Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Side 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. október 2005 F yrir rúmum 10 árum tók ég viðtal við Hanne-Vibeke Holst. Þá bjó hún með fyrsta eiginmanni sínum í Moskvu. Viðtalið fór fram á heimili hjónanna á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Íbúðin var nánast hús- gagnalaus því það stóð til að leigja hana út. Á þeim tíma var Hanne-Vibeke í miðju kafi við að skrifa trílógíuna um fréttakonuna Therese Skårup. Síðan þá hefur ýmislegt gerst. Hanne-Vibeke hefur m.a. eignast þrjú börn, skil- ið við manninn sinn og hóf fyrir nokkrum árum sambúð með Morten Bruus, þekktum dönskum kvikmyndatöku- manni. Allt atburðir sem á hver sinn hátt endurspeglast í bókunum hennar. Ekki minnst í Min mosters migræne – eller hvor- dan jeg blev kvinde frá árinu 1999. En með þeirri bók er eins og Hanne-Vibeke ljúki því að hafa lífshlaup sítt og sjálfan sig sem um- fjöllunarefni í bókum sinum. Hún tekur svo að segja ákvörðun um að breyta frá 1. per- sónu í 3. persónu. Það gerist bókstaflega í bókinni, Krónprinsessunni, sem nýlega var gefin út hjá Vöku-Helgafelli í þýðingu Hall- dóru Jónsdóttur. Þar fjallar Hanne-Vibeke um valdtafl stjórnmálamanna í Danmörku. Sagan gerist í nútímanum og staðurinn er danska þingið Christiansborg. Aðalpersónan er Charlotte Damgård. Hún er ung kona sem einn góðan veðurdag fær tilboð um að taka við stöðu umhverfisráðherra. Hún tek- ur við stöðunni þó að fjölskyldan í raun og veru hafi ákveðið að fara til Afríku þar sem maður hennar hefur fengið tilboð um stjórnendastarf í sambandi við þróunarverk- efni. Innan skamms nýtur hún hylli sem ráðherra og brátt er farið að nefna hana krónprinsessu flokksins. Gegnum Charlotte Damgård skyggnumst við inn í heim stjórn- málanna þar sem launráð og átök um völd eru hluti hversdagslífsins. Í þetta skipti hitti ég Hanne-Vibeke á Hótel Holti. Hún bíður eftir mér í anddyri hótelsins og okkur er vísað til sætis í leð- ursófunum í koníakstofunni. Við minnumst fyrri kynna okkar í Kaupmannahöfn og undrumst hversu hratt tíminn líður því okk- ur finnst ekki langt síðan við hittumst á Austurbrú. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hanne-Vibeke hefur hún nýlega lokið við skáldsögu sem mun koma út í nóv- ember nk. Ég spyr hana hvað hún geti sagt um bókina. Ný bók „Bókin er sjálfstætt framhald af Krónprins- essunni og heitir Konungsmorðið (Konge- mordet) en Charlotte Damgård er ekki að- alpersóna bókarinnar. Reyndar er hér um að ræða konu manns, sem einnig kemur við sögu í Krónprinsessunni. Í Krónprinsess- unni eru tveir mikilvægir menn. Annar þeirra er forsætisráðherrann Per Vittrup en hinn er fjarmálaráðherrann Gert Jakobsen. Bókin byrjar á kosninganótt þar sem þeir tapa kosningunum. Per Vittrup er að sjálf- sögðu mikilvægur maður, en raunveraleg aðalkarlpersónan er Gert Jakobsen og að- alkvenpersónan er konan hans, Linda Lykke Jakobsen.“ Stjórnmálin og völdin – Hvers vegna hefur þú valið stjórnmál sem þema fyrir þessar bækur? „Jú, það gerði ég vegna þess að ég hef í mörg, mörg ár verið heilluð af stjórnmálum. Ég hef fylgst vel með í stjórnmálum gegn- um fyrirverandi eiginmann minn sem er starfsmaður utanríkisþjónustunnar. Vegna starfs hans hitti ég oft stjórnmálamenn og karlmenn í efsta lögum samfélagsins. Einn- ig konur, en oftast karlmenn. Mér fannst það heillandi, því ég hef alla ævi verið hrifin af valdamiklum konum. Á barns- og ung- lingsárunum voru þær ekki margar, en þær sem ég hitti heilluðu mig ótrúlega mikið. Ritt Bjerregård hefur án efa verið fyr- irmynd mín. Ég hef fylgst með henni frá því ég var mjög ung og lokaverkefnið mitt í blaðamannaskólanum í Danmörku var viðtal við hana. Þessi hrifning af valdmiklum kon- um þýddi að ég