Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. október 2005
KVIKMYNDIN Goodfellas varvalin besta kvikmynd allra tíma
í skoðanakönnun sem kvikmynda-
tímaritið Total
Film stóð fyrir á
dögunum.
Talsmaður
blaðsins sagði
niðurstöðuna ekki
koma sér á óvart.
„Goodfellas
hefur allt sem
prýða þarf góða
mynd; góðan
söguþráð, trú-
verðug samtöl og
feiknagóðan leik,“ sagði hann.
Myndin, sem
gerð var árið
1990, segir sögu
glæpaforingjans
Henry Hill. Í aðalhlutverkum voru
þeir Ray Liotta, Robert De Niro og
Joe Pesci, sem fékk Óskarsverðlaun
fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir
hlutverk sitt í myndinni.
Í öðru sæti yfir bestu myndir allra
tíma var Vertigo Alfreds Hitchcock
og í því þriðja Jaws eftir Steven
Spielberg. Aðrar myndir á topp tíu
voru í réttri röð Fight Club, Guðfað-
irinn II, Citizen
Cane, Tokyo
Story, Star Wars:
The Empire
Strikes Back,
Hringadrótt-
insaga I-III og
His Girl Friday.
Nokkra athygli
vakti að kvik-
myndin Casa-
blanca, sem jafn-
an er talin ein af bestu myndum allra
tíma, hafnaði í 98. sæti listans.
Þýski kvikmyndagerðarmaðurinnDani Levy hyggur á ótroðnar
slóðir í verkefnavali í næstu mynd
sinni. Hann hyggst gera gamanmynd
sem fjallar um Adolf Hitler. Ekki
hefur mikið verið um kvikmyndagerð
um Hitler í heimalandi hans, Þýska-
landi, og þykir enn nokkur bannhelgi
hvíla á stjórnartíð og voðaverkum
fyrrum kanslarans. Þetta virðist þó
vera að breytast hin síðari ár eins og
myndir á borð við Der Untergang
vitna til um. Gamanmynd um mál-
efnið er þó ný af nálinni. Mynd Levys
mun bera heitið Mein Fuehrer – Die
wirklich wahrste Wahrheit ueber
Adolf Hitler (Foringinn minn – Hinn
sanni sannleikur um Adolf Hitler).
Levy leikstýrði myndinni Go For
Zucker! sem sló í gegn á þýsku kvik-
myndaverðlaununum fyrr í sumar.
Franski kvikmyndaleikstjórinnJean-Pierre Jeunet ætlar að
leikstýra mynd byggðri á skáldsög-
unni Sagan af Pí eftir Yann Martel.
Sagan segir frá
ævintýrum ung-
lingssktráks sem
deilir björg-
unarbáti með
hýenu, særðum
sebrahesti og
hungruðu tígr-
isdýri. Sagan af Pí
fékk Booker bók-
mennta-
verðlaunin árið 2002.
Áætlað er að tökur hefjist næsta
sumar en unnið er að handritsgerð-
inni þessa dagana. Jenunet, sem á að
baki myndir á borð við Amelie, A
Very Long Engagement og Alien:
Resurrection, ætlar jafnframt að
skrifa handritið að myndinni.
Leikstjórarnir M. Night Shya-
malan (Sixth Sense) og Alfonso Cuar-
on (Harry Potter og fanginn frá Az-
kaban).
Ítalir hafa áveðið að senda nýjamynd inn í forval Óskarsverð-
launanna í flokkinn besta erlenda
myndin. Ástæðan er sú að myndinni
Private, sem upphaflega átti að vera
framlag Ítalíu, var vísað frá keppni
þar sem hún er ekki á ítölsku. Reglur
kveða nefnilega á um að mynd verði
að vera, allavega að mestum hluta, á
þjóðtungu þess lands sem sendir
hana frá sér.
Kvikmyndin La Bestia nel Cuore
verður framlag Ítalíu til Óskarsverð-
launanna að þessu sinni.
Erlendar
kvikmyndir
Ray Liotta sem
Henry Hill.
