stig að tala um ákveðið tímabil. Nýjasta hugmyndin er hins vegar að tala um barokktexta og í rannsókn minni valdi ég því að að skilgreina skáldskap Hallgríms sem barokk- texta, en ég er um leið alveg sannfærð um rétt- mæti þess að tala um barokktímabil.“ Hvert var barokktímabilið á Íslandi og hvað einkennir það? „Það er nú eiginlega það sem ég kem mér hjá að svara í bókinni með því að einbeita mér að skáldskap Hallgríms sem barokktexta. Mín- rannsókn er eiginlega fyrsta skrefið í þá átt að skilgreina barokktímabil á Íslandi. Mér finnst alveg óhætt að segja að Hallgrímur sé barokk- skáld og síðan getum við spurt okkur hvað bar- okkið nær langt. Sjálf myndi ég vilja tala um barokk í íslenskri bókmenntasögu á tímabilinu frá 1627 til 1750. Við upphaf tímabilsins verða mjög skýr skil með Tyrkjaráninu, andláti Guð- brands Þorlákssonar biskups og nokkurra eldri skálda. Þar með lýkur Siðskiptaöld ef svo má segja. Við lok tímabilsins hefur upplýsingin tek- ið við, þó alltaf sé varasamt að setja niður ákveð- in ártöl um svona breytingar sem gerast hægt og skarast á ýmsa vegu.“ Íslenskur aðall og barokkið Þýski prófessorinn WilhelmFriese birti dokt- orsritgerð sína árið 1968 og olli sú bók nokkrum straumhvörfum í rannsóknum á barokkbók- menntum. „Þessi bók heitir Nordische Barokdichtung og þarna skilgreinir hann norrænar bókmenntir á 17. öld sem barokkbókmenntir. Þjóðverjarnir hafa verið nokkuð glöggir að koma auga á bar- okkið bæði hjá sjálfum sér og öðrum. Á Norðurlöndunum hefur hins vegar ríkt ákveðin tregða að skilgreina barokkið sem sjálf- stæða grein eða tímabil í bókmenntum. Barokkið hefur einnig verið tengt við kon- ungshirðirnar í Evrópu og að konungarnir hafi haft skáld við hirðina og einnig málara og tón- listarmenn. Rökin gegn því að á Íslandi hafi barokkbók- menntir orðið til er að hér hafi ekki verið nein hirð, ekkert leikhús, engin borgarmenning. Ég vissi að þetta yrði fyrsta mótbáran þegar ég færi að heimfæra barokkið upp á íslenskar bók- menntir. Hér hefði bara verið sveitamenning þar sem barokkið þreifst ekki. En Wilhelm- Friese skiptir barokkbókmenntunum í tvennt, hirðbarokk og barokk utan hirðanna. Ég bendi jafnframt á að á Íslandi á 17. öld er fámenn emb- ættismannastétt sem leit á sig sem nokkurs konar aðal. Tækifæriskvæðin þrífast í þessu umhverfi ogHallgrímur orti mörg slík kvæði. Tækifæriskvæðin eru skýrt dæmi um barokk- menningu og því má heldur ekki gleyma að allur trúarlegi kveðskapurinn á 17. öld er hluti af því sem kallað er barokk. Passíusálmar Hallgríms eru í þeim skilningi ekki einstakir. Þeir eru hluti af útbreiddri bókmenntagrein á þessum tíma og mjög miðlægt efni í lúterskri guðfræði, mikil- vægt og háleitt yrkisefni. Hallgrímur segir í inngangi að Passíusálm- unum að þetta sé efni sem hann hafi lengi hugs- að um og geymt í hjarta sér. Mér fannst mjög áhugavert að komast að því að kveðskapur Hallgríms á margt sameiginlegt með því sem er að gerast erlendis á sama tíma. Að sumu leyti tengist hann erlendum samtíma- skáldskap mun meira heldur en því sem sam- tímaskáld hans hér á Íslandi voru að gera. Upphaflega hafði ég hugsað mér að skoða í stærra samhengi hvaða bókmenntagreinar menn voru að leggja stund á hér á Íslandi á 17. öld og hvort þær væru hinar sömu og erlendis eða voru menn kannski bara að kveða rímur og skrifa upp Íslendingasögurnar. Bók mín skiptist af þessum ástæðum í sérstaka kafla umHverf- ulleikakvæði, Tækifæriskvæði, Ádeilukvæði, Sálma og Iðrunar- og huggunarkvæði til að setja hverja bókmenntagrein fyrir sig í stærra samhengi. Mönnum hættir til að líta á hverf- ulleikakvæði Hallgríms sem vitnisburð um per- sónulega depurð hans og svartsýni. En þetta yrkisefni var hluti af tíðarandanum á 17. öld og Hallgrímur yrkir í samræmi við það.