byrjaði á kerfisbundinn hátt að rannsaka efni sem tengist þessu sviði. Hvað gerist eiginlega þegar konur ögra einkaleyfi karlmanna til að fara með völdin? Segja má að Krónprinsessan fjalli um þetta. Hversu dýru verði þarf kona að kaupa völdin? Það gæti verið í fyrirtæki eða í skólakerfinu. Á öllum stöðum þar sem goggunarröð er fyrir hendi. Hvað gerist þegar kona birtist og vill vera með og ögrar valdhöfum? Og hvaða forréttindi hafa konur því þær hafa líka slík réttindi. Þessum spurningum var ég mjög upptekin af. Í stjórnmálum er valdið sú vara sem slegist er um. Segja má að öll samfélagsmál fjalli um völd. Ef um er að ræða stærð skipaflot- ans, markaðshlutdeild eða hversu sýnilegur maður er í fjölmiðlum þá getur verið ansi óljóst að hér sé um að ræða valdabaráttu. En þegar fjallað er um þingræðisvald þá geta allir skilið að hér er um að ræða stjórnmál og völd. Mér fannst ekki að ég gæti sleppt því að fjalla um þetta.“ Karlmenn og völdin „Þegar ég var búin að rannsaka hvernig tengslin eru milli kvenna og valdsins og hvernig valdamenn líta á konur þá fannst mér augljóst að spyrja hvernig tengslin eru milli karlmanna og valdsins. Hversvegna er mikilvægt fyrir karlmenn að hafa völd? Mér fannst þetta efni vera svo áhugavert að ég gerði heimildamynd um það efni milli bóka Það er ein ástæðan fyrir að það leið svo langur tími milli bókanna. Kvikmyndin heit- ir Hvers vegna hafa karlmenn völdin? Í myndinni rannsaka ég og tek viðtal við fjölda karlmanna og kvenna.“ – Er kvikmyndin gerð fyrir danska sjón- varpið? „Já, og við upptökurnar öðlaðist ég ákveðinn skilning á þessum hlutum, skilning sem bæði flestar konur og karlmenn eiga bágt með að sætta sig við því hann er bæði umdeildur og sársaukafullur: Völdin eru tengd ofbeldi. Eins og danski sagnfræðing- urinn, Søren Mørch, eiginmaður Ritt Bjerregård, segir í myndinni: „Sá sem hefur völdin getur gefið mesta kjaftshöggið.“ Hvort kjaftshöggið vísar í fjölda hermanna í Írak eða vöðvaafl skiptir ekki máli. Í raun og veru er um að ræða það sama: Hver hef- ur tækið sem til þarf á valdi sínu? Valda- tækið getur verið tvær hendur, herafli, fjár- magn eða þingsæti. Það finnst mér áhugavert.“ Konar og völdin „Á milli Krónprinsessunnar og nýju bók- arinnar skrifaði ég viðtalsbókina Da jeg blev vred,“ heldur Holst áfram. „Í bókinni er að finna fimmtán viðtöl við konur alls staðar að úr heiminum, og ég uppgötvaði að það sama gildir alls staðar. Þess vegna var það sterk upplifun að taka viðtalið við Søren Mørch. Ég gat séð, að þegar maður er stað- settur í þeim hluta heimsins þar sem vest- ræn siðmenning er ekki jafnráðandi og hér, eru hlutirnir sýnilegri. Í „frumstæðari“ samfélögum eru hlutirnir ekki dulbúnir. Þar er konum gefið kjaftshögg, sýru er hellt í andlit kvenna, konur eru lokaðar inni eða faldar bak við slæður. Einnig er búið að birta rannsóknir frá Evrópusambandinu sem benda til þess að fimmtungur kvenna innan sambandsins hafa orðið fyrir ofbeldi frá hendi eiginmannsins. Þetta eru margar konur. Þetta allt gerði það að verkum að ég hugsaði mikið um karlmenn og völd, konur og ofbeldi, kúgun og þess háttar. Allt þetta þurfti að ganga upp í ákveðna heild. Þannig hugsaði ég um marga hluti í einu. Ég get ekki alveg gert grein fyrir því hve- nær þessi þemu renna saman og mynda eina heild. Fyrst við erum hér á Íslandi get ég alveg afhjúpað, að í nýju bókinni um Lindu Lykke Jacobsen, sem er gift þessum áhrifamikla manni, verður fyrir stigmagn- andi ofbeldi. Þetta tengist valdatafli stjórn- málanna þar sem Gert Jacobsen reynir að taka völdin af öðrum manni. Þetta er sígilda sagan um að sá sem er númer tvö uppgötv- ar að staða þess sem er númer eitt er að veikjast. Í þessu tilfelli eftir ósigur í kosn- ingum. Þetta er stjórnmálaleg flétta. Frá henni er auðvitað sagt með tilheyrandi átökum um völd og launráð. Samtímis er svo fléttan um konuna sem segir frá sög- unni. Frá henni er sagt í köflum skrifuðum í 1. persónu. Að auki er alvitur sögumaður. Hann fer um á sama hátt eins og í Krón- prinssessunni. Í nýju bókinni leyfi ég mér að gera algjörlega það sem ég vil og beita allskonar frásagnarbrögðum.