Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Qupperneq 1
Laugardagur 29.10. | 2005 [ ]Bækur | Fjallað er um haustbækurnar á sérstökum bókasíðum | 9–15T3 | Tímarit sem reynir að selja þér tól sem hafa ekkert notagildi? | 4Rammstein | Fyrir þýskukennara og þungarokkara | 17 LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005 „Huggun. Dásamleg huggun. Ég bið ekki um meira nú orðið.“ (Kazuo Ishiguro, Óhuggandi, íslensk þýðing Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur) Þ egar Kazuo Ishig- uro var ungur maður ætlaði hann sér að verða dægurlagahöf- undur og söngv- ari. Hann samdi lög og texta, hlustaði á Bob Dylan, safnaði hári, skeggið óx. Þegar hann gekk á fund útgefenda í Lundúnum í upphafi ní- unda áratugarins var hann með kassagítar í annarri hendi, ritvél í hinni. Ritvélin sigraði gítarinn. Kazuo Ishiguro varð ekki rokkstjarna, en hann varð hins vegar á tiltölulega skömmum tíma einn virtasti skáld- sagnahöfundur samtímans. Þrjátíu og fjögurra ára gamall var hann orð- inn heimsfrægur eftir útkomu skáld- sögunnar (og síðar kvikmyndarinn- ar) The Remains of the Day. Ishiguro er nú fimmtugur og í mars kom út hans sjötta skáldsaga, hún heitir Never let me go og það er óhætt að segja að hún hafi fengið frábæra dóma. Sagan er nú komin út hjá bókaforlaginu Bjarti í ís- lenskri þýðingu Elísu Bjargar Þor- steinsdóttur undir heitinu Slepptu mér aldrei. Það fór ekkert á milli mála í Lundúnum í marsmánuði síðast- liðnum að það var komin út ný skáldsaga eftir Kazuo Ishiguro. Út- stillingar í öllum helstu bókabúðum borgarinnar voru helgaðar Never let me go. Kazuo Ishiguro fæddist í Naga- saki í Japan árið 1954 en hann hefur verið búsettur í Bretlandi frá fimm ára aldri. Hann er margverðlaun- aður höfundur sex skáldsagna og býr nú ásamt konu sinni og þrettán ára dóttur í norðurhluta Lundúna. Kazuo Ishiguro birtist á réttum tíma. Hann kemur gangandi inn Heddon Street, klæddur svörtum frakka, hárið stuttklippt. Ég stend fyrir utan Momo-kaffi þar sem við höfðum mælt okkur mót fáeinum dögum eftir úkomu bókarinnar Never let me go. Momo-kaffi er í tísku, og reynist „… að snerta sárið“ Nýjasta skáldsaga ensk-japanska rit- höfundarins Kazuos Ishiguros, Slepptu mér aldrei, er komin út í ís- lenskri þýðingu. Það er vonlaust að endursegja þessa sögu: breskur heimavistarskóli, klónuð börn, líf- færagjafar, börn sem eiga skamma ævi fyrir höndum. Þetta er áleitin saga, sorgleg og óhugnanleg, saga sem fjallar um vináttu og ást, um dauðleikann og leyndina sem umlyk- ur líf okkar. Ishiguro var tekinn máli í London og spurður um bókina, sem hefur hlotið lofsamlega dóma. Eftir Eirík Guðmundsson  3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.