Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. október 2005 | 13
ÞAÐ mun fremur fátítt að spennu-
sögur séu gefnar út í myndskreyttum
útgáfum, þótt ég minnist þess að vísu
að hafa fyrir margt löngu séð stöku
teikningar í bókum af þessari tegund.
Þar var þó í flestum tilvikum um að
ræða ódýrar út-
gáfur, prentaðar
á vondan pappír
og teikningarnar
tíðum harla
óskýrar. Nú er
„spennusaga allra
tíma“, Da Vinci-
lykillinn, eftir
bandaríska höf-
undinn Dan
Brown hins vegar
komin út í næsta vandaðri mynd-
skreyttri útgáfu, prýdd fjölda ljós-
mynda (litmynda) frá „sögustöðum“
og af ýmsum gögnum og gripum,
sem við sögu koma.
Þetta má að vissu leyti kalla
skemmtilega nýbreytni og trúlega er
það engin tilviljun að einmitt Da
Vinci-lykillinn er gefinn út með þess-
um hætti. Ferill þessarar bókar er
með nokkrum fádæmum. Þegar hún
kom fyrst út komst hún strax á met-
sölulista í flestum enskumælandi
löndum og var síðan þýdd á fjölmörg
tungumál. Bókin hefur hvarvetna
selst í stórum upplögum og kannski
má hafa það sem skýrasta dæmið um
velgengni hennar, að henni er enn,
tveimur til þremur árum eftir að hún
kom fyrst út, stillt út á áberandi stað
í mörgum bókabúðum á ýmsum fjöl-
förnum stöðum, til að mynda á flug-
völlum og lestarstöðvum. Það bendir
til þess að bóksalar telji hana enn
vænlega söluvöru. Þarf þá vart að
geta þess, að sjaldgæft er að spennu-
sögur endist svo lengi í stórsölu. Þær
eiga sér flestar fremur skamman líf-
tíma.
En ferill Da Vinci-lykilsins er einn-
ig sérstakur að öðru leyti. Efni bók-
arinnar hefur vakið mikla athygli og
áhuga á meðal almennings og fræði-
manna, miklu meiri en almennt ger-
ist um spennusögur. Víða um lönd
hafa fræðimenn deilt, stundum hart,
um sannleiksgildi bókarinnar og efn-
istök höfundar og lesendur virðast
margir hafa hrifist af lestrinum og
vilja gjarnan vita meira. Þetta hafa
ýmsir aðilar reynt að notfæra sér.
Ferðaskrifstofur og hvers kyns
áhugamannaklúbbar gangast fyrir
ferðum á „söguslóðir“ og víða, m.a.
hér á landi, hefur verið efnt til fjöl-
sóttra námskeiða um efni bók-
arinnar.
Allt má þetta kallast býsna merki-
legt og ekki þekki ég dæmi um að
spennusaga hafi vakið slík viðbrögð
áður, a.m.k. ekki á seinni árum.
Ástæðan virðist einföld. Höfundinum
tekst að slá á strengi dulúðar og hann
fjallar á nýstárlegan hátt um efni,
sem flestir Vesturlandabúar láta sig
nokkru varða en fæstir virðast
þekkja til nokkurrar hlítar. Margir
munu og fagna boðskap bókarinnar,
ef hægt er að tala um boðskap í þessu
efni, vildu gjarnan að hann væri
sannur. Hitt er svo aftur annað mál,
að Da Vinci-lykillinn er að mínu mati
ekkert sérlega góð spennusaga, eða
skáldsaga yfirleitt. Persónusköpunin
er t.d. ærið losaraleg, aðalsöguhetjan
einhvers konar hvorki-né-maður, og
atburðarásin er á köflum langdregin
og lítt sannfærandi.
Myndirnar í þessari útgáfu eru vel
valdar og margar fallegar. Á köflum
bera síður bókarinnar að vísu nokk-
urn keim af túristabæklingum, en
þær munu vafalaust höfða til margra
þeirra sem hrifust af lestri bók-
arinnar og fylltust forvitni. Vel má
velta því fyrir sér hvort spennusaga á
borð við þessa standi undir mynd-
skreyttri útgáfu af þessari gerð. Því
verður ekki reynt að svara hér, en
víst er þetta snjöll sölumennska.
