Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.2005, Qupperneq 11
Nýjar bækur
Nýjar bækur
JPV ÚTGÁFA hefur gef-
ið út sögulega skáldsögu
eftir Ragnar Arnalds
sem heitir Eldhuginn –
Sagan um Jörund hunda-
dagakonung og byltingu
hans á Íslandi.
Hann var stríðsfangi
Breta. Danirnir hötuðu
hann og litu á hann sem
svikara. Íslendingar tóku
honum með tortryggni.
Hvernig náði hann völdum og hvað varð
honum að falli? Sagan af ævintýralegum
ferli sjómannsins sem gerðist ríkisstjóri
Íslands um átta vikna skeið. Í lifandi og
skemmtilegri skáldsögu leiðir Ragnar
Arnalds okkur inn í reyfarakennt líf hug-
sjónamannsins, ofurhugans og kvenna-
mannsins Jörgens Jörgenssens eða Jör-
undar Hundadagakonungs eins og við
þekkjum hann best. Dapurlegt lífið í
Reykjavík vatnskarla, þjófa, yfirstéttar og
lúinna hversdagsmanna öðlast nýtt og
óvænt gildi þegar Jörundur og félagar
ráðast til uppgöngu fullir eldmóðs og fyr-
irheita, lofa gulli og grænum skógum,
frjálsri verslun, jafnrétti og bræðralagi.
Föngum er sleppt og ráðamönnum gefið
langt nef; nú skulu menn vera frjálsir í
hugsun og verki, skemmta sér og öðrum
og takast á við nýtt líf í gjöfulu landi: fá-
tækt, hörmungum, sjúkdómum og hvers
kyns erfiðleikum skal útrýmt, almenn-
ingur skal njóta menntunar og bjartsýnin
ein ráða för.
Skáldsagan um Eldhugann er fyrst og
síðast saga óbilandi og kraftmikils draum-
óramanns sem lætur sér ekki segjast og
gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.
HJÁ Almenna bókafélag-
inu er komin út Brosað
gegnum tárin – Fegurð-
arsamkeppnir á Íslandi
eftir Sæunni Ólafsdóttur.
Það hefur lengi verið al-
þekkt staðreynd að ís-
lenskar konur eru öðrum
konum fegurri og á síðari
árum hafa íslenskir karl-
menn sýnt og sannað feg-
urð sína og náð góðum árangri í fegurð-
arsamkeppnum erlendis. Þegar vel hefur
tekist til í keppni á alþjóðlegum vettvangi
hefur þjóðin verið ákaflega stolt af þessari
ósigrandi fegurð, en þegar verr hefur gengið
eða fegurðarsamkeppnir átt undir högg að
sækja hefur þeim verið fundið flest til for-
áttu.
Í Brosað gegnum tárin er saga fegurð-
arsamkeppna á Íslandi rakin í liprum og lif-
andi texta. Fjallað er um hverja keppni fyrir
sig, viðbrögð landsmanna, þar á meðal
kvennahreyfingarinnar, og umfjöllun ís-
lenskra og erlendra fjölmiðla. Bókin er ríku-
lega skreytt ljósmyndum og úrklippum sem
endurspegla ríkjandi skilning á fegurð og
glæsileika. Myndirnar veita einnig skemmti-
lega innsýn í tísku og tíðaranda, allt frá
peysufataklæddum fegurðardísum á Alþing-
ishátíðinni á Þingvöllum 1930 til fagurlega
skreyttra þátttakenda í keppninni um titill-
inn Dragdrottning Íslands.
Bókin er 328 bls. Verð: 4.990 kr.
