Lesbók Morgunblaðsins - 10.12.2005, Page 1
Laugardagur 10.12. | 2005
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
Fjölmargir íslenskir sjómenn létu líf ið í seinni heimsstyrjöldinni.
Þýskir kafbátar og tundurdufl tóku sinn tol l .
Hér rekur Jón Þ. Þór þessa sársaukafullu sögu.
• Uppgangstímar togaranna og hrikalegt hnignunarskeið þeirra,
sem fór saman við mikla óreglu.
• Vélbátaútgerðin allt í kring um landið, síldveiðarnar og hrun þeirra.
• Fiskvinnsla og f iskverkun.
• Hvalveiðar.
• Landhelgismál og þorskastríð.
Allt er þetta, og miklu fleira, umfjöllunarefni
Jóns Þ. Þórs í þessu glæsilega grundvallarriti
um íslenska sjómenn og sjósókn.
[ ]Myndin af listamanninum | Myndaröð Mary Ellen Mark af íslenskum listamönnum | 7–10Thomas Mann | Í Dauðanum í Feneyjum eru átök listar og samfélags upp á líf og dauða | 11Nóbelsræða Pinters | Nauðsynlegt að skilgreina hvað er raunverulega satt í þessum heimi | 2
LesbókMorgunblaðsins 80ára19252005
Í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að Halldór Laxness fékk afhent Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í Stokkhólmi. Lesbók rifjar
upp atburðinn sem hafði gríðarlega þýðingu fyrir Halldór en einnig þjóðina. Pétur Gunnarsson fjallar um áhrif verðlaunanna á
skáldið og þjóðina í grein með fyrirsögninni sem prýðir forsíðuna. Árið 1955 ríkti kalt stríð sem litaði menningarpólitíkina. Hall-
dór Guðmundsson veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef Gunnar Gunnarsson hefði hlotið Nóbelinn en hann kom bæði til greina í
upphafi þriðja áratugarins og árið 1955 þegar hugmyndir voru uppi um að skipta verðlaununum á milli hans og Halldórs. Á bak-
síðunni er skoðað hvað rannsóknir á störfum nóbelsnefndarinnar hafa leitt í ljós. Þá veltir Kristján B. Jónasson fyrir sér gildi
Nóbelsverðlaunanna og hvort íslenskur höfundur gæti hlotið verðlaunin aftur. 3–6
Ljósmynd/Gunnar H. Pálsson
Í náðarfaðmi
Nóbels