Spennusaga
með myndum
BÆKUR
Spennusaga
Dan Brown. Myndskreytt útgáfa. 463
bls. Bjartur, Reykjavík, 2005.
DA VINCI-LYKILLINN
Dan Brown
Jón Þ. Þór
RAGNHEIÐUR Gestsdóttir hefur
sent frá sér nýja barnabók, Regn-
bogann. Bókin er hugsuð fyrir
yngri börnin, þau sem eru að byrja
að læra að þekkja litina, en einnig
fyrir eldri börn sem eru að byrja
að átta sig á litablöndun, að gult og
blátt býr til grænt o.s.frv. Eins og
hennar er von og vísa hefur Ragn-
heiður myndskreytt bókina á ein-
faldan en hugmyndaríkan hátt,
samsetningar af vatnslitum, teikn-
ingum og klippimyndum skapa
myndheim bókarinnar. Í Regnbog-
anum segir frá bræðrunum þrem-
ur, Gulum, Rauðum og Bláum sem
koma lífi á jörðinni til bjargar þeg-
ar sólin hefur verið svo lengi bak
við ský að allt er orðið grátt. Þeir
búa sér til rennibraut og gera sér
það að leik að fara salíbunur niður
himinhvelið alla leið til jarðar,
skapa þannig
regnbogann og
gefa náttúrunni
aftur lit. Einn
helst kostur bók-
arinnar eru ein-
faldar en fallegar
myndirnar, hér
eru amk. engir
ljótir kallar eða
dularfull skrímsli
á ferð sem gætu
hrætt ungar sálir. Bræðurnir þrír
eru bæði hugrakkir og líka litlir í
sér, sérstaklega Blár, sem þarf að
skríða upp í fangið á Gulum því
hann er hræddur við að renna sér.
Persónur þeirra hefðu þó mátt
vera skýrar mótaðar.
Regnboginn líður svolítið fyrir
boðskap sinn eins og oft er raunin
með barnabækur, hér er svo aug-
ljóslega verið að kenna litina að
flest annað fellur í skuggann.
Myndirnar eru fallegar en það rík-
ir ekki mikil kátína í þeim, mesta
fjörið er rennibrautarregnboginn
en þegar kemur að því að lita blóm
og tré ná töfrarnir síður að lifna
við. Ég gæti trúað að aðeins meiri
leikur og fjör hefði orðið til þess að
gera bókina eftirsóknarverðari fyr-
ir yngstu kynslóðina. Hugmyndin
er ekki afspyrnu frumleg og þegar
kemur að því að læra um litina
verður bókin ef til vill undir í sam-
keppni við lífið sjálft, liti, pappír og
sköpunargleði barna. Séð á já-
kvæðan máta getur bókin þó einnig
einmitt glætt þennan sköp-
unarkraft og lokkað börnin að
vatnslitunum og pappírnum. Margt
við myndheiminn er fallegt og
höfðar til barna en stór hluti hans
höfðar þó frekar til fullorðinna,
mynstrið í gráma skýjanna osfrv.
Örlítið meira glens, grín og húmor
og sterkari karakterar Guls, Rauðs
og Blás hefðu kannski orðið til
þess að halda aðeins betur athygli
barnanna. Þrátt fyrir þessa ann-
marka er Regnboginn falleg og
vönduð bók eins og allt sem Ragn-
heiður sendir frá sér og bókin nær
að efla tilfinningu barna fyrir litum
og möguleikum þeirra.
Stóra rennibrautin
BÆKUR
Börn
Ragnheiður Gestsdóttir
Mál og menning 2005
REGNBOGINN
Ragnheiður
Gestsdóttir
Ragna Sigurðardóttir
SKÁLDSKAPUR Gyrðis Elías-
sonar er gjarnan settur saman úr
andstæðum. Ljóðrænt raunsæi
textans fær á sig andblæ af mar-
traðarkenndri ógn eða hryllingi og
draumkenndri heimssýn sem
markast af eyðingarverki tímans.