LÍKLEGA eru þeir ekki margir, sem skilja
fyrirsögn þessa pistils. En þetta er hið
óbrigðula táknmál, sem ræður flestu ef ekki
öllu um gerð og störf lífvera og er skráð í
erfðaefni hverrar einustu frumu í öllum líf-
verum. Nánar táknar þetta, að tilteknar am-
ínósýrur (lev-asp-trp-glú-asp-fen) skuli
tengjast saman til myndunar á ákveðnu
prótíni. Bókstafirnir standa fyrir nöfn á
fjórum niturbösum, sem mynda hið svo kall-
aða gen og allir þykjast kannast við. En eins
og segir í bók þessari er líklegt, að það
mundi vefjast fyrir flestum að skýra hvað
átt er við með þessu litla orði, ef betur væri
að gáð.
Í bókinni er leitast við að skýra hvernig
genið er efnislega úr garði gert og hvernig
starfsemi þess er háttað í lifandi frumu.
Einnig er lýst hvernig starfsemi þess er
stjórnað og hvernig gen starfa
saman að því að móta eiginleika
og einkenni lífvera. Saga gena-
rannsókna og hugmynda
manna um gen er rakin og
greint er frá nýlegum rann-
sóknum á þessu sviði. Þá er
sagt frá margvíslegum rann-
sóknaaðferðum í erfðatækni og
skýrt frá því, hvernig sú tækni
er nýtt í iðnaði og til kynbóta á
dýrum og plöntum. Að lokum
er svo rætt um hugmyndir um
að nýta þessar aðferðir til
lækninga og jafnvel til þess að
breyta erfðaefni í mönnum.
Höfundurinn kenndi erfða-
fræði eða sameindaerfðafræði, eins og
greinin er jafnan nefnd nú, í rúm þrjátíu ár.
Það leynir sér ekki heldur, að hann hefur
efnið fullkomlega á valdi sínu, skrifar lát-
lausan og læsilegan texta, þó að hann sé
ekki tilþrifamikill. Myndir eru nokkrar, en
þær hefðu mátt vera fleiri og skýrari.
Hér er ekki um venjulega kennslubók að
ræða heldur er bókinni ætlað að veita fróð-
leiksfúsum mönnum innsýn inn í heim nú-
tíma erfðafræði. Á því er ekki
vanþörf, því að sú hætta vofir
yfir, að fólk fái ýmsar rang-
hugmyndir um erfðir og alls
kyns erfðabreytingar, sem frá
er greint nær daglega í ein-
hverjum fjölmiðli. Sízt bætir úr
skák, að þeir, sem miðla upp-
lýsingum, eru sjaldnast vel
heima í þessum fræðum.
Svo virðist sem þetta rit sé
hið fyrsta í ritröð, sem nefnist
Hnotskurn – fræðirit á vegum
þessa bókaforlags. Sé rétt til
getið, er það sérstakt fagnaðar-
efni, því að mikill skortur hefur
verið á aðgöngugóðu fræðslu-
efni handa fólki til þess að glöggva sig á
stórfelldum framförum í heimi tækni og vís-
inda hin síðari ár. Þessi bók – Líf af lífi – er
tilvalin þar fremst í röð, því að hún er mjög
vönduð og efnismikil og fjallar að auki um
það, sem margir telja torræðnustu leynd-
ardóma lífsins og einna áleitnustu spurn-
ingar um siðferðiskennd okkar mannanna.
AATCTGACCCTTCTGAAG
BÆKUR
Náttúrufræðirit
Höfundur: Guðmundur Eggertsson. 188 bls.
Útgefandi er Bjartur.
– Reykjavík 2005.