Adolf Hitler
Jean-Pierre Jeunet
H
amingjan felst í því að hafa góða
heilsu og slæmt minni,“ sagði
sænska leikkonan Ingrid Berg-
man. Þetta er eflaust gagnleg
afstaða, svona í heildina tekið,
ekki síst ef fólk hefur margs að
iðrast og sakna. En það getur verið hamingjuríkt
að muna það sem gott var og vel tókst. Fyrir
tveimur áratugum var ég spurður í sjónvarpsþætti
hvað nýliðin Kvikmyndahátíð í Reykjavík skildi
eftir sig. Mér datt ekkert gáfulegra í hug en:
Minningar um góðar bíó-
myndir. Enn þann dag í dag
man ég eftir mörgum þess-
ara mynda og eru það góðar
minningar. Ef ég væri
spurður sömu spurningar núna um nýliðna Al-
þjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík dytti mér
ekkert gáfulegra í hug en sama svar.
Þeim minningum gefst tæplega ráðrúm til að
setjast makindalega að í bakheilanum, því núna
fyrir helgina hófst önnur kvikmyndahátíð, sem
nefnist Októberbíófest og teygir sig reyndar inní
nóvember. Sú hátíð hefur nokkuð annan svip. Al-
þjóðlega kvikmyndahátíðin svokallaða bauð uppá
alls kyns hliðarviðburði við kvikmyndasýning-
arnar, málstofur og námskeið, svo dæmi séu tekin,
og leitaði víðar fanga í myndavali sínu. Hún hafði
yfir sér fjörlegt fjölmenningarlegt yfirbragð og
minnti að því leyti töluvert á gömlu góðu Kvik-
myndahátíðina í Reykjavík. Októberbíófest hefur
einnig yfir sér fjörlegt yfirbragð en fókusinn er
staðinn fyrir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í
Reykjavík vegna þess hversu metnaður þeirra og
fókus eru ólíkir. Eftir langvinna uppdráttarsýki ís-
lenskrar kvikmyndamenningar eigum við skilið að
hafa tvær ólíkar kvikmyndahátíðir á hverju ári,
jafnvel fleiri. Þær eiga vel að geta þrifist hlið við
hlið, þrifist á heilbrigðri samkeppni og jafnvel í
einstökum atriðum á samvinnu. Vonandi kemur
einmitt þetta í ljós þegar reynslan af þeim verður
metin. Vel má vera að reynslan sýni að endur-
skoða þurfi tímasetningu þessara tveggja hátíða,
t.d. að önnur væri að hausti en hin uppúr áramót-
um eða nær vori. Vel má líka vera að það takist að
skapa hér næstum samfellda bíóhátíðarstemningu
í nokkrar vikur á hverju hausti. Þetta verður að
koma í ljós. Best af öllu væri ef kvikmyndahúsin
sæju möguleika á því og helst að þau sæju sér hag
af því að endurreisa fjölbreytt kvikmyndaúrval á
reglubundnum sýningum, auk öflugrar hátíðar ár
hvert. Ólíklegt verður þó að teljast að slíkt komi í
ljós.
Hitt er þegar orðið ljóst að ekki verður þverfót-
að fyrir minningum um góðar myndir á næstunni.
Hann nærist á góðum minningum, sagði skáldið.
ívið þrengri. Af um fjörutíu myndum á dagskrá
hennar er tæpur helmingur ættaður frá Banda-
ríkjunum, átta myndir eru frá Danmörku, og svo
ein og ein héðan og þaðan. Þessi fókus helgast
töluvert af því að eigendur hátíðarinnar eru bíóin í
borginni og helstu dreifingaraðilarnir, auk Græna
ljóssins sem sérhæfir sig í dreifingu óháðra
mynda. Októberbíófest minnir á Kvikmyndahátíð-
ina í Reykjavík eins og hún var orðin undir það síð-
asta, þegar kvikmyndahúsin höfðu komið æ meira
að dagskrármótuninni, og á ýmsar þær kvik-
myndavikur og kvikmyndadaga sem boðið hefur
verið uppá undanfarin ár. Á dagskránni eru því
ýmsar myndir sem dreifingaraðilar hafa fest kaup
á en treysta sér ekki til eða telja ekki henta að
setja á almennar sýningar. Þetta er alls ekkert
gagnrýnisatriði, heldur einföld staðreynd. Og
þetta breytir engu um að dagskrá Októberbíófest
er ljómandi hnýsileg, ekki síst norrænu mynd-
irnar, nýja hrollvekjan hans Eli Roth og ýmsar
óháðar myndir frá Bandaríkjunum, Kanada, Bret-
landi og víðar, auk athyglisverðra heimild-
armynda.