“ Skáldskapurinn og raunveruleikinn – Margir hafa beint á að söguþráðurinn í Krónprinsessunni líkist máli Monu Sahlin. Er Mona Sahlin einskonar fyrirmynd fyrir fléttuna í Krónprinsessunni? „Já, hún er það. Ég hef sagt Svíum þetta enda er bókin mjög vinsæl þar. Ég held að það sé vegna þess að þeir geta tengt sig við hana. Því miður tengdist hún ennþá meira atburði líðandi stundar þegar Anna Lind var myrt. Ég held samt að það hafi verið á meðan að ég las sjálfsævisögu Monu Sahlin Med egna ord að það virkilega rann upp fyrir mér hversu mikið kynferði skiptir máli og að kyn hennar hafði úrslitaþýðingu um að það fór eins illa og það gerði. Þetta vakti spurningu um það hvort það sama gæti gerst í Danmörku. Þess vegna byrjaði ég kerfisbundið að safna upplýsingum. Ég byrjaði hreinlega að taka viðtal við stjórn- málmenn í hrönnum. Bæði karlmenn og konur.“ – Má þá segja að nýja bókin sé skrifuð á grunnvelli rannsókna? „Já, það er hún. Bæði Krónprinsessan og nýja bókin, Konungsmorðið, byggjast á mjög yfirgripsmiklum rannsóknum sem í sjálfu sér hafa tekið drjúgan tíma. Þess vegna held ég líka að Krónprinsessan hafi orðið eins mikilvæg og raun ber vitni. Les- endur geta ekki vísað efni bókarinnar á bug. Fólk getur séð, að ég veit eitthvað um það sem ég er að skrifa. Þetta er ekki bara eitthvað sem ég held eða þykist vita. Ég veit nákvæmlega hvernig hlutirnir eru. Ég tók meðal annars viðtal við núverandi um- hverfisráðherra Danmerkur, Connie He- degaard. Hún komst á þing þremur árum eftir Charlotte Damgård. Hún var fréttaþul- ur og varð síðan umhverfisráðherra strax eftir kosningar. Í Danmörku fannst mönn- um þetta vera mjög furðulegt. Þetta þýddi m.a. að mér var boðið að ræða málið sama kvöld og hún var útnefnd. Skáldskapurinn var á undan raunveruleikanum. Þetta var skemmtileg tilviljun. Ég hef síðan talað við Connie Hedegaard og hún hefur líka lesið Krónprinsessuna aft- ur. Ég spurði hana um álit á bókinni. „Skelfilegt,“ sagði hún bara. Þetta þótti mér mikið hrós.“ – Þú hefur áður skrifað tvær trílógíur. Ertu nú byrjað á þeirri þriðju? „Já, það held ég. Nú er ekki gott að lofa upp í ermina á sér en ég finn að sagan er ennþá ókláruð. Ég hef ekki sagt söguna alla af Charlotte Damgård. Í Konungsmorðinu var hún ekki mjög áberandi. Ég hef haldið henni volgri, svo að segja. Hún þarf að öðl- ast meiri skilning á hlutunum. Vonandi get ég í þriðju bókinni fært söguþráðinn nær samtímanum.“ – Mér skilst að verið sé að gera kvikmynd um Krónprinsessuna? „Já, hún hefur verið kvikmynduð í Sví- þjóð, og það er verið að vinna við að klippa hana. Hún verður væntanlega frumsýnd í febrúar 2006. Ég hef ekki haft mikið með kvikmyndina að gera. Ekki annað en að lesa og samþykkja handritið. Það verður spenn- andi að sjá árangurinn þegar kvikmyndin er tilbúin.“ Stjórnmál, völd og ofbeldi Hanne-Vibeke Holst er þekktur rithöfundur í Danmörku. Krónprinsessan nefnist skáld- saga hennar sem er komin út í íslenskri þýð- ingu. Holst var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík og þar náðist tal af henni um verk- ið og nýja skáldsögu hennar Konungsmorðið. Eftir Michael Dal michael@khi.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hanne-Vibeke Holst „Hvað gerist eiginlega þegar konur ögra einkaleyfi karlmanna til að fara með völdin?“ Höfundur er lektor í dönsku við Kennaraháskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.