LÍF AF LÍFI – GEN, ERFÐIR OG
ERFÐATÆKNI
Ágúst H. Bjarnason
Guðmundur Eggertsson
LÍFSLOGINN eftir Björn Þorláksson
hefst á tilvitnun í Hrafninn eftir Edgar
Allan Poe. Ljóðmælandinn er
einmana, sviptur ástinni sinni
og umluktur myrkri. Aðalsögu-
hetja Lífslogans er í svipuðum
sporum. Bókin gerist í dag og
spannar þrjár vikur í lífi Loga
Stefánssonar sem er íslensku-
kennari í Menntaskólanum á
Akureyri. Logi segist skáld en
hefur aldrei komist lengra en á
síðu 67 í skáldsögunni sem
hann er að skrifa. Bókin sú
fjallar um tvær ungar og ást-
fangnar listaspírur, verðandi
skáld og listmálara, sem eiga
von á barni. En kúvending
verður þegar svartklæddur
súrrealisti stelur hjarta kon-
unnar, sem yfirgefur verðandi
skáldið með þeim orðum að lífið sé svo súr-
realískt að hún gæti ekki lifað því nema
undir verndarvæng fagmanns. Þau flytja
úr landi en skáldið tilvonandi fær þær
fréttir að súrrealistinn hafi dáið og leggur
af stað til að endurheimta ástina sína og
barnið. Þegar þar er komið sögu stíflast
skáldæð Loga Stefánssonar því hann kann
ekki að skrifa um annað en eymdina.
Logi er hrokafull, kaldhæðin fyllibytta
sem reynir við konur á börum með lélegum
bröndurum og innihaldslausum pikköppl-
ínum, sem honum sjálfum finnst djúpvitrar
og snjallar. Líkt og flestir virkir fíklar er
hann tengslalaus við sjálfan sig og sam-
ferðafólkið og fullur sjálfsvorkunnar.
Ógæfa hans er öðrum að kenna. Hann býr
á Akureyri, sem er ömurlegur bær fullur
af meðalmennum með dvergvaxnar hugs-
anir. Logi hefur drukkið frá sér fjölskyld-
una. Sóley konan hans hefur yfirgefið hann
og flutt með dóttur þeirra til manns á Dal-
vík, sem hún er ekki ástfangin af, en hann
er traustur og hjálpar henni úr þeim
kröggum sem Logi hefur komið mæðg-
unum í. Samskipti Loga og Sóleyjar eru á
þeim nótum sem fjölskyldulífi alkóhólista
er gjarna lýst. Drykkjumaðurinn lýgur og
svíkur og heldur aðstandendum í andlegri
gíslingu, hvort sem hann er inni á heim-
ilinu eða einhvers staðar að heiman. Samt
sem áður saknar brottflutta konan sálar-
lausa egóistans og byttunnar og það er
gamla sagan sem endurtekur sig; Sóley
heldur að drykkja hans geti verið henni að
kenna, hún hafi ekki sýnt næga elsku og
þolinmæði. Í upphafi bókar hefur Logi dá-
ið fylleríisdauða á víðavangi og sofið úr sér
í fangaklefa. Hann mætir illa til reika til
kennslu og lyktar af áfengi. Konrektor
hótar brottrekstri verði ekki bót á. Loga
tekst í fyrstu að fresta brottrekstri með
því að flytja Hrafninn með tilþrifum, en þó
fer svo að hann er sendur á Vog þar sem
hann endist í þrjá daga. Skömmu áður hef-
ur Logi hafið samband við 17 ára nemanda,
sem dáir hann og finnst froðan sem upp úr
honum vellur mikil og djúp speki. En aug-
ljósir feigðarboðar sjást. Í bakgarði ís-
lenskukennarans gera krunkandi hrafnar
sig heimakomna. Til að eyðileggja ekki
spennuna fyrir væntanlegum lesendum
skal hér numið staðar en sagan er drama-
tísk svo ekki sé meira sagt.
Textinn er reglulega brot-
inn upp af drykkjurausi Loga.
Þetta stílbragð notaði Steinar
Sigurjónsson einnig í Blandað
í svartan dauðann, módern-
ískri skáldsögu sem kom út
fyrir tæpum fjörutíu árum.
Einræður og sálareintöl per-
sóna Steinars eru mun rugl-
kenndari en drepleiðinlegt
drykkjuröflið í Loga, sem
verður aldrei alveg samheng-
islaust. Heimssýnin í skáld-
sögu Steinars og verki Björns
er sumpart ólík og sömuleiðis
bygging sagnanna, en þó má
sjá fleiri hliðstæður og því er
áhugavert að bera verkin sam-
an. Tilvera fátæks verkalýðs-
ins í sjávarplássi Steinars er svartari og
sturlunin á einhvern hátt vonlausari, þung-
bærari og endanlegri en ruglið á Loga,
sem er menntaður maður á tímum SÁÁ.
