Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Blaðsíða 19
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. október 2005 | 19
FYRIR tveimur árum bárust útvarpsfréttir
af því að kona frá Brasilíu hefði fengið dokt-
orsgráðu í Cambridge út á þá kenningu að
Gamli sáttmáli væri falsskjal frá 15. öld með
pólitískt hlutverk í samskiptum Íslendinga
við erlent konungsvald á þeim tíma. Við Ís-
lendingar höfðum lært það í skóla að Gamli
sáttmáli væri samningur Íslendinga við
Noregskonung frá 1262/4 og því kom þessi
hugmynd nokkuð flatt upp á flest okkar
enda var sáttmálinn óspart nýttur sem
raunverulegt skjal í lagaþrasi við Dani í
sjálfstæðisbaráttunni.
Í fréttunum var mikið gert úr því að höf-
undur kenningarinnar væri kona og þar að
auki frá Brasilíu. Og með því að gráðan var
frá Cambridge hafa hlustendur sjálfsagt
skilið fréttina svo að þar með væri kenn-
ingasmíðin öll nokkuð ótraust og hægur
vandi að leiða hana hjá sér eins og flestar
aðrar kenningar. En nú er kenningin komin
út á bók sem verður að taka afstöðu til, ekki
síst vegna þess að höfundurinn er kominn
hingað til lands í fyrirlestraferð.
Meginefni bókarinnar snýst um samskipti
Íslendinga við Noregskonunga eins og þau
blasa við okkur í heimildum, ekki aðeins
þeim skjölum sem kölluð eru Gamli sáttmáli
eða Gissurarsáttmáli, heldur líka í Íslend-
ingasögum og þá helst þeim sem varðveittar
eru í safnhandritinu Möðruvallabók frá
miðri 14.
öld. Í upphafi tekur höfundur sér stöðu
við hlið þeirrar útbreiddu hugmyndar að
textar í handritum frá miðöldum séu sí-
breytilegir og endurspegli ævinlega að-
stæður við ritun þeirra – eins og þeir Sverr-
ir Tómasson og Már Jónsson hafa verið
iðnir við að boða hin síðari ár. Hvern texta
beri því að túlka eins og hann komi fyrir í
sínu handriti fremur en að líta á hann sem
tilbrigði við annan texta eða heimild um
aðra og upprunalegri gerð. Þessi hugsun,
sem lá til grundvallar vinsælli heildarútgáfu
Svarts á hvítu á Íslendingasögunum á 9.
áratug síðustu aldar, er mörgum Íslend-
ingum þó mjög framandi því hér á landi hef-
ur hugmyndin um glataðan upprunalegan
texta, jafnvel eftir tiltekinn nafngreindan
höfund, gengið ljósum logum eins og hver
annar draugur í fræðunum. Hinni fræðilegu
leit að þeim texta hefur jafnvel verið líkt við
leitina að landinu fagra í ævintýrum. Með
afstöðu sinni til miðaldatexta á Patricia hins
vegar samleið með þeim fornsagnafræð-
ingum sem hafa haldið því hvað ákafast
fram hin síðari ár að aldur Íslendingasagna
beri að skoða betur í ljósi aldurs handrit-
anna en áður hefur verið gert – og hafa
rannsóknir
Örnólfs Thors-
sonar á Grettis
sögu verið þar í
fararbroddi.
Stærsti hluti
rannsóknar
Patriciu Boul-
hosa beinist
síðan að laga-
textum og hvað
þeir segi okkur
um sambandið
við Noregskon-
ung. Hún byrj-
ar á Ólafs-
lögum, sem
kennd eru við Ólaf helga og eru hluti af Grá-
gás. Lögin sem við þekkjum sem þjóðveld-
islögin og Grágás eru varðveitt í tveimur
meginhandritum frá því um miðja 13. öld og
mikill fengur er að umræðunni hér um mik-
ilvægi þess að halda handritunum að-
greindum – frekar en að lesa þau saman í
leit að sameiginlegum allsherjarlagatexta
þjóðveldisins. Grágásarhandritin tvö verð-
skulda sömu meðferð og handrit annarra
miðaldatexta, að vera lesin sem tvær sjálf-
stæðar heimildir sem ekki er hægt að hræra
saman.