Hitt er ljóst að Októberbíófest kemur ekki í
Minningahátíðirnar
’Hitt er ljóst að Októberbíófest kemur ekki í staðinn fyrir Al-þjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík vegna þess hversu
metnaður þeirra og fókus eru ólíkir...‘
Sjónarhorn
Eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
S
NEMMA á áttunda áratugnum fór að
bera á nýrri grein afþreyingar-
mynda á Vesturlöndum, austur-
lenskum kung fu spennumyndum
sem oftar en ekki voru ættaðar frá
bresku nýlendunni Hong Kong. Um
1990 voru myndirnar búnar að leggja undir sig
heiminn og nokkur nöfn fest sig í sessi úr röðum
leikara og leikstjóra. Lá í loftinu að Hollywood
biði þeim faðminn.
Það var enginn meiri háttar spámaður heldur
slagsmálamyndahetjan Jean-
Claude Van Damme sem varð
fyrstur til að bjóða hasarmynda-
mönnunum vinnu í Hollywood. Það
var enginn annar en leikstjórinn
John Woo sem stýrði Hard Target (’93). Belg-
íumaðurinn hitti naglann á höfuðið, myndin er
vafalaust hans skásta og leikstjórnarstíll Woo
vakti mikla eftirtekt í kvikmyndaiðnaðinum.
Hann leikstýrði síðan með stuttu millibili smell-
unum Broken Arrow og Face/Off. Greiddi í leið-
inni götu fjölda landa sinna til Evrópu og Banda-
ríkjanna.
Á tíunda áratugnum opnuðust flóðgáttir fyrir
austurlenska kvikmyndagerðarmenn á borð við
Stanley Tong, Kirk Wong, Ronny Yu, Chow Yun-
fat, Jackie Chan, Michelle Yeoh, Jet Li, Zhang
Ziyi og Gong Li, sem allir urðu þekktir í vestri
jafnt sem austri, og komu sér þægilega fyrir í
Hollywood. Eftir að Hong Kong varð kínverskt
land hafa listamenn gömlu nýlendunnar verið að
uppgötva nýjan markað fyrir hæfileika sína, sem
er fjölmennasta ríki veraldar, Kínaveldi. Þar er
kvikmyndaáhugi brennandi eftir áratuga hung-
ursástand og listamennirnir í Hong Kong geta
boðið landsmönnum upp á afþreyingarefni á móð-
urmálinu. Nú er svo komið að straumurinn frá
Hong Kong liggur einkum til Kína, þar sem smjör
drýpur af hverju strái.
Ærslabelgurinn Jackie Chan og hasarmynda-
leikstjórinn Stanley Tong, voru þeir fyrstu til að
uppgötva risavaxna möguleika nýja heimalands-
ins. Chan hefur þegar framleitt tvær gam-
anmyndir þar eystra, Three og The Eye. Hann
hefur einnig nýlokið við að leikstýra Perhaps
Love, fyrstu kínversku söngva- og dansamynd-
inni í 30 ár og lokaði hún kvikmyndahátíðinni í
Feneyjum fyrir skömmu.
Tong hefur verið upptekinn við tilraunir til að
brúa bilið á milli austurs og vesturs með því að fá
rapparana og bræðurna Coolio og Mark Dacascos
til að vinna við nýjustu myndina sína, China
Strike Force. Hann leikstýrði einnig Chan í The
Myth, sem gerð var í Kína og verður frumsýnd í
byrjun nóvember.
Ronny Yu, sá gamalreyndi leikstjóri, sem var
upptekinn síðasta áratuginn við hrollvekjusmíði í
Hollywood (Freddy vs Jason, Bride of Chucky,
o.fl.), er horfinn aftur til Kína. Þar vinnur hann
með Jet Li í Fearless, og Bill Kong (Crouching
Tiger, Hidden Dragon), sér um bardagaatriðin.
Leikarinn góðkunni, Chow Yun-fat (Crouching
Tiger...),er í Sjanghæ, önnum kafinn við leik í The
Aunt’s Postmodern Life, undir leikstjórn Ann
sparka frá sér. Áður fyrr hafi leikkonum af asísku
bergi brotnu einungis boðist hlutverk í slags-
málamyndum, það sé breytt.