En báðir höfundar lýsa brotnum fjölskyld-
um þar sem fólk lifir í blekkingu og drekk-
ur frá sér ráð og rænu. Lífið einkennist af
nístandi einsemd. Ástin er sterkt afl en
engu að síður eru samböndin sorgleg og
siðlaus og gera því lítið annað en opinbera
kvöl og ógæfu persónanna. Ég er viss um
að margir þekkja fólk með drætti líka
sögupersónum Lífslogans. Sögusviðið,
raunverulegir staðir á Akureyri ásamt
sjúkrastöðinni Vogi, valda því að auðvelt
er fyrir lesandann, a.m.k. framan af, að
taka þátt í fálmkenndu lífi persónanna. En
lesanda Lífslogans er jafnframt boðið í
leik. Á innsíðu er tekið fram að nöfn, stað-
ir, persónur og atburðir séu hugarburður
höfundar og samsvörun í raunveruleikan-
um hrein tilviljun. Í káputexta stendur
hins vegar að bókin sé persónulegasta verk
höfundar. Yfirlýsingar sem þessar hljóta
að hnippa í lesandann. Varla eru þær sett-
ar þarna án þess að merkja eitthvað.
Við lestur Lífslogans ljúkast smám sam-
an upp ýmsar ástæður fyrir hegðun og ör-
lögum aðalpersónunnar. Sagan um lista-
spírurnar og svartklædda súrrealistann
speglar augljóslega líf Loga sjálfs. Og
segja má að hann hafi staðnað á blaðsíðu
67 í lífinu. Hann hlustar enn á Pink Floyd,
les sömu bækurnar, fer með sömu ljóðin og
er með sömu frasa á vörum og þegar hann
var um tvítugt. Logi kemst ekki upp úr
hjólförunum fyrr en hann neyðist til að
horfa framan í sjálfan sig og takast á við
eigin sjúkleika, aumingjaskap eða hvað
sem menn vilja kalla vítið sem hann hring-
snýst í. Í lokin eygir lesandinn von um að
Logi hafi í raun híft sig upp úr svaðinu. Sú
upprisa er þó dýru verði keypt.
Lífslygin
Þórdís Gísladóttir
BÆKUR
skáldsaga
eftir Björn Þorláksson
191 bls. Tindur bókaútgáfa 2005.
LÍFSLOGINN
Björn Þorláksson
HJÁ máli og menningu er
komin út Kertin brenna
niður eftir Sándor Márai í
þýðingu Hjalta Kristgeirs-
sonar.
Tveir gamlir vinir, sem
áður voru óaðskiljanlegir,
fyrrverandi foringjar í her
Austurríkis-Ungverja-
lands, hittast á ný eftir ríf-
lega fjörutíu ára aðskilnað. Fjórum áratugum
fyrr gerðist örlagaríkur atburður sem leiddi
til algers skilnaðar þeirra og lagði líf þeirra í
rúst. Allan þennan tíma hafa þeir beðið end-
urfundanna, og nú þegar ævilokin nálgast
verður hinn raunverulegi sannleikur afhjúp-
aður.
Ungverski rithöfundurinn Sándor Márai
(1900-1989) féll í ónáð við valdatöku komm-
únista þar í landi, flýði til Bandaríkjanna og
lést þar í útlegð 1989. Kertin brenna niður
kom fyrst út í Ungverjalandi 1942, var síðan
bönnuð en eftir fall kommúnismans var hún
endurútgefin og hefur síðan farið sigurför
um alla Evrópu. Sándor Márai er nú einn
virtasti og vinsælasti höfundur álfunnar og
hefur verið líkt við Thomas Mann og Gabriel
Carcia Marquez.