“ Skáldið heldur sig í fjarlægð Þú leggur áherslu á að menn skyldu ekki lesa barokkbókmenntir í gegnum seinni tíma bók- menntastefnur, einsog t.d. rómantísku stefn- una. Að barokkskáldin hafi ekki verið að yrkja um persónulega líðan sína og reynslu. „Það er mjög mikilvægt að komast framhjá þessu. Ég held að ég sé ekki ein um þá upplifun þegar skáldskapur 17. aldar er skoðaður að finnast maður ekki ná sambandi við hann. Vita hreinlega ekki hvað á að segja um hann, af því að maður skilur ekki alveg hvers vegna skáldið heldur sig í þessari fjarlægð. Af hverju gefur skáldið ekki meira af sér, svo hægt að sé að túlka skáldskapinn. En þetta voru reglur um skáldskapinn á barokktímanum og er eitt helsta einkenni barokktexta. Skáldið heldur sér fjarri og fylgir ákveðnum reglum um efnisval og brag- arhátt. Það þótti mjög við hæfi að skáld tækju fyrir viðurkennd þemu eins og t.d. píslarsöguna. List skáldsins fólst í því að yrkja á sinn hátt útfrá reglum klassísku mælskufræðinnar um in- ventio, þar sem skáldið beitir gáfu sinni til að orða þekkta hugsun á sinn einstaka hátt. Og hvað Hallgrím Pétursson varðar þá er skáld- skaparlist hans fólgin í þessu, að yrkja um þekkt barokkþemu á einstakan hátt. Gott dæmi er erfikvæði Hallgríms um Árna Oddsson. Árni hafði þann sið að baða sig í heitri laug á föstudögum og lést við þá iðju. Hallgrím- ur nýtir sér síðan vatnið til fjölmargra líkinga og tengir það skírninni, hreinsun og blessun. Þarna vinnur skáldið úr þeim sérstöku aðstæðum sem eru kveikjan að kvæðinu en heldur sig samt inn- an þess ramma sem kveðskapurinn setur hon- um.“ Myndin sem dregin hefur veriðupp af Hall- grími Péturssyni er að hann hafi átt erfitt upp- dráttar, verið fátækur og sjúkur og þjáning hans hafi verið uppspretta skáldskaparins. „Ég tel að þetta sé skökk mynd en það er tals- vert til í því að íslenska þjóðin hafi haft þessa mynd af honum lengi. En skoðum bara kvæði sem ort voru um Hallgrím á 18. öld. Þar er hann vegsamaður sem mikið skáld og virtur prestur. Ég hallast að því að myndin sem síðar var dreg- in upp af honum hafi orðið til löngu síðar og m.a. má rekja hana til kvæðis Matthíasar Jochums- sonar um Hallgrím. Þar dregur hann upp mynd af honum sem hinu fátæka, sjúka skáldi. Staðreyndin er sú að Hallgrímur var ekki af lágum stigum. Hann var úr embættismanna- stétt en hrapaði niður í þjóðfélagsstiganum þeg- ar hann fór frá Hólum aðeins 14 ára gamall og fór til útlanda og ætlaði að læra járnsmíðar. Þar kemur Brynjólfur Sveinsson honum í nám í Vorfrúarskóla og þannig kemst hann aftur inn á braut embættisframans þótt samband hans við Guðríði Símonardóttur verði til þess að hann hættir námi sínu og fylgir henni til Íslands. Hann hrapar í þeim skilningi tvisvar af hinni beinu braut en hann nær þrátt fyrir allt að öðl- ast embætti og virðingu síðar. Allt þetta verður honum