Umdeildasta kenning bókarinnar, um að
Gamli sáttmáli sé tilbúningur frá 15. öld,
hvílir á þeim aðferðafræðilega grunni sem
lagður er í fyrstu tveimur köflunum um að
miðaldahandrit séu heimild um samtíma
sinn og ekki endilega áreiðanleg afrit af
eldri forritum. Það er vissulega mjög hress-
andi að fá svo afgerandi endurskoðun á því
sem alltof mörg hafa alltof lengi gengið út
frá sem ótvíræðum sannindum. Í ljósi þeirra
hugmyndavinda sem nú blása er það eðlileg
gagnrýni að endurskoða heimildagildi 15.
aldar skjala um skjal eða skjöl sem eiga að
hafa orðið til við ákveðinn gjörning á ár-
unum 1262–4.
Hluti af röksemdafærslu Patriciu er
reyndar að það sé oftúlkun á heimildunum
að það hafi orðið afgerandi breyting á hög-
um Íslendinga við það að sverja Noregskon-
ungi hollustueiða. Áhrif og völd Noregskon-
unga hafi þegar verið orðin töluverð á
Íslandi löngu áður og að túlkun seinni alda
Íslendinga á þessum gjörningi hafi mótast
af gleraugum rómantíkur, þjóðernishyggju
og sjálfstæðisbaráttu. Allt eru það rétt-
mætir fyrirvarar. Ég hefði þó viljað sjá hana
ganga lengra í endurmati sínu á heimildum
um samskipti Íslendinga við Noregskonung
og hugsa betur hvernig standi á því að hand-
ritið Morkinskinna, fyrsta handritið með
konungasögum í bland við þætti af Íslend-
ingum við norsku hirðina, skuli ekki njóta
sannmælis sem handrit frá þeim tíma sem
það var ritað, þ.e. um 1280, heldur vera not-
að gagnrýnislítið sem heimild um eldra og
glatað verk frá um 1220. Sé ætlunin að fjalla
um þróun hugmynda um samskipti Íslend-
inga við norskt konungsvald, m.t.t. breyt-
inga sem verða eftir 1262/4 er þetta veiga-
mikið atriði.
Margt í snarpri gagnrýni á viðteknar
hugmyndir um Gamla sáttmála á mikinn
rétt á sér. Ég sakna þess þó að höfundur
skuli ekki beita þeim hugmyndum sem
kynntar eru í upphafi af meiri sveigjanleika
en raun ber vitni þegar talið berst að heim-
ildagildi þeirra 15. aldar handrita sem við
höfum af þessum meinta sáttmála Íslend-
inga við Noregskonung. Með því að sýna
fram á að ýmislegt í sáttmálanum (eða sátt-
málunum því að hér er um fleira en eitt skjal
að ræða) endurspegli aðstæður á 15. öld hef-
ur hún nefnilega ekki sýnt fram á að hann sé
tilbúningur frá þeim tíma, heldur einungis
það sem hún lagði upp með að allir textar í
miðaldahandritum endurspegla aðstæður á
ritunartímanum. Það sama á við texta sem
varðveittir eru í munnlegri geymd.
Hafi verið gerðir einhverjir munnlegir
eða skriflegir sáttmálar um 1262/4 í líkingu
við þá Gömlu sáttmála og/eða Gissurarsátt-
mála sem til eru, verðum við að ganga út frá
því að þeir hafi verið lagaðir til eftir því sem
árin liðu – alveg eins og aðrir miðaldatextar.
Við þekkjum það á vorum dögum að EES-
samningurinn er talinn úreldast mjög hratt
og því þurfi að endurskoða hann. Slíkur end-
urskoðaður samningur héldi samt áfram að
vera EES-samningurINN.
Í lokakaflanum leggur höfundur fram
skemmtilega greiningu á Íslendingasög-
unum í Möðruvallabók og sýnir fram á að
þær snúist mjög um hugmyndir Íslendinga
um konungsvald í Noregi. Við sækjum okk-
ar útbreiddu skoðun í veigamiklum atriðum
til þessara sagna um að landnámsmenn á Ís-
landi hafi verið sjálfstæðir höfðingjar á
flótta undan ofríki Haralds hárfagra.