Kertin brenna niður er áhrifamikil skáld-
saga og frábærlega skrifuð; undir kyrru yf-
irborði bærist söknuður og sársauki, eftirsjá
eftir veröld sem var. Hún er hugleiðing um
sígilt efni; tryggð og mikla ást, sannleika og
blekkingu - sem situr lengi eftir í huga les-
anda.
Bókin er 172 bls.
Þýðandi: Hjalti Kristgeirsson
Verð: 3.990 kr.
JPV ÚTGÁFA hefur sent
frá sér bókina Veronika
ákveður að deyja eftir
metsöluhöfundinn Paulo
Coehlo í þýðingu Guð-
bergs Bergssonar.
„Veroniku virðist ekki
vanhaga um neitt – hún
er ung og falleg, umvafin
aðlaðandi karlmönnum,
hefur fasta vinnu og á ástríka fjölskyldu.
Þrátt fyrir það er hún ekki hamingjusöm og
einn kaldan vetrarmorgun tekur hún of
stóran skammt af svefntöflum. Þegar
Veronika vaknar nokkru síðar á sjúkrahúsi
fær hún að vita að enda þótt hún hafi haldið
lífi sé hjarta hennar svo skaddað að hún
eigi aðeins fáeina daga eftir ólifaða,“ segir í
kynningu útgefanda.
Saga Veróniku er hjartnæmur og áhrifa-
mikill óður til lífsins sem minnir okkur á að
hver einasta stund lífsins er kraftaverk.
Sagan er byggð á reynslu höfundar af
dvöl á geðsjúkrahúsi þar sem hann var ung-
ur vistaður í því skyni að bæla niður fram-
tíðardrauma hans.
Paulo Coelho sem fæddist í Rio de Ja-
neiro árið 1947 er einn þekktasti samtíma-
höfundur heims. Þekktasta verk hans er Al-
kemistinn sem hefur verið þýtt á yfir 50
tungumál og selst í meira 30 milljónum ein-
taka.
JPV ÚTGÁFA hefur sent
frá sér barnabókina Ríkey
ráðagóða eftir Eyrúnu
Ingadóttur.
Ríkey er ellefu ára og
tekur að sér að passa
Dódó litlusystur yfir sum-
arið þótt hana langi meira
til að komast á sjóinn með
afa. Þegar mamma og
pabbi flytja tölvuna í geymslu upp á háaloft
með þeim orðum að börn eigi að leika sér
úti á sumrin – þá eru góð ráð dýr.
Ríkey og félagar hennar deyja ekki ráða-
laus. Þau reisa heilt þorp og halda hátíð
með tónlist og trúðum, skrípafötum og
skrúðgöngu, leynigesti og ókeypis ís handa
öllum.
Ekki spillir það ævintýrum sumarsins að
eiga góða vini í hópi fullorðinna, eins og
hann Sóla á Strönd sem býr á hálfgerðu
þjóðminjasafni og skýrir hænurnar sínar í
höfuðið á ríkisstjórninni.
Skemmtileg bók fyrir 6–12 ára krakka.
Eyrún Ingadóttir er fædd á Hvamms-
tanga 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum að Laugarvatni 1987 og
BA prófi í sagnfræði við HÍ 1993.
Eyrún ritaði sögu Húsmæðraskóla
Reykjavíkur 1992, sem var jafnframt BA
verkefni hennar, og sögu Húsmæðraskóla
Suðurlands, „Að Laugarvatni í ljúfum
draumi“, árið 1994. Hún ritaði ævisögu Eyj-
ólfs R. Eyjólfssonar, „Gengið á Brattann“,
árið 1998 og var einn af fjórum meðrit-
stjórum
bókarinnar „Konur með einn í útvíkkun
fá enga samúð“ árið 2002. Ríkey ráðagóða
er fyrsta barnabók Eyrúnar.
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 29. október 2005 | 11