Meira frjálsræði í vali verkefna er annað mik-
ilvægt mál sem dregur asíska kvikmyndagerð-
armenn aftur á heimaslóðir. Stór nöfn eins og
Woo eru engan veginn öruggir um að fá að vinna
eingöngu við þær myndir sem þeir æskja í kvi-
kyndaborginni. Í Kína fær hann miklu að ráða um
efnisval. Red Cliff er fyrsta verk leikstjórans þar
eystra í 12 ár. „Red Cliff er verkefni sem Woo hef-
ur þráð að gera í fjölda ára,“ segir John Chang,
vinur hans og viðskiptafélagi. „Að ári er rétti tím-
inn kominn þar sem markaðinn þyrstir í sögu-
legar stórmyndir um þessar mundir.“ Þá gerir
CGI tölvutæknin okkur mögulegt að hafa brell-
urnar fágaðar. Kínverski markaðurinn hefur auk-
ist umtalsvert hvað snertir aðsókn á stórmyndir
sem þessa, sakir fjölda nýrra fjölsalabíóa um
landið þvert og endilangt.
Yeoh telur að það hafi verið Óskarsverðlauna-
mynd Angs Lee, Crouching Tiger, sem markaði
upphaf sóknar kínverskumælandi mynda og opn-
aði augu framleiðenda fyrir risavöxnum mögu-
leikum þeirra í Kínaveldi nútímans. Þar blómstr-
ar kvikmyndagerð í kjölfar nýtilkominnar,
almennrar velmegunar og nýju kvikmyndahús-
anna og framleiðslukostnaðurinn er lítill en gæða-
staðallinn hefur hækkað. Kvikmyndagerð Hong
Kongbúa er því í nýrri uppsveiflu með áherslu á
færri en dýrari myndir, efnið sem risamarkaður
Kínaveldis óskar eftir í dag. Samtímis hafa þeir
nóg fyrir stafni í Vesturheimi og Evrópu.
Hui. Þá hafði hann nýlokið við annað aðal-
hlutverkið í framhaldsmynd Pirates of the Carib-
bean. Næsta mynd leikarans verður The War of
the Red Cliff, kínversk framleiðsla undir stjórn
Woos.
Öðru vísi er farið með konurnar, þeim vegnar,
a.m.k. enn, mun betur í Vesturheimi en í Asíu.
Gong Li er að leika í Miami Vice, síðan tekur við
fjórða framhaldsmynd Silence of the Lambs. Mic-
helle Yeoh er önnum kafinn við tökur á Sunshine,
nýjustu vs-myndar Danny Boyle. Báðar þessar
frábæru leikkonur fara með stór hlutverk í
Memoirs of a Geisha, einnnar stóru jólamyndanna
í ár.
Chow, sem hefur skapað sér traustan sess sem
skapgerðarleikari á Vesturlöndum, segir að litlu
máli skipti hvar hann leiki – svo lengi sem bragð
er að hlutverkinu. Það hlýtur einnig að vera góður
kostur að geta búið heima hjá sér í stað þess að
þurfa jafnvel að bíða árum saman í Hollywood eft-
ir næsta hlutverki. Þá eru menn þrefalt sneggri
að gera myndir í Hong Kong og Kína en í Evrópu
og Bandaríkjunum.
Yeoh telur að konur hafi ekki nægilega mikil
völd í kvikmyndaheiminum en það tók hana sjö ár
að komast í ráðandi stöðu við gerð asísku mynd-
anna The Touch og Silver Hawk, eftir að hún lék
aðal kvenhlutverkið í Bondmyndinni Tomorrow
Never Dies. Hún segir að asískar konur eigi í
nokkrum vandræðum með að fá bitastæð hlutverk
í Hollywood en staðan fari batnandi og hún hafi
verið heppin að fá hlutverk vísindamanns í Suns-
hine, þar sem hún sleppur gjörsamlega við að
Eftirsóttir hasarkarlar Hong Kong
Eftir að Kína opnaðist hafa kvikmyndagerð-
armenn frá Hong Kong haft í nógu að snúast í
austri sem vestri.
Crouching Tiger, Hidden Dragon Sumir telja að það hafi verið Óskarsverðlaunamynd Angs Lee, Crouching Tig-
er, sem markaði upphaf sóknar kínverskumælandi mynda og opnaði augu framleiðenda fyrir risvöxnum
möguleikum þeirra í Kínaveldi nútímans.
Sæbjörn
Valdimarsson
saebjorn@
heimsnet.is