Patricia bendir á að þetta sé aðeins ein
hefð af mörgum um hlutverk Noregskon-
ungs við landnám Íslands. Í öðrum textum
segi að menn hafi þurft leyfi hans til að fara
út til Íslands og í enn öðrum að hann hafi
ekkert haft með landnám Íslands að gera
yfirleitt. Hennar boðskapur er að okkar
verkefni sé að greina þessar ólíku hug-
myndir, leyfa ólíkum röddum textanna að
njóta sín frekar en að reyna að steypa þá
alla í eitt mót í leit að hinum eina sanna
sögulega veruleika handan textanna.
Í heild er þessi bók geysilega hressandi
innlegg í umræðu um eðli miðaldatexta og
heimildagildi þeirra. Í mörgum tilvikum
tekst höfundi að benda á það sem verður
augljóst um leið og það hefur verið sagt, líkt
og í sögunni af nýju fötum keisarans, en
annars staðar tekst henni ekki að fylgja eft-
ir eigin hugmyndum og nota þær til að end-
urtúlka þær heimildir sem fyrir liggja. Með
öðrum orðum: Enda þótt sumum finnist hér
nokkuð langt gengið á köflum hefði mátt
ganga enn lengra.
Loftskipti í fræðunum
BÆKUR
Miðaldafræði
Patricia Pires Boulhosa The Northern World 17
Brill: Leiden og Boston 2005
Icelanders and the kings of Norway: Mediaeval
sagas and legal texts
Gísli Sigurðsson
Gallerí 100°: Bryndís Jóns-
dóttir og Einar Marínó
Magnússon til 25. nóvember.
Gallerí +: Finnur Arnar Arn-
arsson til 6. nóvember.
Gallerí Fold: Þorsteinn
Helgason til 30. október.
Gallerí Húnoghún: Ása
Ólafsdóttir.
Gallerí i8: Þór Vigfússon til
23. desember.
Gallerí Sævars Karls: Guð-
rún Nielsen til 3. nóvember.
Gallerí Turpentine: Arn-
gunnur Ýr og Amanda
Hughen til 14. nóvember.
Garðaberg, Garðatorgi: Árni
Björn Guðjónsson til 31. októ-
ber.
Gerðarsafn: Tími Romanov-
ættarinnar. Til 4. desember.
Gerðuberg: Einar Árnason
til 6. nóvember. Þórdís Zoëga
til 13. nóvember.
GUK+: Hartmut Stockter til
16. janúar.
Hafnarborg: Myndhöggv-
arafélagið í Reykjavík til 31.
október.
Háskólinn á Akureyri: Hlyn-
ur Hallsson til 2. nóvember.
Hrafnista, Hafnarfirði: Guð-
finna Eugenia Magnúsdóttir
til 6. desember.
Hönnunarsafn Íslands:
Norskir glerlistamenn til 30.
október.
Ís-café: Bjarney Sighvats-
dóttir til 15. nóvember.
Must Love Dogs
Charlie and the Chocolate
Factory (HJ)
Strákarnir okkar (SV)
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
Kiss, Kiss, Bang, Bang
Fever Pitch (SV)
Flight Plan (SV)
Transporter 2 (HJ)
Wallace og Gromit – Bölvun
vígakanínunnar
Cinderella Man (HJ)
Goal (SV)
Must Love Dogs
The 40 Year-old Virgin
(SV)
Valiant m. ísl. tali
Sky High
Charlie and the Chocolate
Factory (HJ)
Myndlist
Artótek, Grófarhúsi: Bryndís
Brynjarsdóttir til 6. nóv-
ember.
Aurum: Harpa Einarsdóttir
til 28. október.
Bananananas: Þorsteinn Otti
Jónsson og Martin Dangraad.
Byggðasafn Árnesinga: Á
Washington-eyju og Gras-
jurtir. Til nóvemberloka.
Café Karólína: Margrét M.
Norðdahl til 4. nóvember.
Gallerí 101: Haraldur Jóns-
son til 26. nóvember.