Í smásögum hans er líka áherslan
meiri á myndheim sögunnar en
frásögnina. Hún er þá gjarnan
innbyggð í skyndimynd af mann-
lífi. Þetta er í það minnsta þau
einkenni sem ég upplifi við lestur
á nýjasta smásagnasafni hans sem
hann nefnir Steintré.
Frásagnir Gyrðis eru oft á tíð-
um svo látlausar að lesandi spyr
sig stundum að lestri loknum um
hvað meint saga hafi í raun og
veru fjallað, hvort nokkuð hafi yf-
ir höfuð gerst frásagnarvert. Allt
eins víst að sagan snúist um
draumfarir, einkennilegar tilvilj-
anir eða órætt samhengi fyrirbær-
anna. Aftur á móti stendur eftir
skýr mynd,
mannlífsmynd
eða táknmynd
um mannlíf og
sterk kennd.
Óhugnaður
birtist í mörgum
myndum eins og
í frásögninni af
firringu drengs
sem safnar
myndum af
sjaldgæfum fuglategundum. Hann
gerir það þannig að hann skýtur
fuglana og tekur myndir af þeim
en hleður fuglshræjunum í frysti-
kistu heimilisins sem er óðum að
fyllast. Eða myndina af ókenni-
legri ófreskju sem föst er bílbelti í
bílhræi við árbakka og er að
reyna að losa sig. Þrátt fyrir ótta
sögumanns vitum við í reynd ekki
hvort um er að ræða óvætti eða
helsærða mannveru vegna þess að
sögumenn Gyrðis eru ekki örugg-
ustu heimildarmenn í heimi.
Áberandi er sú kennd í smá-
sagnasafninu sem tengist for-
gengileikanum. Bílhræ, rústir,
bækur sem lesnar eru úti í rign-
ingu þar sem þær leysast upp og
margt fleira undirstrika þessa
kennd. En umfram allt eru þó
sögurnar eins konar heimspekileg
rannsókn á einsemd mannsins og
tengslaleysi hans í heimi forgengi-
leikans.
Smásögur Gyrðis birta okkur
mannlífið oft sem einmanalegt og
steingelt. Nafnið Steintré á því vel
við sem safnheiti á þessum sögum.
Steintré hafa raunar fyrr verið
ásækin í sögum Gyrðis og ljóðum
sem táknmyndir hins dauða lífs.
Það er svo merki um listfengi
skáldsins hversu náttúran er lit-
skrúðug og lifandi sem rammi ut-
an um hið grámóskulega mannlíf.
Þetta eru dreifbýlissögur, oft af
mönnum sem leita einverunnar í
strjálbýlinu innan um bækur og
týnast öðru fólki.
Smásögur Gyrðis eru einfald-
lega með því besta sem skrifað er
af módernískum eða póstmódern-
ískum prósa. En það er kannski
ekki vænlegt að leita að krassandi
söguefni í þeim. Þó að glitti í slík-
ar sögur í verkum Gyrðis í þessari
bók er meginefni sagnanna túlkun
sundraðrar, póstmódernískrar vit-
undar sem skyggir á allar sögur.
Trénað mannlíf
BÆKUR
Smásögur
eftir Gyrði Elíasson. 130 bls. Mál og
menning 2005
Steintré
Gyrðir
Elíasson
Skafti Þ. Halldórsson
SKAGINN á ekkert nafn, sagði
Kålund og átti þá við landssvæðið
á milli Húnaflóa og Skagafjarðar.
Þetta má til sanns vegar færa, þó
að nú sé viðbúið, að aðkomufólk
átti sig ekki á því að í raun er
Skagi aðeins hluti af þessu stóra
svæði. Fyrir um fjörutíu árum var
búið á um áttatíu bæjum í fjórum
sveitarfélögum í tveimur sýslum á
þessum nafnlausa skaga, en nú
hefur heldur betur allur búskapur
dregizt þar saman og mörg stór-
býlin orðin að sumargististöðum
þéttbýlisbúa.