hinsvegar dýrmæt reynsla semskáldi sem hann hefur sannarlega umfram aðra skáld- bræður sína úr embættismannastétt eins og t.d. Stefáni Ólafssyni í Vallanesi. Kenning mín er sú að Hallgrímur hafi aflað sér mikillar menntunar og þekkingar þó form- legt nám hans hafi ekki verið mikið og nokkuð sundurlaust. Hann hafði metnað til að sanna sig sem lærður maður og skáld eftir að hann er orð- inn prestur. Saga Hallgríms á yngri árum sýnir mann sem á erfitt með að fara troðnar slóðir og er lengi að finna réttu leiðina. Ef Brynjólfur hefði ekki rétt honum hjálparhönd þá er allt eins líklegt að hann hefði horfið í mannhafið í Kaup- mannahöfn.“ Barokkmeistarinn Hallgrímur orti semsagt ekki Passíusálmana innblásinn af eigin eymd og sjúkleika? „Hann var örugglega ekki orðinn holdsveikur þegar hann orti Passíusálmana eins og Sigurður Nordalbenti reyndar á í bók um Passíusálmana frá 1970. Hallgrímur lauk við að yrkja Pass- íusálmana 1659, að öllum líkindum sex árum áð- ur enhann veiktist af holdsveikinni. Það er hluti af þessum misskilningi þjóðarinnar um Hall- grím að hann hafi fyrst orðið holdsveikur og síð- an ort passíusálmana sárþjáður. Hinsvegar vil ég ekki gera of lítið úr persónulegri reynslu Hallgríms og hún verður honum örugglega inn- blástur í skáldskapnum á ýmsa vegu. Það sem gerir Passíusálma Hallgríms að svo einstökum skáldskap er einmitt hans sérstaka sýn á yrk- isefnið og hvernig hann skiptir um sjónarhorn, setur sig og/eða lesandann í spor þess er sagt er frá. Samtímaskáld Hallgríms ortu einnig passíu- sálma, Stefán Ólafsson í Vallanesi, Guðmundur Erlendsson í Felli, Jón Magnússon í Laufási, en sálmar þeirra eru öllum gleymdir. Þar endursegja skáldin einfaldlega píslarsög- una og bæta litlu sem engu við, en Hallgrímur tekur hvert lítið atriði og íhugar það, leggur útaf því á þann hátt að enn þann dag í dag snertir það taug í brjósti okkar. Skáldskaparlist Hallgríms er einnig fólgin í því að hann beitir ýmsum klassískum stílbrögð- um á svo áreynslulausan hátt að við tökum ekki eftir þeim. Aðferðin var hinsvegar mjög vel þekkt erlendis af samtímaskáldum en skáld- skapur Hallgríms stenst því besta fyllilega snúning og rúmlega það.“ Þú bendir á að erlendir fræðimenn hafi ekki virt skáldskap Hallgríms að verðleikum. „Vandi erlendra fræðimanna við að meta Hallgrím að verðleikum er að þeir lesa fæstir ís- lensku og þýðingarnar eru vægast sagt upp og niður. Ég hef orðið vör við það viðhorf að erlend- ir fræðimenn telja Passíusálma Hallgríms áhugaverða fyrir það eitt að Íslendingar tóku svo miklu ástfóstri við þá og spyrja hvort þeir séu nokkuð sérstakur skáldskapur. Svarið er tvímælalaust já. Hallgrímur Pétursson stendur fyllilega undir titli bókarinnar, Barokkmeistar- inn.“ Barokkmeistarinn Hallgrímur Pétursson Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is Morgunblaðið/RAX Skáldskaparlist Hallgríms er fólgin í því að yrkja um þekkt barokkþemu á einstakan hátt,“ segir dr. Margrét Eggertsdóttir sem hefur rannsakað list og lærdóm í verkum Hallgríms Péturssonar. Margrét Eggertsdóttir varði doktorsritgerð sína föstudaginn 14. október sl. við hugvís- indadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin nefnist Barokkmeistarinn. List og lærdómur í verk- um Hallgríms Péturssonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.