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri
The Legend of Zorro
Doom
Africa United (SV)
Transporter 2 (HJ)
A History of Violence
(HJ)
Smárabíó
The Legend of Zorro
Fever Pitch (SV)
Africa United (SV)
Transporter 2 (HJ)
Red Eye (SV)
Óskar og Jósefína m. ísl. tali
Sharkboy og Lavagirl
(SV)
Regnboginn
The Legend of Zorro
Africa United (SV)
A History of Violence
(HJ)
Bewitched (SV)
Ómar og Jósefína m. ísl. tali
Night Watch
Laugarásbíó
The Legend of Zorro
Doom
A History of Violence
(HJ)
Wallace og Gromit – Bölvun
vígakanínunnar
The Descent (SV)
Háskólabíó
Doom
Flight Plan (SV)
Cinderella Man (HJ)
Jónas Viðar Gallerí: Sigríður
Ágústsdóttir til 13. nóv-
ember.
Karólína Restaurant: Óli G.
til aprílloka 2006.
Ketilhúsið: Hrafnhildur Inga
Sigurðardóttir til 6. nóv-
ember.
Kling og bang: Steinunn
Helga Sigurðardóttir og
Morten Tillitz. Til 30. októ-
ber.
Listasafnið á Akureyri:
Helgi Þorgils Friðjónsson til
23. desember.
Listasafn ASÍ: Þorbjörg Þor-
valdsdóttir, Karen Ósk Sig-
urðardóttir. Til 6. nóvember.
Listasafn Einars Jónssonar:
Fastasýning.
Listasafn Íslands: Íslensk
myndlist 1945–1960, til 30.
október.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Húbert Nói til 4. desember.
Listasafn Reykjavíkur,
Ásmundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Bernd Koberling.
Listasafn Reykjavíkur,
Hafnarhús: Guðrún Vera
Hjartardóttir til 30. desem-
ber. Erró til 23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjar-
valsstaðir: Jóhannes Sveins-
son Kjarval. Til 19. mars.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Hraunblóm: Elsa
Afelt, Carl-Henning Ped-
Eiríksdóttir til 13. nóvember.
Þjóðarbókhlaðan: Brynjólfur
Sveinsson til áramóta.
Þjóðmenningarhúsið: Hjört-
ur Hjartarson út nóvember.
Þjóðminjasafn Íslands: Kon-
ungsheimsóknin 1917 og
Mannlíf á Eskifirði 1941–
1961. Til 27. nóvember.
Þrastalundur, Grímsnesi:
Reynir Þorgrímsson fram í
desember.
Leiklist
Austurbær: Annie, sun., fim.
Borgarleikhúsið: Salka
Valka, sun., fim. Woyzeck,
lau. okt. Kalli á þakinu, sun.
Id, frums. 4. nóv. Lífsins tré,
fim., fös. Alveg brilljant skiln-
aður, lau., sun., mán. Mann-
tafl, 12. nóv. Forðist okkur,
lau., sun., mán., þri.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Himnaríki, lau., fös.
Iðnó: Ég er mín eigin kona.
upps. út nóv. Gestur – síðasta
máltíðin, sun., fim.
Íslenska óperan: Kabarett, 5.
nóv. Tökin hert, sun., fös.
Leikfélag Akureyrar: Full-
komið brúðkaup, lau., sun.,
fös.
Þjóðleikhúsið: Halldór í
Hollywood, fim., fös. Klaufar
og kóngsdætur, lau. Edith
Piaf, 6. nóv. Klippimyndir,
sun. Koddamaðurinn, lau.,
sun. Frelsi, sun., mið., fim.
ersen, Svavar Guðnason og
Sigurjón Ólafsson, til 27. nóv-
ember.
Listasmiðjan Þórsmörk,
Nesk.: 10 listakonur, fram í
janúar 2006.
Listhús Ófeigs: Gunnar S.
Magnússon til 26. október.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur:
Lars Tunbjörk til 20. nóvem-
ber.
Norræna húsið: Föðurmorð
og nornatími. Til 1. nóv-
ember.
Nýlistasafnið: Grasrót. Til 6.
nóvember.
Næsti bar: Sýning um Gamla
bíó. Til 12. nóvember.
Orkuveita Reykjavíkur: The
Roads of Kiarostami. Til 28.
október.
Safn: Ólafur Elíasson. Stefán
Jónsson til 10. nóvember.
Hörður Ágústsson til 10. nóv-
ember.
Saltfisksetur Íslands: John
Soul til 31. október.
Salur Grafíkfélags Íslands:
Elísabet Jónsdóttir, Dayner
Agudelo Osorio og Jóhannes
Dagsson til 24. október.
Skaftfell: Sigurður K. Árna-
son til októberloka.