Byggðin hefur mest verið með
ströndum fram, vegna þess að
bændur hafa jafnan stundað út-
ræði samhliða hefðbundnum bú-
skap. Á fyrri tíð og fram að miðri
síðustu öld voru þó allmörg góð-
býli inn til dala, enda eru þarna
víðlend heiðalönd og aragrúi
vatna, þar sem silungsbröndur
vaka.
Í hugum flestra er þetta lands-
svæði heldur tilbreytingarlaust,
þar sem skiptast á mýrarkeldur og
malarhjallar eða rindar eins og
þeir nefnast hér.
Mörgum þykir
hráslagalegt á
þessum stað og
gróður með út-
kjálkablæ, sem
minnir einna
helzt á Mel-
rakkasléttu. Slík
viðtekt er alls
ekki með öllu
réttmæt, því að
báðir staðirnir búa yfir merkilegri
náttúru og mikilli sögu, ef vel er
að gáð.
Þessi bók eftir Sigurjón Björns-
son sálfræðing er því nokkurs
konar varnarræða fyrir þennan
hluta landsins, sem liggur nokkuð
fjarri hringveginum, sem flestir
aka. Höfundur fer með lesanda
fyrst í hringferð fyrir Skaga, þá
upp um heiðar og inn til dala, síð-
an er sagt frá fornum leiðum
stranda á milli og að lokum er
greint frá vegum að góðum veiði-
vötnum.
Frómt frá sagt er ekki ósenni-
legt, að mörgum muni þykja bókin
í þurrara lagi og heldur tormelt
við fyrstu sýn, því að láta mun
nærri að getið sé rúmlega 1.300
örnefna. Við nánari skoðun og með
hjálp afbragðs korts, sem fylgir,
kemur annað upp á teninginn.
Hafi menn á annað borð ánægju af
því að fræðast og ferðast um land-
ið, er hér kjörinn vegvísir, saminn
af mikilli nákvæmni, þar sem bent
er á flest, ef ekki allt, sem forvitni
vekur. Þeir, sem vanir eru að lesa
á kort, geta líka haft ánægju af
lestri heima í stofu og eiga auðvelt
með að setja sér landslagið fyrir
hugskotssjónir.
Það gefur bókinni talsvert gildi,
að inn á milli leiðarlýsinga er skot-
ið ýmsum sögnum og fróðleiks-
molum. Þá er víða minnzt á merk-
ar konur og karla, sem hafa búið á
jörðum eða eiga sér þar rætur og
sagt frá ýmsum atburðum, sem
hafa greypzt í huga manna. Höf-
undur hefði mátt gera meira af því
að segja frá ýmsu fólki, tækifær-
isvísum og skondnum atburðum,
ekki sízt frá seinni tíma.
Það er næsta öruggt, að innan
fárra ára lendir margt í glatkistu,
sem betra væri að halda til haga.
Þegar fólki fækkar í heilum
byggðarlögum og búskaparhættir
breytast hverfur smám saman
mikil vitneskja, sem áður fyrr
tengdist lífi og störfum fólks. Þá
munu menn betur skynja það en
nú, hve mikils virði það er, sem til
haga var haldið. Því er næsta víst,
að gildi þessarar bókar mun vaxa
með árunum.
Yfirreið um Skaga
BÆKUR
Náttúrufræðirit
Höfundur: Sigurjón Björnsson. 187 bls.