Smekkleysa plötubúð - Hum-
ar eða frægð: Þorsteinn Otti
Jónsson út nóvember.
Suðsuðvestur: Jón Sæmund-
ur til 30. október.
Svartfugl og Hvítspói: Björg
HÖNNUNARSAFN Íslands er vel falið leyndarmál
Garðatorgs, næstum ósýnilegt frá torginu sjálfu en þeg-
ar gengið er upp rampinn blasir safnið við. Húsakynnin
eru lítil og vonandi kemur að því að við eignumst okkar
eigið alvöru hönnunarsafn þar sem almenningur hefur
aðgang að sögu íslenskrar hönnunar. Eins og er þarf
safnið að láta sér nægja að troða sýningum sínum á sam-
tímahönnun inn í það litla rými sem það hefur til um-
ráða, stundum komast sýningar þess vel fyrir, stundum
ekki. Nú má sjá í safninu sýningu á norskri samtíma-
glerlist, sýningu sem nýtur sín ágætlega. Sýndir eru
munir átta listamanna. Hér er um að ræða fremstu gler-
listamenn Noregs og frumkvöðla í faginu allt frá miðbiki
síðustu aldar en sýning þessi er hluti af aldarafmæli frið-
samlegra sambandsslita Noregs og Svíþjóðar 1905. Gler
á sér um 250 ára sögu í Noregi en á 20. öld urðu mikil
umskipti í þróun glerlista um heim allan, glerið fór að
taka meira mið af samtímalistum. Á árunum eftir síðari
heimsstyrjöld má glöggt sjá áhrif frá málverki og
skúlptúr, sérstaklega kom skúlptúrinn sterkt inn í glerið
með massíf og þykk form. Upp úr miðri öldinni fóru ein-
stakir glerlistamenn að vinna sjálfstætt þótt enn væri
leitað til verksmiðja við framleiðslu hlutanna. Það var
svo í kringum 1970 með tilkomu nýrrar tækni við gerð
lítilla brennsluofna að bylting varð í faginu, nú gat hver
og einn framleitt sína hluti sjálfur og afleiðingin var
sprenging í gerð persónulegra glermuna. Tæknin leyfði
einnig nýjungar á borð við innfellingu myndefnis í glerið
o.fl. sem listamenn nota sér mikið.
Oft er talað um að mörk milli lista og hönnunar hafi
orðið óskýrari á undanförnum áratugum og óhætt að
taka undir það, sum verkanna hér má auðveldlega túlka
og skoða sem listaverk. Þannig má velta fyrir sér mynd-
efni á borð við eyra í einu af verkum Cathrine Maske.
Kannski er þetta tilvísun í frægasta eyra sögunnar sem
skorið var af og birtist nú líkt og í formalíni. Aðrir lista-
menn nýta sér tækni sem gerir þeim kleift að vitna til
náttúrunnar sbr. ísklumpa Maud Gjeruldsen Bugge eða
til fjarlægra landa á borð við Afríku eins og Oluf Föinum
gerir. Klassískur glerdiskur Arne Jon Jutrem, elsta
frumkvöðulsins í hópnum, stendur þó upp úr sem hríf-
andi listaverk í einfaldleika sínum, en Jutrem sækir m.a.
aftur í aldir í leit að innblæstri fyrir verk sín.
Glerið sjálft er svo heillandi og fallegur efniviður,
efnahvörfin sem skapa það líka svo spennandi, að gler-
list nær auðveldlega til áhorfenda. Góður glerlistamaður
getur gætt verk sín dýpt sem venjulega er tileinkuð
„hreinni“ list en tæpast er hægt að tala um slíkt þegar
um hreina hönnun er að ræða, sérstaklega hönnun með
notagildi í huga. Línudansinn þarna á milli getur þó ver-
ið spennandi og gaman að sjá þegar meðvitað er leikið
með þessa þætti. Sum verkanna á þessari sýningu ná að
spila á ímyndunarafl áhorfandans, hin ná því að minnsta
kosti að vera fallegir munir sem auðvelt er að njóta þess
að skoða.
Margfalt
gler
MYNDLIST
Norsk nútímaglerlist
Til 30. október. Hönnunarsafnið við Garðatorg er opið kl. 14–
18 alla daga nema mánudaga.
Hönnunarsafn Íslands
Ragna Sigurðardóttir