Útgefandi er Skrudda. – Reykjavík 2005
Skaginn og Skagaheiði
Sigurjón
Björnsson
Ágúst H. Bjarnason
HIÐ íslenska
bókmenntafélag
hefur gefið út
bókina Líkami og
sál: Hugmyndir,
þekking og að-
ferðir í hjúkrun
eftir Kristínu
Björnsdóttur. Í
bókinni er fjallað
um tilurð og mótun hjúkrunarstarfs-
ins á Vesturlöndum frá miðri
nítjándu öld. Rætt er um starfið með
hliðsjón af uppgangi nútímaheil-
brigðisþjónustu og í ljósi breytinga
sem orðið hafa á stöðu kvenna í sam-
félaginu. Gerð er grein fyrir hug-
myndum og aðferðum sem notaðar
voru á ólíkum tímum og leitast við að
lýsa þeirri þekkingu sem starfið
byggist á. Hugmyndafræðilegar
stefnur innan heilbrigðisþjónust-
unnar eru greindar, svo sem hug-
myndir um samspil líkama og sálar,
holdgervingu, heilbrigði og áhrif um-
hverfis á heilsufar. Samskiptum
starfsmanna og sjúklinga eru gerð ít-
arleg skil. Að lokum er fjallað um
stefnumörkun sem tengist heilbrigð-
isþjónustunni, framtíð velferðarþjón-
ustu og hlut hjúkrunar innan hennar.
Kristín Björnsdóttir er dósent við
hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís-
lands. Auk rannsókna á hug-
myndafræði og þekkingarþróun í
hjúkrun, sem kynntar eru í þessari
bók, hefur Kristín stundað rann-
sóknir á sviði heimahjúkrunar og
skrifað um menntunarmál hjúkr-
unarfræðinga og birt greinar í ritum
hérlendis og erlendis.
Þetta er fyrsta bók sinnar teg-
undar sem skrifuð hefur verið um
þessi málefni á Íslandi.
SKÁLDKONAN
Unnur Sólrún
hefur gefið út
Sambúð, 7. ljóða-
bók sína. Bókina
má nálgast á net-
inu en hún kemur
einnig út í bók-
arformi. Unnur
Sólrún er fædd
1951, lauk BA-prófi í bókmenntum
frá háskólanum í Stokkhólmi 1980,
uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ
2000 og starfar sem kennari. Net-
slóðin er: http://unnursol.homes-
tead.com/utgafa1510.html.
Þar má einnig panta prentað ein-
tak bókarinnar og er verðið 1.500 kr.
HIÐ íslenska
bókmenntafélag
hefur gefið út
Tölvuorðasafn í
ritstjórn Stefáns
Briem. Þetta er
fjórða útgáfa
Tölvuorðasafns-
ins.
Í Tölvuorða-
safni eru nú um 7700 íslensk heiti og
um 8500 ensk heiti á rúmlega 6500
hugtökum sem lúta að upplýs-
ingatækni og tölvunotkun, og eru
hugtök um 30% fleiri en í síðustu út-
gáfu. Hugtökin í Tölvuorðasafni hafa
flest verið sótt í alþjóðlega staðla.
Líklega eru Íslendingar einna lengst
á veg komnir með þýðingu tölvumáls
ef litið er til hinna Norðurlandanna.
Tölvuorðasafnið er í tveimur hlut-
um. Fyrri hlutinn er íslensk-ensk
orðaskrá og er þar að finna skilgrein-
ingar og útskýringar á flestum hug-
tökunum. Síðari hlutinn er ensk-
íslensk orðaskrá. Þar er íslensk þýð-
ing við hvert orð og er hún hugsuð
sem tilvísun til íslensk-enska hlutans.
Auk fullgildra heita eru fjölmargar
skammstafanir í Tölvuorðasafni. Oft-
ast er einnig sýnt hvernig lesið er úr
þeim.
Tölvuorðasafn er afrakstur af ára-
tuga starfi orðanefndar Skýrslu-
tæknifélags Íslands. Orðanefnd-
armenn eru brautryðjendur tölvu-
tækninnar á Íslandi og hafa fjöl-
breytilega reynslu af tölvunotkun allt
frá upphafsárum tölvuvinnslu á Ís-
landi. Auk þess hafa þeir fengið til
samvinnu við sig fjölmarga sérfræð-
inga í fremstu röð. Orðanefndina
skipa Baldur Jónsson, Sigrún Helga-
dóttir, Þorsteinn Sæmundsson og
Örn S. Kaldalóns. Stefán Briem ann-
ast ritstjórn.
Bókin er 555 bls.
Nýjar bækur